Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Framfærsluvísitalan hækkar um 1,7%: Hækkunin samsvarar 22% verðbólgn á ári Ahrif gengisfellingar og vörugjalds- hækkunar að litlu leyti komin fram FRAMFÆRSLUVÍSITALAN hækkaði um 1,7% frá byijun desem- ber til janúarbyijunar og samsvarar það 22% verðbólgu á ári. Fyrstu þijá mánuði verðstöðvunar, frá byijun september til byijun- ar desember, sýndi hækkun framfærsluvísitölunnar frá 0,8 til 4,2% verðbólgu reiknað til heils árs. Af 1,7% hækkun vísitölunnar nú stafa um 1,3% af hækkun á rekstrarkostnaði eigin bíls vegna gengisfellingar og hækkunar á innflutningsgjaldi bifreiða, bensín- gjaldi og skoðunargjaldi. Áhrifa gengisfellingarinnar vörugjalds- hækkunarinnar er lítið farið að gæta í vísitölunni. Af öðrum liðum vísitölunnar má nefna að hún hækkaði um 0,1% vegna verðhækkunar matvöru, 0,2% vegna hækkunar á mánaðar- verði happdrættismiða og 0,3% vegna hækkunar ýmissa vöru- og þjónustuliða. Á móti kemur lækk- un á fjármagnskostnaði húsnæðis- liðs, sem hafði í för með sér 0,2% lækkun framfærsluvísitölu. Kauplagsnefnd reiknar út vísi- tölu framfærslukostnaðar. Vísital- an reyndist vera 112,6 stig, á móti 110,7 stigum í desemberbyij- un. Hækkunin er 1,7%. Hækkun vísitölunnar þennan eina mánuð samsvarar 22% verð- bólgu á heilu ári. Hækkun hennar undanfarna þijá mánuði samsvar- ar 7,9% verðbólgu og hækkun hennar undanfama sex mánuði jafngildir 10,6% verðbólgu. Fram- færsluvísitalan hækkaði um 18,2% síðastliðna tólf mánuði. Frá upphafí til loka ársins 1988 hækkaði framfærsluvísitalan um 19,4%, samanborið við 24,3% árið 1987 og 13% árið 1986. Árið 1988 var vísitalan að meðaltali 25,5% hærri en árið áður en sambærileg meðalhækkun á milli áranna 1986 og 1987 var 18,8% og 21,3% á milli áranna 1985 og 1986, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Hagstofunnar um útreikning vísi- tölunnar. Gnúpveijahreppur: Mikið tjón í illviðri Eystra-Geldingaholtí, Gnúpverjahroppi. MIKIÐ foktjón varð á bæjum í Gnúpveijahreppi er fárviðri gekk yfir, um miðjan dag f gær. Mest varð tjónið að Minni-Mástungu en þar fauk þakið f heilu lagi af §ós- inu, framhjá fbúðarhúsinu og brotnaði í mask á hlaðinu. Fjósið er gjörónýtt og voru um 20 naut- gripir fluttir úr þvf á aðra bæi. A Stóra-Núpi fauk þak af ný- byggðu hesthúsi og á Minna-Núpi fauk hjólhýsi og er gjörónýtt. Þar fuku líka plötur af hlöðuþaki. í Skaft- holti fauk gróðurhús og sleit raflín- una að Þjórsárholti. Við það varð hitaveita Gnúpveija óvirk fram til klukkan að ganga 6 síðdegis. Einnig varð rafmagnslaust í allri sveitinni um tíma. Veður var orðið slæmt um hádegi en verst varð það milli klukkan tvö og þijú. Hjónin að Minni-Mástungu, Finnbogi Jóhannsson og Olga Andre- asen, voru ekki heima og komu heim að íjósinu ónýtu. Veðrið var að mestu gengið niður og orðið sæmilegt um fjögurleytið. —Jón VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veóurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 14. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suður af Vestmannaeyjum er 937mb lægð, sem hreyfist norðaustur og grynníst. Hiti verður víðast (kring- um frostmark. SPÁ: Hæg breytileg átt og víðast skýjað. Víða ól eða slydduél, einkum þó á Norður- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG:Suðvestanátt og vægt frost um land allt. Él um vestanvert landið, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. HORFUR Á MÁNUDAG: Vestan- og norðavestanátt og frost 3 til 7 stig. Lóttskýjað á Austfjörðum og á Suðausturlandi, en ól f öðrum landshlutum. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað /, Norðan, 4 vindstig: F Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # # * * * * Snjókoma * * * -|Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavlk hftl +1 2 veóur skýjað rigning Bergen S léttskýjað Helsinkl 1 slydda Kaupmannuh. 