Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 20

Morgunblaðið - 08.01.1989, Side 20
68ei flAÚMAl .8 aUOACHMMUg mmmwTBM GiaAJfMUOHOM__________________ a ai 20 ________________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 ............. .... ............. MÖRGÖNBLÁÐÍÐ SUNNUDAGUR 8.’ JÁNÚÁR 1989 ................. 21 JRtvjpiiifrlafrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Krlnglan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuðl innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. 7,2 milljarðir króna í nýjar Aðal þeirrar ríkisstjómar sem nú situr er að leggja á nýja skatta og hækka önnur opinber gjöld. Pálmi Jónsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í fjárveitinga- nefnd Alþingis, komst þannig að orði í þingræðu á fímmtudag, að árið 1989 yrði „skattaárið mikla“. í endursögn Morgunblaðsins af þessari ræðu segir: „Fjármálaráð- herra hefði mótmælt því við aðra umræðu [um fjárlagafrumvarpið] að áform ríkisstjómarinnar um nýjar skattaálögur á þessu ári væru 6,7 milljarðar króna eins og upplýsingar hefðu verið gefnar um af Þjóðhagsstofnun. Nú lægi hins vegar niðurstaða fyrir sam- kvæmt mati hagdeildar fjármála- ráðuneytisins sem áætlaði þessar skattahækkanir samtals rétta 7,2 milljarða." A föstudag var vakin athygli á því hér á þessum stað, hvemig hækkanir ríkisstjómarinnar á vörugjaldi, bensíngjaldi og inn- flutningsgjaldi á bfla auk gengis- breytingarinnar skella á þeim, sem greiða skuldir með láns- kjaravísitölu. Með sama hætti munu hinar nýju opinberu álögur, 7,2 milljarðamir, skella á almenn- ingi. Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sem talaði dig- álögur urbarkalega um það, þegar hann settist í ráðherrastólinn, að nú skyldi náð í mennina með „breiðu bökin“ hefur beitt sér fyrir því að þrengja að öllum almenningi með þessum miklu skattahækkun- um. Það eru hvorki fáir einstakl- ingar né fyrirtæki sem standa undir auknum álögum af þessu tagi. Þetta snertir pyngju hvers og eins. Ef marka má tölur frá OECD, Efnahags- og framfarastofnun- inni, er íslandi eina aðildarríki hennar, þar sem spáð er sam- drætti í efnahagslífinu á þessu ári, alls staðar annars staðar verð- ur hagvöxtur. í ísrael hafa stjóm- völd áhyggjur vegna efnahags- lægðar. Þar bregst íjármálaráð- herrann Shimon Peres ekki við á þann veg að hækka útgjöld ríkis- ins og skatta heldur leggur hann til stórfelldan niðurskurð. Þar meta menn stöðuna þannig að minni ríkisumsvif samhliða lækk- un verðbólgu sé besta leiðin til að örva efnahagslífíð. Raunar hef- ur hið sama verið kjaminn í tillög- um allra annarra hér en þeirra sem með stjóm ríkisfjármálanna fara. Nú er þeirri stefnu einfald- lega fylgt í Qármálaráðuneytinu, að fyrst skuli útgjöldin ráðin og svo skattamir eftir því sem þurfa þykir. Um allan heim er verið að leita leiða til að minnka skatta og opin- berar álögur vegna þess að hvar- vetna er ljóst, að ríkissjóður er óþarfur milliliður við ráðstöfun á fjármagni og flest starfsemi er betur komin í höndum annarra en ríkisins. Annað er uppi á ten- ingnum hér, þar sem ríkisstjóm hefur einfaldlega ákveðið að fara ekki vestrænar leiðir heldur kjósa hina, þar sem ríkið, fjárþörf þess og umsvif sitja í fyrirrúmi. Skatt- greiðendur em búnir að fá fyrsta 7,2 milljarða króna reikninginn. Ólík viðbrögð útvarps- stöðva Einkaeigendur útvarps- og sjónvarpsstöðva standa frammi fyrir verulegum vanda vegna kostnaðar og fjárfest- inga. Hjá þeim eins og mörgum öðrum