Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 34

Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 t Móðir min, SOFFÍA GUNNARSDÓTTIR SIGURÐSSON, er látin. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, LAUFEY JÓHANNSDÓTTIR, áðurtil heimilis f Skaftahlfð 10, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 10. janúar. Jóhann Jónsson, Sólveig Gunnarsdóttir og börnin. t Útför eiginmanns míns og föður ókkar, PÁLMA FRÍMANNSSONAR heilsugæslulæknis, Stykkishólmi, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Baegisá. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi eða Krabbameinsfólag íslands. Heiðrún Rútsdóttir. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Hildur Sunna Pálmadóttlr. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, AXEL GUÐBJARTUR JÓNSSON bifvélavlrkl, Elliheimilinu Grund, er lést 2. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu 1 2. jan- úar ki. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR JÓHANN ALBERTSSON verslunarmaður, Garðsenda 9, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 15.00. Margrét Albertsdóttir, Guðrún Slgmundsdóttir, Arnór Sigurðsson, Margrét J. Sigmundsdóttir, Jóhann P. Jóhannsson, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HJALTI BENEDIKTSSON fyrrv. brunavörður, Bústaðavegi 107, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hlns látna er bent á Hjartavernd. Ingibjörg Stefánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HJÖRDÍSAR PÉTURSDÓTTUR, Grœnutungu 3, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum 2. janúar sl., fer fram frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 13. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfólagið. Páll Hannesson, Þóranna Pálsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Hólmfrfður G. Pálsdóttir, Guðmundur S. Stefánsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúðarkveðjur, stuðning og sérstaka hjálp Lion- essuklúbbs Akraness vegna andláts og útfarar eiginmanns mtns og sonar, VILHJÁLMS M. GUÐJÓNSSONAR, Vogabraut 42. Fyrir hönd fjölskyldu, Halldóra Lárusdóttir, Una Jóhannesdóttir. Skúli Oddleifsson, Keflavík — Minning Fæddur 10. júní 1900 Dáinn 3. janúar 1989 Hann stóð í dyrum Bamaskólans í Keflavík, sem nú heitir Myllu- bakkaskóli, þegar fundum okkar bar saman. Þetta var síðsumars árið 1952. Ég var nýfluttur til Keflavíkur, lítt kunnugur þar og var að skoða mig um í bænum í fylgd tveggja vina minna, sem ég þá hafði eignast þar syðra. Þennan dag skein sólin í heiði. Hann tók okkur tveim höndum, bauð okkur velkomna með hlýju brosi. Það var bjart yfir svip hans, sólin ljómaði í augum hans. Hann var hávaxinn og léttur í hreyfing- um. Virðuleiki og hlýja blönduðust saman í viðmóti hans á sérstæðan hátt. Þetta var Skúli Oddleifsson. Hann var þá nýlega orðinn umsjón- armaður hins glæsilega skólahúss Keflvíkinga, sem vígt hafði verið fyrr á þessu ári. Hann leiddi okkur um ganga og stofur þessa veglega musteris menningar og mennta, hrifínn og glaður yfír þeim miklu og margþættu möguleikum, sem þarna opnuðust keflvískum æskulýð á komandi árum. Það fór ekki á milli mála, að þama var maður, sem kunni góð skil á hlutverki sínu og bar virðingu fyrir því. Nú hefír Skúli Oddleifsson endað sitt æviskeið hér á jörð. Hún var orðin löng ferðin hans, með nær- fellt níutíu ár að baki. Skúli var Ámesingur að uppruna. Fæddur var hann að Langholtskoti í Hrunamannahreppi hinn 10. júní árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Oddleifur Jónsson, bóndi frá Hellisholtum og Helga Skúladóttir, alþingismanns frá Berghyl. Þau eignuðust 6 böm, 3 syni og 3 dæt- ur sem öll komust til fullorðinsára. Af þeim er nú aðeins ein systir enn á lífí, er Elín heitir. Hún er vist- kona á Hrafnistu í Reykjavík og er 94 ára gömul. Skúli ólst upp í Langholtskoti hjá foreldrum sínum. Snemma fór hann að leggja heimilinu lið og munaði fljótt um handtök hans. Hann var víkingur til vinnu þegar á ungum aldri, harðduglegur, samviskusam- ur