Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Útgefandi mWbifrtb Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 70 kr. eintakiö. Steftiumörkun til lengri tíma jóðin er að byrja að fá ofnæmi fyrir stjórnmála- mönnum. Of mikið af frétta- flutningi fjölmiðla snýst um stjómmál og stjómmálamenn. Þeir em nánast daglega í sjón- varpi, útvarpi og dagblöðum með hvers kyns yfírlýsingar en virðast ekki ná tökum á þeim störfum, sem þeir hafa tekið að sér. íslenzkt þjóðlíf snýst ekki bara um stjómmál og þátttakendur í þjóðmálabar- áttunni. Það er orðið tímabært að beina kastljósinu að öðmm þáttum samfélagsins. Sömu mál em hér til um- ræðu vikum saman án þess að nokkur niðurstaða fáist. Sem dæmi má nefna, að það er búið að ræða það fram og aft- ur á Alþingi og í fjölmiðlum, hvort skuldabréf Atvinnu- tryggingasjóðs njóti ríkis- ábyrgðar eða ekki. Af ein- hverjum ástæðum fæst ekki fullnægjandi niðurstaða í þetta deiluefni. Fjölmörg dægurmál af svipuðu tagi em til umræðu vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að nokkur taki af skarið. Þjóðin verður að brjótast út úr þessum eilífu umræðum um dægurmál. Við stöndum nú frammi fyrir vemlegum sam- drætti í atvinnulífínu. Á slíkum tímum er ástæða til þess að skoða atvinnuþróunina í landinu í stærra samhengi. Sjávarútvegurinn er gmndvöll- urinn, sem allt byggist á. Að sjálfsögðu hafa orðið miklar framfarir í útgerð og fisk- vinnslu á liðnum ámm og ára- tugum. Samt er það svo, að öðmm þræði hefur ríkt stöðnun í þessari atvinnugrein á yfír- standandi áratug. Þá er átt við það, að bolfískaflinn hefur ekki aukizt að nokkm ráði og nú stefnir fremur í að hann minnki. Þetta er gmndvallarstað- reynd í okkar atvinnulífi. Hún minnir okkur á, að þrátt fyrir allt er einhæfni atvinnulífsins enn of mikil. Meðan stöðnun ríkir í þessum gmndvallarþætti atvinnulífs okkar, ríkir einnig stöðnun í lífskjömm þjóðarinn- ar, ef við fínnum ekki nýja vaxtarbrodda. Fyrir tveimur áratugum gerðu menn sér von- ir um, að orkufrekur iðnaður yrði sá vaxtarbroddur. Þær vonir hafa ekki orðið að vem- leika nema að nokkm leyti. Langtímastefnumörkun í at- vinnulífí og málefnum þjóðar- innar yfírleitt er nánast ekki til. Þessi litla þjóð verður hins vegar eins og stefnulaust rek- ald, ef hún gerir sér ekki grein fyrir því hvert hún vill stefna og að hvaða markmiðum hún vill vinna — í stómm dráttum a.m.k. Stjómmálamennimir hafa ekki sinnt þessari langtímastefnumörkun vegna þess m.a., að þeir em upptekn- ir við dægurmálabaráttu stjómmálanna, sem er orðin svo innantóm, að fólk er að fá ofnæmi fyrir henni. Langtímastefnumörkun í málefnum lands og þjóðar er ekki verkefni stjómmálamann- anna einna. Atvinnufyrirtækin sjálf og samtök þeirra eiga hér hlut að máli og verkalýðssam- tökin raunar einnig. En stjóm- málamennimir verða að setja þessu verkefni ákveðinn ramma. Það hafa þeir ekki hirt um að gera. Við Islendingar emm eina þjóðin innan OECD, sem stend- ur nú frammi fyrir verulegum samdrætti í efnahags- og at- vinnulífí. Það er alvarlegt um- hugsunarefni fyrir okkur vegna þess, að það hefur hvorki orðið stórkostlegur afla- brestur né verðhmn á mörkuð- um okkar. Samt stöndum við einir þjóða frammi fyrir sam- drætti. Hvers vegna? Ein