er erfítt að ná endum saman. í viðskiptablaði Morg- unblaðsins var á fimmtudag skýrt frá því, hvemig stjórn- endur Bylgjunnar og Stjöm- unnar bregðast við þessum vanda. Þá hefur athyglin beinst að Stöð 2 og þeim ráðagerðum, sem þar em uppi til hagræð- ingar og spamaðar. Starfsfólki er fækkað og dregið úr kostn- aði við gerð dagskrár. Stöðv- amar eiga allt sitt undir áhuga hlustenda eða áhorfenda. Ríkisútvarpið er eins og ríkið, það fær sínar telq'ur hvað sem tautar og raular. Ríkisút- varpið bregst einnig við flár- hagserfíðleikum á svipaðan hátt og ríkið. Látið er eins og hvergi sé unnt að spara og spanna verði allt svið fjölmiðl- unar, þótt einkastöðvar gætu auðveldlega tekið margan baggann af ríkinu. I samræmi við þá stefnu ríkisstjómarinnar að leysa vanda ríkissjóðs með því að hækka skatta er nú boðað, að hækka eigi afnotagjald Ríkisútvarpsins um 28,2% mið- að við núverandi útvarpsgjald. Lokaþáttur sjónleiks | ALDURINN ■■ (FÆRist yfír. Það er einsog að upplifa sirkus fullorðinn. Og maður veit honum er að ljúka. Það er dregið aftrúðunum. Samt einhver línudans eftir. Maður situr og bíður; án eftir- væntingar. Og það sezt að manni einhver kvíði yfír línudönsurunum. Þannig færist ellin yfír og draum- amir breytast. Þeir verða alvarlegri skírskotun en áður. Samt dreymir mann einn og einn sirkusdraum. Einsog þegar málarinn elti konuna mína í draumnum, ég náði honum og barði hann. Og ég sem hef aldr- ei barið nokkum mann! Ellin er sem lokaþáttur sjónleiks, segir Ciceró. Og Aristóteles notar líkingu þegar hann talar um ellina og kallar hana ævikvöld sem er e.k. kenning. Við sjáum fyrir okkur þessa mildu kyrrð í mjúkri birtu kvöldsins. Þegar maður eldist hvarflar hugurinn æ oftar til Metúsalems. Hann er áminning um gildi ellinnar. Hann kemur inní sirkusinn einsog beina- ber spænskur dansari með skalla og hár niður á herðar. En maður vorkennir stúlkunum sem eru að reyna að dansa við hann einhvers konar flamingó. Það er hugmynd Spánverjans um mann í gervi fugls. Og guð kemur málinu ekkert við. Og flamingó fer Metúsalem illa. Það er allt og sumt sem gerist þegar líður á ævina og ellin vitjar manns, hægt, hægt, einsog þegar vindurinn tínir laufíð af tijánum. Án þess vindurinn sé að hugsa sérstaklega um tréð. Og hann tínir laufíð hægt HELGI spjall 9 « og sígandi og það hverf- ur með vindinum. Og það hverfur í jörðina án þess tréð viti. GAMALL MAÐUR FER í i gervi fugls sem fer illa á svið- inu einsog þegar Grikkir hjuggu guðina í marmara og notuðu sjálfa sig sem fyrirmynd. Gyðingar gengu lengra. Þeim hætti til að skapa guð í sinni mynd. Þá blöskraði guði. Honum var nóg boðið og orðið varð hold. Og hann gekk á meðal vor sem maður. Q o*i ANNARS LÍKAR MÉR illa þegar guð er hafður í flimtingum. Það verkar á mig eins- og fímmaurabrandari sem enginn hlær að. Það getur verið ámátleg upplifun; vandræðaleg. 4 1 GUÐ, ÞETTA ORÐ EITT fyllir himnana von og fogn- uði. Hljómur þessa orðs bergmálar tómið og fyllir það tilgangi einsog merkileg hugsun fyllir vitundina gleði og eftirvæntingu. Við sjáum hvemig þessi eftirvænting birtist í áþreifanlegu efni guðshúsa og ann- arrar mikillar listar í kristsmynd; í endalausum draumi mannsins um guðsmóður. 