Morgunblaðið - 08.01.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 08.01.1989, Síða 17
Ingi Björn, nú var það ákaflega tilviljanakennt með hvaða hætti þú hófst afskipti af pólitík. Finnst þér núna að um heppni eða slys hafi verið að ræða? „Það má kannski líta á það mismunandi augum, en það átti sér stað ákveðið slys í Sjálf- stæðisflokknum sem varð upphaf alls þessa. Ég hugsa að maður með jafn takmarkaðan pólitískan bak- grunn og ég hafí aldrei sest á þing, því ég kom ekki á nokkum hátt nálægt pólitík fram til þess að ég var kjörinn á þing. Þegar Borgara- flokkurinn var stofnaður þá tók ég að mér að stilla upp lista fyrir Vest- urland, sem gekk mjög vel, nema hvað það reyndist útilokað að fínna nokkum sem var reiðubúinn til að skipa fyrsta sætið. Við vorum að brenna inni með þetta, vegna tímas- korts, og því var það að ég sættist á að taka fyrsta sætið.“ Hafði aldrei flutt ræðu — Gerðir þú þér í hugarlund að þar með hefðir þú tryggt þér þing- sæti? „Nei, alls ekki. Ég hafði reyndar aldrei flutt ræðu á ævinni, þegar ég skyndilega skipaði efsta sæti listans í Vesturlandi. Mér var efst í huga að reyna að komast óskaddd- aður út úr þessu, og ég tel mig hafa gert það.“ — Hafði pólitísk þátttaka aldrei hvarflað að þér, hvorki fyrr né síðar? „Nei, aldrei nokkum tíma. Ég hafði ekki einusinni stigið fæti mínum inn á pólitískan fund.“ Albert telur sig alltaf sjálfstæðismann — Borgaraflokkurinn er stofn- aður í kringum einn mann, föður þinn, Albert Guðmundsson. Én eftir að Albert ákveður að þiggja París- arboðið, þá var eins og hann sæi að hann var að missa tökin á flokkn- um. Ert þú þeirra skoðunar að svo hafí verið? | % „Það er rétt að flokkurinn er al- farið stofnaður í kringum Albert, eftir það sem ég nefndi slys, og vil nú reyndar nefna stórslys í Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæðisflokk- urinn gerði honum þá lífíð óbæri- legt og hann varð að yfirgefa þann flokk, sem hann unni þó hvað mest. Albert telur sig þó alltaf vera sjálf- stæðismann. Auðvitað er það svo Albert sem fleytir okkur öllum inn á þing, þó við höfum kannski krækt í einhver oddaatkvæði hér og þar. Það er alveg ljóst að enginn okkar hefði farið inn á þing, nema fyrir tilstilli hans og hans vinsælda. Hins vegar veit ég ekki hvort það er rétt að segja að Albert hafi misst tökin á flokknum. Albert hélt utan um allt flokksstarfið á meðan hann var formaður, sem var fullkomlega eðlilegt, enda eini maðurinn sem var með einhveija reynslu að ráði. Það átti sér því sínar eðlilegu skýr- ingar að Albert væri allt í öllu og nánast allsráðandi. Það verður nátt- úrlega breyting á valdastrúktúrnum í flokknum við það að Albert hætt- ir formennsku og Júlíus Sólnes tek- ur við. Það fylgja því mikil völd að vera formaður og engir tveir menn eru eins. Því held ég að það sé eðlilegt að heyra af einhveijum áherslubreytingum með nýjum formanni. Jafnframt vonast ég að sjálfsögðu til þess að þær áherslu- breytingar komi ekki til með að þýða stefnubreytingu. “ Menn eiga ekki að standa í stj órnarmyndunarviðræð- um í trássi við formann — Það hefur komið fram í um- mælum Alberts að hann telji að ákveðnir þingmenn Borgaraflokks- ins hafi beinlínis komið í bakið á sér. Ert þú sömu skoðunar? „Það er nú erfítt að vera að tjá sig mikið um það. Óneitanlega leit málið þannig út, að menn hefðu átt 8Í MORGUNBLAÐIÐ SUNNODAGUR! 8'. JANÖAR >lð89 9Í17 viðræður við stjómarliða, áður en Albert gaf svarið um að hann tæki sendiherrastöðuna. Hafí svo verið, er ekkert óeðlilegt að hann túlki það á þennan hátt. Auðvitað eiga menn ekki að standa í hálfgerðum stjórnarmyndunarviðræðum, í trássi við formann, og án þess að hann viti af því eða er hafður með í ráðum. — Var þetta einfaldlega þannig að afbiýðisemi í garð Alberts hafí gætt meðal annarra þingmanna Borgaraflokks? „Ég hef aldrei orðið var við að þingmenn Borgaraflokksins væru afbrýðisamir út í Albert. Á hinn bóginn hef ég orðið var við að þeir væru Albertjiakklátir og vildu læra af honum. Eg