Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURDÍS BÓEL SVEINSDÓTTIR,
Hjálmholti 10,
lést 31. desember 1988. Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Olafiir Gunnars-
son sálfræðingur
+
Eiginmaður minn,
BJARNIINGIMARSSON
skipstjóri,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 31. desember.
Elísabet Hjartardóttir.
Fæddur 30. ágúst 1917
Dáinn 25. desember 1988
Sú frétt sem mér barst að kveldi
jóladags um að Ólafur Gunnarsson
sálfræðingur frá Vík í Lóni væri
látinn þurfti ekki að koma á óvart.
Hans hinsta stríð var orðið langt
og hart og þeir sem best þekktu
til vissu að endalokin gátu ekki
verið langt undan. Þó var hann
ekki gamall, aðeins rúmlega sjötug-
+
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ÓLAFSSON
fyrrv. leigubflstjóri,
Stórholti 35,
lést í Borgarspítalanum 1. janúar.
Guðrún Sveinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Fósturfaðir minn,
STEFÁN HÓLM KRISTJÁNSSON,
Dvalarheimilinu Hliö,
Akureyri,
andaöist laugardaginn 31. desember.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigurlaug Helgadóttir.
+
Faöir okkar,
HALLFREÐUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi hafnsögumaður,
Akranesi,
lést 29. desember í Sjúkrahúsi Akraness.
Sigríður Hallfreðsson,
Magnús Hallfreðsson, Runólfur Hallfreðsson.
Ólafur fæddist að Stafafelli í
Lóni í Austur-Skaftafellssýslu, 30.
ágúst 1917. Hann var sonur Rann-
veigar Júlíönu Ólafsdóttur, sem á
efri árum átti heima á Fossi á Síðu,
og Gunnars Snjólfssonar, síðar
hreppsstjóra á Höfn í Homafirði.
Foreldrar hans bjuggu ekki saman,
en ungur var hann tekinn í fóstur
að Vík í Lóni og við þann bæ kenndi
hann sig ávallt síðan, enda unni
hann fólkinu þar og á Stafafelli
ávallt af heilum hug.
Hugur Ólafs hneigðist snemma
til mennta, en eins og nærri má
geta var ekki margra kosta völ fyr-
ir allslausan ungling á kreppuárun-
um. Hann lét samt baslið ekki
smækka sig og braust á undraverð-
an hátt til mennta. Hann var aldrei
margmáll um þessi ár, en langur
mun vinnudagurinn oft hafa verið
við nám og störf, og tuttugu og
eins árs lauk hann kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands. Það þótti
honum ekki nóg, og eftir að hafa
kennt í eitt ár og aflað sér farar-
eyris sigldi hann til Kaupmanna-
hafnar. Þar stundaði hann nám við
kennaraháskólann í tungumálum
og bókmenntum. Hann varð þar
innlyksa í stríðinu eins og svo marg-
ir íslendingar og dró fram lífið með
kennslu samhliða námi. Eftir að
heim kom í stríðslok stundaði hann
enn kennslu og jafnframt nám í
bókmenntum við Háskóla íslands
uns hann sigldi að nýju og lauk
sálfræðiprófí frá Kaupmannahafn-
arháskóla árið 1950.
Eftir það var starfsvettvangur
hans hér heima að mestu um sinn.
Hann stundaði almenn sálfræði-
störf og var einn af frumhetjum
þeirrar fræðigreinar hérlendis. En
hæst ber líklega þegar hann fór að
beijast fyrir almennri starfsfræðslu
bama og unglinga í höfuðborginni
á sjötta áratugnum í samvinnu við
framsýna forystumenn atvinnu-
Iífsins.
A þessum árum voru atvinnulíf
og skólamenntun að ýmsu leyti íjar-
læg hvort öðru. Að vísu var þá al-
gengt að námsmenn ynnu með námi
sínu, og að því leyti voru þeir í
meiri tengslum við lífíð í landinu
en námsfólk nú til dags. Hins vegar
var lítil sem engin áhersla lögð á
það í skólakerfínu að kynna skóla-
nemendum almenna atvinnumögu-
leika svo þeir vissu hvað biði þeirra,
þegar almennu skólanámi lauk.
Ólafur vildi ráða bót á þessu og
með sinni óþrjótandi atorku tókst
honum að koma á almennum starfs-
fræðsludögum í Reykjavík, þar sem
segja má að allar stéttir atvinnulífs-
ins hafí kynnt sig, og böm og ungl-
ingar fengu tækifæri til þess að
svala forvitni sinni. Þúsundir reyk-
vískra unglinga notfærðu sér þessa
nýlundu, og þótt þessir dagar heyri
sögunni til mörkuðu þeir djúp spor
í íslenskt menntakerfí, sem enn
sjást.
Svo fór að Ólafi þótti störf sín
ekki metin hér að verðleikum og
enn hleypti hann heimdraganum.