5MÉR ÞYKIR ÞAÐ ÁGÆTT • sem Singer segir um ellina; að hún komi bara. Barasta, einsog bömin segja svo heimspekilega; svo sakleysislega. Rómverska heims- veldið féll vegna þess það var kom- ið til ára sinna. Það var gengið sér til húðar einsog fólk gerir. Og nátt- úran. Jafnvel sumarið gengur sér til húðar. Þannig getur veturinn sem er í ætt við dauðann verið mikilvæg endumýjun. Og þannig geta draumamir einnig elzt. Og stjömur þreytast á að vera stjöm- ur, verða gamlar og hætta að vera stjömur. Samt er ljós þeirra enn að berast okkur löngu eftir að þær eru hættar að skína. Þannig höfum við einnig upplifað merka lista- menn, ekki alla en suma. Dauðinn er athvarf þeirra einsog myrkrið er athvarf stjamanna. En mér líkar hitt ver þegar Singer er að lýsa guði í Shosha, þar sem hann situr í hásæti sínu í sjöunda himni og veltir því fyrir sér hver hann sé, hvemig hann hafí orðið til, hvort hann hafí skapað sjálfan sig, hver hafí gefíð honum valdið, því ekki hafí hann getað verið til frá upp- hafí. Hvers vegna ekki? Eða var hann einungis til á því andartaki þegar við hugsuðum til hans? Er hann kannski draumur sem annan dreymir? Eða á hann eftir að vakna af löngum draumi um okkur? Nú er ég orðinn sekur um það sama og Singer og kannski er bezt að fá sér glas af koníaki. Jafn gömlu og Metúsalem. Og þó gengur það ekki. Ég er löngu hættur að drekka kon- íak. Einsog Metúsalem. M. (meira næsta sunnudag) REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. janúar Mannréttindi ber ekki oft á góma, þegar rætt er um innanrík- ismál okkar íslend- inga. Við lítum al- mennt þannig á, að þau séu hér í heiðri höfð. Stjómarskrá okkar og löggjöf sé þannig úr garði gerð, að grundvallarrétt- indi manna eigi að vera tryggð. Bjáti eitt- hvað á í þessum efnum hafí menn tök á að veija sig og hagsmuni sína með tilstyrk dómstóla. Þar að auki eigi íslenska ríkið aðild að mannréttindasáttmálum og yfír- lýsingum, sem tryggi rétt okkar, ef í harð- bakka slær. Á þetta er minnst vegna tveggja frétta sem birtust í Morgunblaðinu skömmu fyr- ir jól. I fyrri fréttinni var sagt frá því, að meirihluti Hæstaréttar hefði ómerkt þá ákvörðun umsjónamefndar leigubifreiða, sem staðfest var af samgönguráðherra og með dómi undirréttar, að afturkalla at- vinnuleyfí leigubílstjóra, sem neitaði að greiða gjöld til Bifreiðastjórafélagsins Frama eða teljast til félagsmanna þess. Var ákvörðun umsjónamefndarinnar reist á reglugerð um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík og ráðstöfun atvinnuleyfa. Meirihluti Hæstaréttar taldi að samkvæmt 69. grein stjómarskrárinnar þyrfti ótví- ræða heimild í settum lögum frá Alþingi til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna, reglugerðarákvæði nægði þar ekki. Sé lagaheimild til að takmarka mannréttindi ekki ótvíræð beri að túlka þau einstaklingi í hag enda séu mannréttindaákvæði sett til vemdar einstaklingum en ekki stjóm- völdum. Taldi meirihlutinn að brostið hefði heimild í lögum um leigubifreiðar til að ákveða með reglugerð að þátttaka í stétt- arfélagi skyldi vera skilyrði atvinnuleyfís. Hafí því verið óheimilt að svipta bifreiða- stjórann atvinnuleyfí er hann hætti að greiða félagsgjöld og sagði sig úr félaginu. Þessi frétt sem hér er vitnað til birtist í Morgunblaðinu 20. desember. Tveimur dögum síðar birtist frétt sem var höfð eftir lögfræðingi samgönguráðuneytisins. Þar kom fram að unnið hafði verið að því að endurskoða lögin um leigubifreiðar og yrði frumvarp væntanlega lagt fram strax eftir að þing kemur saman. Síðan er haft orðrétt eftir lögfræðingnum: „í lagafrum- varpinu verður skýrt kveðið á um þetta sem Hæstiréttur er að fetta fíngur út í um að reglugerðarákvæði nægi ekki, og í þeim verða tekin af öll tvímæli um þetta. Miðað við niðurstöðu dómsins segir sig sjálft að þessi ákvæði verður að hafa í lögum, en dómurinn virðist ekki gera ráð fyrir því að óheimilt sé að gera aðild að félaginu að skyldu séu um það ákvæði í lögum.