Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM Reuter Marc Qlrardelll fagnar hér fyrsta sigri sínum í bruni. Hann hafði nokkra yfírburði í Hahnenkamm-brunbrautinni í Kitzbuehel í gær. Loks sigraði Marc Girardelli í bruni Michela Figini sigraði afturíbruni kvenna AUSTURRÍKISMAÐURINN Marc Girardelli, sem keppir fýrir Luxemborg, sigraði í fyrstu brunkeppninni á ferlin- um er hann skaut öllum aftur fyrir sig í hinni frægu Hahnenk- amm-brunbraut í Kitzbuehel í Austurríki í gær. Michela Figini sigraði öðru sinni f bruni kvenna sem fram fór í Grindel- wald í Sviss. Girardelli, sem hóf að keppa fyrir Luxemborg eftir að hann komst ekki í austurríska landsliðið, fór brautina á 2:01.25 mínútum og var tæplega sekúndu á undan Mic- hael Mair frá Ítalíu. Roman Rupp frá Austurríki varð þriðji á 2:02.74 mínútum og Peter Miiller fj'órði. Girardelli hefur lengi dreymt um að sigra í bruni. Hann hafði sjö sinn- um verið í öðru eða þriðja sæti. Hann er nú í mjög góðri æfingu og er jafnvígur á allar fjórar grein- aramar, svig, risastórsvig, stórsvig og brun. „Það var stórkostlegt að sigra loks í bruni og það var ekki verra að sigurinn kom í Kitzbuehel. Ha- hnenkamm-brunbrautinn er alltaf sérstök fyrir okkur sem stöndum í þessu,“ sagði Girardelli. Pirmin Zurbriggen náði ekki í stig því hann hafnaði aðeins í 16. sæti. Girardelli dró því heldur á hann í stigakeppninni. Ziirbriggen hefur nú 160 stig, en Girardelli ógnar honum með 137 stig. Alberto Tomba er í þriðja sem áður með 78 stig og Höflehner í fjórða með 77 stig. TvöfaK hjá Figinl Michela Figini vann annað brun- mótið í röð á jafnmögum dögum í Grindelwald í Sviss í gær. Carole Merle frá Frakklandi varð önnnur og Maria Walliser þriðja. Vreni Schneider, sem keppir ekki í bruni, er enn með örugga forystu í heimsbikamum með 232 stig. Ulrike Maier frá Austurríki kemur næst með 118 stig og Michela Fig- ini er þriðja með 109 stig. íþróttir helgarinnar Handknattlelkur Islenska landsliðið í handknatt- leik leikur tvo landsleiki við Aust- ur-Þjóðverja i Laugardalshöll um helgina. Fyrri leikurinn verður í dag, laugardag, kl. 17:15 og síðari á morgun, sunnudag, kl. 20.00. Tveir leikir verða í 2. deild karla. Þór og ÍBK leika á Akur- eyri kl. 14.00 i dag og ÍR og HK í Seljaskóla á morgun kl. 20.00. Körfuknattleikur Keppni á íslandsmótinu í körfu- knattleik hefst aftur á sunnudags- kvöld. Þá verða fjórir leikir á dag- skrá. Þór og Valur leika á Akur- eyri, ÍS og Njarðvík í Kennarahá- skólanum, Tindastóll og Haukar á Sauðárkróki og ÍR og ÍBK leika í Seljaskóla. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. ÚÍA og B-lið Njarðvíkinga leika fyrri leik sinn í bikarkeppni KKÍ á Egilsstöðum í dag, laugardag, kl. 14.00. Knattspyma íslandsmótið í innanhússknatt- spymu 1989 hófst með leikjum ( 2. flokki karla í LaugardalshöU,( gærkvöldi. f dag verður léíkið í 3. deild karla í Laugardalshöll frá kl. 09.00. Á morgun, sunnudag, kl. 09.00 hefst keppni í 2. deild karla f Laugardalshöll. Úrlsita- keppni í 2. flokki karla hefst í Seljaskóla kl. 10.00 og lýkur um kl. 14.00. -el*1 heppS Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 2. LEIKVIKA - 14. JAN. 1989 1 X 2 Leikur 1 Aston Villa • Newcastie Leikur 2 Chariton Luton Leikur 3 Derby • West Ham Leikur 4 Everton • Arsenal Leikur 5 Man.Utd. Míllwall Leikur 6 Norwich • Coventry Leikur 7 Sheff.Wed. Liverpool Leikur 8 South.ton • Middlesbro Leikur 9 Wimbledon . Q.P.R. Leikur 10 Leicester Portsm. Leikur 11 Oldham . Man.City Leikur 12 Watford . W.B.A Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. Þrefaldur pottur HLEKKIR Knattspymuhreyfíngin þarf meiri skilning Hugsjónir ekki sama og veruleild Uppgjöf er sama og tap Knattspyman er vinsælasta íþróttagreinin á íslandi sem víðast