Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
SORPIÐ
FLOKKAÐ í REVKJAVÍK
Strendur Reykjavíkur
hreínsaðar
Norðurströndin 1988, suðurströndin 1989
frá sjó og grunnvatnsrennsli þaðan
á að vera í lagi. Fjarlægðin frá
flokkunarstöð er svipuð og í Amar-
holt á Kjalamesi en leggja yrði
nýjan og dýran veg. Auk þess sem
rekstur yrði erfiðari á vetmm á
óbyggðu svæði en í byggð.
Vatnsvemdarsvæði og
grunnvatn útiloka
Þegar valinn er urðunarstaður
fyrir sorp hafa margir þættir áhrif
á staðarvalið. Markmið sérfræð-
ingahópsins var að finna hag-
kvæman stað er hafi minnst áhrif
á umhverfið, sem almenningur get-
ur sætt sig við og falli að öllum
reglum og takmörkunum stjórn-
valda. Takmarkandi þættir em
umhverfíssjónarmið með náttúm-
vemd og menningarminjum, gerð
jarðvegs- og berggmnns, gmnn-
vatnsstreymi og nálægð við vatns-
ból og byggð eða svæði sem fyrir-
hugað er að byggja meðan nýting
fer fram, svo og nálægð við mat-
u vælaframleiðslu. Vom niðurstöð-
umar flokkaðar og gerð grein fyrir
hveijum þætti fyrir sig á sérstökum
kortum, sem urðu alls um 40. Með
flettifilmum, þar sem hver tak-
markandi þáttur kemur fram, em
síðan dregnar saman heildamiður-
stöður á einu korti. Em flettifilm-
umar og kortið mjög aðgengilegt
til að átta sig á valkostum.
Við þessa vinnu má sjá hve stór
svæði em útilokuð. Nálægð við
vatnsból takmarkar til dæmis mjög.
Vatnsvemdarsvæðið, þaðan sem
drykkjarvatn kemur til þéttbýlisins,
útilokar þannig alla staði allt frá
Reykjavík og upp fyrir Jósepsdal.
Enda em þar gljúp hraunlög og
engin áhætta verður tekin með
drykkjarvatn í neinu sveitarfélagi.
Fyrsta skilyrði í umræðunni um
staðsetningu urðunarstaða var að
gmnnvatn mengaðist ekki og á
þeim hluta sem kortið nær yfir er
ljóst að hætta á grunnvatnsmengun
minnkar eftir þvi sem urðunarstað-
ir em nær ströndinni. Gmnnvatns-
streymi er annars háð lekt bergs-
ins, rýmd þess, vatnshalla og hve
mikið vatn berst niður í jarðlögin á
hveijum stað. Lekt nútímahrauna
•er langt fyrir ofan öll æskileg mörk
er gilda fyrir undirlag urðunarstaða
og em þau því afleitur kostur. Grá-
grýtið er einnig alllekt og víða
spmngið. Því ekki heppilegt sem
undirlag. En árkvartert berg lekur
minnst og þar er líka mest gróður-
þekja ofan á. Þarna em þegar þætt-
ir sem útloka stóran hluta af
Reykjanesskaganum. Nálægð við
þekjuefni skiptir líka máli, enda
gert ráð fyrir að sorpbaggamir
verði vel þaktir jafnóðum.
Ekki verður haggað við neinu er
varðar friðlönd. náttúmvætti,
vatnsvernd og fornminjavemd, en
hvað fólkvanga snertir er unnt að
óska eftir samningum við viðkom-
andi sveitarfélag og náttúmvernd-
arráð um breytta landnýtingu. Þá
verða urðunarstaðir ekki settir í
byggð né þar sem byggt verður á
næstu 15-20 ámm og staðsetning
nærri matvælaframleiðslu og fisk-
eldisfyrirtækjum er einnig útilokuð.
Meðal annarra takmarkandi þátta
er ríkjandi vindátt, þar sem gera
má ráð fyrir einhverri lykt þótt
sorp sé baggað og urðað reglulega,
en hávaði frá urðunarstöðum verður
lítill nema af umferðinni. Ágang frá
fuglum og meindýmm á að vera
,hægt að útiloka með fyrmefndum
aðferðum.
