Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 24
24 MORb’uNBLAÐlÉ) ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Reuter Beðið eftir víninu Pólveijar í biðröð við vínbúð í Varsjá. Pólveijar eru því vanir að standa í biðröðum og skortur og gallaðar vörur eru þeim engin nýlunda. Margir halda því fram að ástandið í þessum mál- um muni versna á árinu 1989 þrátt fyrir lög um efnahagsumbæt- ur sem tóku gildi um áramótin. Bjartsýni ríkjandi um áramót: Margir telja hilla und- ir lok Kalda stríðsins Stjórnvöld í Brasilíu fordæmd fyrir eyðingn regnskógarins London. Reuter. BÆTT sambúð stórveldanna varð leiðtogum vestrænna ríkja tilefhi til bjartsýni um þessi áramót. Viðskiptastríðið milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins olli þó talsverðum timburmönnum á fyrsta degi ársins 1989. I Páfagarði gekk dagur friðar í garð og Jóhannes Páll páfi bað þess að árið 1989 yrði ár réttlætis, einingar og vax- andi virðingar fyrir rétti minnihlutahópa. í Líbanon glumdu spreng- ingar og vélbyssur geltu á nýja árinu svo engum gat dulist að þar ríkir allt annað en sáttfysin. Náttúruverndarmenn lýstu því yfir að árið 1988 hefði verið versta ár sögunnar fyrir frumskóga Amasón- svæðisins. Stjórnvöld í Brasilíu voru fordæmd fyrir sporna ekki við eyðingu regnskógar á stærð við Belgíu. Roh Tae-Woo, forseti Suður- Kóreu, spáði því í nýársávarpi að Norður- og Suður-Kórea myndu sameinast fyrir aldamót. í þriðja sinn skiptust Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, á ný- ársávörpum. „Mikilvægur ágrein- ingur er enn milli ríkjanna og svo verður enn um sinn en ég þykist þess fullviss að við höfum orðið vitni að framförum sem geta haldið áfram um ókomin ár ef við sýnum gætni og staðfestu," sagði Ronald Reagan meðal annars. Gorbatsjov sagði að samskipti risaveldanna væru nú manneskjulegri en fyrr og Kalda stríðið væri að fjara út. „Bandaríkjamenn er að uppgötva Sovétríkin á ný og öfugt. Otti og tortryggni víkja smám saman fyrir trausti og samkennd.“ Gorbatsjov ávarpaði einnig landa sína á nýársdag. Hann sagði ekki unnt að gleðjast mjög yfir fram- gangi umbótastefnunnar. Þrátt fyr- ir aukna framleiðslu og umbætur í húsnæðismálum væri ennþá mikill skortur í landinu, einkum á gæða- vöru. Sex sovéskir menntamenn sendu Gorbatsjov opið bréf um ára- mótin sem birtist í vikublaðinu Moskvufréttum. Þeir skoruðu á Sovétleiðtogann að sýna andófs- mönnum meira umburðarlyndi. Auk þess sagði í bréfinu að glasnost hefði á þremur árum fest sig ræki- lega í sessi í landinu en ýmsar hættur steðjuðu enn að frjálsri umræðu. í sjónvarpsviðtali á nýársdag lof- aði Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, Gorbatsjov fyr- ir „framsýni, djörfung og hug- rekki". Hún sagði að Kalda stríðið væri á enda ef Sovétleiðtoganum tækist að fylgja umbótastefnunni eftir. Thatcher bætti því við að Gorbatsjov gæfist aldrei upp og heimurinn yrði betri bústaður ef umbótastefna hans næði í höfn. Nýársávarp Pouls Schlliters: Velferðarkerfið hef- ur ferið úr böndunum Segir Dani verða að lækka launakostn- að og opinber útgjöld en auka sparnað Kaupmannahöfn. Reuter. Reuter Ekkja þjóðheiju kvödd 100.000 manns gengu um götur Rangoon, höfúðborgar Búrma, í gær þegar Khin Kyi, ekkju þjóðhetjunnar Aung San, var fylgt til grafar. Þetta er í fyrsta sinn sem verulegt íjölmenni hefúr komið saman í landinu síðan herstjórnin tók völdin í sínar hendur í september, bannaði fjöldasamkomur og skipaði hernum að skjóta á þá sem mótmæltu stjórninni. A myndinni sést hluti líkfylgdarinnar, þ.