hvar í heiminum. Virkir iðkendur eru fleiri en í nokkurri annarri grein og óvirk- ir þátttakendur einnig — einkum og sér í lagi, þegar vel gengur. Guðni Bergsson hefur ver- ið á margra vörum undanfamar vikur og er það vel, en hinu skal ekki gleymt að menn fá ekki tækifæri eins og Guðni í hinum harða heimi at- vinnumennskunnar nema vegna góðrar uPPbyggmgar. Það nær enginn árangri í knattspymu nema vel sé að öllum víð- komandi málum staðið, jafnt innan sem utan vallar, jafnt innan félags sem viðkomandi sambands. íþróttahreyfíngin hefur að sönnu verið vel styrkt í bak og fyrir af einstakling- um, fyrirtækjum, bæjarfélögum og hinu opinbera, en miðað við umfang virðist knattspymu- hreyfíngin hafa borið skertan hlut frá borði. Ómetan- legt og óeigingjamt sjálfboðaliðsstarf félagsmanna hefur bjargað mörgu fé- laginu fyrir hom, en tekjur KSÍ á síðasta starfsári, sem voru um 40 milljónir króna, nægðu ekki til að mæta kostnaði — tapið var tæpar níu milljónir. í (þróttahreyfíngunni sem annars staðar verða menn að sníða stakk eftir vexti. Aðhald í fjármálum er alls staðar eðli- legur og sjálfsagður hlutur, en ljóst er að rekstrarkostnaður sambands sem Knattspymu- sambands íslands verður óhjá- kvæmilega mikill, ef halda á úti landsliðum og vænta árangurs. Formaður KSÍ hefur sagt að til að ná endum saman verði að hægja á ferðinni á þessu ári. Því hefur verið hætt við verk- efni, sem skila ekki arði, og óánægja viðkomandi knatt- spymumanna hefur blossað upp. í ljósi þeirra staðreynda, sem við blasa, er enn einu sinni rétt að átta sig á landsliðsaðstæðum og menn verða að gera upp hug sinn varðandi framhaldið; ekki aðeins stjómarmenn KSÍ, heldur leikmenn, forsvarsmenn félaga og stuðningsaðilar. í stefnumótun KSÍ til alda- móta er framtíðarmarkmiðið „að íslensk knattspyma komist í fremstu röð á alþjóðamæli- kvarða.“ Hljómar vel, en oft er auðveldara að segja en gera, því mörg mál verða að ganga upp og samræming og samvinna allra, sem hlut eiga að máli, verður að vera til staðar, ef hugsjónimar eiga að verða að veruleika. Og aldrei má gleyma að íslendingar eru aðeins um 250 þúsund og íslenskir áhuga- menn í knattspymu æfa aðeins og leika I átta mánuði á ári. Landsliðið tekur nú þátt í undankeppni HM og er enn með í baráttu um að komast í loka- keppnina. Til að eiga möguleika Á upplelð Guðni Bergsson er svo sannarlega á uppleiö, en ailir hlekkir tengdir landsliðinu verða að vera traust- ir ef vænta má érangurs í stórmótum. verður liðið að fá nauðsynlegan undirbúning fyrir þá leiki, sem eftir eru í riðlakeppninni — en samt er langt því frá að vera ömggt að liðið nái settu marki, þó öllu verði til kostað. Undir- búningur kostar peninga og þeir em ekki til staðar. Til lítiis er að fá vináttuleiki, ef leikmenn fást ekki lausir og fólk fer ekki á völlinn, ef lykilmenn vantar. Það er allt í lagi að láta sig dreyma og ástæðulaust að láta mótbyr sökkva skútunni. íþróttahreyfingin á alls staðar undir högg að sækja, en hún er vön því og hefur á ótrúlegan hátt haldið velli, þrátt fyrir aukna samkeppni á öllum svið- um. Innan hreyfingarinnar hef- ur samkeppnin einnig aukist og Knattspymusambandið og félög þess verða að sætta sig við breitta tíma; ekki með því að draga í land heldur með aukinni sókn á ný mið hafandi í huga að þeir físka sem róa. Ef vel á að vera verða landsliðsmenn að taka þátt í nauðsynlegum undir- búningi, fá sig lausa í alla leiki, og KSI þarf að leita nýrra leiða ( fíáröflun til að mæta auknum kostnaði, ef áfram skal haldið á framfarabraut. Það kann að reynast erfítt á sama tíma og rfkisstjómin stefnir í þjóðar- gjaldþrot, en það er sama og tap að gefast upp þó á móti blási. Steinþór Guðbjartsson ..j.i i itut’j-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.