Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 13

Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR <&;JANÚAR 1989. 13 í 1987 hafi þingflokknum verið til- \ kynnt um að búið væri að henda j fjárlögunum og ætlunin að ríkis- j sjóður skilaði tekjuafgangi strax I á næsta ári. Því markmiði fjárlag- > anna nýju átti að ná með stór- j auknum skattaálögum, sem hann i hafi sumar hverjar séð sig til- í neyddan til þess að styðja í nafni j samstöðunnar innan ríkisstjórnar- j innar. „Jón Baldvin Hannibalsson, j þáverandi fjármálaráðherrá vildi ] hafa „borð fyrir báru“, eins og j hann orðaði það. Niðurstaðan var ■ auðvitað fyrirsjáanleg. Meiri halli « en áður hefur j)ekkst.“ | JNNRÁSIN I REYKJAVÍK" j Eyjólfur hefur setið á þingi frá f árinu 1974, en hafði áður verið f ýaraþingmaður í sex ár. Þá hætti j hann störfum sem ritstjóri Morg- ; unblaðsins. Þeirri skoðun sinni j trúr að þingmenn eigi ekki að i gegna öðrum valdamiklum trún- j áðarstörfum innan ríkiskerfisins, i Kætti hann setu í bankastjórn \ Landsbankans, en þar hafði hann j þá setið um nokkurra ára skeið. I Allt til síðustu kosninga var hann ! þingmaður Norðurlandskjördæm- * is vestra, en haustið 1986 ákvað j hann að færa sig um set og gaf I kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- J flokksins í Reykjavík. Hann segir £ ástæðuna meðal annars hafa verið j þá að tvö sæti hafi verið laus á £ listanum og hann hafi því engan I þurft að fella tii þess að komast í inn. Að sjálfsögðu hafi hann rætt I þessa ákvörðun við fjölskylduna, en auk þess leitað álits þriggja manna um það hvort hann ætti að fara í framboð í Reykjavík og hvort það gæti skaðað flokkinn á einhvern hátt. Þetta hefðu verið þeir Geir Hallgrímsson, Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson. Þeir hafi ekki séð neina meinbugi á því. „Ég ákvað að láta á það reyna hvort skoðanir mínar ættu hljómgrunn í höfuðvígi fijálslynd- is á Islandi, Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ég stílaði ekki á neitt ákveðið sæti og sagði að ég semdi ekki um eitt eða neitt við einn eða neinn í prófkjörinu, þrátt fyrir ýmis bandalögframbjóðenda. Satt best að segja kom mér á óvart hversu mikið brautargengi ég fékk. Úrslitin voru ævintýri líkust." Hann rifjar upp að kosninga- baráttan í þingkosningunum hafi verið mjög strembin, þar sem allt hafi verið komið upp í loft vegna brotthvarfs Alberts og stofnunar Borgaraflokksins. „Við frambjóð- endurnir hittumst klukkan átta á hveijum morgni til þess að leggja línurnar fyrir daginn. Ég fann það strax að andinn var ekki alltof góður, þó það væri erfitt að henda reiður á hvað væri að gerast. Á fundunum var úthlutað verkefn- um, en lítið talað um pólitík yfir- leitt. Kosningabaráttan var ósköp vandræðaleg. Okkur var úthlutað vinnustöðum, en ég fann það strax að það andaði köldu í minn garð eða minna skoðana. Ég fékk til dæmis ekki úthlutað neinum stór- um vinnustað og kom aldrei fram í sjónvarpi í kosningabaráttunni. Mér fannst hugmyndir mínar mæta skilningi á þeim fundum sem ég mætti á. Fólkið sagði hins vegar við mig; „Við skiljum hvað þú ert að fara, en þú kemur þínum skoðunum ekki fram. Þess vegna er tilgangslaust að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn." SEKIST EFTIR ÁHRIFUM Hann segir aðspurður að það sé vissulega rétt að óbreyttur þingmaður hafi minni áhrif en rit- stjóri Morgunblaðsins. Hann sé hins vegar í pólitík til þess að vinna skoðunum sínum brautar- gengi, eins og hann lofaði í próf- kjörinu. Til þess þurfi aðstöðu og því sækist hann eftir henni. Að- spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt að hann hefði orðið ráð- herra í ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar, segir hann það ekkert leyndarmál að hann hafi sóst eftir ráðherraembætti, þegar lá í loft- inu að enginn fyrri ráðherra yrði valinn að nýju. Hann hefði einkum haft áhuga á sjávarútvegsmálun- um. Þau hafi staðið Sjálfstæðis- flokknum til