Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989
Morgunblaðið/Emilía
Frá heimsókn Sinfóníuhljómsveitar íslands í Breiðholtsskóla í gærmorgun.
Sinfónían heimsækir skóla
Sinfóníuhljómsveit íslands held-
ur tónleika í nokkrum skólum á
stór-Reykjavíkursvæðinu þessa
dagana og hófst þessi „tónleika-
för“ Sinfóníuhljómsveitarinnar í
gsermorgun með tónleikum í
Breiðholtsskóla.
Hljómsveitin leikur verk eftir
Bizet, Britten og Prokofíev. Hljóm-
sveitarstjóri er Anthony Hose frá
Bretlandi sem starfað hefur hér-
lendis nokkur undanfarin misseri. í
dag, miðvikudag, verða tónleikar í
íþróttahúsinu í Garðabæ. Á morg-
un, fímmtudag, leikur hljómsveitin
í Hvassaleitisskóla og á fostudaginn
verða tónleikar í Árbæjarskóla.
Tónleikamir hefjast allir kl. 10.00.
Mj ólkurframleiðsl-
an minnkaði um 4
milljónir lítra 1988
INNVEGIN mjólk hjá mjólkursamlögunum var 102,7 milljónir lítra
á nýliðnu ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs land-
búnaðarins. Er það nærri því 4 milljón lítrum minna en árið 1987,
þegar framleiðslan var 106,6 milljónir lítra og er samdrátturinn því
3,67%. Til samanburðar má geta þess að árið 1986 var framleiðslan
tæplega 110 milljónir lítra og 115,9 milljónir litra 1985, en þá fór
innleggið hæst á þessum áratug.
Sautján mjólkursamlög eru í
landinu og var samdráttur hjá öllum
nema tveimur, Húsavík þar sem
innleggið jókst um 0,98% og Nes-
kaupstað þar sem aukningin var
1,88%. Hlutfallslega mesti sam-
drátturinn var hjá tveimur litlum
samlögum, Vopnafírði og Djúpa-
vogi, rúmlega 15%. Ef aðeins er
litið á stærri samlögin kemur í ljós
að samdrátturinn var almennt
3—5%, hlutfallslega mestur á Egils-
stöðum 6,87%.
Mesta framleiðslan er sem áður
hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel-
fossi, 36,8 milljónir lítra, dróst sam-
an um 1,5 milljónir lítra eða 3,83%.
Innleggið hjá mjólkursamlaginu á
Akureyri var 20,3 milljónir lítra,
800 þúsund lítrum minna en í fyrra
og munar þar 3,88%. Öllu meiri
samdráttur varð hjá þriðja stærsta
mjólkurbúinu, í Borgamesi. Þar
vom framleiddir 9,4 milljonir lítra,
sem er 450 þúsund lítrum minna
en í fyrra sem samsvarar 4,51%
samdrætti. í Sauðárkrókssamlagið
komu 8,2 rmlljónir lítra og 6,2 millj-
ónir komu til Húsavíkur.
Mesti samdrátturinn var í haust.
Síðustu fjóra mánuði ársins var
samdrátturinn 4,37%. í desember
hafði framleiðslan jafnað sig nokk-
uð, þá var samdrátturinn 2,05%.
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
Heimiid: Veðurstofa islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 11. JANÚAR
YFIRLIT í GÆR: Um 400 km vest-suð-vestur af Reykjanesi er 960
mb lægð ó hreyfingu norð-norð-austur og önnur nærri kyrrstæð er
á suð-vestanverðu Grænlandshafi.
SPÁ: Sunnan og suðvestan-átt stinningskaldi norð-austan allhvass
með óljum sunnan- og vestanlands, en hægari og úrkomulaust í
öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG: Suð-vestanátt og hiti um eða rétt und-
ir frostmarki. Él á suðvestanverðu landinu en bjart veður á Norð-
ur- og Austurlandi.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan-átt með snjókomu eða slyddu
um allt land en snýst síðdegis í suðvestan-átt með slydduéljum
sunnantil. Hiti 0-4 stig.
TÁKN:
O Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Alskýjað
a. Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ r / / Rigning
r r r
* / *
r * / * Slydda
f * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■JO Hhastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
— Þoka
— Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[y Þrumuveður
VEÐURVÍÐA UMHEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akurayri Reyfcjavfk hftl +6 +1 veóur alskýjað snjókoma
Bergan 3 haglól
Helslnkl 3 lóttskýjað
Kaupmannah. 7 skýjað
Narsearssuaq +2 skýjað
Nuuk +1 snjókoma
Osló 6 léttakýjað
Stokkhólmur 3 lóttskýjað
Þórshðfn 2 skýjað
Algsrve 16 tkýjað
Amsterdam 8 skýjaö
Barcelona 13 mlstur
Berlfn 8 súld
Chlcago +1 snjóól
Feneyjar 0 þoka
Frankfurt 8 rignlng
Glasgow 6 skur
Hamborg 7 rigning
Las Palmaa 20 skýjað
London 8 skýjað
Loe Angeles 8 heiðskfrt
Lúxemborg 6 rignlng
Madrfd 7 mistur
Malaga 14 súld
Mallorca 16 skýjað
Montreal +10 skýjað
New York +1 alskýjað
Orlando 16 akýjað
Parfs 7 alskýjað
Róm 9 þokumóða
San Dfego 6 helðskfrt
Vfn 2 þokumóða
Washlngton 2 alskýjað
Wlnnlpeg +33 hefðskfrt
Númerin klippt af 92
óskoðuðum bifreiðum
ÞAÐ sem af er árinu hefur
umferðardeild lögreglunnar I
Reykjavík tekið númeraplötur
af 92 bílum, sem ekki höfðu
fengið skoðun á síðasta ári. Á
sama tíma í fyrra höfðu númer
verið tekin af 51 bíl.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstóðaryfírlögreglu-
þjóns hefur umferðardeild nú
gengi í vinnu við að ná til þeirra
bíla sem ekki hafa fengið 1988
skoðun. Eru númeraplötur klipptar
af bílunum, þar sem til þeirra
næst, og sendar hinni nýstofnuðu
Bifreiðaskoðun íslands h/f. Þang-
að verða eigendur bílanna nú að
leita til að fá plötumar afhentar
og bílana skoðaða.