vísa því einfaldlega á bug að þingmenn Borgaraflokks- ins hafí beðið eftir því að koma höggi á hann. Sameining kemur ekki til greina — Hvað um hugsanlegt samstarf Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks. Kæmi ekki til greina að þessir tveir flokkar myndu stórauka samstarfíð eða jafnvel sameinast nú? „Sameining kemur ekki til greina. Borgaraflokkurinn er flokk- ekki að fleiri fylgi í kjölfarið. Varðandi spuminguna hvort ég gengi til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn, kæmi upp einhver ákveðin staða í Borgaraflokknum, vil ég einungis segja þetta: verði einhveij- um þingmanni gert ólíft í sínum flokki, þá hlýtur hann að bregðast við því. En hvemig hann bregst við, er ómögulegt að segja til um.“ Gæti bara leitað til Sjálfstæðisflokksins — En ættir þú í nokkurt hús að venda nema Sjálfstæðisflokkinn? „Ef sú staða kæmi upp að ég yrði að hugsa mér til hreyfíngs, en ég ítreka að sú staða er ekki fyrir hendi, þá þarf það ekkert að fara dult að ég teldi mig ekki geta leitað annað en tii Sjálfstæðisflokksins." — Ert þú, eins og Albert, sjálf- stæðismaður? „Ég er mjög fylgjandi þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi í upphafí. Sjálfstæðisstefnan er í raun og vem mjög i takt við mína lífsskoðun og raunar er það sú stefna sem Borgaraflokkurinn fylgir að verulegu leyti. Miðað við það er því hægt að svara játandi." — Nú hefur þú setið á Alþingi í hálft annað þing. Ertu búinn að gera upp hug þinn eftir þennan skamma feril hvort þetta er það sem þú vilt? „Ég held að það jaðri við misnotkun á orðinu ferill að nota það til þess að lýsa þátttöku minni í stjómmálum. Ég er í raun og vem ekki búinn að átta mig á því hvort þetta er starf sem á við mig eða ekki. Ég er alltaf að læra. Til dæmis tel ég mig ekki vera búinn að ná fullum tökum á þing- störfunum. Ég einsetti mér það líka strax í upp hafi að komast inn í þing mennskuna og læra á hana á svona tveimur til þremur ámm.“ — Nú hlýtur reynsluleysi að hafa háð þér þegar þú skyndilega dast inn á Alþingi. Leitaðir þú ekki mik- ið til föður þíns, Alberts, og spurð- ir hann ráða og leiðbeininga, sér- staklega til að bytja með? „Nei, ég hef ekki gert það sem skyldi. Ég sé nú svolítið eftir því að hafa ekki leitað meira til hans. Það má líka kenna því um að tíminn hefur verið mjög naumur. Hann hefur auðvitað verið mjög upptek- inn í smu starfi sem formaður og fleira. Ég hef reynt að sinna mínu starfi eins og ég hef getað, en þar sem bakgrunnur minn stjómmála- lega séð er jafn takmarkaður og raun ber vitni, hefur þetta allt reynst mér mun erfíðara og tíma- frekara. Ég hef þurft að lesa mikið og einnig hef ég ferðast mjög mik- ið um Vesturland, m.a. til þess að tala við fólk og reyna að komast inn í málin sem allra fyrst. Því má segja að tíminn sem ég hefði getað leitað til Alberts hafí verið alltof naumur, en vissulega hefði ég kos- ið að læra meira af honum." Veit ég á stuðning Helenu — Hvert munu Hulduherinn frægi og hershöfðingi hans, Helena Albertsdóttir, beina fylgi sínu, nú þegar Albert hættir afskiptum af stjórnmálum? „Helena hefur flust búferlum til Bandaríkjanna og hún er ekkert á leiðinni heim. Auðvitað fylgist hún með og hefur sínar skoðanir, en hún er ekki á leiðinni inn í stjórnmála- baráttuna sem slíka á Islandi — ekki mér vitanlega, en hennar stuðning tel ég mig eiga vísan — veit það reyndar. Hvað Hulduherinn áhrærir vona ég að hann verði áfram til og styðji við bakið á þess- um flokki." — Ræðst áframhaldandi vera þín í Borgaraflokknum af því hvort Júlíus Sólnes gerir tillögu um þig sem varaformann eða ekki? „Nei, hún ræðst ekki af því. Það eru aðrir og stærri hlutir sem eiga eftir að gerast fram að þeim tíma. Sameining Borgara- flokks og Sjálfstæðis' flokks kemur ekki til greina. Borgaraf lokkurinn er flokkur á landsvísu. Við gætum með réttu notað gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins „Stétt með stétt.