Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989
Dýrmætt skrín
Stúlkan er að gægjast undir vélarhlífina á farar-
tæki, sem er ef til vill eitt dýrmætasta skart-
skripaskrín veraldarinnar allrar. Þetta er eftirlíking
af 1940 árgerðinni af Mercedes, sem smíðuð er úr
20 kílóum af silfri, sem kosta um fímm milljónir
króna. Átta gullsmiðir voru tvö ár að ljúka við grip-
inn, en unnt er að geyma gimsteina undir vélar-
hlífinni og í farangursrýminu. Grindin er úr gráu
trefjagleri en hjólin, stuðarar og fleira úr silfri. Raf-
eindakerfi er notað til að opna og loka hurðunum.
Dýrgripinn geta menn séð i Madrid á Spáni að því
er Reuter-fréttastofan segir.
Þau eru trúlofuð á ný.
Don og Melaine
eiga von á barni
Don Johnson kvikmyndaleikari
og fyrrverandi kona hans,
Melaine Griffíth, munu ganga í
hjónaband að nýju eftir nokkra
mánuði segja heimildir. Þau eiga
von á bami í sumar, en Don á fímm
ára gamlan son fyrir og sonur Mel-
aine er þriggja ára. Þau skildu árið
1977 eftir eins árs hjónaband en
höfðu verið kærustupar frá árinu
1973. Þá var Melaine aðeins fjórtán
ára gömul og flutti inn til Dons
gegn vilja móður sinnar. Nú eru
þau sögð ákaflega ánægð }rfír því
að leiðir þeirra skyldu liggja saman
á ný, bæði orðin þroskað fólk. Don
gaf henni glæsilegan gullhring í
jólagjöf og héldu þau trúlofunar-
veislu þar sem frægar Hollywood-
stjömur mættu. Barbra Streisand,
fyrrverandi vinkona Dons, var ekki
meðal gesta.
Don Johnson og Melaine GrifBth
árið 1973.
Morgunblaðið/Bjami
Steinunn Knútsdóttir, Karl Hólm Karlsson og Björk Jakobsdóttir
í hlutverkum sínum.
Davíð Þór Jónsson tekur hér
Lárus Vilhjálmsson engum
vettlingatökum.
LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR
Verk Shakespeares á flölunum
IHafnarfirði er starfsemi leik-
hússins mjög lífleg. Nýlokið er
sýningum á Emil í Kattholti og
verða nú tvö leikrit í gangi á næst-
unni. Það er unglingaleikritið
„Þetta er allt vitleysa, Snjólfur"
sem hlotið hefur mjög góða aðsókn
og eru nú að hefjast sýningar á
gamanleikriti eftir William Sha-
kespeare sem sett var upp í Þjóð-
leikhúsinu árið 1960. Það er eitt
af fyrstu verkum meistarans og
heitir í þýðingu Helga Hálfdanar-
sonar „Allt í misgripum“.
Leikritið er ærslafenginn gam-
anleikur og fjallar um tvenna
tvíburabræður sem viðskila urðu í
æsku. Ýmiskonar misskilningur
kemur upp er árin líða þar eð hvor-
ugur tvíburinn veit af tilvist bróð-
urs. Mikill mannaruglingur á sér
stað og er slegið á létta strengi.
Lárus Vilhjálmsson er í hlutverki
tvíbura úr alþýðustétt. Hann ieikur
þjón Antífólusar sem einnig er
tvíburi en af aðalsættum. „Þetta
hefur verið hörkuvinna, textinn er
mikið rímaður og maður þarf að
skilja hann og túlka rétt. Ég er í
hlutverki fíflsins og er heidur ill-
kvittnari en fíflið bróðir minn.
Þetta er mjög skemmtilegt hlut-
verk og gaman að takast á við
það,“ segir Lárus. „Ég leik Lú-
siönnu, draumljmda systur skass-
ins,“ segir Steinunn Knútsdóttir.
„Mér finnst textinn ekki erfiður,
það er auðvelt að læra hann og
hann er mjög skemmtilegur. Maður
finnur hvað textinn er heilsteyptur.
Við vorum með svolítinn beyg þeg-
ar við byijuðum að æfa en þetta
verður skemmtilegra með hverri
æfíngu. Það er sameiginlegt mark-
mið hjá hópnum að koma sýning-
unni upp, það viðgengst ekkert
kæruleysi hér,“ segir Steinunn.
„Það er ekki oft sem manni gefst
tækifæri til þess að flytja texta af
þessari gæðagráðu," bætir Lárus
við.
Leikhópnum hefur verið boðið
með verkið til Indlands í febrúar-
mánuði, sem fulltrúa Norðurland-
anna, á vegum alþjóðasamtaka
áhugaleikhúsa. Er þetta í annað
skipti sem Leikfélag Hafnarfjarðar
heftir hlotið boð á alþjóðlega leik-
listarhátíð.
Leikhópurinn samankominn. Fremsta röð frá vinstri: Svanhvit,
Hallgrímur og Petrea. Fyrir miðju eru frá vinstri: Lárus, Karl,
Björk, Steinunn og Eiríkur og aftast standa þau Erlendur, Svafa,
Halldór, Davíð Þór og Steinar.