Góð loðnuveiði en
mikið er um hval
LOÐNUVEIÐAR gengu vel í fyrrinótt og í gær, þriðjudag, höfðu
29 skip tilkynnt um veiðar á 22.950 tonnum. A laugardag tilkynntu
26 skip um veiðar á 18.710 tonnum. Mikið er af hnúfubaki á miðun-
um og hvalur reif nót Jóns Finnssonar út af Gerpi fyrir skömmu,
að sögn Ástráðs Ingvarssonar starfsmanns loðnunefndar. Á sunnu-
dag fór Hilmir með 1.300 tonn til Noregs og Grindvíkingur 870 tonn
til Skotlands. í gær fór Hákon með 1.000 tonn til Skotlands, Jón
Finnsson 1.120 tonn til Færeyja og Pétur Jónsson 1.050 tonn til
Noregs.
Síðdegis í gær höfðu þessi skip
tilkynnt um afla: Guðrún Þorkels-
dóttir 720 tonn til Eskifjarðar,
Hilmir II 580 til SR Seyðisfírði,
Hákon 590 til Skotlands, Erling 650
til SR Raufarhöfn, Huginn 590 til
SR Reyðarfírði, Keflvíkingur 530
til Þórshafnar, Helga II 1.000 til
SR Seyðisfírði, Jón Finnsson 1.120
til Færeyja, Guðmundur Ólafur 600
óákveðið hvert, Fífíll 640 til SR
Raufarhöfn, Sjávarborg 800 til SR
Seyðisfírði, Albert 750 til Hafsíld-
ar, Dagfari 520 til SR Seyðisfírði,
Björg Jónsdóttir 550 til Þórshafn-
ar, Kap II 600 til FTVE, Bergur
530 til Tanga Vopnafírði, Sighvatur
Bjamason 640 til FIVE, Þórshamar
600 til SR Reyðarfírði, Börkur
1.180 til Krossaness, Sigurður
1.300 til FES, Höfrungur 890 til
SR Reyðarfirði, Bjami Ólafsson
1.100 til Hafsíldar, Hólmaborg
1.320 til Eskifjarðar, Beitir 1.230
til SVN Neskaupstað, Þórður Jón-
asson 700 til Krossaness, Gullberg
300 til Hafsfldar, Pétur Jónsson
1.050 til Noregs,' Jón Kjartansson
850 til Eskifjarðar og Svanur 600
til SR Seyðisfírði.
Á þriðjudag tilkynnti Víkurberg
um 580 tonn til Þórshafnar og
Húnaröst 610 til Homafjarðar.
Á sunnudag tilkynntu þessi skip
um afla: Súlan 800 tonn til Krossa-
ness, Hilmir 1.300 til Noregs,
Víkingur 1.100 til SFA, Björg Jóns-
dóttir 510 til SVN Neskaupstað,
Börkur 1.070 til SVN Neskaupstað,
Jón Kjartansson 900 til Eskifjarð-
ar, Grindvíkingur 870 til Skotlands,
Guðmundur Olafur 580 til SVN
Neskaupstað, Bergur 530 til SR
Reyðarfírði og Dagfari 500 til SR
Seyðisfirði.
Á laugardag tilkynntu þessi skip
um afla: Dagfari 530 tonn til SR
Seyðisfírði, Sighvatur Bjamason
1.170 til FIVE, Guðmundur 900 til
FES, Huginn 590 til SR Seyðis-
fírði, Víkurberg 580 til SR Seyðis-
firði, Háberg 650 til F&L Grindavík,
Guðrún Þorkelsdóttir 720 til Eski-
íjarðar, Hákon 900 til Hafsfldar,
Sunnuberg 650 til F&L Grindavík,
Hólmaborg 1.370 til Eskifjarðar,
Beitir 800 til SVN Neskaupstað,
Sigurður 1.000 til FES, Þórshamar
450 til SVN Neskaupstað, Fífíll 500
til Tanga Vopnafírði, Hilmir II 590
til SVN Neskaupstað, Erling 600
til SR Seyðisfirði, Keflvíkingur 530
til SR Seyðisfirði, Jón Finnsson
1.120 til SR Seyðisfirði, Gullberg
450 til Hafsfldar, Sjávarborg 720
til SVN Neskaupstað, Harpa 580
til SR Reyðarfirði, Helga II 1.000
til Hafsíldar, Albert 700 til SR
Seyðisfírði, Höfrungur 670 til SR
Reyðarfírði, Pétur Jónsson 850 til
SR Seyðisfirði og Húnaröst 620 til
Þórshafnar.