ástæðan er sú, að við emm skuldum vafín þjóð. Önnur er sú, að við höfum ekkert hugsað um framtíðina ámm saman. Við höfum hamast við að njóta afraksturs góðæris, meðan það hefur staðið yfír en horfiim ekki fram á veg. Þeir sem hafa boðið sig fram til þess að stjóma málefnum lands og þjóðar verða að snúa sér að því verkefni og láta af því innantóma skvaldri, sem einkennir daglegar umræður um stjómmál hér. Á undan- fömum áratugum hefur upp- lýsingasöfnun um þjóðarhag eflzt mjög. Allar þær upplýs- ingar eiga að vera til, sem þarf til þess að leggja gmnn að stefnumörkun þjóðarinnar tiMengri tíma. Ný kynslóð vel menntaðs ungs fólks er komin til skjalanna, sem vill láta til sín taka en stendur agndofa frammi fyrír þeim þjóðmála- umræðum, sem hér fara fram. Við verðum að nýta starfs- krafta þessa unga fólks til þess að fínna nýja vaxtarbrodda í atvinnulífí okkar, sem þarf að þróa á næstu ámm og áratug- um. Af valdliroka eftir Þorstein Pálsson Það er ekki óalgengt að menn taki þannig til orða bæði í ræðu og riti að við búum í lýðræðisþjóð- félagi. Yfirleitt er ekki ástæða til þess að skýra eða rökræða merk- ingu almennt viðurkenndra hug- taka eins og lýðræðis. En nú er svo komið að nokkurra mánaða seta Alþýðubandalagsins í ríkisstjóm hefur gefið ærin tilefni til þess að menn fjalli um merkingu þessa hugtaks. Það er meginatriði lýðræðislegr- ar stjómskipunar að þjóðþingið er kosið í almennum kosningum. Svo getur það verið nokkuð mismunandi frá einu ríki til annars hvort ríkis- stjómir em skipaðar £if þjóðkjöm- um forseta eða þingbundnar eins og í okkar tilviki. Þingbundin stjóm er háð vilja meirihluta þjóðþings. En lýðræðið felur í sér annað og meira en kjör þingmanna og val manna til setu í ríkisstjóm. Með stjómarskrá og almennri löggjöf er valdinu í þjóðfélaginu dreift. Með öðrum orðum, einstaklingar, félög þeirra, fyrirtæki og stofnanir, hafa sjálfræði samkvæmt ákveðnum leikreglum. Ríkisstjómir eru ekki kjömar eða valdar til þess að hafa alræðisvald á milli kosninga. í lýð- ræðinu felst skipulagsbundin vald- dreifing. Sósíalistar í Alþýðubandalaginu viðurkenna lýðræðislegar kosning- ar. Á síðustu árum hefur a.m.k. ekki neitt annað komið fram af þeirra hálfu. Á hinn bóginn gætir þess mjög þegar þeir eiga aðild að ríkisstjóm að þeir viðurkenna ekki hina skipulagsbundnu valddreifíngu lýðræðisins. Þeir líta gjaman svo á að ríkisstjómir sem þeir sitja í eigi að hafa alræðisvald til þess að segja einstaklingum, félögum, fyrirtækj- um og stofnunum, að sitja og standa eins og valdhöfum þóknast. Árásir fj ármálaráðherra Þessi valdhroki kemur fram í ýmsum myndum. Nýti menn sér lýðræðislegan rétt sinn til þess að segja álit sitt eða taka ákvarðanir á eigin vegum eða í nafni félaga sinna, fyrirtækja eða stofnana, fá þeir sendan tóninn frá ráðherrum Alþýðubandalagsins, ef það sem sagt er og ákveðið fellur ekki sam- an við vilja valdhafanna. Gefin er út stóryrt yfirlýsing um að slíkum aðilum verði mætt af hörku og lát- ið að því liggja að þeir sem ekki beygja sig fyrir vilja valdhafanna kunni að hafa verra af. