Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1989
15
hvatinn á bak við hið mikla afrek
Islendinga að byggja upp þetta ein-
staka samfélag. I skjóli frelsisins
hafa þúsundir ungra Islendinga
sótt fram og sigrað. Þeir höfnuðu
sósíalisma, ríkisafskiptum, og lögðu
áherzlu á dreifingu valdsins. Þeir
lögðu áherzlu á borgaralegt iýð-
ræði, sem veitti þeim frelsi til að
velja sér þá lífsbraut, sem hugurinn
girritist. Vit, hæfileikar og dugnað-
ur réði síðan hvernig hveijum ein-
staklingi vegnaði.
En þjóðin sem heild styrktist
vegna verka þessara fijálsu ein-
staklinga. Þjóðarauðurinn óx hröð-
um skrefum, samfara einstaklings-
eign. Áherzla var lögð á eðlilega
millifærslu vegna heilbrigðis- og
tryggingamála, en einkaeignarrétt-
ur verndaður fyrir óseðjandi
ríkishít.
Vernd eignarréttar
Sterk eignastaða sem flestra er
öruggasta trygging einstaklingsins
fyrir frelsi og sjálfstæði. Þetta var
hornsteinn í uppbyggingu íslenzks
þjóðfélags á liðnum árum og grund-
vallaratriðið í stefnu og baráttu
Sjálfstæðisflokksins. Nú er sótt
hart að eignum einstaklinga með
fáheyrðri skattheimtu. Skatta-
stefna núverandi ríkisstjómar er
stærsta skref sem stigið hefur verið
í átt til sósíalisma á íslandi, sem
þýðir að yerið er með skattlagningu
að gera einkaeign í fyrirtækja-
rekstri upptæka á sama tíma sem
mjög er þrengt að sjálfstæðum
eignamöguleikum almennings í
hvaða formi sem er.
Gegn nútíma sósíalisma
Háir skattar eru eitt af tækjum
ríkiskerfisins til að styrkja stöðu
sína og vald yfir einstaklingunum.
Núverandi valdhafar — Alþýðu-
flokkurinn, Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn em allir sós-
íalískir flokkar. Þeir hafa aldrei lagt
áherzlu á vernd einkaeignar, hvorki
í atvinnurekstri né hjá einstakling-
um. Þetta eru fyrst og fremst kerf-
isflokkar — flokkar aukinna ríkisaf-
skipta — aukins ríkisvalds.
Vinstri flokkarnir þrír — Al-
þýðuflokkur, Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn — sósíalísku
flokkarnir — geta með áformum
sínum dregið úr þrótti Islendinga
og framfarahug. Stefna þeirra og
vinnubrögð eru áhyggjuefni. En
vinstri flokkarnir eru innra vanda-
mál, sem íslendingar munu fljótlega
leysa, því þeir munu ekki láta þessa
flokka knésetja sig. Eftir sem áður
munu íslendingar vernda eignir
sínar og sjálfstæði og hafna þessum
nútíma sósíalisma.
Það er lífsspursmál, að fólkið í
landinu átti sig sem fyrst á því, að
"kattheimtustefna ríkisstjórnar
boby comp
NÝ
getnaðarvörn
Heilbrigð! Örugg! Einföld!
Hringið eða sendið inn
nafn og heimilisfang tii að
fá sendar upplýsingar um
Baby Comp.
Einkaumboð:
Buri hf.,
Pósthólf 106,
222 Hafnarfirði.
S. 91-651920.
Steingríms Hermannssonar mun
eyðileggja enn frekar eignagrund-
völl atvinnulífsins og afkomu með
þar af leiðandi lífskjararýrnun og
frelsisskerðingu. Þessari þróun
verður að snúa við. Atvinnuvegirnir
og fólkið verður að hafa forgang í
skiptingu þjóðarkökunriar og síðan
ríkið. Um það mun stjórnmálabar-
átta næstu ára snúast. Sjálfstæðis-
flokkurinn mun taka ákveðna af-
stöðu í þessari baráttu gegn aukn-
ingu ríkiskerfisins og ríkisvaldsins
— fyrir vernd eignarréttar einstakl-
ingsins og sjálfstæðis.
Þannig byggjum við áfram upp
gott, fijálst þjóðfélag á íslandi.
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisOokks fyrir Reykja víkur-
kjördæmi.
Verslunin hættir við að hætta
Breyttar ástæður valda því að skóverslunin
SKÓVAL verður starfrækt áfram.
SKÓVAL býður viðskiptavinum sínum áfram
vandaða þjónustu og þakkar fyrir ánægjuleg við-
skipti á liðnum árum.
Gleðilegt nýtt ár! $koval
Það verður áfram Skólavörðustíg 22,
hörkugóð ÚTSALA. sími 14955.
GJALDEYRISSVIÐ
VERSLUNARBANKANS
FLYTUR
í HÚS VERSLUNARINNAR
Þann 2. janúar 1989 opnar Gjaldeyrissvið
Verslunarbankans á nýjum stað, í Húsi verslunarinnar,
Kringlunni 7, 2. hæð.
Frá þeim tíma verður öll afgreiðsla á erlendum ábyrgðum
og lánum þar. Afgreiðsla á erlendum innheimtum verður
í útibúinu á 1. hæð í Húsi verslunarinnar.
Almenn gjaldeyrisafgreiðsla er auðvitað áfram á öllum
afgreiðslustöðum bankans. ,
Verið velkomin á nýja staðinn, næg bílastæði og þægileg
aðkoma.
VERSLUNARBANKINN, GJALDEYRISSVIÐ
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.
Sími 687200, telex 3027, telefax 31070.
V6RSIUNBRBBNKINN
-aámu/t með fi&i f