Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 15 afleiðingar gengisfellingarinnar í haust, en nú bendir allt til vaxandi verðbólgu í kjölfar skattahækkana, verðlagshækkana á vegum ríkis- stjómarinnar og 5% gengisfellingar fyrr í þessum mánuði. Arangursleysi ríkisstjómarinnar er smám saman að birtast. Raun- vextir hafa ekki lækkað þrátt fyrir áform ríkisstjómarinnar. Bankamir eru sem óðast að boða nafnvaxta- hækkanir í takt við vaxandi verð- bólgu af völdum stjómarinnar. Lánskjaravísitalan, sem átti að breytast, er í fullu gildi og nýjar verðtryggingar hafa bætzt við. Verðlagsyfirvöld hafa staðfest, að verðstöðvun sé' nánast útilokuð, þegar ríkisstjómin gengur á undan í verðhækkunum. Loforð um lækkun á raforku til útflutningsfyrirtækja reyndust orðin tóm. Allt þetta sýnir vaxandi erfiðleika ríkisstjómarinnar m.a. vegna innbyrðis ágreinings um frambúðarstefnu. Þjóðhagsstofnun spáir um 10% hækkun framfærsluvísitölu á þessu ári og er þá gert ráð fyrir óbreyttu gengi íslenzku krónunnar, en öllum er Ijóst að það getur ekki staðizt. Forsenda þessarar spár er að kaup- máttur dragist enn saman. Hug- mynd ríkisstjómarinnar virðist vera sú, að gera skammtíma samning við opinbera starfsmenn og láta síðan vinnuveitendur ná fram minni kaupmætti launa í samningum við launþega í skugga atvinnuleysisvof- unnar. Stærsti veikleikinn í spá Þjóðhagsstofnunar er, að búizt er við að útflutningsfyrirtækin haldi áfram starfsemi þrátt fyrir taprekst- ur. Ágreiningnr um gengismál Innan ríkisstjómarinnar er bull- andi ágreiningur um gengismálin. Forsætisráðherrann hefur ítrekað viðurkennt að gengið sé rangt skráð, en ráðherrar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins vilja ekki breyta gengisskráningunni. Þeir vilja koma upp fjölþættu sjóðakerfi, við hliðina á Atvinutryggingarsjóði, þar sem pólitískir fulltrúar ákveða, hveijir fái lán til að lifa og hveijir eigi að loka. Framsóknarflokkurinn kýs að sjálfsögðu að fylgja stefnu Alþýðubandalagsins og fóma hags- munum atvinnulífsins fremur en að opinbera ágreining í sijóm, sem formaður flokksins veitir forystu. Þannig er ætlunin að auka enn ríkisafskipti undir því yfirskini að verið sé að bjarga atvinnufyrirtækj- unum. Margra áratuga starf til að losa atvinnulífið við opinber afskipti og sjóðafargan og koma á heilbrigðu atvinnulífi, þar pem fyrirtækin bera ábyrgð á sjálfum sér, verður unnið fyrjr gýg. Ollum hugsandi mönnum er ljóst að með áframhaldandi aðgerðarleysi ríkisstjómarinnar stefnir í vemlegt atvinnuleysi og neyðarástand. Jafn- framt liggur í augum uppi að áætl- anir þær, sem stjómin hefur á pijón- unum, munu valda verulegu tjóni, draga úr samkeppnishæfni atvinnu- fyrirtækja og rýra lífslqörin þegar frá líður. Hugmyndir um nýjar skattaálög- ur á sjávarútveginn til að stofha nýja fyrirgreiðslusjóði em skref til baka inn í þann sjéiðafrumskóg, sem þjóðin þekkir og rataði út úr á sínum tíma. Eina ljósið í myrkrinu er viður- kenning sjávarútvegsráðherrans á þvi að hægt sé að breyta kvótakerf- inu og nýta markaðskerfið við út- deilingu veiðileyfa. Útfærsla ráð- herrans er hins vegar með því marki brennd að hún nær aldrei fram að ganga. Sameining A-flokkanna Á meðan ríkisstjórnin situr að- gerða- og úrræðalaus og bíður eftir atvinnuleysinu gerast þau tíðindi að formenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags eftia til sameiginlegrar fundaferðar um landið. Skýrt er tekið fram, að fundimir séu á vegum formannanna sjálfra en ekki flokk- anna, sem þeir veita forstöðu. Marg- ir álíta því, að hér sé einungis um að ræða nýja aðferð til að baða sig í sviðsljósi fjölmiðlanna, en þessir tveir menn virðast öðmm fremur þurfa á slíku baði að halda. - Auðvitað er það rétt, að Jón Bald- vin og Ólafur Ragnar em pólitískir ævintýramenn, sem flestu fóma til að komast í fjölmiðla og skipta þá viðhorf samheija þeirra til aðferð- anna engu máli. Eg er hins vegar þeirrar skoðunar að