“ Áður en lengra er Kaldið er ástæða til að víkja sérstaklega að lokaorðunum í umsögn lögfræðings samgönguráðuneytis- ins. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins sagði Hæstiréttur, að til að takmarka mannréttindi þyrfti ótvíræða lagaheimild. Um takmörkun mannréttinda talar lög- fræðingurinn eins og sjálfsagt sé að grípa til þeirra og auðvelt að fá skerðinguna afgreidda á Alþingi íslendinga. Hæstirétt- ur tók þó í sjálfu sér ekki afstöðu til þess hvort réttlætanlegt væri að takmarka mannréttindi með lögum til að setja skorð- ur við því, hverjir aka leigubílum; hann sagði aðeins að það væri ekki unnt að gera það með reglugerð. í öllum orðaflaum- inum sem yfir okk- ur flæðir gera menn hugsjónir alltof lítið af því að brjóta mál til mergjar og ræða þær grunnhugmyndir sem að baki yfírlýs- ingum búa eða réttindin sem nauðsynlegt er að virða. í sjálfu sér kann ýmsum að þykja það léttvægt að hreyfa mannréttind- um, þegar um það er að ræða, hvort menn eigi að hafa leyfi til að aka leigubíl í Reykjavík eða ekki. Málið sem var fyrir Hæstarétti snýst raunar um annað og og réttindi Tekist á um meira, sem sé það, hvort unnt er að neyða menn til að vera í einhverju félagi og greiða til þess gjöld vilji þeir stunda ákveðna atvinnu. Eitt er að hafa opinbert eftirlit með því, hverjir stunda akstur leigu- bifreiða og gefa út leyfi til þess, annað að skylda þá, sem slíkt leyfi fá til að ganga í eitthvert ákveðið félag. Formaður Bif- reiðastjórafélagsins Frama færir að vísu fram þau rök, að félaginu hafí hingað til verið skylt að halda uppi settum reglum um akstur leigubifreiða samkvæmt reglu- gerð frá samgönguráðuneytinu, og það geti verið erfítt að gera það sé mönnum ekki skylt að vera í félaginu. Ef til vill á að túlka þessi orð á þann veg, að félagið sé einskonar deild í ráðuneytinu er sinni opinberu eftirliti. Hvað sem Frama líður er eftirfarandi ákvæði að finna í mannréttindayfírlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 20. grein 2. lið: „Engan mann má neyða til að vera í'félagi." Setning þessi kemur vitaskuld til álita, þegar skylduaðild að hvers kyns félögum er metin. Mannréttindayfírlýsing SÞ hefur hvorki þjóðréttarlegt gildi né lagagildi, en ísland er aðili að henni og einnig Mannréttindasamningi Evrópuráðs- ins og hefur viðurkennt lögsögu Mannrétt- indadómstóls Evrópu. 13. ágúst 1981 kvað sá dómstóll upp dóm, þar sem þvingun til aðildar að stéttarfélagi var talin brjóta í bága við 11. grein mannréttindasamnings- ins, þar sem segir orðrétt: „Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til vemdar hagsmunum sínum.“ Þessi dómur snerist um svokallað „closed shop“ kerfi á breska vinnumarkað- inum, sem byggist á því að skilyrði fyrir atvinnu er að vera í einhverju stéttarfé- lagi. Dómurinn svarar ekki afdráttarlaust þeirri spumingu, hvort 11. grein Mannrétt- indasamnings Evrópu veiji rétt manna til að standa utan félaga (neikvætt félaga- frelsi) en hann hefur á hinn bóginn verið túlkaður þannig af ýmsum sbr. greinina Er félagafrelsi fótum troðið? eftir Gunnar Jóhann Birgisson, lögfræðing, í tímaritinu Frelsi 3. hefti 1986. Ljóst er að íslenska vinnulöggjöfin skerðir rétt manna til að standa utan fé- laga. Þá hafa íslenskir dómstólar ekki