á m. útlendingar, búsettir í Rangoon. Afganistan: Najibullah lýsir yfir einhliða vopnahléi Islamabad. Reuter. POIJL SchlUter, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði í ný- ársávarpi sínu til þjóðarinnar að enn eyddi hún meira en hún afl- aði. Þrátt fyrir margvíslegan árangur og markvissar umbætur af hálfu opinberra aðila jafiit sem einkafyrirtækja síðastliðin ár skorti enn lokahnykkinn til að koma á traustu jafiivægi í þjóðarbúskapnum. Ekki væri • Sársaukalaus hárrækt með „akupunktum". leyser og rafmagnsnuddi • Vöðvabólgumeðferð • Andlitslyfting • Orkumæling • Vílamin- greining • Ofnæmisgreining VILTU SOPA AF SJAMPÓI? Hágæða snyrfivörur frá Banana Boal og GNC unnar úr kraftaverkaþykkblöðungnum Aloe Vera og öðrum heilsubótarjurtum: □ Sjampð □ Brún án súlar □ Næranði sérsjampú □ Minkolia □ Hárnæring □ Ekta kollagen gel □ Græðanði □ Ekta Aloe Vera gel svitalyktareyðir □ Sárasmyrsl □ Aprikósu húðskrúbb □ Græðandí varasalvi fasst hja kröfuhbrðustu hár- ng snyrtistotum og i heilsubúðum. Ma : * Akureyri: £VA. Káðtetorpi I. HEIWOhNID. Slupa gotu S • HalnarfírOi: HEIlSUBUÐfN. Reyk|avHuirveei E2 - • Kópavofli: BERGVtt. Hamrsborg II . Reykjavik: AR8ÆJ ARAPÓTEK. Hraunbæ 1020. BORGARtPÚrEK, /Ultamyn 15. BRA, Laugavegi 74. GARÐSAPDIEK, Sogárvegi 108. HEIESUVAE. Lwfa vefli 92, HÖOD. Grettisgotu 62 m m I I HEILSUVAL Laugavegi 92 S I m j 1 12 7 5 Gnc hægt að stytta sér leið út úr vand- anum; lækka yrði opinber útgjöld og gera útflutningsfyrirtækin samkeppnishæfari með því að lækka launakostnað. Einnig þyrfti að auka sparnað. Þá myndi þjóðin a.m.k. hafa ráð á að búa við jafii góð lífskjör og nú. Dagblaðið Politiken birti ávarp Schliiters í heild. Forsætisráðherr- ann sagði að þótt miklar framfarir hefðu orðið hvað snerti fjárfesting- ar, fleiri atvinnutækifæri og aukna framleiðslu væri sá hængur á að neysla hefði samtímis aukist. „Mér er það fullkunnugt að launin eru ekki það eina sem sker úr um sam- keppnishæfni fyrirtækjanna. En það er óskynsamlegt að vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd að frá sjöunda áratugnum fram á þann níunda hafa laun í landinu hækkað mun meira en í öðrum löndum. Þessi þróun hefur grafíð undan samkeppnishæfninni og þar er kom- in helsta ástæðan fyrir allt of miklu atvinnuleysi. Þess vegna segi ég: Ef menn Með fnverslunarsamningi Bandaríkjanna og Kanada falla toll- ar niður í áföngum millí þessara tveggja viðskiptaþjóða á næstu 10 árum. Að sögn bandarískra tolla- yfirvalda féllu tollar niður um ára- mótin af vamingi eins og loðfeldum, skíðum, skautum, viskíi og rommi. Á síðasta ári námu viðskipti þjóð- anna 150 milljörðum dollara eða sem samsvarar 6.900 milljörðum ísl. króna. Hagfræðingar telja að kreijast hærri launa núna jafngildir það kröfu um meira atvinnuleysi. í rauninni yrði það langtum áhrifa- ríkara ef aðilar vinnumarkaðarins semdu um lægri laun í krónutölu gegn því að ríkisstjómin tryggði skattalækkun er svaraði til launa- lækkunarinnar - með því að hækka skattafrádráttinn. Þetta er fullkom- lega framkvæmanlegt, getur leitt til óbreytts kaupmáttar og lækkaðs verðlags. Af þessu myndi leiða að framleiðslan ykist og fleiri fengju atvinnu. Þetta myndi merkja aukið öryggi fyrir alla sem eru í starfí og vinnu fyrir þá allt of mörgu sem enga