Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Stjóm LÍÚ; Skilyrtur stuðn- ingur við stofiiun úreldingar sj óðs STJÓRN LÍÚ fjallaði á fundi sínum í gær um tillögur sjávarút- vegsráðherra um sérstakar að- gerðir í sjávarútvegi. Stjómin lýsti sig reiðubúna til samstarfs við sjávarútvegsráðherra um stofiiun úreldingarsjóðs, verði ekki gert ráð fyrir því að hann fái úthlutað aflaheimildum og lúti ekki pólitískri stjórn. Stjórn- in lýsti sig hins vegar mótfallna stofnun opinbers hlutabréfasjóðs til kaupa á hlutabréfum í illa stöddum fyrirtækjum og taldi auk þess ekki þörf fyrir sér- stakan þróunarsjóð sjávarút- vegsins. I ályktun stjómar LÍÚ er lögð áherzla á að afkoma útgerðarinnar hafí versnað til muna á síðastliðnu ári vegna þess að fiskverð hafí ekki fylgt kostnaðarbreytingum. Vegna minnkandi aflaheimilda og vaxandi verðbólgu stefni í enn verri afkomu á þessu ári. Halli útgerðar sé nú Sautján hross horf- in sporlaust SAUTJÁN hross hurfti úr haga við Lækjarskóg, syðst í botni HvammsQarðar, á nýársdag eða 2. janúar. Ekk- ert hefiir sést til dýranna þrátt fyrir leit meðfram sunnanverðum Hvammsfirði og fram til dala. Að sögn Sigvalda Guðmundssonar, lögregluvarðstjóra í Dala- sýslu, hefiir málið ekki verið kært til lögreglunnar enda háttar þannig til að talið er útilokað að menn hafí átt í hlut. „Það þarf ekki nema eitt hross að leggja af stað í ein- hveija vitleysu, þá fylgja hin oft eftir,“ sagði Sigvaldi. Hann sagðist vita til að oft kæmi styggð að hrossum þegar flug- eldar og áramótasprengjur væra sprengdar. Þá nefndi hann einnig að það hefði áður gerst að hross færa út í grösug- an hólma skammt undan landi. metinn 7% af tekjum af meðaltali í útreikningum Þjóðhagsstofnunar og afkoma bátaflotans mun verri. Brýn þörf sé því á almennum að- gerðum til að breyta afkomunni á þann veg að meðalskip skili hagn- aði. Ekkert hafí enn gerzt í því að jafna áfalli af minnkuðum aflaheim- ildum yfír þjóðina og sitji þau áföll eingöngu á herðum sjávarútvegs- ins. Aðgerðir til að minnka físki- skipaflotann, skuldbreytingar, stofnun aflamiðlunar, gæðaátak og stofnun þróunarsjóðs, breyti engu um afkomu flotans nú. Stjóm LÍÚ lýsir sig þó reiðubúna til að taka að sér aflamiðlun í sam- starfí við samtök fískvinnslunnar og sjómanna í þeim tilgangi að hámarka hagnað af sölu á ísuðum físki á erlendum markaði. Jafn- framt telur stjómin æskilegt að fiskiskipum fækki og bendir á að á sama tíma og skipum stærri en 10 tonn hafí ekki ijölgað, hafi bátum undir þeirri stærð fjölgað um 700 á fímm áram. Loks telur stjóm LÍÚ nauðsynlegt að bæta aflameðferð og nýta allt, sem til fellur, svari sú nýting kostnaði. Samleikur síamstvíbura Morgunoiaoio/ bvemr Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gærkvöldi leikritið Sjang og Eng, um samvöxnu tvíburana frá Síam, sem síamstvíburar draga síðan heiti sitt af. Þeir Sigurður Siguijónsson og Þröstur Leó Gunnarsson, sem leika tvíburana, eru hér í búningsklefanum rétt fyrir sýningu að baksa við að koma sér í jakkana. Eins og sjá má af svip þeirra félaga er það allt annað en auðvelt með mótleikarann — eða kannski öllu heldur samleik- hangandi utan á sér. arann * ^ Alitsgerð lögmanna og ynr- lýsing ráðherra nægja ekki segir formaður Landssambands lífeyrissjóða „ÁLITSGERÐ lögmanna og yfirlýsing viðskiptaráðherra hefþr ekki lagagildi og nægir því ekki til að lífeyrissjóðimir megi kaupa skuldabréf Atvinnutryggingasjóðs," sagði Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða, í samtali við Morgunblaðið. „Það væri ábyrgðarhluti að tefla fé lífeyrissjóðanna í tvisýnu, fé sem er ætlað að standa undir öryggi fólks í ellinni. Það þarf að vera sambærileg ríkisábyrgð á Atvinnutryggingasjóði og Landsbankan- um, Fiskveiðasjóði og stofiilánadeild landbúnaðarins til að við getum keypt þessi skuldabréf,“ sagði Pétur Blöndal. Fulltrúar Landssambands Steingrím Hermannsson, forsætis- lífeyrissjóða og Sambands al- ráðherra, á mánudaginn um kaup mennra lífeyrissjóða ræða við lífeyrissjóðanna á skuldabréfum Átvinnutryggingasjóðs. „Ég vil ekkert segja um þetta mál fyrr en eftir fundinn með for- sætisráðherra," sagði Hrafti Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. Þrír lögfræðingar, sem Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra fékk til að meta ábyrgð ríkisins á skuld- bindingum Atvinnutrygginga- sjóðs, telja að ríkissjóður beri ein- falda ábyrgð á öllum skuldbinding- „Á rauðu ljósi“ á ísafirði: Hvaða áhrif hefði jaftiaðar- mannaflokkur með 40% fylgi? - spurði Jón Baldvin Hannibaisson ísafirði. „HVAÐA áhrif mundi það hafa á þjóðfélagið og þjóðfélag framtíð- arinnar ef hér risi upp öflugur jafiiaðarmannaflokkur sem hefði ekki 15—20% heldur 40—45% fylgi og væri ráðandi afl?