Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989
7
Morgunblaðið/Emilfa
Frá fiindi bankastjórnar Landsbankans með blaða- og fréttamönnum. A myndinni eru frá hægri:
Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri, Gunnlaugur Kristjánsson. aðstoðarbankastjóri, Björgvin Vil-
mundarson, bankastjóri, Sverrir Hermannsson, bankastjóri, Björg Árnadóttir, formaður starfinannafé-
Iags Landsbankans og Jóhann Ágústsson, aðstoðarbankastjóri.
Viðamikil athugun á starfsemi Landsbankans:
Leiða leitað til að auka
þjónustu og spamað
Unnin í samvinnu við erlent ráðgjafarfyrirtæki
STJÓRN LANDSBANKANS hefur ákveðið að heQa viðamikla athug-
un á stefiiu, markmiðum og starfsemi bankans undir kjörorðinu
sparaaður og þjónusta. Undirbúningur hófst á miðju síðasta ári og
er reiknað með að athugunin taki allt þetta ár eða jafinvel lengri
tíma. Starfið verður unnið í samvinnu við erlent ráðgjafarfyrirtæki
og hefúr verið óskað eftir tilboðum frá Qórum slíkum fyrirtækjum.
Sérstakar sparnaðaraðgerðir hafa þegar hafist í Landsbankanum,
m.a. með því að ekki er ráðið í stað þeirra sem hætta störfúm.
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagði á fundi
með fréttamönnum í gær að frá því
um mitt síðasta ár hefði verið rædd
og skipulögð nákvæm og viðamikil
úttekt á allri starfsemi og stöðu
Landsbankans með það fyrir augum
að auka þjónustuna og spamað í
rekstri bankans. „Við höfum leitað
ráða í þessu efni í öðrum löndum
og hófiim upplýsingasöfnun um
mitt síðasta ár. Þá höfum við ritað
§órum heimskunnum verktakafyr-
irtækjum og boðið þeim að gerast
verktakar. Eg á von á því að ekki
líði langar stundir þar til hafist
verður handa. Þessi elsti og stærsti
banki þjóðarinnar vill taka frum-
kvæði að þessu leyti. Við viljum
gera vel og ekki láta segja um okk-
ur að hér sé stofnun sem eyðir og
sóar og sé of dýr í rekstri."
Sverrir sagði að þessar fyrirætl-
anir hefðu verið kynntar fyrir for-
ystuliði bankans og stjóm starfs-
mannafélagsins. Mest yrði lagt upp
ALLS komu 128.830 útlendingar
til landsins í fyrra, og er það
tæplega 500 útlendingum færra
en komu árið 1987, en þá kom
hingað mesti fjöldi útlendinga
sem komið hefúr til landsins á
einu ári.
Samkvæmt skýrslu frá Útlend-
ingaeftirlitinu voru farþegar sem
komu hingað til lands með skipum
og flugvélum á síðasta ári alls
278.041 talsins. Þar af vom íslend-
ingar 149.211 og útlendingar
128.830. Flestir útlendinganna
úr því að ná samvirku starfi allra
um þetta mikilvæga og viðamikla
mál.
Fram kom á fundinum að fram-
kvæmdastjóm verksins verður í
höndum aðstoðarbankastjóra bank-
ans og formanns stjómar Félags
starfsmanna Landsbanka íslands
undir forystu Brynjólfs Helgasonar,
aðstoðarbankastjóra.
komu frá Bandaríkjunum, eða alls
28.724. Svíar koma næstir í röð-
inni, en þeir voru 17.322, frá Dan-
mörku komu 16.398, V-Þjóðveijar
voru 15.894 og frá Stóra-Bretlandi
komu 10.525. Alls komu útlending-
ar frá samtals 125 þjóðlöndum til
landsins á árinu.
Árið 1987 komu 272.112 far-
þegar til landsins, 142.797 íslend-
ingar og 129.315 útlendingar, og
árið 1986 komu samtals 225.149
farþegar, 111.621 íslendingur og
113.528 útlendingar.
Færri útlendingar
hingað í fyrra en 1987
Árás Prövdu á Jóhann Einvarðsson:
Upphafsmenn fréttar-
innar ekki hér á landi
- segir yfirmaður APN á íslandi og harmar skrifín
UPPHAFSMENN fréttar sovéska dagblaðsins Prövdu um mála-
ferli vegna gjaldþrots Hafskips er ekki að finna hér á landi, að
sögn Vladímírs Verbjenkos, yfirmanns sovésku APN-fréttaþjón-
ustunnar á íslandi. Svo sem fram hefúr komið í Morgunblaðinu
birti málgagn sovéska kommúnistafiokksins tvær greinar um
gjaldþrot Hafskips og var í hinni fyrri að finna harðvítuga árás
á Jóhann Einvarðsson, formann utanríkismálanefndar Alþingis,
vegna meintrar hlutdeildar hans í Hafekipsmálinu.
Vladímir Verbjenko sagði í
samtali við Morgunblaðið að frétt
Prövdu hefði komið honum og
starfsmönnum sovéska sendiráðs-
ins gjörsamlega á óvart. Kvaðst
hann vilja leggja áherslu á að
APN fréttastofan starfaði ekki í
tengslum við Prövdu eða stjóm
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
og sagði af og frá að fréttin væri
komin frá sovéskum heimildar-
mönnum í Reykjavík.
Verbjenko kvaðst telja það
hróplegt að í fyrri greininni, sem
birtist 28. nóvember síðastliðinn,
segði að hún væri skrifuð af „sér-
legum fréttaritara Prövdu í
Reykjavík". Málgagnið hefði eng-
an fréttaritara hér á landi. Síðari
greinin, sem var mun mildari, birt-
ist nokkrum dögum síðar undir
höfundamafninu Jú. Kúznezov og
sagði Vladímír Verbjenko nafn
hans vera Júríj Kúznezov og væri
hann fréttaritari Prövdu í Helsinki
í Finnlandi. „Ég skil ekki svona
fréttaflutning og svona vinnu-
brögð," sagði Verbjenko er hann
var spurður um frétt „Reykjavík-
ur-fréttaritara“ málgagnsins.
„Þessi undarlegi maður var ekki
hér á landi. Þetta er tóm þvæla
og fullkomið klúður,“ bætti hann
við.
Verbjenko kvaðst ekki vita með
vissu hvaðan heimildir Júrí Kúz-
nezovs hefðu komið en líklegt
væri að hann hefði rekist á frétt-
ina í sænskum eða finnskum blöð-
um og eignað sér hana af ein-
hveijum annarlegum ástæðum.
Sagðist hann vita til þess að Kúz-
nezov hefði komið hingað til lands
fyrir nokkram áram en kvað úti-
lokað að hann talaði islensku.
flpið lanatdag
10-16
GEGNUMGLERIÐ
SIMI ~ 688081
KIPHOLTI
~ 5 0 B