hafa fengið." Schluter sagði að lítil sparifjár- myndun almennings ætti rætur að rekja til velferðarkerfísins sem farið hefði úr böndunum. Hvergi annars staðar væri slíkt kerfi jafn víðtækt; annars staðar þyrfti fólk að eiga sparifé sem það gæti gripið til ef í harðbakkann slægi. Varla væri nokkurs staðar hægt að fá jafn hagstæð húsnæðislán og í Dan- mörku. Allt þetta hefði þær afleið- ingar að fólki fyndist óþarfi að safna sparifé. Forsætisráðherrann sagði að þetta gæti komið illa niður á þjóðinni síðar. viðskipti þjóðanna aukist enn með tilkomu fríverslunarsamningsins. Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, bar hugmyndina að fríverslunarsamningnum fyrst upp við Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta árið 1985. Síðar kom í ljós að ekki reyndist meirihluti fyrir sam- komulaginu á kanadíska þinginu og Mulroney boðaði í nóvember sl. til kosninga sem í raun snérust um fríverslunarsamninginn. Mulroney FORSETI Afganistans, Naji- bullah, lýsti einhliða yfir vopna- fór með sigur af hólmi í kosningun- um. Um áramótin hækkuðu bandarísk stjómvöld tolla um 100% á sjö vöruflokkum frá Vestur- Evrópuríkjum. Tollahækkunin er liður í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins. EB vill ekki leyfa innflutning á nautakjöti frá Bandaríkjunum á þeirri for- sendu að hormónar séu notaðir við ræktun dýranna og þeir séu hættu- legir mönnum. Bandaríkjamenn svara þessu innflutningsbanni með toilahækkunum. Hér er um að ræða viðskipti sem nema 100 milljónum Bandaríkjadala, 4,6 milljörðum ísl. kr., árlega og kemur tollahækkunin verst niður á þeim EB-löndum sem helst_ studdu kjöt-innflutningsban- nið, Italíu og Vestur-Þýskalandi. hléi síðastliðinn föstudag í striði stjórnarhersins gegn stjórnarand- stæðingum sem staðið hefúr i 10 ár. Vopnahléið gekk i gildi um áramótin. Afganskir stjórnarand- stöðuhópar, sem hafa bækistöðvar í Pakistan, höfiiuðu vopnahlénu samstundis. Najibullah sagði í útvarpsávarpi á föstudag að vopnahlésyfirlýsingin væri í samræmi við vilja Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Gorbatsj- ov mæltist til þess þegar hann ávarp- aði allshetjarþing Sameinuðu þjóð- anna í síðasta mánuði að endir yrði bundinn á stríðið í Afganistan. „Öllum stjómarandstæðingum og hópum vopnaðra manna er boðið að taka þátt í vopnahlénu," sagði Naji- bullah. Abdul Rahim, talsmaður skæru- liðaflokksins Jamiat-i-Islami, sagði við fréttamann Jfeuter-fréttastof- unnar að Mujahideen-skæruliðar og múslimar í Afganistan gætu ekki fallist á vopnahléið. „Vopnahléið er markleysa. Það felur í sér að stjóm- in í Kabúl verður áfram við völd,“ sagði Rahim. Najibullah gaf stjómarandstæð- ingum frest til 4. janúar að gefa já- kvætt svar við vopnahléstilboðinu. Bandaríkin og' Kanada: —----------------*----- Fríverslun gengin í gildi Washington. Reuter. Fríverslunarsamningur gekk í gildi um áramótin milli Banda- rikjanna og Kanada og þar með varð stærsta fríverslunarsvæði í heimi til. Það nær frá Norður-heimskautssvæðinu suður til Rio Grande árinnar við landamæri Bandarikjanna og Mexíkó. Á sunnu- dag hækkuðu tollar i Bandaríkjunum á sjö vörutegundum frá Vest- ur-Evrópuríkjum um helming. Tollahækkunin var gagnráðstöfún Bandarikjamanna i viðskiptastríði þeirra við Evrópubandalagið. Áður hafði Evrópubandalagið bannað innflutning á nautakjöti með vaxtarhormónum frá Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.