“ spurði Jón Baldvin Hannibalsson þegar hann ræddi um samvinnu formanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á fyrsta sameiginlega fimdi þeirra undir heitinu „Á rauðu ljósi“, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á ísafirði í gærkvöldi. Lét hann þessi orð falla eftir uppriQun á deilum á milli flokkanna og ástæðum þeirra. Fyrirspum kom úr sal um steftiu harðasti andkommúnistinn meðal væri búið að boða bankamenn á fund til að leiða það í ljós hver stjómaði landinu. Fundurinn var með óvenjulegu sniði. Við fundarmönnum blasti til- komumikil sviðsmynd þar sem tveir fundarsljórar vora fyrir miðju og formennimir stóðu við ræðupúlt við borðsendana. Fjölmenni var á fund- inum, þó ekki væri húsfyllir. Fund- urinn var mjög líflegur og tók fólk virkan þátt f honum með fyrirspum- um. Hugmynd um greiðslu aðgangs- eyris á ftindinn var breytt í ftjáls framlög sem flestir reiddu fram. Munu þau nýtast formönnunum betur þar sem ekki er innheimtur söluskattur og skemmtanaskattur af frjálsum framlögum til einstakl- inga eða félaga. Úlfar hugsanlegs nýs flokks í afstöðunni til Atlantshafsbandalagsins og vera vamarliðs á íslandi. Ólafur Ragnar sagði að þeir væra ekki komnir til ísafjarðar til að vera sammála um alla hiuti. Alþýðubandalagið væri á móti vera Islendinga í hemaðar- bandalögum og það teldi að ísland ætti að vera í forystu ríkja sem stæðu utan hemaðarbandalaga. Jón Baldvin sagðist vera þekktur sem krata á Norðurlöndum. Það stæði óbreytt því eftirlitsstarf NATO væri nauðsynlegt við núverandi aðstæður en vonandi væri heims- myndin að breytast svo að þeirra þyrfti ekki með. Ólafur Ragnar sagði að nauðsyn- legt væri að ráðast í endurskipu- lagningu verslunarinnar og banka- kerfísins. Bankakerfíð væri helsti andstæðingur ríkisstjómarinnar og Svanur fékk á sig brot Flutningaskipið Svanur fékk á sig brotsjó er það var statt fimm mflur suður af Akrabergi á Færeyjum í gærkvöldi. Veður var mjög slæmt, 11-12 vindstig á sunnan og hallaðist skipið um 10 gráður. Svanur óskaði eftir aðstoð og var danskt varðskip á leið til hans, en aðstoð þess var afþökkuð þeg- ar tókst að rétta skipið. Togarinn Stapavfk var nærstaddur og hélt til móts við Svan um miðnættið. Skipin hugðust leita vars við Færeyjar og skipstjóri Svans til- kynnti að allt væri í lagi um borð. um sjóðsins. Jón Sigurðsson sagð- ist vera sammála þessu áliti. „Það eru komin skuldabréf til lánardrottna en ég veit ekki til þess að þau séu komin til söluað- ila. Ég vona að þau fari ekki mik- ið til þeirra, því að það þýðir af- föli af bréfunum," sagði Gunnar Hilmarsson, stjómarformaður At- vinnutryggingasjóðs. „Ég reikna með að menn noti skuldabréf Atvinnutryggingasjóðs til að gera fyrst upp við sína við- skiptabanka. Það þarf að komast á hreint hvort þessi bréf era ríkis- tryggð eða ekki. Ef þau verða ríkistryggð reikna ég með að þau fari hægt og sígandi inn á verð- bréfamarkaðinn," sagði Pétur Kristinsson, forstöðumaður verð- bréfamarkaðs Fjárfestingarfélags íslands. Annmarkar á ríkisábyrgð Við fyrstu umræðu um efna- hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar 18. október síðastliðinn sagði Steingrímur Hermannsson meðal annars: „. . . vissulega er ekki hægt að neita þeirri staðreynd að erfíðleikum kann að valda að ekki hvílir ríkisábyrgð að baki allrar starfsemi sjóðsins, þ.e. allrar þeirr- ar skuldbreytingar sem honum er heimiluð." Forsætisráðherra sagði einnig um þetta atriði á Alþingi 1. nóvem- ber síðastliðinn: „Ég hef hins veg- ar ætíð viðurkennt það sem ég tel vera vissan annmarka á þessu máli. Ég tel að það hefði verið tryggara og öruggara að hafa ríkisábyrgð á bak við alla starf- semi sjóðsins en það töldu menn ekki rétt. Það var ekki samkomu- lag um það og menn vildu a.m.k. og töldu eftir töluverða athugun að þessi leið væri fær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.