og traustur við hvert það starf, sem hann tók sér fyrir hendur. Þá var hagleik hans og snyrtimennsku einnig við brugðið. Árið 1915, á jóladag, missti Skúli móður sína, sem þá var á besta aldri. Það var þungt högg, reiðar- slag fyrir eiginmann, böm og heim- ili. Þeim döpru sorgaijólum gleymdi Skúli aldrei á meðan hann lifði. En e.t.v. skynjaði hann þó aldrei skýrar en þá bjarmann frá „ljósinu, sem skín í myrkrinu", birtuna að ofan, sem jólin boða öllum jarðarbömum, og ekki síst þeim, sem sitja í sorgar- skugga. Reynslu sína í sambandi við móðurmissinn um þessi minnis- stæðu jól hefði hann vafalaust get- að túlkað að nokkru leyti a.m.k. með þessum orðum skáldsins: „Friðarstjömur Drottins dýrstar dimmust lýsa jarðarból. Sorgarklæddir ástarenglaj- opna ljúfust föðurskjól." Á þessum þungu örlagatímum varð það gæfa heimilisins, að systir Skúla, Elín, sú eina, sem enn er á lífí, gekk fram fyrir skjöldu, tók að sér forsjá þess og ól önn fyrir yngri systkinum sínum eins og besta móðir. Segja má, að hún hafí þann- ig að verulegu leyti fómað sér fyrir ástvini sína. Hún giftist aldrei, en annaðist búið með föður sínum á meðan hann bjó í Langholtskoti. Hann andaðist í Reykjavík árið 1938, en þar dvaldist hann sfðustu árin. Hinn 25. júní árið 1927 var bjart- ur hamingju- og heilladagur í lífí Skúla Oddleifssonar. Þá gekk hann að eiga unnustu sína, Sigríði Ágústsdóttur frá Birtingaholti, glæsilega konu bæði í sjón og raun. Hún var kona stórvel gefín eins og hún átti kyn til, göfug, góð og hjartahlý, gædd ytri tign og innri fegurð. Fyrstu 2 eða 3 hjúskaparár- in dvöldu þau ungu hjónin hjá tengdaforeldrum Skúla, hinum þjóðkunnu merkishjónum, Ágústi Helgasyni og Móeiði Skúladóttur Thorarensen frá Móeiðarhvoli, í Birtingaholti og unnu að búinu þar. Árið 1930 brugðu þau á það ráð að flytja til Keflavíkur. Þar settust þau að og áttu þar heima alla tíð upp frá því á meðan bæði lifðu. Lengst bjuggu þau að Vallargötu 19. Þar sköpuðu þau hjónin sér fagurt heimili, sem var helgidómur í vitund allra fjölskyldunnar. Þar áttu gagnkvæmur kærleikur og óbrotgjöm hamingja æðstu sætin. Hjónabandið var einstaklega fag- urt og farsælt. Þau vom samhent hjónin og samtaka í því að leggja þann gmnn undir framtíðina, sem þau vissu af eigin reynslu að verða mundi traustur, farsæll og blessun- arríkur. Þar var lögð sérstök áhersla á ræktun hins góða og fagra í mannlegum samskiptum, trú- mennsku og trú á lífí og störfum. Sérstaklega var mér kunnugt um hina þungu áherslu á mikilvæga þýðingu trúarinnar í lífí fjölskyld- unnar. Þau Skúli og Sigríður eignuðust 4 böm, sem öll em á lífi. Elstur þeirra er Olafur, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli í Reykjavík, dómprófastur og vígslubiskup Skál- holtsbiskupsdæmis. Kona hans er Ebba Sigurðardóttir. Þau eiga 3 böm og 4 bamabörn. Næstur er Helgi leikari í Reykjavík, kvæntur Helgu Bachmann, leikkonu. Þau eiga 4 böm og 3 bamaböm. Þá er Móeiður Guðrún, húsmóðir og öku- kennari í Keflavík, gift Bimi Bjömssyni lögreglumanni. Þau eiga 3 böm og eitt bamabam og yngst er Ragnheiður, húsmóðir og tónlist- arkennari í Keflavík, gift Sævari Helgasyni málara. Þau eiga 3 böm og eitt bamabam. Eina dóttur átti Skúli áður en hann giftist. Hún heitir Kristrún og er húsmóðir í Reykjavík, gift Þóri Geirmunds- syni. Þau eiga 2 böm og 6 bama- böm. í Keflavík fór Skúli fyrst að gegna ýmsum þeim störfum, er að sjósókn lutu. Á vertíðum var hann landformaður á fískibátum. Þótti hann sérstaklega vel til þess starfs fallinn, svo vel sameinaði hann þá lipurð og festu, sem nauðsynleg er hveijum þeim, er stjómartauma hefír í höndum sér. í allmörg ár starfaði Skúli einnig í Dráttarbraut Keflavíkur. Þar sem endranær ávann hann sér virðingu, traust og vinsæidir bæði vinnuveit- enda og samstarfsmanna. Og sama hamhleypan reyndist hann þar sem annars staðar við störf sín. Hann lagði sig allan fram og gaf aldrei eftir, hvar sem hann var að verki. Árið 1951—1952, þegar kennsla hófst í hinum