Morgunblaðið - 11.01.1989, Side 35
ftf'J fi1/ j..!; ;I:{Ujt-r.íFf2-lM (í lí V.f 1 í- íIJti
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989
35
Það var sami svipurinn á honum
þama í kirkjunni eins og þegar
hann stóð í skóladyrunum í Keflavík
forðum. Sólin ljómaði í augum hans,
brosið bjarta og heiða var máski
ennþá hreinna og tærara á þessari
stundu. Það fór ekki á milli mála:
Þarna skinu ipér geislar frá biðj-
andi föðurhjarta.
Bömum, tengdabörnum, bama-
bömum og öðmm ástvinum Skúla
Oddleifssonar sendum við hjónin
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum þeim öllum blessunar
Guðs, giftu og farsældar á fram-
tíðarvegi.
Skúli Oddleifsson verður jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju í dag
kl. 14.00.
Björn Jónsson
Akranesi.
Afi okkar, Skúli Oddleifsson, er
látinn. Á hugann leita minningar
um afa eins og við þekktum hann
best, afa sem var heill heilsu og
við litlar afastelpur í heimsókn í
Keflós. Hver heimsókn var hátíð í
okkar hugum. Þegar við fengum
að gista á Vallargötunni var svo
spennandi að mæta í morgunkaffið
til afa, sem alltaf var fyrstur á
fætur, en þá fengum við að bragða
kaffi í fyrsta sinn, og afi gaf sér
góðan tíma til að ræða við okkur.
Skúli afi fæddist í Langholtskoti,
Hrunamannahreppi 10. júní 1900.
Foreldrar hans vom Helga Skúla-
dóttir og Oddleifur Jónsson bóndi.
Afi þótti vel greindur og kennarar
. og prestur hvöttu hann til frekara
náms en engin tök vom á því. En
hann las alltaf mikið og var fróð-
leiksfús. Afi kvæntist Sigríði
Ágústsdóttur 25. júní 1927. Amma
var dóttir Móeiðar Skúladóttur og
Ágústs Helgasonar í Birtingaholti
í Hreppum. Afi og amma fluttu til
Keflavíkur 1931 með pabba okkar,
elsta bam þeirra. Afi vann fyrst sem
landmaður við báta og síðan í mörg
ár í Dráttarbraut Keflavíkur. Hann
gerðist umsjónarmaður Bamaskóla
Keflavíkur 1952 og vann þar til
ársins 1979, þá að verða áttræður.
Afi þótti afbragðs verkmaður. í
tilefni sextugsafmælis hans var
þetta m.a. ritað í tímaritið Faxa:
„Skúli er greindur vel, vörpulegur
á velii og þrekmaður, víkingur til
vinnu, enda lagt á margt gjörva
hönd.“ Einnig stendur: „Aldrei virt-
ist hann flýta sér en hreyfingar
hans vora ömggar og ekkert hand-
bragð var um of, og svo leikinn var
hann og afkastamikill við flatning-
una, að fáum þýddi þar við hann
að keppa. En það var ekki aðeins
við flatninguna, sem Skúli sýndi
viss og ömgg handbrögð, hinni
sömu leikni hafði hann náð við
beitninguna, þar var hann alltaf
fyrstur, þó oft væri um það keppt.“
Eftir að við lesum þetta skiljum við
betur, þegar hann eftir veikindi og
slys á hinum efri ámm lét mátt-
leysi og minnkandi kraft tmfla ró
sína.
Afi var bókhneigður og mjög
ljóðelskur. Hann gerði margar góð-
ar vísur og stökur og stóð m.a.
fyrir keppni á því sviði í skólanum.
Þegar við bjuggum í Bandaríkjun-
um sendi hann okkur út vísur ortar
af ýmsu tilefni.
