Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 10
T 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 _____________________________ibtefcfi nÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 470. þáttur Gagnstæðistengingin en er í hættu. Sigurður skólameistari nefndi hana „gáfaðasta orð tungunnar". Við skulum bregð- ast við hart, henni til vamar. Nú skal sýna dæmi þeirrar hættu sem ég nefndi í upphafí. Því miður er úr miklu að moða í fréttum, einkum þegar sagt er frá úrslitum kappleikja, kosn- inga og skoðanakannana. En ekki aðeins þá. Dæmi eitt (úr texta undir mynd í blaði): „Þeg- ar upp var staðið hafði KA betur í 1. deildinni og lenti í 4. sæti á meðan Þórsarar urðu að sætta sig við 6. sætið." Ljótt er. Þama á auðvitað að vera en, ekki „á meðan", þegar sagt er frá þeim gagnstæðum sem em sín hvom megin við tenginguna. Tókuð þið svo ekki eftir hinu: „Þegar upp var stað- ið“? Ætli knattspymumenn 1. deildar hafí leikið íþrótt sína liggjandi? Dæmi tvö: „Alls búa nú 14.197 manns í Hafnarfirði á meðan íbúar Akureyrar em 13.969 að tölu.“ Sama málheltin aftur; „á meðan“ skal það vera, ekki hin gamla og góða gagnstæðisteng- ing en. Og hvemig skyldi standa á þessu? Þetta er til komið fyrir ensk áhrif á menn sem sýnast vera jafnvondir í ensku og íslensku. Fer nú að vandast málið, ef fyrst þarf að kenna mönnum ensku til þess að íslenska þeirra geti orðið skammlaus. Margir vita að while í ensku hefur aðalmerkinguna „á með- an“: Summer is pleasant while it lasts, en það útleggst: Sumar- ið er skemmtilegt, (á) meðan það varir. En while er ekki aðeins tíðartenging í ensku, heldur líka aðaltenging, gagnstæðisteng- ing, og þá á auðvitað að þýða það með en á íslensku: The eld- er son had a gift for the arts, while the younger preferred sports = eldri sonurinn hafði listahæfíleika, en hinn yngri kaus heldur íþróttir. Nú heiti ég á ykkur öll, og einkum fréttamenn, að slá skjaldborg um gagnstæðisteng- inguna en og láta ekki þá, sem vondir em í ensku og líkja þó eftir því máli, rýma henni burtu með málglöpum sínum. Það væm dapurleg örlög „gáfaðasta orðs tungunnar". En af hveiju skyldi Sigurður Guðmundsson hafa kallað en þessu viðhafharmikla nafni? Ég ætla ekki að svara því beint, en biðja ykkur, ef ykkur fínnst þið ekki vita svarið, að gaumgæfa kvæðið Á Glæsivöllum eftir Grím Thomsen. Út frá því kvæði kom nafngift Sigurðar skóla- meistara, því að sérhvert erindi kvæðisins klofnar um gagnstæð- istenginguna en. Framan við hjá Grími er það sem sýnist, en aftan við það sem er. Ég tek hér aðeins eitt erindi sem glöggt dæmi þessa. Það er lærdómsríkt að kryíja til mergjan Áfengt er mungátið og mjöðurinn er fom, mögnuð drykkjarhom, en óminnishegri og illra hóta nom undir niðri í stiklunum þruma. ★ Forliðurinn Hún- í manna- nöfíium var býsna algengur að fomu, auk þess sem Húnn og Húni koma fyrir ósamsett. Þessar samsetningar veit ég um: Húnbjörg, Húnbjörn, Húnbogi, Húnfastur, Hún- gerður, Húnljótur ((jótur = bjartur í mannanöfnum, sbr. Ijós, e. light) Húnólfur, Hún- röður, Húnsteinn, Húnvör, Húnþjófur (þjófúr í mannan. =þjónn, sbr. þjá og þý). Þá voru í gamalli dönsku: Hunk- il, Hunlefí Hunwarth og Hun- with (sum þeirra komin úr þýsku). Þessi nöfn væru á íslensku: Húnkell, Húnleifúr, Húnvarður og Húnviður. Af tíðleika þessa forliðar fínnst mér eðlilegast að hafna báðum þeim skýringum sem oft- ast sjást, að þessi nöfn séu ann- aðhvort af þjóðarheitinu Húnar (hvemig svo sem á því stendur) eða af húnn = bjamarungi eða ungviði yfirleitt. Prófessor Assar Janzén hefur sett fram þá til- gátu að Hún- gæti verið af frumgermanska orðstofninum hlin- sem getur táknað hæð eða styrkleika. Á þessa tilgátu fínnst mér rétt að fallast. Sbr. einnig kenningar sr. Jóns á Stafafelli sem leiddi rök að því, að í þess- um nafngiftum fælist stærðar- eða styrkleikamerking (Safn til sögu íslands, þriðjabindi, 620). Húnbjörg er þá „sterk björg, áhrifamikil bjargvættur". Það væri gott valkyijuheiti á rysj- óttri víkingaöld. Á íslandi voru Húnbjargir tvær 1703, flórar 1801, sjö 1845, sjö 1855, ein 1910. Ein var skírð Húnbjörg á tímabilinu 1921-50, ein er í þjóðskránni 1982. í fæðingarárgöngunum 1982 og 1985 var engin mær skírð svo. Húngerður var enn sjald- gæfara. Það var horfíð 1845 og virðist ekki hafa verið endumýj- að. Húnbjöm hét einn landi okk- ar 1703. Síðan hvarf það nafn. Húnbogi var lengi vel enginn, en kom upp aftur á síðari öldum. Voru tveir 1910, einn skírður svo 21-50, a.m.k. Qórir f þjóð- skrá 1982 og einn skírður svo af sveinum sem fæddust 1985. Fellur svo „húntal" að sinni. ★ Áslákur austan kvað: Hún Jóna var breysklynd og brotleg, eftir böll var hún stundum hálfrotleg, úfin og þorstlát og ónýt við kostát, en sjaldan beint kindar- né kotleg. Fyrirlestur um uppgröftiim í Jórvík ELIZABETH Hartley, yfirfora- leifafræðingur við Yorkshire Museum í Jórvík (York), heldur fyrirlestur í Norræna húsinu, sunnudaginn 15. janúar kl. 17.00, um uppgröftinn í Jórvík. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna „Víkingar í Jórvík og Vesturheimi", sem opn- uð verður í Norræna húsinu og Þjóðminjasafninu, laugardaginn 21. janúar. Líklega leikur íslendingum mest forvitni á að kynnast víkingabæn- um Jórvík, sökum þess hve saga hans er samofin örlögum sögu- frægra landa okkar. Þar orti Egill Höfuðlausn við hirð Eiríks blóðaxar. Saga Jórvík- ur er þó miklu lengri, nær allt frá tímum Rómveija, fram um miðald- ir og til vorra daga. það sem mesta athygli hefur þó vakið af því sem fundist hefur eru ríkulegar minjar frá víkingatímanum. Fyrirlestur Elizabeth Hartley, sem haldinn er á ensku, heitir „The Archeology of York“ og er eins konar inngangur að þessari mestu víkingasýningu sem hér hefur verið haldin. Flestir gripanna á sýningunni hafa einmitt fundist í uppgreftrin- um í Jórvík. Elizabeth Hartley kemur hingað með á annað hundr- að gripa í farteskinu, sem sumir hveijir eru einstakir í sinni röð og vart metanlegir til fjár. Hún mun aðstoða við uppsetningu sýningar- innar og vera hér við opnun henn- ar. Fyrirlesturinn er eins og fyrr segir