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í árásum fjármálaráðherra á einn af bankastjórum Landsbankans. Ríkisbankamir eru ágætt dæmi um stofnanir sem njóta verulegs sjálf- stæðis. Þeir starfa samkvæmt ákveðnum lögum. Bankastjórunum er rétt og skylt að haga öllum störf- um sínum og ákvörðunum í sam- ræmi við þau lög sem Alþingi ís- lendinga hefur sett. Þeir mega til að mynda ekki gegna störfum í þágu viðskiptafyrirtækja á sama tíma og þeir eru bankastjórar. Er lögin kveða mjög skýrt á um það að bankastjórar lúta ekki boð- valdi ráðherra eða ríkisstjóma. Ráð- herrar fara þannig út fyrir valdsvið sitt þegar þeir fyrirskipa bönkum að gera eitthvað sem bankamir eiga að taka sjálfir ákvarðanir um lögum samkvæmt. Bankastjóri Landsbankans greindi fyrir skömmu frá því að vextir myndu væntanlega hækka á nýjan leik vegna vaxandi verðbólgu. Viðbrögð fjármálaráðherrans eru ekki þau að veija efnahagsstefnuna sem leitt hefur til þessarar niður- stöðu. Nei, þvert á móti notar hann þetta tilvik til persónulegra árása á þann bankastjóra sem í hlut á og lætur að því liggja að það sé ekki hlutverk bankastjórans að tala opinberlega um vexti og því síður að taka ákvarðanir þar um. Ráðherrann skeytir í engu um það hvemig lög mæla fyrir um vald- dreifíngu í þjóðfélaginu. Vilji hans og skoðanir mega einar komast að og aðrir skulu úthrópaðir í ríkisút- varpinu. Ráðherrann er ekki ein- ungis að vega að lögboðinni vald- dreifíngu. Hann vill heldur ekki við- urkenna rétt þeirra sem slíkt vald hafa til þess að tjá skoðanir sínar. Takmarkaður skilningur á lýðræði Þó að ýmsir kunni að líta á atvik sem þetta eins og hvert annað skylmingaratriði á vettvangi stjóm- málanna er það eigi að síður miklu alvarlegra. Þetta sýnir að formaður Alþýðubandalagsins hefur í raun og vem mjög takmarkaðan skilning á grandvallarþáttum lýðræðisins eins og valddreifíngu og tjáningar- frelsi. Engu er líkara en lýðræðið í hans huga sé bundið við kosning- ar á 4 ára fresti en þar á milli gildi alræði ráðherranna. Og það er þetta hugarfar sem Alþýðuflokkurinn er að samlagast og framsóknarmenn láta nú viðgangast. Það er svo annað mál að flestir hljóta að deila áhyggjum með fjár- málaráðherranum vegna þess að vextir hækka nú á ný. Það er ástæða til þess, bæði fyrir hann og aðra, að leita svara við þeirri spum- ingu hvers vegna svo er komið. í tíð fyrrverandi ríkisstjómar lækk- uðu nafnvextir úr 40% niður í 25%. Hún beitti sér einnig fyrir tíma- bundinni verðstöðvun sem núver- andi ríkissijóm ákvað að fram- lengja. Með því móti var verðbólgan því sem næst komin niður í núll síðustu vikur ársins 1988. Verðstöðvun getur aldrei orðið nein allsheijar lausn en stundum er hún nauðsynleg til tímabundinn- ar aðlögunar þegar að kreppir. All- ar ríkisstjómir hafa á hinn bóginn gætt þess að taka engar þær ákvarðanir sem leitt geta til verð- lagshækkana á meðan verðstöðvun er í gildi. Þessa meginreglu hefur núverandi ríkisstjóm ekki aðeins brotið heldur þverbrotið. Verðbólgan verk ríkis- stjórnarinnar Stjómvöld hafa margsinnis við- urkennt að atvinnurekendur hafa tekið á sig aukinn kostnað, m.a. með því að velta ekki út í verðlagið áhrifum gengisbreytingarinnar síðastliðið haust. Það verður því Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Ygrtnhirkkun Verður mstt með hörku W h/vLba vexíi 19 janúorendaverðbólgaáuppUUf. l fors'Jurtilvaxtnhaikkana.ISmMxrbanktHnluJurpegur ^ tn J <1 auðw Htw r®' 7®'fr —£ i tk. .UIW -E7 _____ifi Mjög óþægilegt hvað þetta dregst - segir Þórleiíur Jónsson framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðarmanna „VIÐ REIKNUM með að þetta fari að skýrast um miðja næstu viku. Það er orðið nyög óþægilegt hvað þetta dregst," sagði Þórleifur Jóns- son framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. í gær var hald- inn fundur með fulltrúum LI, ríkisskattstjóra og Qármálaráðuneytisins um reglur fyrir innheimtu vörugjalds. Iðnfyrirtæki hafa ekki talið sér fært að verðleggja vörur sinar, þar sem reglur séu ekki nægilega skýr- ar um á hvaða vörur gjaldið er lagt og hvemig reikna á heildsölu- verð, sem gjaldið fellur á. Engin niðurstaða varð af fundinum, en unnið er að lausn málsins, segir Þórleifur. „Við fóram yfir þessi mál, þau sem við sjáum að þarf að skilgreina betur varðandi framkvæmd álagningar vöragjaldsins," sagði Þórleifur. Hann sagði að hugmyndir hafi verið kjmnt- ar á báða bóga og fram yfir helgina verða þær metnar og síðan unnið að lausn með hraði að því loknu. „Það er afskaplega erfitt að ganga frá reglum um þetta, sem era sann- gjamar og við eram alls ekkert hissa á að menn séu í erfíðleikum með að framkvæma þessar reglur, við voram allan desembermánuð að reyna að koma Alþingi í skilning um erfiðleik- ana við þetta, en það tókst ekki.“ Þórleifur gagnrýndi að ijármála- ráðuneytið skuli ekki hafa haft sam- ráð við Landssamband iðnaðar- manna áður en þessar reglur vora settar, eins og oft áður hafi verið gert þegar reglum er breytt eða nýj- ar settar. „Þetta er miklu víðtækara vöragjald en nokkra sinni áður. Tekj- ur ríkisins af vöragjaldi á árinu 1987 skiptust þannig að 15-20% af þeim komu frá innlendum vamingi og 80-85% af erlendum vamingi. Nú koma um 50% af innlendum vöram og um 50% af erlendum. ekki sagt að kaupmenn og aðrir atvinnurekendur séu nú að kynda undir verðbólgubálið. Kjarasamn- ingar launafólks hafa verið bundn- ir. Óraunhæfar launahækkanir í kjölfar kjarasamninga era þess vegna ekki orsök aukinnar verð- bólgu að þessu sinni. Eina ástæðan fyrir því að verð- bólgan er nú komin yfír 20% era skattahækkanir ríkisstjómarinnar sjálfrar og aðrar ráðstafanir henn- ar. Þar hefur Ólafur Grímsson haft verkstjóm með hendi. Það er ekki einasta að tekju- og eignarskattar á alþýðu manna hafi verið stór- hækkaðir heldur hafa skattar í bein- um tengslum við verðlag einnig verið hækkaðir svo sem vöragjöld, bensíngjald, innflutningsgjöld á bílum og þannig mætti lengi telja. Þessar ákvarðanir hafa þegar leitt til þess að verðbólgan verður á milli 20 og 30% næstu þijá mán- uði. Og trúi því hver sem vill að hún fari svo lækkandi að óbreyttri stjómarstefnu. Það era þessar ákvarðanir ríkis- sljómarinnar sjálfrar undir forystu Ólafs Grímssonar sem nú hafa leitt til þess að vextir fara að öllum iíkindum hækkandi á nýjan leik. Vaxtahækkunin er þannig afleiðing rangrar stjómarstefnu. Sé við ein- hvem að sakast um hærri vexti er það við fíármálaráðherran sjálfan. Eigj að lesa einhveijum pistilinn í Ríkisútvarpinu vegna vaxtahækk- ana á Ólafur Grímsson að sitja undir þeim lestri en ekki flytja hann. Alvarlegar blekkingar Ólafs Grímssonar Þegar Ólafur Grímsson kynnti