Áfi og amma vom okkur bömun-
um yndislega góð. Við minnumst
þess þegar þau fylltu þvottabala
af snjó og leyfðu okkur að leika
með inni í eldhúsi. Uppi í hjónarúmi
lágum við og amma las t.d. allar
Öddubækumar. Við fengum aura
fyrir kandís og iðulega var ein-
hvetju laumað að okkur eftir búðar-
ferð og fannst foreldrum okkar og
frænkum oft nóg um! Afi var mik-
ill höfðingi í samskiptum sínum við
böm sín, tengdabörn og bamaböm.
Hann fylgdist vel með fjölskyldunni
og þegar barnabömin bættu við
tengdabömum og bömum þá var
fylgst svo vel með þeim líka að
ótrúlegt þykir.
Amma dó snögglega 16. nóvem-
ber 1961. Afí saknaði hennar ætíð.
Eftir lát hennar bjó afí áfram í
húsi þeirra á Vallargötu 19. Fyrstu
árin hélt Ragnheiður yngsta dóttir-
in heimili fyrir hann ásamt fjöl-
skyldu sinni. Systumar Móeiður og
Ragnheiður og fjölskyldur þeirra
hafa annast afa og stutt af mikilli
umhvereiu oc væntumbvkiu. bæði
meðan hann bjó á Vallargötunni
og líka eftir að hann fluttist að
Garðvangi.
Afí var öruggur í trú sinni. Á
sunnudögum átti að ríkja þögn
meðan á útvarpsmessunni stóð og
hann fletti upp í sálmabókinni og
las með. Hann kunni mikið af sálm-
um og þegar hann lá banaleguna
mátti heyra hann fara með brot úr
Passíusálmunum. Undir lokin þráði
hann hvfldina enda viss um hvað
tæki við. Hann var ákveðinn og
hiklaus í trúnni, vissi hverjum var
best að treysta. Afí var líka ákveð-
inn í lífi sínu og sýndi með fordæmi
frekar en orðgnótt hvað hann taldi
farsælast í lífinu.
Við systurnar þökkum fyrir
stundirnar með afa. Bróðir okkar
og fjölskyldur minnast hans sömu-
leiðis með þakklæti. Algóður Guð
blessi hann og varðveiti.
Guðrún Ebba og
Sigríður Ólafsdætur.
Ég man það sem bam, að ég margsinnis lá
og mændi út í þegjandi geiminn,
og enn get ég verið að spyija og spá,
hvar sporin mín liggi yfir heiminn;
en hvar sem þau verða, mun hugurinn minn
við hlið þína margsinnis standa,
og vel getur verið í síðasta sinn
ég sofni við faðm þinn í anda.
(Þ.E.)
Mér er ljúft að minnast Skúla
tengdaföður míns og þakka honum
góða samfylgd. Frá því fyrst fund-
um okkar bar saman hefur hann
reynst traustur vinur og hlýr. Ekki
var það eðli hans að bera tilfinning-
ar sínar á torg en þeir sem þekktu
hann gátu ekki velkst í vafa um
hver afstaða hans var í hveiju
máli — það er gott að eiga sam-
neyti við mann sem ekki á til
tvískinnung í sínu eðli, en ætíð kem-
ur til dyranna eins og hann er
klæddur.
Æviferil Skúla mun ég ekki rekja
en ekki er hægt að minnast hans
án þess að upp komi mynd hans
traustu konu, Sigríðar Ágústsdótt-
ur, sem var hans besti vinur og
trúnaðarmaður.
Á heimili þeirra ríkti ætíð sam-
vinna og einlæg gleði þá við sóttum
þau heim. Þau vom aldamótaböm
og var hún alla tíð húsmóðirin
heima — en á stómm stundum og
hátíðum þegar fjölskyldan kom
saman var það honum eðlislægt að
létta undir með konu sinni og stytta
henni dvölina í eldhúsi við þjónustu-
verkin. Hann var fyrsti maður af
þeirri kynslóð sem ég varð vitni að
við uppþvottinn.
Skúli var mikill bókamaður og
mynd hans með bók í hönd í húsi
sínu á Vallargötu 19 verður skýr í
minningunni og ekki dugði honum
ágætur bókakostur heimilisins held-
ur var hann fastur viðskiptavinur
bókasafnsins.