það eigi að taka þetta framtak þeirra kumpána al- varlega. Jafnframt tel ég að í því felist sóknarfæri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Skal ég nú rökstyðja það nánar. Jón Baldvin Hannibalsson, sem heitir í höfuðið á Joni Baldvinssjmi, hefur um langt skeið talið það meg- inverkefni sitt að sameina íslenzka jafnaðarmenn í einum flokki. Saga Alþýðuflokksins hefur verið klofti- ingssaga. Kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1930. Héðinn Valde- marsson klauf flokkinn 1938. Árið 1956 stofnar Hannibal Alþýðu- bandalagið með Sósíalistaflokknum. Síðast klauf Vilmyndur Gylfason flokkinn 1983. Þessi hrakningasaga rennur formanni Alþýðuflokksins til rifja og hann telur sig hafa því sögu- lega hlutverki að gegna að kippa þessu í liðinn og bæta fyrir syndir feðranna. Haustið 1987 var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn formaður Alþýðu- bandalagsins á sögulegum lands- fundi. Hann er fyrsti maðurinn í sögu Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaflokks, sem ekki er hand- bendi eða kemur beinlínis úr röðum gömlu sósíalistaklíkunnar í flokkn- um. Ólafur Ragnar hefur aftur og aftur kallað Alþýðubandalagið jafn- aðarmannaflokk. Báðir eiga þessir menn rætur að rekja til kratahreiðursins á ísafirði. Jón starfaði með Alþýðubandalag- inu fyrstu ár þess. Þá ætlaði Ólafur Ragnar sér stóra hluti í Framsókn- arflokknum. Báðir gegndu þeir kall- inu þegar Samtök ftjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð til að sameina alla vinstri menn. Þegar sú tilraun mistókst gekk Jón í Al- þýðuflokkinn, en Ólafur Ragnar í Alþýðubandalagið. Báðir hafa þessir menn rejmslu í að kljúfa flokka og stofna flokka. Draumur þeirra beggja er að stokka upp spilin á vinstri væng (slenzkra stjómmála. Það mál, sem ávallt hefur komið í veg fyrir, að í alvöru sé rætt um sameiningu A-flokkanna, er að sjálfsögðu mismunandi afstaða þeirra til utanríkis- og vamarmála. Nú telja formennimir, að þessi hindmn sé ekki ójrfirstíganleg í ljósi þeirrar þíðu, sem orðið hefur í sam- skiptum stórveldanna. Sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn Innan beggja flokkanna em auð- vitað vemlegar efasemdir um að þessi tilraun sé réttlætanleg og for- sendur séu fyrir hendi. Gamli kommúnistakj aminn treystir ekki flokkaflakkaranum Ólafi Ragnari sem vílar ekki fyrir sér að stinga helstu baráttumálum flokksins und- ir stól og gefur verkalýðsforystu flokksins langt nef, þegar svo ber undir. Staða Jóns Baldvins í Al- þýðuflokknum er traustari. Upprisa dauðvona flokks er talin hans verk og ekkert foringjaefni er í augsýn. Þessar hræringar geta gfefið Sjálfstæðisflokknum ný sóknarfæri. Alþýðuflokkinn hafa ýmsir kosið hingað til vegna tiltölulega ftjáls- ljmdra viðhorfa forystumanna hans. Innan flokksins er að finna hörðustu andstæðinga Alþýðubandalagsins og þeir munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir fylkja liði með fomum féndum. Sameining A-flokkanna mun einnig riðla Framsóknarflokkn- um, sem á lítið annað erindi í íslenzkri pólitík en að gæta hags- muna SlS. Framsóknarflokkurinn mundi missa fótanna sem forystu- flokkur á vinstri væng stjómmál- anna og fijálsljmdasti hópurinn á fremur samleið með Sjálfstaaðis- flokki en Sósíalistaflokki. Árás leið- arahöfundar Tímans sl. þriðjudag á Þorstein Pálsson, þegar hann benti í blaðagrein á nauðsyn þess að borg- araleg öfl ættu að sameinast og styrkjá stöðu sína, sanna að Fram- sóknarflokkurinn hefur áhyggjur af því, ef brejrtingar verða á flokka- kerfinu. Ég dreg ekki dul á það, að staða Sjálfstæðisflokksins í dag er veikari en oftast áður. Mestu ræður þar um, að flokkurinn klofnaði fyrir síðustu kosningar. Það hlýtur því að vera keppikefli flokksins að sameina á ný þau öfl, sem áður áttu samleið í Sjálfstæðisflokknum. Borgara- flokkurinn gengur í þessum mánuði til stjómarmyndunarviðræðna við ríkisstjómina. Úrslit þeirra geta haft verulega þýðingu — ekki aðeins - fyrir Borgaraflokkinn — heldur einnig fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta gera foiystumenn beggja flokkanna sér að sjálfsögðu ljóst. Málefhaleg barátta Sjálfstæðisflokksins Málflutningur sjálfstæðismanna á Alþingi hefur markvisst beinzt að því að sýna fram á, hve stjómar- stefhan — ef stefnu skal kalla — er hættuleg fyrir atvinnu- og efna- hagslífíð. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur margoft bent á nauðsjm þess að gengi íslenzku krónunnar verði leið- rétt með tilliti til afkomu útflutn- ings- og samkeppnisgreina til að koma á jafnvægi í viðskiptum við útlönd og tryggja atvinnuöryggi. Þannig verður vel reknum fyrirtækj- um gert kleift að skila hagnaði, bæta eiginflárstöðu sína og bera ábyrgð á rekstri sínum án beinna afskipta ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn studdi skjmsamlegar aðgerðir i telcjuöflun- armálum ríkissjóðs, en barðist af krafti gegn öllum skattahækkunum á almenning og fyrirtæki. Okkur hefur hins vegar ekki tekist sem skyldi að forma tillögur sem draga úr ríkistútgjöldum. Má þó í því sam- bandi benda á hugmjmdir um svo- kölluð rammaflárlög, þingsálykt- unartillögu um útboð á reksfrar- þáttum ríkisins til einkaaðila og fleira í þeim dúr. Að mínu áliti er nauðsjmlegt að Sjálfstæðisflokkur- inn fari vandlega yfír þann efnivið,- sem til er um spamað og einföldun í ríkisrekstri — ekki til að gera tillög- ur um að draga úr þjónustunni — heldur tii að efla kostnaðarskjm al- mennings og auka kostnaðarhlut- deild nejdenda, en hvort tveggja er forsenda samdráttar í ríkisútgjöld- um. Til að efla spamað og bæta um leið eiginfjárstöðu fyrirtækja þarf að koma á hlutabréfamarkaði og breyta skattreglum þar að lútandi. Virkur hlutabréfamarkaður og meiri hlutabréfaeign almennings er í senn tæki til að einkavæða opinber at- vinnufyrirtæki og færa efnahags- legt vald til almennings. Þótt efnahagsmálin séu auðvitað fyrirferðarmikil í stjómmálaumræð- unni, er ekki aðeins óhjákvæmilegt heldur æskilegt að flokkurinn sinni öðmm málum — svokölluðum mýkri málum í meiri mæli en gert hefur verið. í því sambandi er ástæða til að fagna því, að nokkrir þingmenn flokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um samræmda stjóm umhverfismála, en það frum- varp var unnið af nefnd undir stjóm Sigurðar M. Magnússonar að frum- kvæði Þorsteins Pálssonar í tíð fyrri ríkisstjómar. Samstaðan er sterkasta vopnið Á þessu ári verður Sjálfstæðis- flokkurinn 60 ára. Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður til að standa vörð um ftjálsræðisstefnuna. Braut- ryðjendumir, stofnendur flokksins, skildu að sú stefna var grundvöllur þess að hér á landi gæti búið sjálf- stæð þjóð sjálfstæðra einstaklinga. Sú ríkissljóm, sem situr að völd- um, gerir nú atlögu að þessum grundvallarhugsjónum sjálfstæðis- stefnunnar. Vinstri flokkamir hafa komið sér saman um að ýta Sjálf- stæðisflokknum til hliðar, efla ríkis- valdið, þrengja hag borgaranna og drepa atvinnulífið í dróma ríkisaf- skipta. Á sama tíma ætla formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að styrkja stöðu sósíalista með því að vinna að sameiningu flokkanna og fylkja þannig liði helstu andstæð- inga íhaldsins. Svar okkar sjálfstæðismanna er aðeins eitt. Það er að vinna að sam- einingu allra fijálslyndra, borgara- legra afla. Samstaða þessara afla í einum flokki hefur í gegnum tfðina verið okkar sterkasta vopn. Reykjavík hefur stundum verið kölluð höfuðvígi. íhaldsins. Sjálf- stæðismenn í Reykjavík era sá sam- henti hópur, sem hefur unnið stór- virki, þegar mest hefur á hann reynt og harðast er að honum sótt. Við skulum nú við upphaf þessa af- mælisárs Sjálfstæðisflokksins strengja þess heit að efla með okk- ur samstöðuna og breikka hóp þeirra ftjálsljmdu manna, sem skilja að ráðþrota ríkisstjóm vinstri flokk- anna er tímaskekkja. Við skulum sammælast um að reka ríkisaf- skiptaöflin á flótta