Morgunblaðið - 08.01.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 08.01.1989, Síða 25
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLÝSINGAR Staða starfemanna- stjóra AUGLÝST er staða starfsmannastjóra hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík. Helstu verkefni starfsmannastjórans eru mannar- áðningar, launaútreikningar, túlkun kjarsamninga, ýmis samskipti við starfsfólk ásamt að hafa umsjón með stefnu fyrirtækisins. Leitað er eftir einstaklingi sem er 25-40 ára og hefur háskólamenntun og/eða reynsu af starfsmannamál- um. Starfefólk í hlutastörf Hagvangur auglýsir í dag m.a. eftir fólki í hutastörf. Er hér um að ræða afgreiðslumann í gjafavöruverslun, vinutími frá kl. 9-13. Ritarastarf í framleiðslufyrirtæki, vinnutími frá kl. 9-13. Innheimtumann í framleiðslufyrirtæki, vinnutími sam- komulag. Og auglýst er eftir gjaldkera/bókara hugsanlega í 75% starf til auglýsingastofu. Þá auglýsir Teitur Lárusson, Starfsmannaþjónusta, eftir fólki í aukavinnu og hlutastörf. Óskað er eftir „ömmu-liðsinni“, þ.e. starf fyrir eldri mann- eskjur sem eru tilbúnar að taka að sér að gæta barna í einn eða tvo daga t.d. vegna veikinda. „Húshjálpar-liðsinni", sem felst í heimilishjálp nokkra tíma í viku og „sölustfarfa-lið- sinni“, þ.e. sala og kynning ýmiss konar vöru og þjónustu. RAÐAUGLÝSINGAR Ýmis námskeið að heflast Námsflokkar Reykjavíkur auglýsir innritun í prófadeildir fyrir vorönn 1989. Er hér um að ræða Aðfararnám, sem jafngildir námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekk gagnfræðaskóla). Fornám, sem jafngildir grunnskólaprófi og foráfanga á framhaldsskólastigi. Forskóla sjúkraliða eða heilsugæslubrauta. Viðskiptabraut sem lýkur með almennu verslulnarprófí og Menntakjarna, sem er framhaldsskólastig. Innritun er 11. og 12. janúar. Kennsla hefst 16. janúar. Sjúkraliðaskóli íslands fýrirhugar að halda þriggja mánaða námskeið í geðheilsufræði, sem hefst í febrúar 1989, ef næg þátttaka fæst. Alliance Francaise auglýsir 13 vikna vornám- skeið í frönsku. Innritun hefst mánudaginn 9. janúar, kennsla hefst mánudaginn 23. janúar. Námskeið um málefni hjóna- bandsins fer fram í Safnaðarheimili Lágafellssóknar laugar- daginn 21. janúar. Leiðbeinendur verða Sr. Þorvaldur Karl Þorvaldsson, Sr. Jón Dalbú Hijóbjartsson og Sr. Birgir Ás- geirsson. Upplýsingar og skrásetning fer fram i Safnaðar- heimili Lágafelssóknar frá þriðjudegi til föstudags. Hjá Iðn- skólanum í Reykjavík verða afhentar stundaskrár mánudag- inn 9. janúar kl. 8. Kennsla hefst sama dag samkvæmt stundaskrá. Nemendur í kvöldnámi fá afhentar stundaskrár kl. 17 og hefst kennsla að lokiknni afhendingu. Stýrimanna- skólinn í Reykjavík auglýsir, að innritun á vomámskeið í 30 rúmlesta réttindanám sé hafin og standi til 10. janúar. Öllum er heimil þátttaka. Auk hefðbundins náms fá nemend- ur 10 klst. leiðbeiningar í Slysavarnaskóla sjómanna. SMÁAUGLÝSINGAR Myndakvöld FÍ og Utivistar MYNDAKVÖLD F.í. verður miðvikudaginn 11. jan. í Sóknar- salnum, Skipholti 50a og hefst kl. 20.30. Á dagskrá verður fjölbreytt myndaefni. MyndakvöldÚtivistar verður í Fóst- bræðraheimilinu fimmtudaginn 12. jan. kl. 20.30. Ferðaáætl- un fyrir 1989 verður kynnt og sýndar myndir sem tengjast efni hennar. Leifur Jónsson sýnir myndir úr Grænlandsferð Útivistar. Myndin er tekin þegar fiskvinnslufólk sat á skólabekk, en eitthvert mesta átak í endurmenntun hefiir verið hjá fiskvinnslufólki. Endurmenntun fer sívaxandi FRAMBOÐ sí- og endurmenntunar hefur farið vaxandi hérlendis á sl. 5-10 árum. Á síðasta áratug varð mikil breyting á fullorð- infræslu, þar sem öldungadeildimar tóku til starfa, en þessi áratugur einkennist af endurmenntun, að sögn Margrétar S. Björnsdóttur endurmenntunarsljóra Há- skóla íslands. Fræðsla þessi er að mestu leyti í formi styttri námskeiða, þ.e. 10-30 tíma námskeið og eru þau einkum ætluð ákveðnum starfshópum, t.d. háskólamennt- uðu fólki. Hins