Bæði áttu þau uppmna sinn í
sömu sveit í Hrunamannahreppi og
þangað leitaði hugur þeirra jafnan
— skáld æsku þeirra var auðvitað
Þorsteinn Erlingsson en einnig var
Skúli vel að sér í ljóðum annarra
skálda og átti til að mæla af munni
fram Passíusálma Hallgríms. Það
var honum þung raun er hann
missti konu sína skyndilega langt
um aldur fram. Síðan em liðin 27
ár.
Engan hef ég þekkt sem var eins
heimakær og þó hann kynni vel að
meta að gleðjast með sínu fólki þá
kom jafnan yfír hann einskonar
Kransar, krossar
og kistuskreytingar.
Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
ÁKhcimum 74. sími 84200
óþol þá honum þótti nóg og ekki á
valdi nokkurs manns að halda aftur
af honum — nú varð hann að kom-
ast heim. Þessi tilfinning var svo
uppmnaleg og sónn að hún minnti
á heiðríkjuna í náttúmnni og maður
hlaut að beygja sig fyrir því af-
dráttarleysi.
Síðustu dagar hans vom oft erf-
iðir og hann óskaði þess heitt að
komast heim — til þess heima sem
riáttúran bíður okkur öllum.
Ég þakka af alhug þá hlýju og
góðu vináttu sem hann gaf mér og
mínum.
Helga Bachmann
Afi minn og félagi, Skúli Odd-
leifsson, er Iátinn, áttatíu og átta
ára að aldri. í minningu um hann
langar mig að skrifa nokkrar línur
um samskipti okkar, og hvemig
hann reyndist mér.
Það fyrsta sem ég man eftir hon-
um var þegar hann sótti mig alltaf
á dagheimilið. Þá kom hann á hjól-
inu sínu og reiddi mig heim. En á
leiðinni var lítil torfbær, þar gerði
afí alltaf stuttan stans til að leyfa
mér að skoða. Þama sátum við tveir
og virtum fyrir okkur litla bæinn.
Kannski hefur afí verið að hugsa
til sinnar eigin bemsku austur í
Langholtskoti, þar sem hann byrj-
aði sitt líf í torfbæ. Ég man ekki
hvað ég var að hugsa þarna fyrir
utan garðinn. Kannski um álfa, því
afí var vanur að segja mér að það
byggju álfar í litla bænum. Þegar
ég labba þama framhjá í dag er
ég ekki frá því að ég trúi þessu enn.
Þessi stutti stans þarna á hverj-
um degi var lýsandi fyrir hvernig
afi var. Hann var alltaf að gera
manni einhvem lítinn greiða, og
gleymdi aldrei því sem hann var
búinn að segjast ætla að gera.
Hann var kannski enginn bama-
karl, í þeim skilningi, en hann
mundi eftir öllum þessum litlu hlut-
um sem hann gat gert fyrir okkur.
Sem dæmi um hve gott minni hann
hafði, þá var það þannig á heimilinu
að ef það var eitthvað sem mátti
alls ekki gleymast þá var afí beðinn
um að muna það.
Ekki minnkuðu svo greiðamir
þegar ég komst á táningsaldurinn.
Þá var maður oft blankur og fór
til afa að slá lán. Hann var alltaf
tilbúinn til þess að lána mér pen-
ing, og sagðist vera ánægður ef
hann gæti hjálpað mér á einhvem
hátt. Það var ekki bara við mig sem
hann var svona rausnarlegur, hann
var svona við alla sína nánustu.
En það var eitt að fá lánað hjá afa
og annað að fá að borga honum til
baka. Yfirleitt var hann tregur til
þess að taka við peningunum. Það
var ekki fyrr en maður var búinn
að sannfæra hann um hve fjár-
hagurinn væri góður hjá manni
þessa dagana, að hann tók við pen-
ingunum aftur. En erfiðast var þeg-
ar ég keypti af honum húsið, þá
fyrst reyndi á sannfæringakraftinn
hjá mér, þegar ég var að koma til
hans á elliheimilið með afborganim-
ar af húsinu.