kl. 17.00 á sunnudag í Nor- ræna húsinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. (Fréttatílkynniog) 21150 - 21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSOIM framkvæmdastjori LARUS BJARNASON HDL. L0GG. FASTEIGNASALI Á markaðinn eru aö koma meðal annarra eigna: Endurnýjuð þakhæð í Laugardal rótt við Sundiaugamar nánar tittekið 4ra herb. rúmir 100 fm. 3 góö svefn- herb. (geta veríð 4). Mikið endum. (gler, gluggar, svalahurð, parket o.fl.) Danfoss kerfi. Góðar sólsv. Geymsluris fyígir. Sanngjamt verð. Stór og góð við Álfheima 4ra herb. sólrík íb. á 4. hæð 107,4 fm. Nýtt gler. 4 ára innr. í eldh. og baði. Þarfnast máln. Rúmg. íbherb. í kj. Góð lán fylgja. Endurbyggð með stórum bílsk. neðri hæð 3ja herb. á vinsaelum stað á Melunum ekki stór. Vel skipu- lögð. Allar innr. og tæki ný og vönduö. Þribhús. Góður bílsk. 33,8 fm. Góð lán fylgja. Laus 1. apríl nk. Gott steinhús - tvær íb. í Vogunum nánar tiltekið efri hæð 90 fm með 3ja-4ra herb. íb. og sólsv. Neðri hæð 113 fm með glæsil. 4ra herb. íb. Kj. 113 fm meö innb. bílsk., þvottah., geymslum og góðu vinnupl. Miklö af innr. og tækjum er nýtt. Ræktuö lóö. Mikil og góð lán fylgja. Ódýr íb. i gamla bænum Irtil, samþ. 2ja herb. kjib. v/Lindagötu. Nýtt þak o.fl. Stór og góð eignar- lóð. Góð lán um kr. 1,0 millj. Verð aöeins kr. 2,3 millj. Vegna flutnings tii borgarinnar óskar traustur kaupandl eftir einbhúsi um 200 fm sem næst Borg- arspítalanum. Neðra-Breiðh. og Árbæjarhv. koma til greina. Nánari uppl. trúnaðarmál. Opið i dag laugardag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. AIMENNA FASTEIGWASM.1N WUGAVEGM8SÍmÁr2H5I^Í370 Kari Stíansen, Svart nr. 5, 1987. Kveiling. 210x285 cm. Fimmti veflistar- þríæringnrinn Myndllst Bragi Ásgeirsson Það er mikil sýning, sem Kjarvals- staðir hýsa um þessar mundir í báð- um aðalsölum þeirra og meginhluta annars rýmis listahússins. Er hér í fimmta skipti á ferð hinn svonefndi Norræni veflistarþríæringur eða Textílþríæringur, svo sem flestir neftia fyrirbærið. En með sanni fer fyrirtækið að ganga sér til húðar, ef svo heldur fram, því að margt af því, sem getur að líta á sýning- unni, hefur næsta lítið með hugtakið vefíarlist að gera, a.m.k. svo sem menn hafa skilið það til þessa. Þykir mér sem fleiri listamönnum, sem ég hef tekið tali, að annað tveggja verði viðkomandi að halda sér innan hins afmarkaða ramma hugtaksins eða finna þríæringnum annað heiti í samræmi við breytt stefnumörk. Þetta er þátttakendum mörgum hveijum vel ljóst, svo sem fram kem- ur í viðtölum, enda eru þegar uppi raddir um að breyta nafninu í sam- ræmi við hin nýju viðhorf og vinnu- brögð, sem iðulega hafa ekki par með vef að gera. Sveija sig frekar í ætt við flestar aðrar greinar mynd- listar og þá jafnvel hugmyndafræði- lega list. Og af hveiju mega verkin ekki vera eldri en tveggja ára á þríæringi? Þýðir það ekki að eitt ár verði útundan? Fer þá málið að vand- ast því að hér er einmitt jafnan um yfírlit síðustu þriggja ára að ræða svo sem nafnið vísar til. Sú spuming er