nýja bamaskóla, sem áður var nefndur, var Skúli ráðinn umsjónarmaður þar. Því starfí gegndi hann fram á áttræðisaldur af frábærum dugnaði, óbrigðulli umhyggju og árvekni. Öllum þótti vænt um hann, bæði kennurum og bömum. Hann var alltaf til taks, alltaf reiðubúinn til þess að veita aðstoð, leggja lið og greiða úr vandamálum, sem upp kunnu að koma í daglegu starfi skólans. Öll umgengni var til mestu fyrirmynd- ar. Snyrtimennska húsvarðarins átti sinn stóra þátt í því. Og góða aðstoð veitti hann kennurunum við stjómun bamahópsins utan kennslustunda. Honum var nefni- lega ekkert síður lagið að stjóma bömum en fullorðnu fólki þegar því var að skipta. Aldrei vissi ég til að Skúli eignað- ist bíl. Reiðhjólið var farartæki hans. Það notaði hann mikið og sat það af öryggi og reisn fram á elliár. Skúli missti sína góðu og mikil- hæfu konu hinn 14. nóvember 1961. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu aðeins 59 ára gömul. Var þá sár harmur að fjölskyldunni kveðinn og það stóra skarð, sem Sigríður lét eftir sig, varð aldrei fyllt að nýju. Skúli tók sér eiginkonumissinn mjög nærri, svo að segja má, að hann yrði aldrei samur maður eftir það. Trúin var honum dýrmætur og blessaður styrkur á þessum þungbæru stundum, þegar sorgin og söknuðurinn nístu allra sárast og bömin hans lögðu sig fram við að létta honum þyngstu byrðamar. Sjálfur fann hann líka svölun og hvíld í starfi sínu og stundaði það af enn meiri kostgæfni en fyrr, ef um slíkt var hægt að tala. Um nokkurt skeið hélt yngsta dóttirin, Ragnheiður, heimili með föður sínum og fjölskyldu sinni. Eftir að hún flutti'í sitt eigið hús- næði bjó Skúli einn á Vallargöt- unni, með dyggilegri aðstoð og ómetanlegum stuðningi dætra sinna. En nú var kvöldið farið að nálg- ast í lífi Skúla Oddleifssonar. Hann varð fyrir því áfalli að detta og brotna illa fyrir áratug eða þar um bil. Upp úr því fór líkamlegri heilsu að hnigna, en andlegri reisn hélt hann alla tíð. Fyrir þremur ámm gerðist Skúli vistmaður á dvalarheimilinu Garð- vangi í Garði og naut þar ínikillar og góðrar umhyggju. Nokkm fyrir síðustu jól var hann fluttur á sjúkra- húsið í Keflavík og þar andaðist hann hinn 3. þessa mánaðar. Með Skúla Oddleifssyni er geng- inn mætur og mikilhæfur dreng- skaparmaður, traustur og verðugur fulltrúi aldamótakynslóðarinnar, sem nú er sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu. Hann var harðdug- legur, skarpgreindur, fjölfróður og bráðskemmtilegur. Hann var dag- farsprúður, ljúfur og viðmótshlýr, en talsvert var hann þó skapmikill, þegar því var að skipta, gat orðið eins og stormsveipur, ef honum mislíkaði alvarlega. En hann var líka flestum sáttfúsari og fljótari að setja sig í annarra spor. Hann var örlátur, gjafmildur, oft stórgjöf- ull og hjálpfús, þar sem hann vissi þess þörf. Yfirleitt vildi hann alls staðar reynast vel og öllum gott gera. Eins og áður hefír komið fram var hann mikill og einlægur trú- maður. Hann var mikill ljóðavinur og fram á síðustu ár las hann og lærði ógrynni af sálmum og andleg- um ljóðum og fann sér í því hugsvöl- un og hugarstyrk, sem aldrei brást. Skúli og fjölskylda hans voru meðal hinna trúföstu kirkjugesta í Keflavíkurkirkju á meðan ég þjón- aði þar. Við Skúli ræddum líka all- oft saman um andleg mál og því var mér vel kunnugt um þann sess, sem kristin trú og kristin kirkja skipuðu í vitund hans. Ég minntist í_upphafi á sólskins- daginn þegar ég sá Skúla Oddleifs- son í fyrsta sinn. Það var líka á sólskinsdegi, sem ég sá hann síðast. Það var 24. júlí 1983, þegar síra Ólafur sonur hans var vígður bisk- upsvígsíu í Skálholtsdómkirkju. Sr. Ólafur kvaddi mig til þess hlut- verks, að lýsa vígslu, eins og það er nefnt. Þegar ég kom upp í predik- unarstólinn og leit yfir hinn stóra söfnuð, sem í kirkjunni var á þess- um hátíðisdegi, þá sé ég Skúla sitja þar ásamt börnum sínum í einum fremstu bekkjanna. Mér varð star- sýnt á blessaðan gamla manninn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.