vilj- að viðurkenna að forgangsréttar- og aðild- arskylduákvæði kjarasamninga bijóti í bága við 73. gr. stjómarskrárinnar en samkvæmt henni eiga menn rétt á að stofna félög í sérhveijum löglegum til- gangi, án þess að sækja þurfí um leyfi til þess. í dóminum vegna leigubílstjórans sem vitnað var til í upphafi vísaði Hæsti- réttur ekki til þessarar greinar stjómar- skrárinnar heldur hinnar 69. um að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þurfí lagaboð til. Alþingis bíður að fjalla um frumvarpið frá samgönguráðuneytinu, þar sem með lagaboði er ætlunin að skerða mannrétt- indi þeirra sem fá opinbert leyfi til að aka leigubifreiðum. Þótt það sé úrlausnarefnið snýst málið eins og áður segir í raun um grundvallaratriði og hugsjónir, sem eiga lítið skylt við atvinnuréttindi leigubifreiða- stjóra. Ætli frumvarpið fljúgi ekki í gegn- um þingið? Þær fréttir berast nú frá Bretlandi að eggjaneysla hafí herra að færst í fyrra horf gjjjj eftir að Edwina Currie varð að segja af sér embætti aðstoðar-heilbrigðis- málaráðherra vegna óvarlegra orða, er hún lét falla um hættu á matareitrun vegna eggjaáts. Skömmu fyrir áramót var sagt frá því hér í blaðinu, að í Bretlandi teldu fjölmiðlar að Currie hefði sloppið fyrir hom, ef hún hefði sagt að „mörg" (much) egg væru „því miður sýkt af salmonellu" en ekki „flest“ (most). Ef litið er til íslenskra stjómmálaum- ræðna í þessu ljósi, mætti ef til vill í fyrsta Eitt orð ráð- Morgunblaðið/Bjarni lagi spyija, hvort nokkur hefði kippt sér upp við það, þótt einhver ráðherra okkar hefði látið svipuð orð falla. Hvort áhrifin hefðu almennt orðið merkjanleg í neyslu á eggjum. í Bretlandi hræddust svo marg- ir eggin að ríkisstjómin varð að leggja fram rúmlega einn og hálfan milljarð króna meðal annars til að koma þeim boðskap á framfæri að óhætt væri að leggja sér egg til munns, þrátt fyrir orð aðstoðar-ráð- herrans. í öðru lagi er full ástæða til að velta því fyrir sér, hvort íslenskum ráðherra hefði dottið í hug að segja af sér af tilefni sem þessu. Umræðumar hefðu líklega far- ið á víð og dreif, eins og þegar menn fóm einkum að ræða um fjandskap við sauð- kindina, þegar viðskiptaráðherra fetaði á sinn hátt í fótspor grænfriðunga og mælti með viðskiptabanni á landbúnaðarafurðir í þágu gróðurvemdar. Það mál gufaði ein- hvem veginn upp í hefðbundinni orðasennu um viðhorf í garð dreifbýlis. Sumir fyllt- ust af heift í garð ráðherrans aðrir sögðu: Þetta var gott hjá honum. Áhuginn virtist minnstur á því að komast að raun um hvaða leiðir menn gætu helst sameinast um til að spoma gegn því að sauðkindin breytti landinu í flakandi sár. I breskum blöðum má sjá iýsingar á því, að það hafi ekki allt verið ákaflega málefnalegt sem sagt var eftir eggja- ummæli Edwinu Currie. Sjálf er hún kunn- ur orðhákur og kannski samdauna því, að fjölmiðlar slá því gjaman mest upp sem djarfast er sagt eða hæpnast er. Bendir margt til að það hafí komið henni í opna skjöldu, hve harkaleg viðbrögð urðu við orðum hennar um salmonelluna. Þá virðist það hafa verið notað gegn henni, að hún er af gyðingaættum. Er víða grunnt á málflutningi af því tagi, þegar út af bregð- ur. Loks segir breska vikuritið Economist, að það hafi komið mörgum ungum þing- mönnum íhaldsflokksins, flokks Thacther og Currie, á óvart, hve mikil áhrif þrýsti- samtök bænda hafi enn á íhaldsflokkinn, flokkinn sem þeir töldu helstu vömina gegn sérhagsmununum. Nú hefur verið boð- Svpiflnr frá að’ að þeir flokks' övemur