boða á tímabili, en iðnaðarmálin tekin. „Þorsteinn sagðist ætla að ákveða hveijir yrðu ráðherrar og kom þeim vilja sínum fram, þótt ekkert sé í flokksreglum sem gefur formanni slík völd. Þegar ljóst var hver nið- Þorsteini sagúist ætla að ákveða hveiiit yiða táð- tierrar og kom heim vilja sínum tram, (ðtt ekkeit sé í flokksreglum sem get- ui foimanni slfk völd. Viðveiðumaðgeiaein- hveijai hreytingai, hó ekki væil nema vegna hreyting- anna einna. Besta úrræðið til hess held ég að sé að hafa piéfkiöi helst í öllum kiördæmum. Þessi sknðun mínveiðuivailavinsær urstaðan yrði fór ég fram á það eitt við Þorstein að hann staðfesti þegar ég óskaði að ég hefði sóst eftir að vera ráðherra í stjórn hans,“ segir Eyjólfur. Hann segir heimskulegt hjá þingflokknum að hafa tekið iðnaðarmálin fram yfir sjávarútvegsmálin. Ef hann hefði fengið tækifæri hefði hann breytt ráðuneytinu. í fyrsta lagi hefði hann ekki stjórnað veiðunum með jafn pólitískum hætti heldur fært hana meira í hendur útvegsmanna sjálfra. Vanda útgerðar þekkti hann eftir tveggja áratuga starf í sjávarplássum úti á landi. Þá hefði hann lagt þyngri áherslu á hafréttarmál, einkum friðun, verndun og notkun norðurhafa í samvinnu við Norðmenn, Færey- inga, Breta og Grænlendinga. í þriðja lagi hefði hann gert ráðu- neytið að fiskiræktarráðuneyti, en góð samstaða hefði getað tekist um að fiskirækt heyrði fyrst og fremst undir sjávarútvegsráðu- neytið en ekki landbúnaðarráðu- neytið, enda lægi framtíð fiski- ræktar í ræktun sjávarfiska en ekki vatnafiska. Mætti nefna að sandhverfa, sem er flatfiskur ræktaður við 12-17 gráðu hita, er helmingi dýrari en lax á mark- aði í Bandaríkjunum. ISNO er nú að hefja ræktun á sandhverfu. „Ég hef ekki sóst eftir upphéfð. Ég hef hins vegar og mun áfram sækjast eftir áhrifum. Á því er mér engin launung. Sem ráðherra myndi ég hafa miklu sterkari að- stöðu til þess að koma sjónarmið- um mínum í framkvæmd. Ég færi með rangt mál ef ég viðurkenndi þetta ekki og ég held ég megi segja að ég hafi aldrei logið í pólitík og ég ætla ekki að byija á því núna.“ Hann segist telja réttast eftir vandlega íhugun að flokksráð velji ráðherra flokksins hveiju sinni og að landsfundur kjósi þá þingmenn sem sæti eigi í miðstjórn, eins og tíðkast hafi í eina tíð, en hafi illu heilli verið breytt. Flokksráð sé næstæðsta stofnun flokksins að landsfundi einum frátöldum. Þá verði að gera breytingar á fram- boðslistum Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. „Við verðum að gera einhveijar breytingar, þó ekki væri nema vegna breyting- anna einna. Besta úrræðið til þess held ég að sé að hafa prófkjör helst í öllum kjördæmum. Þessi skoðun mín verður varla vinsæl." Hann segist sannfærður um að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og skattaglaða ríkisstjórn, sem geri ástandið hálfu verra, muni þjóðin þreyja þorrann og góuna. Það sé deginum ljósara að fjár- festing hafi verið mikil en ómark- viss. Þess gæti á flestum sviðum atvinnulífsins. Hins vegar séu möguleikarnir ótæmandi. Við eig- um til dæmis að ráðast af auknum krafti í fiskirækt. Á næstu 6-8 árum getum við náð 40 þúsund tonna ræktun á laxi að útflutn- ingsverðmæti 15 milljarðar króna, sem sé jafnmikill gjaldeyrir og allur togaraflotinn afli á einu ári. Þá séu ótaldir allir möguleikarnir í eldi sjávarfiska. „Mér finnst ægilegt til þess að hugsa að í þessu þjóðfélagi nú- tímans er misréttið meira en það var fyrir tveimur áratugum. Állir sem ég hef rætt við viðurkenna að það hefur verið betra fyrir þá sem lakast hafa það að bjarga sér út á landi, en á höfuðborgarsvæð- inu. Hinn mikli munur lífskjara er alls óviðunandi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Ég er ekkert fyrir það að gefast upp og er staðráðinn í að beijast af meira krafti en nokkru sinni áður. Ég hef ekki hugsað mér að svíkja þau loforð, sem ég hef gefið,“ sagði Eyjólfur Konráð að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.