Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐH) LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 11 og vanda af sýningunni að þessu sinni og mun svo verða framvegis, hvaða stefna sem verður nú annars tekin. Dómnefnd skipuð einum full- trúa veflistamanna frá öllum Norð- urlöndum svo og fulltrúa listamið- stöðvarinnar í Svíavirki og til við- bótar einum frá Menningarhúsinu í Stokkhólmi (af hverju?) og ritara Þríæringsins valdi 81 verk af 600 innsendum. Hvergi kemur fram hvers kyns verkum var hafnað né út frá hverju var gengið, en skyldi ekki einhvem gruna, að meðal þeirra hafi verið heilmikið af sígildum vefjarlistaverk- um, en þau dæmd úr leik? Einmitt sú staðreynd gerir þörfina meiri, og raunar brennandi, að sigla undir réttu flaggi og breyta nafni Þríæringsins og hér væri t.d. „Form og vefur" strax öllu réttari skilgrein- ing en veflist. Það hefur meira verið vandað til uppsetningar þessarar sýningar en annarra, sem ég hef haft spurnir af frá Norrænu listamiðstöðinni í Svíavirki. Þannig ferðast arkitekt með henni milli landanna og setur hana upp en ekki fylgir sögunni, hvort þetta sé venjulegur húsaarki- tekt eða sýningararkitekt, en það er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman. Starfsheitið sýningararki- tekt er nefnilega til. Það er skemmst frá að segja, að sýningin er fagmannlega sett upp og mjög vandað til hennar og vafa- lítið kostar þetta allt drjúgan skild- ing, sem ekki ber að sjá eftir, nái sýningin tilgangi sínum. En þá er spurningin, hver sá tilgangur sé, og þeirri spurningu er lítið svarað í annars veglegri sýningarskrá, en hins vegar hlaupið til goðafræðinnar hátt upp í skýjunum og sagt frá Penelópu og vefum hennar, sem er skemmtileg ritsmíð. En það má ef- ast um að þetta sé vænlegasta leiðin til að ná til fjöldans né að kalla hann til veflistarþings, þar sem lítill er vefurinn og í sumum tilvikum nákvæmlega jafn mikill og í nýju fötum keisarans. En það er skýrt tekið fram að þetta er eins konar tilraun og upp- stokkun og það var einmitt tilefni til þessara hugleiðinga. En einnig má hér koma fram, að það eru afar fáir, sem fram að þessu hafa ratað á sýninguna á Kjarvals- stöðum, en skyldi aðstreymið ekki aukast í framtíðinni, ef viðkomandi koma til dyranna eins og þeir eru klæddir? Þá er sýningartíminn alltof stuttur til að slík sýning geti unnið sig upp og eiginlega hálfu styttri en á hinum Norðurlöndunum, að Fær- eyjum undanskildum. Um listgildi verkanna er varla til- efni til að ræða hér, þótt að sjálf- sögðu sé það upp og ofan sem á öðrum stórsýningum og innan um eru gullfallegir hlutir. Sýningin í heild er þó frekar jöfn og allar þjóð- irnar virðast jafn langt á veg komn- ar í hinum nýju viðhorfum eftir sýn- ingunni að dæma, sem þó er frekar gluggi að viðhorfum dómnefndar. En meginmáli skiptir hér sem á öðrum alþjóðlegum sýningum, að undirstaðan sé réttleg fundin og stefnan mörkuð samkvæmt því... Doktorsvörn í Lundi: af þessu tagi. Hins vegar vaxa ribs- berjarunnar villtir á Nýfundnalandi og í Kanada, þar sem Leifur heppni Eiríksson fór um og dvaldi á sínum tíma. Hann gaf landinu nafnið Vínland hið góða í samræmi við landkosti þess eins og þá var hátt- ur, samanber Helluland, þar sem lítið sást annað en berar klappir, og Markland vegna mikilla skóga. Það fer ekki á milli mála, að þeim Leifi heppna og félögum hafi, eftir máhaðalanga útivist á sjó við fjör- efnalítinn kost, þótt matur í að komast síðla sumars til lands, þar sem allt var fullt af ribsberjarunn- um með þroskuðum rauðum vfn- berjum (ribsberjum) á hverri grein. Þar var hin fjörefnaríka næring, sem þá vanhagaði mest um, og auk