7 léttskýjað Narssarssuaq +17 léttskýjað Nuuk +15 léttskýjað Oaló 7 léttskýjað Stokkhólmur 4 súld Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Barcelona vantar Berlln 7 akýjað Chlcago +7 halðsklrt Feneyjar 7 þokamóða Frankfurt n « léttskýjað Glasgow e rigning Hamborg s hálfskýjað Las Pafmas vantar London 9 skýjað Los Angeles 6 helðskírt Lúxemborg 4 skýjað Madrfd 9 heiðskfrt Malaga 16 mistur Mallorca 16 léttskýjað Montreal +6 lóttskýjað Naw York 4 alskýjað Orlando 17 skýjað Paria 6 alskýjað Róm 12 þokumóða San Dlego 6 heiðskfrt Vfn 8 léttskýjað Waahington 6 alskýjað Wlnnipeg +15 skafronningur Vextir afleiöing - ekki orsök verðbólgn - segir Sverrir Hermannsson BANKAR hafa aldrei elt verðbólgu upp á efeta stig í vaxtaákvörð- unurn og það stendur ekkert til að elta þær sveiflur uppúr. En menn verða að átta sig á þvi að hærri vextir eru ekki orsök verð- bólgu, heldur afleiðing,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans þegar leitað var álits hans á ummælum viðskiptaráð- herra um að bankar ættu að vera trúir fyrri stefnu um að huga að efhahagshorfúm tfl lengri tíma þegar vextir væru ákveðnir. Sverrir sagðist vilja minna á að það væri bankaráð sem tæki ákvörðun um vaxtastig, bankasfjórn væri þar einungis ráðgefandi. „Bankastjom Landsbankans mun án nokkurs vafa leggja til lágmark þess sem við teljum að við komumst af með, það þarf ekkert að óttast annað,“ sagði hann. Sverrir Hermannsson sagði að breyting virtist hafa orðið á stefnu ríkisstjómarinnar. „Það var stefna hennar fyrir áramót að vextir ættu að fylgja verðlagi niður á við. En þegar dæmið snýst við og ríkis- stjómin er búin að missa stjóm á verðlagi, þá á að snúa við blað- inu,“ sagði hann. „Þegar við- skiptaráðherra talar um 10-11% verðbólgu virðist hann gefa sér 0% verðbólgu í desember og 22% í janúar og deila svo í með tveim- ur. Ég hef litla trú á svoleiðis reikningsaðferðum." „Þó að formaður BSRB tali nú í sjónvarpi eins og verið sé að keppast um að hafa vexti sem hæsta, þá eru þetta neyðarráð sem beitt er til að veija sparifé lands- manna og rekstur lánastofnana en ekki að nokkur maður af áhuga bijótist um í slíku,“ sagði Sverrir Hermannsson að lokum. 14 nýir Volvo lög- reglubílar keyptir FJÓRTÁN nýir Volvo lögreglubílar verða afgreiddir til lögreglu- yfirvalda í apríl og maí í vor. Brimborg-Veltir hf bauð þessa bíla með sérstökum kjörum í haust, þegar fréttir bárust um hraklegt ástand bifreiðaflota lögreglunnar. Innkaupastofiiun ríkisins hefúr nú gengið að tilboði Volvo umboðsins, að sögn Hreggviðs Jónsson- ar sölustjóra hjá Brimborg. Þegar fréttir bámst um lélega sams konar vél, en hefur íburðar- bíla lögreglunnar í haust var hér á landi staddur sölumaður frá Volvo í Svíþjóð og kom hann á viðræðum við Volvo um sérkjör á nokkmm lögreglubílum. í fram- haldi af því var yfírvöldum boðið að kaupa sérútbúna bíla á afslátt- arverði. í gær var staðfest að Inn- kaupastofnun ríkisins gengur að tilboðinu og kaupir 14 bíla. Af þeim verða 10 í Reykjavík, einn á Akureyri, einn á Selfossi, einn í Hafnarfírði og einn í Keflavík. Bílamir em sömu gerðar og notaðir em af lögreglu í Svíþjóð og Danmörku. Þeir em af gerðinni Volvo 240, fjögurra dyra, sjálf- skiptir, vélin er 2,3_ lítra og skilar 129 din hestöflum. í bílunum verð- ur vökvastýri og grind, fjaðrabún- aður og sæti verða sérstaklega styrkt. Volvo 240GLE, sem er með meiri klæðningu kostar hér á landi 1.467.000 krónur. Hreggviður Jónsson segir að lögreglubílamir muni kosta töluvert minna, en kveðst ekki geta gefíð verðið ná- kvæmar. Lögbann sett á „Úlfar og ljón“ FÓGETI varð í gær við kröfú Úlfers Eysteinssonar matreiðslu- manns um lögbann við notkun nafnsins „Úlfar og \jón“ á veit- ingastað að Grensásvegi 7. Úlfari var gert að setja 400 þús- und króna tryggingu. Valtýr Sig- urðsson borgarfógeti kvað upp úr- skurðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.