ira formennimir Jón einum Baldvin Hannibals- flokkitil son Ólafur Ragnar Gnmsson annars ætli að efna til funda víða um land til að kanna viðhorfíð til þess, að þeir flokkar sem hafa valið þá til forystu verði lagðir niður í núverandi mynd og einn flokkur taki við af þeim. Það virðist einkenna Jón Baldvin Hanni- balsson, að hann tekur miklar pólitískar dýfur og sveiflast þá milli flokka eins og ekkert sé, en það hefur hingað til verið sérgrein forystumanna Framsóknarflokks- ins. í fyrstu var það viðreisn, sem átti hug hans allan, það er samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Allir vita hvemig síðasta ríkis- stjóm endaði, þegar hnífurinn gekk ekki á milli þeirra Jóns Baldvins og Steingríms Hermannssonar. Ekki em nema fáeinar vikur síðan þeir heimsóttu hvor annan á flokksþingum og skiptust á gjöfum. Nú er það hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson og Alþýðubandalagið, sem á hug Jóns Baldvins allan „á rauðu ljósi", þótt engum detti í hug að hér sé um annað og meira að ræða en pólitískt „smáskot", eða pólitiskt hagsmunatilhlaup eins og verða vill. Hugur margra alþýðuflokksmanna stendur til annarra ævintýra en gleðileikja með allaböllum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, minnti rækilega á það í ára- mótagrein sinni hér S blaðinu, hve mikil- vægu hlutverki Alþýðubandalagið gegnir í núverandi ríkisstjóm. Hann sagði að málefnalegur ágreiningur sjálfstæðis- manna við ríkisstjómina lyti einmitt að efnahags- og atvinnumálum, þar sem Al- þýðubandalagið hefði augljóslega fengið að ráða ferðinni. Þar með hefðu verið dreg- in skarpari skil í stjómmálabaráttuna. Ágreiningurinn milli þeirra sem fylgja fijálsræði og hinna sem fylgja opinberri forsjárstefnu hljóti við aðstæður sem þess- ar að bijótast fram í snörpum átökum. „ Atvinnulífið hefur veikst en Alþýðubanda- lagið hefur styrkst. Það er árangurinn af stjómarslitum Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks." Enginn þarf að efast um að auglýsinga- mennskan verður mikil í kringum þessa fundi þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragn- ars og líklega er það einmitt megintilgang- urinn með bægslaganginum að skjóta öðr- um stjómmálaflokkum og mönnum ref fyrir rass í næsta innantómri keppni um athygli fjölmiðla. Ef að líkum lætur heyra þeir félagar ekki mikið í grasrótinni fyrir eigin ræðuhöldum. Hvort þessi bræðingur auðveldar ríkisstjóminni að breytast úr fjórflokka-stjóm í fímmflokka-stjóm skal ósagt látið. Miklu líklegra er að hann ýti undir sundmngu. Síst af öllu verður til- hlaupið til þess að tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og sameinaðs AA- flokks fæðist. Það fer líka hrollur um marga alþýðubandalagsmenn, þegar á slíkt er minnst. Fundaherferð þeirra tvímenninganna er til marks um það sem vikið hefur verið að áður í þessu Reylqavíkurbréfi, að hug- sjónir og grundvallarviðhorf mega sín alls staðar lítils í íslenskum stjómmálum þessa stundina. Allt kapp er lagt á völd og áhrif. Kynni það að vera undirrótin að því, hvernig komið er í landsstjórninni? „Fundaherferð þeirra tvímenn- inganna er til marks um það sem vikið hefur verið að áður í þessu Reykjavík- urbréfi, að hug- sjónir og grund- vallarviðhorf mega sín ails stað- ar lítils í íslensk- um stjórnmálum þessa stundina. Allt kapp er lagt á völd og áhrif. Kynni það að vera undirrótin að því, hvernig komið er í landsstjórn- inni?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.