þess möguleikinn að gera sér glað- an dag eftir gifturíka ferð. Ekki er vitað með vissu, hvernig norrænir menn brugguðu úr þessum berjum á þeim tíma, en vísast hefur það verið með ýmsu móti og ýmislega L til tekizt... Þrjár nyjungar í rann- sóknum á tíðarverkjum ARNAR Hauksson, kvensjúk- dómalæknir, hefur varið dokt- orsrítgerð sína við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin sam- anstendur af sex sjálfstæðum en samtengdum rannsóknum, sem greint hefur verið frá í lækn- atímaritum og unnar voru í Svíþjóð og hérlendis frá 1982- 1987. í doktorsritgerðinni koma fram þrjár nýjungar: ný rann- sóknaraðferð til að mæla blóð- flæði í lifandi líffæri, nýtt lyf við tíðarverk og nýjar skýringar á lækningarálirifum getnaðar- varnapiUa á tíðarverk. Ritgerð Arnars ber heitið Prim- ary Dysmen'orrhoea, influence of vasopressin and oxytocin analogues on uterine contractibility and blo- od-flow and effects of oral contrac- eptives in dysmenorrhoea. Rann- sóknir Arnars beindust að orsökum og orsakavöldum tíðarverkja kvenna, aðferðum til að meta og mæla orsakaþætti sem og að prófa lyf til lækninga tíðarverkja. Luku andmælendur lofsorði á rit- gerðina. Niðurstöður Arnars þykja kollvarpa fyrri hugmyndum um lækningaráhrif p-pilla. I nýjasta hefti breska Kvensjúkdómalækn- atímaritsins er fjallað um blóð- flæðirannsóknir hans í leiðara en Arnar hefur í samvinnu við breska og sænska lækna þróað nýja aðferð til að mæla og skrá blóðflæði í leg- vöðva kvenna. Þessi aðferð gerði kleift í fyrsta skipti að mæla samtfmis magn og styrk samdrátta í legvöðva og skrá breytingar á blóðflæði samfara því. Arnar Hauksson er sonur hjón- anna Hauks Oddsonar, sjómanns, og Sigríðar A. Magnúsdóttur. Faðir hans lést árið 1968. Arnar varð stúdent frá VÍ árið 1968 og lauk læknaprófi frá HÍ árið 1975. Hann stundaði framhaldsnám í kvehsjúk- dómum og fæðingahjálp, fyrst við Landsspítalann en frá 1979 í Lundi. Þaðan varð hann sérfræðingur í Arnar Hauksson. grein sinni 1983. Arnar Hauksson kom til starfa hérlendis 1986. Hann starfar nú meðal annars við Kvennadeild Landsspítaians og mæðravernd heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Hann er kvæntur Elfnborgu J. Björnsdóttur og eiga þau tvö börn. Ný matvæla- lög undirbúin HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið hefur skipað nefhd til að gera tillögur að nýj- um matvælalögum. í fréttatilkynningu segir að nefndinni sé sérstaklega falið að huga að löggjöf annarra Norður- landa með það fyrir augum að kanna hvort hagkvæmt sé og æski- legt að samræma íslenska löggjöf á þessu sviði löggjöf annarra Norð- urlanda eins og gert er ráð fyrir í samþykktum norrænu ráðherra- nefndarinnar "um málefni á þessu sviði. í nefndinni eiga sæti: Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur, formað- ur, Jón Gfslason, næringafr. tiln. af Hollustuv. ríkisins, Elfn Hilmars- dóttir, matvælafr.,^Efln. af iðnaðar- ráðuneytinu, Páll Á. Pálsson, yfir- dýralæknir, tiln. af landbúnaðar- ráðuneytinu, Edda Magnúsdóttir, fulltrúi, tiln. af sjávarútvegsráðu- neytinu, og Valgerður Hildibrands- dóttir, næringafr., tiln. af Neyt- endasamtökunum. í VÖRUHUSINU, EIÐISTORGI Bókamarkaður. íslenskar og erlendar bækur, ritföng og margt, margt fleira á frábæru verði. Jjarna-, kven- og herrafatnaður ásamt úrvali heimilisvara. 25-70% afsláttur. fnmel^ SPORTBÚÐIN lþróttavörur og sportfatnaður frá Hummel, Puma, Lutha ofl. ofl. Úlpur í úrvali. 20-50% afsláttur. SKOVERSL FjÖLSKYLDl okór á alla fjölskylduna. Mikið úrval — gott verð. 20-70% afsláttur. OTRULEGA LAGT VERÐ VÖRUHÚSIÐ EIÐISTORGI .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.