skattatillögur sínar fullyrti hann í fíölmiðlum og síðar á Alþingi að þær fælu í sér hækkun á persónu- afslætti, hærri skattleysismörk og lægri skatta fyrir lágtekjufóik og einstæða foreldra. En skattahækk- unin átti að koma niður á hátekju- mönnum og stóreignafólki. Reyndin varð allt önnur sem alkunna er. Engin dæmi era um það frá fyrri tíma að fjármálaráðherra hafi með vísvitandi hætti borið slíkar blekk- ingar á borð fyrir þjóðina og Al- þingi íslendinga. Þessi blekkingariðja er býsna al- varleg fyrir margra hluta sakir en hún er óneitanlega alvarlegt áfall fyrir ríkisstjóm íslands. Þegar virð- ing ríkisstjómarinnar er í húfí verða menn að geta litið framhjá flokks- pólitískum ágreiningi. En þvi miður hefur ólafur Grímsson sett blett á ríkisstjóm íslands með því að fara með ósannindi á Alþingi um áhrif nýrra skattalaga. Fjármálaráðherrann ætlaði að hafa persónuafsláttinn lægri í nýju skattalögunum en í áður gildandi lögum en var neyddur til þess að ákveða hann jafn háan og áður. Skattfrelsismörkin lækkuðu hins vegar en hækkuðu ekki. Lægst launaða fólkið fékk veralega skattahækkun í staðinn fyrir skattalækkun eins og fjármálaráð- herrann hafði gefíð til kynna. Það á einnig við um einstæða foreldra. Ýmsir urðu til þess að sýna fram á þennan blekkingarleik Ólafs Grímssonar. Þar á meðal var Al- þýðusamband íslands. Það hefur svo leitt til óvenjulegra árása ríkis- valdsins á_ forystu Alþýðusam- bandsins. í varnarræðum sínum fyrir blekkingariðjuna hefur Ólafur Grímsson haldið því fram að rangt sé að bera skattabreytinguna nú saman við það sem hann hefur kallað loforð ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar. En hvert var þetta loforð sem Ólafur Grímsson talar um? Það vora einfaldlega gildandi lög í landinu um tekjuskatt og eignar- skatt. Þau kallar formaður Al- þýðubandalagsins loforð sem mark- laust sé til samanburðar. Önnur eins ósvinna hefur ekki verið borin (ei HAUMAl M aUUAQHAOUAJ glQAJgMXJOHQM _________________________________ 8 _8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 21 Þorsteinn Pálsson „Það er ekki einasta að tekju- og eignarskattar á alþýðu manna hafí verið stórhækkaðir heldur hafa skattar í beinum tengslum við verðlag einnig verið hækkaðir svo sem vöru- gjöld, bensíngjald, inn- flutningsgjöld á bílum og þannig mætti lengi telja. Þessar ákvarðan- ir hafa þegar leitt til þess að verðbólgan verður á milli 20 og 30% næstu þrjá mánuði.“ á borð í langan tíma og sannarlega ámælisvert að maður sem situr í embætti fjármálaráðherra skuli tala með þessum hætti. Það er naumast til þess fallið að auka virðingu og trú fólks á stjómmálamönnum og stjómvöldum í landinu. Þvert á óskir samtaka launþega Tekjuskattslögin sem giltu á síðasta ári fólu meðal annars í sér að persónuafsláttur og bamabætur hækkuðu í samræmi við hækkun lánskjaravísitölu. Þessu var svo fyr- ir komið vegna eindreginna óska samtaka launþega. Samkvæmt nýj- um lögum Ólafs Grímssonar er hækkun persónuafsláttar og bama- bóta á hinn bóginn háð geðþótta fjármálaráðherra á hveijum tíma. Ólafur Grímsson hefur þannig vikið til hliðar einu mikilvægasta grand- vallaratriði staðgreiðslulaganna sem samtök launafólks lögðu hvað mesta áherslu á þegar lögin vora upphaflega