1965 hélt hann til Danmerkur og
þaðan til Svíþjóðar, þar sem hann
gerðist skólasálfræðingur. Þar átti
hann góða daga og hæfíleikar hans
fengu að njóta sín. Hann varð léns-
skólasálfræðingur í tveimur lénum
áður en sjúkdómur sá, er að lokum
dró hann til dauða, gerði vart við
sig í kringum 1970.
En hvernig var hann, sveita-
drengurinn úr Lóni, sem braust
þessa löngu leið til mennta og virð-
ingar? Hann var vissulega marg-
slunginn persónuleiki. En aldrei
hefði hann komist þessa leið hefði
hann ekki átt í ríkum mæli gáfur,
hugrekki og dugnað. Hann var
ódrepandi dugnaðarforkur sem tók
+
Móðir okkar,
HELGA ÞÓRODDSDÓTTIR,
Hörðalandi 2,
Reykjavfk,
lést af slysförum á nýársdag.
Þórey Skúladóttir,
Skúli Skúlason,
Sigurfljóð Skúladóttir,
Elsa Björk Ásmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MATTHÍAS STEFÁNSSON,
Bólstaðarhlíð 50,
andaðist 31. desember.
Guðrún Kortsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Ökrum við Nesveg,
lést í Landspítalanum 25 desember sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Anna G. Bjarnadóttir,
Bjarni V. Guðmundsson, Marfa B. Sveinsdóttir,
Gunnlaugur Guðmundsson, Hildur Hlöðversdóttir,
Jón E. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sonur minn,
er látinn.
+
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Svanhildur Sigurjónsdóttir.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BALDVINS RINGSTED
tannlœknis,
er andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 27. desem-
ber, verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. janúar kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Ágústa Sigurðardóttir Ringsted
og aðrir aðstandendur.
+
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaöir og afi,
VILHJÁLMUR M. GUÐJÓNSSON,
Vogabraut 42,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriöjudaginn 3. jan. kl. 14.00.
Halldóra Lárusdóttir,
Una Jóhannesdóttir,
Lárus Vilhjálmsson, Móeiður Sigvaldadóttir,
Guðjón Unnar Vilhjálmsson,
Þröstur Vilhjálmsson, Linda Dröfn Pótursdóttir,
Björn Sigurður Lárusson, Guðrún Hlff Gunnarsdóttir
og barnabörn.
nei ekki gilt sem svar nema það
hentaði honum. Hann vissi vel að
það þýddi ekki að lyppast niður
fyrir árásum annarra, heldur gilti
það að bíta frá .sér ef þörf var á.
Margan sveið undan stílvopni hans
og meitluðum svörum. En hann var
slíkt tryggðatröll vinum sínum að
vandfundinn er slíkur maður. Það
máttu ég og mínir reyna og margir
fleiri, er urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að teljast í vinahópi hans.
Hann var hagsýnn eins og traustur
bóndi, en jafnframt höfðingi eins
og þeir gerast bestir. Hann var alla
tíð einlægi sveitadrengurinn austan
úr Lóni en jafnframt heimsmaður,
sem sá hlutina oft í öðru Ijósi en
aðrir.
Þetta síðastnefnda kom meðal
annars í ljós í fréttaritarastörfum
hans. Hann var fréttaritari margra
stærstu blaða Norðurlanda hérlend-
is um margra ára skeið og fór þá
ekki alltaf troðnar slóðir. Raunar
var hann áratugum á undan sinni
samtíð á því sviði. Þá var ekki vel
séð að senda annað en Jákvæðar"
fréttir héðan til útlanda, ekki mátti
varpa neinum skugga á landann
erlendis. Ólafur sagði það sem hann
vissi sannast og hlaut á stundum
ámæli fyrir og vafalítið -óvild
ýmissa, sem skeinur þóttust fá. Var
jafnvel reynt að kæra hann fyrir
ritstjómum hinna erlendu blaða,
sem auðvitað mátu fréttaritara sinn
þeim mun meira er þeim var ljóst
að hann var engum skuldbundinn
nema samvisku sinni.
Eftir Ólaf liggja margar ritgerðir
og greinar í innlendum og erlendum
blöðum og tímaritum. Auk þess
skrifaði hann bók um starfsfræðslu
og þýddi bókmenntir, bæði á
íslensku og úr.
Ólafur hafði mikið samband við
erlenda starfsbræður sína og sótti
margar ráðstefnur þeirra. Honum
var boðið að flytja fyrirlestra um
starfsgrein sína við merka erlenda
háskóla. Hann bast engum stjóm-
málafíokki, því hann kaus að hafa
ávallt óbundnar hendur í skoðana-
myndun. Hann unni íslenskri menn-
ingu en var laus við alla þjóð-
rembu. Hann var einlægur friðar-
sinni og var til dauðadags meðlimur
Pugwash-hreyfíngarinnar, sem er
alþjóðleg samtök vísindamanna er
starfa að friði, og var virkur þar á
meðan kraftar leyfðu.
Ólafur var þríkvæntur. Fyrsta
Blómastofa
Friöfinm
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við Öii tilefni.
Gjafavörur.