og einnig áleitin, hvort hinar feikna duglegu og at- orkusömu konur séu hér í raun að ganga inn um bakdymar að öðmm listgreinum. í öllu falli sjáum við hér hluti, sem áður hafa sést á flestum tegundum myndlistarsýninga — frá skúlptúr og lágmyndum til pop- og op-, loft- og gólf-listar og jafnvel málverks og leirlistar með heilmikla hugmyndafræði í bland. Það væri kannski í lagi, ef úrsker- andi frumkraftur og orka væm með í leiknum, sem því miður er sjaldn- ast að heilsa, heldur virðist hér um að ræða víðtæka tilraunastarfsemi, sem hefur tekið stefnuna burt frá hinum náttúmlega veg til alls konar gervieftia nútímans svo og forma núlista og er hér stíft sótt í smiðju annarra og iðulega heimskunnra myndlistarmanna. í öllu falli em flest formin á sýn- ingunni manni góðkunn og eina við- bótin em oftast efnið og vinnubrögð- in. Og einhvem veginn virkar þetta svo vélrænt og tilbúið og langt frá uppmnans æð. Iðulega er í umfjöllun um listir vitnað til gamalla sanninda þess efn- is, að hið mesta, sem sérhver lista- maður geti höndlað, sé uppmnaleiki í túlkun sinni, og gildir þá einu, hvaða listgrein hann stundar. Það er þá átt við, að ekki sjáist hinn minnsti vottur einhvers tilbúins og fyrirfram ákveðins. Heldur náttúru- leikinn í sinni eðlilegustu mjmd. Við sáum einmitt dæmi þessa í sjónvarpinu sl. sunnudag, er Vladim- ir Horowitz lék á flygil sinn í Moskvu. Hér var hin fullkomna ein- beitni listamannsins og samsemd við miðil sinn nægilegt til að láta hrífast. Hjálparáhrif, brögð og bægslagang- ur ekki tíl. Eiginlega helgistund nú á tímum að sjá slíkan listamann að störfum... — En nú skal þetta ekki misskilið því að sá er hér ritar er einmitt mjög hriflnn af blandaðri tækni og hvers konar tilraunum í myndlistum, en það er allt annað mál... Það er norræna listamiðstöðin í Svíavirki (Sveaborg), sem hefur veg Ribsberjavín og Yínland hið góða Blaðinu hefúr borist eftir- farandi bréf frá Hinrik Guðmundssyni verkfræð- ingi: í Lesbók Morgunblaðsins 7. þ.m. og í blaðinu 11. þ.m. er rætt um vínber og Vínland hið góða, sem Leifur heppni nefndi svo á sinni tíð. Af þessu tilefni sendi ég yður hjá- lagt ljósrit úr bók minni Áfengir drykkir, sem ég lét í bókabúðir í byijun desember sl. Þar lýsi ég minni skoðun á þessu máli í um- fjölluninni um ribsbeijavfn. Fróð- leikinn fann ég austur í Finnlandi fyrir allmörgum árum í samtölum mínum við sænsku-mælandi verk- fræðinga. Ribsbeijavín Ribsber heita vínber á sænsku, nán- ar tiltekið rauð vínber (röda vin- bár), og hafa heitið svo frá ómun- atíð þar í landi og a.m.k. austur til Finnlands. Ekki er ástæða til að ætla, að þessi ber hafí heitið ein- hveiju öðru nafni í Noregi á land- námsöld, þar sem þá var ein tunga töluð um öll Norðurlönd og víðar. Ribsberin fengu nafnið vínber á þessum slóðum vegna þess, að þau voru notuð til vínbruggunar í heimahúsum og er svo enn. í Fær- eyjum, á íslandi og Grænlandi vaxa ekki ribsbeijarunnar af sjálfu sér og því var þar engin vínber að fá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.