samþykkt á Alþingi. Af þessum dæmalausa ffarn- gangi Ólafs Grímssonar í skatta- málunum má margan lærdóm draga. Hann sýnir auðvitað mikla pólitíska ófyrirleitni, en er líka til vitnis um að Alþýðubandalagið lítur svo á að Alþýðusambandið eigi að vera auðsveipur þjónn eða hafa verra af ella. Það er í samræmi við annað. Þeir sem ekki gerast jábræð- ur fjármálaráðherrans Ólafs Grímssonar þurfa að sæta persónu- legum svívirðingum, aðdróttunum og jafnvel hótunum og gildir þá einu hvort í hlut eiga bankastjórar Landsbankans eða forystumenn Alþýðusambandsins. Stefánssjóður án ríkisábyrgðar Annað skýrt dæmi um skilnings- leysi Ólafs Grímssonar á takmörk- um þess valds sem ráðherra hefur er umfjöllun hans um ábyrgðir á svokölluðum Stefánssjóði. Pappírar þessa sjóðs hafa ekki verið gjald- gengir fram til þessa og fyrir hefur legið að við þeim yrði ekki tekið í viðskiptalífinu nema með miklum afföllum. Stefánssjóðurinn hefur þannig orðið eitt mesta klúður þessarar ríkisstjómar. Þegar málið var upphaflega lagt fyrir Alþingi var skýrt tekið fram af hálfu ráðherra að engin ríkis- ábyrgð væri á sjóðnum. Um þær mundir hrósaði fjármálaráðherrann sér sérstaklega af því að með komu hans í fjármálaráðuneytið væri tími ríkisábyrgða liðinn. Forsætisráð- herrann viðurkenndi svo í ræðu á Alþingi 18. október á síðastliðnu ári að vissulega væri ekki hægt að neita þeirri staðreynd að erfíðleik- um kynni að valda að ekki hvíldi ríkisábyrgð að baki allri starfsemi sjóðsins. Það var með öðram orðum ákvörðun ríkisstjómarinnar að hafa ekki ríkisábyrgð og hún gerði sér grein fyrir því að það kynni að valda erfíðleikum. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að ríkisábyrgðir er ekki unnt að veita nema með lögum. Ríkis- stjóm sem vill veita ríkisábyrgð í einhveiju tilviki verður að leita sam- þykkis Alþingis með því að koma fram lagaheimildum til þess. Ríkis- stjómin gerði Alþingi hins vegar grein fyrir því að því er varðar Stef- ánssjóð að engra slíkra heimilda yrði leitað og sjóðurinn ætti ekki að vera með ríkisábyrgð. Marklausar yfirlýs- ingar ráðherra Síðan þegar á daginn kemur að sjóðurinn er hreint klúður byija ráðherramir að lýsa því yfir úti í þjóðfélaginu að sjóðurinn hafi ríkis- ábyrgð og fyrir fáeinum dögum flutti Ríkisútvarpið fréttir af því að fjármálaráðherrann hefði ásamt tveimur öðram ráðherram lýst því yfir á fundi hjá Verkamannasam- bandi íslands að Stefánssjóður væri með fullri ríkisábyrgð. Staðreynd málsins er hins vegar sú að ráðherrar geta ekki gefið slíka yfirlýsingu nema Alþingi hafi áður samþykkt lög er veita þeim heimild til þess. Hér er því á ferðinni enn ein tilraunin af hálfu fjármálaráð- herra til þess að taka sér vald, sem hann hefiir ekki samkvæmt réttum stjómskipunarlögum. Forystumenn lífeyrissjóðanna hafa vakið á því athygli að þeim sé óheimilt að taka við pappíram sem ekki séu fullkomlega öraggir vegna þess að stjómendur lífeyris- sjóðanna eiga vitaskuld að gæta hagsmuna launafólksins sem á lífeyrisréttindi sín undir því að sjóð- imir verði ekki fyrir áföllum. En formaður Alþýðubandalagsins þyk- ist geta gefið út án lagaheimildar yfírlýsingar um ríkisábyrgð í þeim tilgangi að fá lífeyrissjóðina, sjóði launafólksins, til þess að taka