Gert er ráð fyrir að næsti urðun-
arstaður endist höfuðborgarsvæð-
inu í 15-20 ár, en Krísuvíkursvæðið
mundi endast lengur. Við hönnun
er gengið út frá 45 þúsund tonnum
á ári af húsasorpi og 75 þúsund
tonnum af öðm. Stærsti hlutinn eða
67,8 % kemur úr Reykjavík, 10%
úr Hafnarfirði, 11% úr Kópavogi
og hitt úr minni sveitarfélögunum
og er það gmndvöllur þess hvar
hagkvæmt er að hafa pökkunar-
stöðina. Kostnaðurinn eykst auðvit-
að fyrir hvert sveitarfélag eftir því
sem aka þarf sorpinu lengra, hvort
sem er í móttökustöð eða á urðunar-
stað. Núverandi urðunarkostnaður
í Gufunesi er um 500 kr. á hvert
urðað tonn, en í rekstraráætlun
þessarar nýju sorpeyðingar er mið-
að við 2.000 kr. á hvert tonn.
Greiða sveitarfélögin rekstrar-
kostnað með greiðslu fyrir innvegið
magn sorps. Tekjur aftur á móti
verða hjá því sveitarfélagi sem hýs-
ir pökkunarstöð eða urðunarstað,
enda koma til gjöld fyrir aðstöðu
og sölu á fyllingarefni. Stofnkostn-
aður er áætlaður 294,4 milljónir
króna á verðlagi 1988.
Svo sem fram hefur komið er hér
um gífurlega mikilvægt mál að
ræða. Úrgangur er stór hluti af til-
vem nútímafólks. Allir vilja losna
við þennan úrgang á sómasamlegan
hátt. Kominn tími til að hætta að
láta hann ijúka og fugla himinsins
bera hann út um allt. En allir vilja
líka vera stikkfrí þegar kemur að
því að koma honum fyrir. En þama
er helmingur íslensku þjóðarinnar
einfaldlega að leysa þann vanda að
vera til í nútíma þjóðfélagi.
Ögmundur Einarsson með elds-
neytiskubb sem framleiddur er
úr sagi, spónum og niðurtættum
pappír, en tilraunir til að vinna
slíka kubba úr sorpinu ganga vel
og verða þeir þá nýttir ásamt
kurluðu timbri í Járnblendiverk-
smiðjunni í stað innflutts timb-
Með hraðvaxandi byggð á þessu
nesi sem hýsir höfuðborgina
hefur óhreinkun á fjörum og sjónum
við ströndina farið sívaxandi. Enda
holræsi gubbað skolpi út í fjöruborð
með allri ströndinni. Áætlanir, sem
síðan 1970 hafa verið gerðar í kjöl-
far rannsókna, hafa verið svo viða-
miklar og dýrar að menn treystu
sér ekki til að ráðast í framkvæmd-
ir, létu nægja að lengja ofurlítið
útrásimar sem fyrir vom. _Nú em
að verða mikil umskipti. Á árinu
1986 var samþykkt áætlun um
framtíðarlausn Reykjavíkurborgar
í fráveitumálum sem miðaði að því
losna við óhreinkun strandlengjunn-
ar í kringum borgina af völdum
holræsaútrásanna. Á árinu sem var
að líða hefur mátt sjá tvær dælu-
stöðvar teknar í notkun á norður-
ströndinni, við Laugalæk og Ing-
ólfsgarð, eftir að lagnir vom sam-
tengdar, svo kominn er hreinn sjór
við Skúlagötu og Sætúnsströnd.
Og á nýbyijuðu ári verður hafíst
handa við samskonar hreinsun
strandlengjunnar að sunnanverðu,
við Fossvog og Ægissíðu. í fram-
haldi af safnræsunum verða svo
útrásir, 3 í allt, leiddar út á nægi-
legt dýpi og fer skolpið gegnum.
hreinsistöð við upphaf þessara
löngu plastlagna. Þetta er geysim-
ikið átak, sem á endanlega að verða
lokið 1993.