En það sem að. ég held að eigi
eftir að lifa lengst í minningu minni
um hann er félagsskapurinn sem
hann veitti. Við sátum oft saman í
stofunni á Vallargötunni og rædd-
um um allt milli himins og jarðar.
Við vomm nú ekki sammála um
alla hluti, en samt fannst mér við
hugsa nokkuð svipað, þó það væri
sextíu og þriggja ára aldursmunur.
Pólitík ræddum við frekar lítið.
Afí hafði alla tíð fylgt sama flokkn-
um frá því hann var stofnaður, að
ég held. Ég veit nú ekki hversu
heitur hann var í pólitíkinni, en
hann reyndi allavega aldrei að hafa
áhrif á mig. Enda held ég að hann
hafí viljað að hver og einn fylgdi
sinni eigin sannfæringu í þeim efn-
um sem öðmm. Hann gerði oft
góðlátlegt grín að stjórnmálamönn-
um, sérstaklega ef þeir höfðu jgert
eitthvað heimskulegt, og það var
nú frekar oft að okkar beggja mati.
Sam þótti mér hann stundum vera
einum of umburðarlyndur við eigin
flokk, en það var nú kannski skiljan-
legt.
Núna seinni árin var hann hætt-
ur að geta verið heima, þannig að
hann flutti á elliheimilið Garðvang
í Garði. Ég reyndi að komast sem
oftast til hans þegar ég átti frí. Þá
röbbuðum við saman eins og við
höfðum gert á Vallargötunni. Þó
hann væri orðinn gamall og lúinn,
var alltaf gaman að tala við hann,
hann var hress í anda og kímnin á
réttum stað.
Nú fylgjum við þessum aldna
manni til grafar með söknuði, en
getum glaðst hans vegna, því við
vitum að það verður tekið vel á
móti honum hinumegin.
Sigurður Sævarsson
Leiðrétting
í blaðinu á laugardag birtist
minningargrein um Jónínu Þor-
leifsdóttur frá Ólafsfirði. Þau
mistök urðu að nafn hennar misrit-
aðist í fyrirsögn og stóð Jóhanna.
Er beðist afsökunar á mistökunum
um leið og leiðrétt em.
t
Þökkum af alúð öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd
við andlát og útför
HELGU SIGURBORGAR BJARNADÓTTUR,
Stífluseli 6.
Haraldur Gfalason,
Sigrfður Einarsdóttir, Þorstelnn Björnsson,
Guðlaugur Einarsson, Bryndfs Aðalsteinsdóttir,
Bjarni Einarsson, Una Jóhannesdóttir,
Kristinn Einarsson, Ólfna Gunnlaugsdóttir,
Guðbrandur Einarsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KAROLÍNU PÁLSDÓTTUR,
Borgarholtsbraut 45.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis aldraðra,
Sunnuhlíð.
Elfn Jónsdóttir,
Lárus P. Ragnarsson,
Sigrún K. Ragnarsdóttir,
Halldóra B. Ragnarsdóttir,
Ásdfs L. Ragnarsdóttir,
og barnabarnabörn.
Ragnar Lárusson,
Karlotta Aðalsteinsdóttir,
Haraldur Gunnarsson,
ÞórðurMagnússon,
Sigurður Adoifsson
Stjórnunarfélag íslands
Ananaustum 15 Simi 6210 66
Jk
LÍTILL TÍMIFER íLEIT
EFHVERTSKJAL ERÁ
SÍNUMSTAÐ
skjalavistun
SÍMl
EFNI:
• Skipulagning og upp-
setning skjalasafna
• Daglegt viðhald
• Notkuntölvu.
LEIÐBEINANDI:
Vigdís Jónsdóttir, skjalavörður.
621066
TÍMI OG STAÐUR:
16.-17. janúar kl. 8.30-12.30
í Ánanaustum 15.