áhættu sem hann sjálfur hefur ekki viljað leggja á ríkissjóð. Allt er þetta á sömu bókina lært. HljómgTunnur fyrir sam- starfi borgaralegra afla Ég gerði það að nokkru umtals- efni í síðustu laugardagsgrein að þessi undirtök Alþýðubandalagsins í núverandi ríkisstjóm, sem þannig era notuð, hlytu að kalla á sam- starf borgaralega hugsandi fólks, sem ekki er einungis að fínna í Sjálfstæðisflokknum og Borgara- flokknum, heldur einnig í Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokknum. Tilefnið var sú flugeldasýning sem formaður Alþýðuflokksins efnir nú til víðs vegar um landið með Ólafi Grímssyni vegna áforma þeirra tveggja um samrana Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Ég hef orðið þess var að þessi áskoran um borgaralegt samstarf manna úr ýmsum flokkum á vera- legan hljómgrann úti á meðal fólks- ins. Samstarf borgaraaflanna þarf ekki einungis að fela í sér samvinnu foiystumanna einstakra stjórn- málafiokka. Það felur einnig í sér samstarf og samvinnu borgaralega hugsandi fólks í landinu á ýmsum sviðum, fólks sem vill frjálst og heilbrigt atvinnulíf. Slíkt samstarf borgaranna getur falist í vamarbar- áttu fyrir sparifjáreigendur. Það getur verið fólgið í samtökum gegn ofsköttun. Það getur verið fólgið í samtökum atvinnuveganna í bar- áttu fyrir almennum heilbrigðum rekstrarskilyrðum og gegn ofstjóm og ríkisforsjá gegnum útþanið sjóðakerfi. Ég tók hins vegar eftir því að þessar hugleiðingar fóra fyrir bijóstið á ritstjóra Tímans, sem sagði í forystugrein af þessu tiiefni að það væri tímaskekkja að ákalla borgaraleg öfl sem einhveija breið- fylkingu gegn vinstri villu og sósíal- isma. Þetta minnti mig á að fyrir aðeins fímm áram skrifaði ritstjóri Tímans athyglisverða grein í tíma- ritið Frelsið. Gleymska Tímans Þar segir ritstjórinn að sú veikl- aða afstaða sem hér ríki varðandi viðskiptin við kommúnista og fylgi- fiska þeirra komi fram í mörgum myndum og þó einkum ótta sem fari frjálsum mönnum ákaflega illa. Og ritstjórinn bætir því yið að þann- ig kúgi lítill hluti atkvæðamagnsins mikinn meirihluta. Og enn segir ritstjóri Tímans í þessari grein í Frelsinu að eftir ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar, sem fór frá völdum 1978, hafí fram- sókn komið fram með kommúnista- þvæluna á herðunum og þá hafi verið skammt í algjöran pólitískan ófamað eins og hann orðar það. Og á öðram stað í sömu grein átel- ur ritstjórinn að borgaraleg öfl keppist við að sættast við þetta lið. Hér er vitnað í aðeins fímm ára gamalt uppgjör borgaralegs rit- stjóra Tímans vegna samstarfs við alþýðubandalagsmenn. Og þó að Tíminn hafi ýmsu gleymt á þeim fimm áram sem liðin era frá þessu uppgjöri fer ekki á milli mála að tvær grímur era að renna á marga borgaralega hugsandi lqósendur Framsóknarflokksins. Þeir sjá sög- una endurtaka sig og vita hvaða afleiðingar það hefur fyrir íslenskt atvinnulíf og heilbrigða lýðræðis- lega stjómarhætti í landinu þar sem skoðanafrelsi, málfrelsi og stjóm- skipulega bundin valddreifing er í heiðri höfð. Höfundur er formaður SjAlfstæð- isflokksins. Rfldð skuldar Reykjavík eftirEyjóif Konráð Jónsson Þingmenn Reykvíkinga era stundum gagniýndir fyrir það að gæta ekki hagsmuna kjördæmis síns eins vel og