þannig að fijáls- ræðisstefnu verði fylgt á ný við stjóm landsmálanna. Enginn sjálf- stæðismaður má liggja á liði sínu í þeirri baráttu, sem nú fer fram. (Grein þessi er að meginstofni ræða sem flutt var á aðalfundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna sl. miðvikudag.) Höfundur er varaformaður Sjátf- stæðisflokksins. Frá stofnfundi Heklu 9. nóvember 1963. bamir hafa nær ótakmarkaða mögu- leika til fjáröflunar vegna styrktar- verkefna sinna en fé, sem fengið er frá almenningi má ekki nota til rekstrar á klúbbunum. Alþjóðasamband Kiwanis-manna nær til allra Kiwanis-klúbba. Sam- bandið flokkar klúbba eftir lands- svæðum, það er að segja hin ýmsu umdæmi. í íslenska umdæminu era 42 klúbbar, þar af einn í Þórshöfn í Færeyjum. Islandi er skipt í 6 svæði og jrfir hveiju þeirra er svæðisstjóri. Þorbjöm Karlsson er forseti Evrópu- sambands Kiwanis-manna og Eyjólf- ur Sigurðsson er fulltrúi Evrópu í heimsstjóm. Á hveiju ári er haldið alþjóðlegt ársþing til þess að gefa Kiwanis- mönnum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Hvert umdæmi heldur einnig sitt ársþing þar sem embættismenn eru til dæmis kosnir. Framkvæmdastjóm Alþjóðasam- bandsins sér um daglegan rekstur. Stjómin skipar ritara til að sjá um framkvæmdir. Ritarinn veitir for- stöðu aðalskrifstofu Alþjóðasam- bandsins í Indianapolis i Banda- ríkjunum en þar starfa rösklega 100 manns í fullu starfi. Fyrsti K—dagurinn Svokallaður K-dagur var haldinn í fyrsta sinn 18. október 1974. Þá sameinuðust allir klúbbamir í íslenska umdæminu undir kjörorð- unum Gleymum ekki geðsjúkum og seldu Kiwanis-lykilinn um allt land. Fénu, sem safnaðist á þessum fyrsta K-degi, var varið til að byggja upp Bergiðjuna sem er vemdaður vinnu- staður í tengslum við Kleppsspital- ann. Síðan hafa verið haldnir K- dagar á þriggja ára fresti og ávallt undir sömu lqörorðunum. Bergiðjan fékk einnig afraksturinn af öðram K-degi. Fénu, sem safnaðist á 3. og 4. K-degi, var varið til að byggja upp áfangastað við Álfaland i Reykjavík en hann er aðallega notaður fyrir sjúklinga utan af Iandi sem eru að útskrifast af sjúkrahúsi. Féð, sem safnaðist á síðasta K-degi, fór til unglingageðdeildar við Dalbraut í Reykjavík og geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Eftir branann á Kópavogshælinu árið 1986 safnaði Kiwanishrejrfingin fé til kaupa á eldvamartækjum fyrir hælið. Söfnunin gekk það vel að einnig var hægt að nota féð til að kaupa sundlaugarlyftu og nudd- baðker handa hælinu. Starfsárið 1982 til 1983 var Ey- jólfur Sigurðsson forseti Evrópu- sambands Kiwanis-manna. Hann fór þess þá á leit við alla Kiwanis- klúbba i Evrópu að þeir söfnuðu fé til styrktar blindum og sjónskertum undir lqörorðunum Birta fyrir blinda. Kiwanisklúbburinn Esja í Reykjavík hélt stórhátið i Laugardalshöllinni til styrktar þessu málefni og náði umtalsverðum árangri. ^ Þá stóð Kiwanis-klúbburinn Katla, ásamt fleiri klúbbum, fyrir kaupum á bifreið sérhannaðri fyrir hjólastóla. í fyrstu óku Kiwanis- menn bilnum sjálfir á kvöldin og um helgar. Nú era hins vegar að minnsta kosti 6 bílar á vegum Strætisvagna Reykjavíkur í föram fyrir fatlaða. \ Samstarfsverkefhi Kiwanis og skáta Stærstu verkefni Kiwanishrejrf- ingarinnar á þessu ári verða K- dagur í október og samstarfsverk- efni Kiwanis-manna og skáta. Mark- miðið með þessu samstarfsverkefni er annars vegar að gera böm meira sjálfbjarga og færari um að takast á við dagleg vandamál og hins veg- ar að skapa grundvöll fyrir jákvæðu samstarfi bama og foreldra. Kiwanis-menn og skátar afhenda grannskólanemum og foreldram þeirra verkefnabækur og bréf og vikulegir sjónvarps- og útvarps- þættir verða um þetta efni. Fyreti sjónvarpsþátturinn verður sendur út laugardaginn 28. janúar en næstu sex þættir verða sendir út eftir frétt- ir á sunnudögum. Hermann Gunn- arsson verður umsjónarmaður þátt- anna," sagði Bragi Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.