vegar eru líka haldin almenn námskeið svo sem tölvunámskeið ogtungu- málanámskeið. Háskóli íslands og Bandalag háskólamanna bjóða námskeið í tilteknum greinum, Kennarahá- skóli íslands er með endurmenntun fyrir grunnskólakennara. Þá eru félög iðnaðarmanna í vaxandi mæli farin að halda námskeið fyrir fé- lagsmenn sína og eru rafiðnaðar- menn lengst komnir í þeim málum, en þeir hafa sett á laggimar Rafíðn- aðarskólann. Hafa þeir haft sam- vinnu við danska rafiðnaðarmenn frá 1974 og er nú svo komið, að hlutfallslega fleiri rafiðnaðarmenn sækja endurmenntun hér en á hin- um Norðurlöndunum. Fræðslumiðstöð iðnaðarins hefur í samvinnu við Iðntæknistofnun ís- lands og Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins haldið námskeið sem eru á sviði byggingar- og tréiðnaðar, málmiðnaðar, verk- stjómarfræðslu, rekstrar- og vél- tækni. 1986 skipulagði Landssam- band iðnverkafólks í samvinnu við atvinnurekendur námskeið í hús- gagna- og matvæla-, veíja- og umbúðariðnaði. Þá er Trésmíðafé- lag Reykjavíkur að undirbúa nám- skeið fýrir sína félagsmenn, sem mun vera nýjung hjá þeim. Stjórnunarfélag Islands er lang- stærsti aðilinn sem heldur símennt- unamámskeið fyrir skrifstofufólk og fólk í stjórnunarstöðum. Einnig hafa þeir í boði tölvunámskeið og má í því sambandi minna á að ný- lega sameinuðust Gísli J. Johnsen hf. og Stjómunarfélagið um tölvu- fræðslu. Þá em ýmsir tölvuskólar með námskeið. Hvað varðar ófaglært verkafólk vann Starfsmafélagið Sókn braut- ryðjendastarf á síðata áratug með því að veita þeim konum launa- hækkun, sem sóttu námskeið. Á síðustu ámm hafa önnur félög tek- ið upp sömu stefnu. Stærsta átakið í þessum málum mun þó vera nám- skeið fiskvinnslufólks, sem Sjávar- útvegsráðuneytið stendur fyrir. Starfsþjálfun fyrir fatlaða er rek- in í Hátúni og fullorðinsfræðsla fyrir þroskahefta er m.a. í Safamýr- arskóla. Varðandi kostnað við námskeið þessi greiðir hið opinbera nær allan kostnað fýrir ófaglært fólk. í sérfé- lögunum munu námskeiðin að mestu leyti vera kostuð af félögum eða atvinnurekendum. Námskeið á ftjálsum markaði munu vera kostuð af atvinnurekendum eða þeim sem sækir námskeiðið. Egilsstaðir: 50 á atvinnu- leysisskrá Egilsstödum. UM fimmtiu manns eru nú á at- vinnuleysisskrá á Egilsstöðum, þijátíu og fimm konur og fimmt- án karlar. Aðallega er þetta verkafólk en Qórar koriur eru úr verslunarstétt. Þá eru vörubíl- sljórar að koma inn á atvinnu- leysisskrá. * Astandið er svipað og á sama tíma í fyrra nema hvað þá unnu 20 konur hjá pijónastofunni Dyngju sem varð gjaldþrota á síðasta ári. Þá er nú heldur meira um að ungir karlmenn séu atvinnu- lausir, menn sem sótt hefðu vinrni annað að öðru jöfnu, en gera það ekki vegna lokunar frystihúsa. Björn Grenivík: Skólafólkið drifiðívinnu Grenivík. ATVINNA hefúr verið góð á Grenivík að undanförnu. Aðeins beitningarfólkið er á atvinnu- leysisskrá þegar það hefur ekki verkeftii, að sögn Guðnýjar __ . Sverrisdóttur sveitarstjóra. í desember var svo mikið að gera í frystihúsi Kaldbaks að skóla- fólkið var drifið til vinnu þegar skólanum lauk. Góðar gæftir voru fyrir stóru bátana tvo sem héðan eru gerðir út framan af desember. Minni bátamir fóru lítið á sjó í des- ember og hafa ekkert farið eftir áramót. Utlit er fyrir góða atvinnu fram í febrúar. En þá tekur óvissan við ef stóru bátarnir fara annað á vertíð. Blönduós: Stöðvun hjá hjá Særúnu Blönduósi. Á bæjarskrifstofunni á Blönduósi voru 47 skráðir at- vinnulausir um áramót. Um helmingurinn er fólk úr ná- grannabyggðum. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæj- arstjóra á Blönduósi er skýr ingin á þessari háu tölu m.a. tíma- bundin stöðvun í Særúnu hf., en áður voru 12 á atvinnuleysisskrá. Vinna hjá Særúnu hefst aftur fljót- lega eftir helgi. Ófeigur telur ástandið að öðru leyti svipað og í fýrra. Ekkí er útlit fyrir frekara atvinnuleysi Jón Sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.