aðrir þingmenn gera. Ég hef líka orðið þess var, að við séum ijær daglegu lífí kjós- endanna en góðu hófi gegnir. Kannske eiga þessar ásakanir rétt á sér, a.m.k. verður að játa að ríkið hefur lengi svikist um að greiða stórar fúlgur, sem lögboðnar era, til Reykjavíkur og komist upp með það. Á það við um fjárveitingar til heilbrigðismála og skóla, en síðast en ekki síst til þjóðvega í þéttbýli, en þar munu nú vangreiddar um sex hundrað milljónir króna. Hinn gífurlegi bifreiðainnflutn- ingur á skömmum tíma hefur þyngt mjög umferðina í höfuðborginni og nágrenni. Fé til þeirra þjóðbrauta í þéttbýli, sem ríkið á að kosta, hefði því hvergi síður átt að van- rækja að inna af hendi en einmitt hér. Borgin leggur mikið fé til gatnamála og sér þess víða merki. Margar era þó enn slysagildramar sem von er til. Eina vil ég nefna sem ég sé oft að morgunlagi, en það er Artúnsbrekkan. Nú í skamm- degi og hálku blöskrar mér oft öku- lagið. Líklega verður erfítt að breyta því þegar allir era að verða of seinir til vinnu. Þó mætti með tiltölulega litlum kostnaði koma fyrir mikilvægri slysavöm. Ak- brautimar upp og niður brekkuna verður að skilja að með öflugri vöm, sem auðvitað kostar fé, ásamt nokkurri breikkun vegarins. Það er vel að borgarstjóm Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka ekki álögur á borgarana þegar ríkið dengir yfir þá sköttum, beinum og óbeinum. Þeirri hug- mynd hefur áður verið hreyft að höfuðborgin kostaði hluta fram- kvæmda sinna með fé sem tekið væri að láni hjá fólkinu í bænum í stað þess að svipta það eignarráðum að fjármunum. Víða um lönd afla borgir sér veralegs hluta fram- kvæmdafjár með skuldabréfaút- gáfu, t.d. í Bandaríkjunum. Reylqavík er meðal ríkustu borga heims, ekki síst vegna framsýni við öflun ódýrrar orku. Sjálfsagt sýnist mér að borgin gefi bæjarbúum og öðram kost á að kaupa skuldabréf til framkvæmda. Höfuðborgin er tryggasti skuldari sem hugsast get- ur vegna gífurlegra skuldlausra eigna. Hún getur því með því að nota þessa leið haldið uppi fullum framkvæmdahraða þrátt fyrir van- efndir ríkisins, og það er auðvitað Eyjólfúr Konráð Jónsson mikilvægt á tímum heimatilbúinnar kreppu og atvinnuleysis. Hvað sem viðkemur ódugnaði okkar þingmannanna 'óg skattpín- inu ríkisvaldsins getur Reykjavík haldið fullri reisn. Framfarahugur og bjartsýni má ekki dvína heldur á að halda fast við þá mörkuðu stefnu, að hækka ekki skatta á erf- iðleikatímum, en samhliða á að halda framkvæmdahraða og helst að auka hann á tímum atvinnuleys- is. Þeir sem aflögufærir era um fé „Reykjavík er meðal ríkustu borg-a heims, ekki síst vegna fram- sýni við öflun ódýrrar orku. Sjálfsagt sýnist mér að borgin gefí bæj- arbúum og öðrum kost á að kaupa skuldabréf til framkvæmda. Höf- uðborgin er tryggasti skuldari sem hugsast getur vegna gífurlegra skuldlausra eigna.“ mundu með glöðu geði beina því til borgarinnar sinnar og raunar er höfuðborgin sameign íslendinga allra. Því má svo við bæta að skulda- bréfin mættu gjaman vera í hand- hægu formi þannig að þau gengju manna á milli og væra því aukið „peningamagn í umferð". Höfundur er einn afalþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks f Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.