“ ur á landsvísu og eins og margoft hefur verið sagt er flokkurinn stofn- aður til frambúðar. Vissulega sækir Borgaraflokkurinn mikið af fylgi sínu til fyrrverandi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, en því verður ékki á móti mælt, að verulegur fjöldi stuðningsmanna Borgara- flokksins er úr þðrum flokkum af öllum stéttum. Ég gæli því oft við þá hugmynd að við í Borgara- flokkknum gætum með réttu notað gamalt slagorð Sjálfstæðisflokks- ins: Stétt með stétt.“ — Ef niðurstaðan verður sú, að ákveðinn hluti Borgaraflokksins ákveður að ganga til stjómarsam- starfs við þá flokka sem eru nú í ríkisstjórn, fínnst þér þá líklegast að þú munir ganga til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn? „Ég hef alltaf sagt að stjórnar- myndunarviðræður komi vel til greina. Það er ekkert hægt að segja til um stjórnarsamstarf á þessu stigi. Fyrst þarf að koma til stjórn- armyndunarviðræðna, þar sem ný stefna og nýr málefnasamningur yrðu til umræðu. Ég tel möguleika á því að Borgaraflokkurinn færi inn í slíkt samstarf, ef hann fengi sín mál í gegn. Til að mynda yrði skattastefna ríkisstjórnarinnar að gjörbreytast, ef við ættum að koma inn í stjórn. Það er ekki nokkur möguleiki á því að Borgaraflokkur- inn í heild gengi til samstarfs við ríkissstjórn sem hefur slíka skatt- píningarstefnu." — Er ekki miklu líklegra í stöð- unni að Borgaraflokkurinn klofni, þannig að Júlíus Sólnes, Óli Þ. Guðbjartsson, Aðalheiður Bjam- freðsdóttir, Guðmundur Ágústsson og síðar Benedikt Bogason gerist stuðningsmenn ríkisstjómarinnar, en þú ásamt Hreggviði Jónssyni gangir til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn?_ „Ég vona nú að svo verði ekki. Að vísu bendir nú margt til þess að einn þingmaður hafí stigið ákveðið skref í þá átt. Það má segja að sá þingmaður beri nú þegar vera- lega ábyrgð á þeirri stefnu sem ríkisstjórnin fylgir en ég trúi því Það verður tilnefnt í varaformanns- embættið á næsta aðalstjórnar- fundi, sem verður líklega í lok jan- úar. En áður en það verður þurfa að liggja fyrir niðurstöður úr við- ræðum Borgaraflokksins við stjóm- arliða um nýja stjómarmyndun. — Hvað um þinn eigin bak- gmnn. Reynsla þín af knattspymu- vellinum, kemur hún þér til góða í pólitíkinni? „Eins og ég sagði áðan, þá er minn pólitíski ferill svo skammur að ég hugsa að það eigi eftir að koma betur á daginn. Hugsanlega það sem nýst hefur mér best úr íþróttalífínu er að starfa með fólki og vera innan um fólk. í íþróttunum starfar maður mikið innan um fólk og ég var einnig mikið í þjálfun þar sem maður hafði ákveðin manna- forráð. Ég hygg að þátttaka í íþrótt- um sé öllum mjög góður skóli og að foreldrar ættu að beina bömum sínum í þá átt.“ — Það mætti ætla að þú hefðir í hyggju að koma þér upp fjöl- skyldukeppnisliði — sex bama fað- ir. Hvað gerir það að verkum að þið hjónin ákveðið að eignast svona mörg böm? „Eg held að það sé óhætt að segja að ég sé bamagæla og sömu sögu má segja um Magdalenu, konu mína, en hún er reyndar fóstra að mennt. Ég er alla vega mjög skot- inn í bömunum mínum og þau mættu þess vegna vera fleiri." — Er þá kannski von á fleirum? Nei, það er alveg ljóst af því á hvaða hátt Ingi Bjöm brosir og hristir höfuðið, að frekari bameign- ir em ekki á döfinni hjá þeim hjón- um. FRÚARLEIKFIMI Leikfimin hefst eftir jólafrí mánudaginn 9. janúar. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum. Upplýsingar veittar í síma 78082. Aðalheiður Helgadóttir, íþróttakennari. Samræmdu prófin! Tékur þú grunnskólapróf í vor? Þú vilt auðvitað standa þig vel. Gerðu þá eitthvað í málinu strax. Þú hefur aðeins 4 mán- uði til stefnu. Mundu að nám tekur ^ tíma! Við bjóðum þér núna aðstoð, í litlum hóp eða einum sér, hjá kennara sem þekkir námsefnið og prófkröfur upp á sína tíu. Nemendaþjónustan sf. skóCi með framhaQiseinkunn í Mjóddinni (Þangbakka 10, bak við Bíóhöllina) sími 79233 á skrifstofutíma, kl. 15.30-17.30 eða í símsvara allan sólarhringinn. Einnig tfmar fyrlr framhaldsskólanemendur á öllum aldri. xi 52 LEHDSÖGN SF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.