í skolpinu em margskonar mengun-
arvaldar ásamt veimm og bakter-
íum sem óhreinka sjóinn. Þegar
skolpið kemur í sjónn lækkar coli-
gerlafjöldinn sem notaður er sem
mælieining, vegna þynningar þegar
það breiðist út í sjónum, vegna
botnfellingar við útrásina og vegna
þess að bakteríur drepast við að
liggja í sjónum. Hér byggir hreins-
unin á því að notfæra sér þynn-
ingu, botnfellingu og aðra eigin-
leika sjávarins til að gera bakterí-
urnar óvirkar. Em rásirnar þannig
samtengdar og fáar stórar útrásir
leiddar á völdum stöðum út í straum
og dýpi. Fyrsta stórdælustöðin á
Gelgjutanga var vígð og fór í gang
sumarið 1985, en hún tekur við af
lögnmni út með Elliðavogi. Var
Elliðavogur þannig látinn sitja fyr-
ir. Er það bráðabirgðaútrás, sem
síðar verður flutt og tengd Laugar-
nesi. En samkvæmt fyrmefndri
áætlun verða áður en upp er staðið
42 útrásir lagðar niður, en í þeirra
stað koma 3 hreinsistöðvar ásamt
Iöngum plastlögnum frá þeim fram
í sjávardýpi, þaðan sem straumar
blanda upp skolið og bera burt. Sem
fyrr er sagt er að ljúka lögnum og
dælustöðvum á norðurströndinni.
Heildarkostnaður var áætlaður
600-700 milljónir króna og áformað
að veita að meðaltali 70-80 milljón-
um króna í þetta árlega. En öllu
verkinu skyldi verða lokið 8 árum
eftir að hafist var handa eða árið
1993. í ár hefur kostnaður verið
um 100 milljónir og á næsta ári
áætlað að veita í verkið 50 milljón-
um.
Á meðfylgjandi korti sést hvemig
42 útrásir fyrir skolp, sem lágu út
í ijöruna þegar áætlunin var gerð,
hafa horfið og í staðinn að koma 3
hreinsistöðvar með löngum plast-
lögnum frá þeim fram í sjávardýpi
og strauma.
urs.
SKILAGJALD A OÞRIFIN
Sú meginregla hefur nú víða verið upp
tekin að mengunarvaldarnir borgi fyrir
mengunina eða réttara sagt fyrir að Qar-
lægja eða eyða viðkomandi óþrifum. Það
verður nú tekið upp hér á landi í ein-
hveijum mæli. Með nýjum sorphirðuað-
ferðum á höfiiðborgarsvæðinu er ákveðið
að eigendur greiði fyrir eyðingu á hættu-
legum efnum. Nýupptekin greiðsla fyrir
plastpoka í verslunum miðar að því að
draga úr óhóflegri plastnotkun. Og unnið
er að því að selja reglur um skilagjald á
málma og ýmiskonar umbúðir.
Endurvinnslunefnd sú sem Friðrik Sófus-
son skipaði undir fomstu Páls Líndals á
vegum iðnaðarráðuneytisins skilaði áliti um
einn þátt þessa máls í októbermánuði í formi
frumvarpsdraga. Þar er fjallað um skilagjald
fyrir brotamálma, þar með talin ökutæki.
Verði skattur þá tekinn af bílum sem þegar
eru í landinu og síðan gjald af öllum nýjum
bílum við tollafgreiðslu. Var talað um 10
þúsund krónur á bíl, að sögn Páls Líndals.
Eru svo endurgreiddir 3/4 hlutar gjaldsins
þegar farartækinu er lagt óg bílhræinu skil-
að. Var talið að út um allt land hefði safnast
svo mikið af slíku brotajámi að ekki veitti
af fjórðungi skilagjaldsins til að fjarlægjaþað.
Endurvinnslunefndin ákvað að taka málin
fyrir í áföngum og er nú að vinna að tillögum
um skilagjald á umbúðir um drykkjarvörur.
Koma þar fyrst til álumbúðir, sem er einfald-
ast úrlausnar þar sem áldósir má endurvinna,
en einnig plast- og pappaumbúðir. Vefst úr-
lausn á pappaumbúðunum einkum fyrir
nefndinni, enda koma þar einnig til mjólku-
rumbúðirnar. En allar eru umbúðimar meng-
unarvaldar og þetta miðar að hreinsun lands-
ins.