Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 27 Guðspjall dagsins: Matt. 6.: Er þór biðjist fyrir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 ár- degis. Sunnudag: Barnasam- koma í Árbæjarkirkju kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Vænst þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Æskulýðsfélags- fundur í kirkjunni kl. 20.30. Þriðjudag: Fyrirbænastund í Ár- bæjarkirkju þriðjudag kl. 18. Mið- vikudag: Samvera eldra fólks í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 13.30. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessóknar í Ás- kirkju kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson pródikar. Sóknarprest- arnir báðir þjóna fyrir altari. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gfsli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Messa kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guömundsson. Fundur með foreldrum ferming- arbarna eftir messu. Félagsstarf eldri borgara miðvikudag kl. 13.30—17. Æskulýðsfélagsfund- ur miðvikudagskvöld. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Rætt verður um ferming- arundirbúning og ferminguna. Foreldrar fermingarbarna sér- staklega vænst. Kirkjufélágs- fundur verður í safnaðarheimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn velkomin. Egill og Ólafía. Sunnudag: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14 fellur niður vegna veikinda. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Æskulýðsfundur kl. 20.30 mánu- dagskvöld. Þriðjudag: Opið hús fyrir 12 ára börn kl. 17—18.30. Miðvikudag: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20.00. Sóknar- prestar. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Börn og foreldrar hvött til að fjölmenna. Guðs- þjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudag: Almenn samkoma kl. 20.30. UFMH. Föstudag: Æskulýðshópur Grensáskirkju kl. 17. Laugardag: Biblíulestur kl. 17 og bænastund kl. 10. Prest- arnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar- dag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Seldur verður léttur hádegisverður eftir messu. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Pétur Björgvin og Kristín. Há- messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jóns- son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknarprestar. HJALLAPRESTAKALL í KÓPA- VOGI: Barnasamkoma kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar, Digranesskóla. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Sólveig Einars- dóttir. Sóknarprestur. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma ( safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. María og Vilborg hafa umsjón. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 í upp- hafi alþjóðlegu bænavikunnar. Sóknarprestur safnaðarins þjón- ar fýrir altari. Lesarar eru: Daníel Glad frá Hvítasunnusöfnuðinum, Eric Guðmundsson frá aðventist- um og Signý Pálsdóttir frá kaþ- ólsku kirkjunni. Óskar Jónsson frá Hjálpræðishernum prédikar. Anne Marie og Harold Reinholdt- sen syngja tvísöng. Ungt fólk með hlutverk verður með sam- komu í Kópavogskirkju kl. 17. Sr. Árni Pálsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- leikari Pavel Smid. Sr. Cecil Har- aldsson. FRÍKIRKJUFÓLK: Barnaguðs- þjónusta verður kl. 11.00 sunnu- dag á Frakkastíg 6A. (Athugið breyttan stað.) Verðlaun veitt fyrir mætingu í haust. Guðspjallið útlistað í myndum, barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælis- börn boðin sérstaklega velkom- in. Matthías Kristiansen leikur undir sönginn á gítar. Sr. Gunnar Björnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Jón Stefánsson og Þór- hallur Heimisson sjá um stund- ina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Sameigin- leg guðsþjónusta Ás- og Laugar- nessókna verður í Áskirkju kl. 14. Sr. Jón D. Hróbjartsson prédlkar sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Þriðjudag 17. jan.: Opið hús í safnaðarheimil- inu hjá Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20—22. Fimmtudag 19. jan.: Kyrrðar- stund í hádeginu. Altarisganga og fyrirbænir kl. 12.10. Hádegis- verður í safnaðarheimilinu kl. 17.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15. Aðal- heiður Þorsteinsdóttir og Ár- mann Kr. Einarsson segja frá og sýna myndir úr ferðum sínum. Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Munið kirkjubílinn. Húsið opnað kl. 10. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðs- starf fyrir 12 ára krakka kl. 18. Þriðjudag: Æskulýðsstarf fyrir 10 og 11 ára krakka kl. 17.30. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Þriðjudag og fimmtu- dag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Æsku- lýðsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 18.00. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Blásarakvartett leikur. Jónas Dagbjartsson leikur einleik á fiðlu. Organisti Jónas Þórir. Safnaðarprestur. KFUM OG KFUK: Samkoma Amtmannsstíg 2B -kl. 16.30. Gleði Guðs (Jes. 62, 1 .-5.) Ræðu- maður sr. Ólafur Jóhannsson. Barnasamkoma verður á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- kirkjuleg guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11. Brigadier Óskar Jónsson talar. Hjálpræðissam- koma kl. 16.30 í sal Hjálpræðis- hersins. Flokksforingjarnir tala og stjórna. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐASÓKN: Samkirkjuleg guðsþjónusta í Kapellu St. Jós- efssystra við Holtsbúð. Garða- kórinn syngur. Einsöngvari Svala Nielsen. Organisti Þröstur Eiríks- son. Prestur sr. Hjalti Þorkels- son. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐA- OG BESSASTAÐA- SÓKNIR: Guðsþjónusta í Víði- staðakirkju kl. 14. Eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir. Kaffiveitingar í safnaðarheimil- inu, Kirkjuhvoli, Garðabæ, að at- höfn lokinni. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Kirkjuskól- inn í dag, laugardag, kl. 11. Guðs- þjónusta sunnudag kl. 14 í sam- vinnu við Garða- og Álftanes- sóknir. Samvera fyrir eldri borg- ara í Kirkjuhvoli að lokinni guðs- þjónustu. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið sunnudagaskólabílinn. Sam- kirkjuleg guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjalti Þorkelsson prestur kaþ- ólskra prédikar. Organsisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN f HAFNARFIRÐI: Barnasamkoma kl. 14. Kristján Björnsson guðfræðingur prédik- ar. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Biblíulest- ur nk. miðvikudagskvöld kl. 20. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Org- anisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknar- prestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Örn Falkner. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Lestur nýrrar framhaldssögu hefst. Messa kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega boðið. Fundur verður um fermingardagana og fleira sem tengist fermingunni. Nk. þriöjudag kl. 20.30 verður kvöldguðsþjónusta með altaris- göngu. Beðið fyrir sjúkum. Kaffi og umræður að lokinni athöfninni í kirkjunni. Sr. Örn Bárður Jóns- son. HVALSNESKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 14. Barn veröur borið til skírnar. Organisti er Frank Herlufsen. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 14. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sókn- arprestur. AKRANESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Ein- arsson prófastur í Saurbæ pré- dikar. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Organisti Jón Olafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. Jón Ámason, Grinda- vík - Minning | Fæddur 25. desember 1924 Dáinn 5. janúar 1989 í dag er til moldar bonnn frá Grindavíkurkirkju Jón Ámason verkstjóri, Sunnubraut 3, Grindavík, en hann varð bráðkvadd- ur þann 5. janúar sl. Jón fæddist á jóladag, 25. desem- ber 1924, að Teigi í Þórkötlustaða- hverfí i Grindavík og var hann því nýlega orðinn 64 ára gamall. Jón ólst upp í glaðværum systk- inahópi en þau voru alls ellefu, hér upptalin í aldursröð: Margrét, dáin, bjó í Reykjavík. Vilborg, dáin, bjó í Keflavík. Dagmar, býr hér í Grindavík. Guðmundur, býr á Sel- fossi. Laufey, búsett í Reykjavík. Þorkell, býr í Grindavík. Jón, sem hér er kvaddur, bjó í Grindavík. Ármann, dó ungur. Unnur, býr á Selfossi. Magnús Vilberg, dó ung- ur. Ármann, býr hér í Grindavík. Foreldrar þeirra voru þau sæmdar- hjón Ingveldur Þorkelsdóttir frá Þorbjamarstöðum inni í Hraunum (skammt frá Álverinu) og Ámi Guðmundsson frá Klöpp í Grindavík. Ingveldur og Ámi bjuggu í Teigi hér í Grindavík allan sinn búskap, fyrst í litlu húsi er stóð skammt frá Klöpp. Þau hús em nú löngu horfin en voru skammt, austan við Buðl- ungu. Foreldrar Áma, Margrét Áma- dóttir og Guðmundur Jónsson, bjuggu í Klöpp og var aðeins steinsnar þaðan niður á kamp og í Buðlunguvör, sem var þá lending Þórkötlustaðamanna, að minnsta kosti þegar gott var í sjó. Þrauta- lending mun hafa verið úti í Þór- kötlustaðanesi, þar er síðar varð aðalvettvangur þeirra til sjósóknar í marga áratugi, 6g þar hóf Jón sína sjómennsku strax eftir ferm- inguna með föður sínum, Árna, en hann var formaður mjög lengi á opnum báti, svo sem þá tíðkaðist. Ámi lifír nú í hárri elli, 97 ára gamall, og dvelst á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ingveldur lést 21. jan- úar árið 1970. Þungur róður var á árunum fyrir stríð með svo stóran bamahóp, en róðurinn léttist, erþau komust á legg eitt af öðru, allt dugnaðarfólk. Jón var víkingur til allra verka svo af bar. Hann var hár maður vexti og gekk hvatlega fram alls staðar sem hann lagði hönd á plóg, og var svo meðan honum entist heilsa til, en hann átti við nokkra vanheilsu að stríða upp á síðkastið. Árið 1946, þann 14. desember, giftist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Kristbjörgu Gunnars- dóttur, frá Hæðarenda í Grindavík. Bjuggu þau allan sinn búskap hér í Grindavík, lengst af á Sunnubraut 3, að undanskildu einu ári, er þau bjuggu á Selfossi. Þau eignuðust 2 syni, sem báðir búa hér í Grindavík, en þeir eru: Margeir, Austurvegi 22, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur, og eiga þau 3 böm, og Ólafur Ægir, kvæntur Guðnýju Elíasdóttur en þau búa í Staðarvör 1. Guðný átti dóttur áður en þau giftust, og gekk Ólafur henni í föðurstað. Er nú sár harmur kveðinn að eftirlifandi eiginkonu, bömum, bamabömum og tengdadætmm. Sumrin 1951 og 1952 tók ég að mér að leggja vatnsveitu og láta bora fyrir vatni hér í Grindavík og þurfti að sprengja og rífa klappir með frumstæðum vinnubrögðum, jámkarli, haka og skóflu. Einn af þeim, sem hjá_ mér vom við það verk, var Jón Ámason. Þar sá ég hversu duglegur og ósérhlífínn hann var og verkið gekk vel undan honum. En fyrstu nánu kynni mín af Jóni vom árið 1954 og leiddu þau kynni til þess, að við áttum náið og gott samstarf í tuttugu og fímm ár. Jón var háseti hjá Sigurði Magn- ússyni á mb. Hrafni Sveinbjamar- syni árið 1954 og til 1957, en þá réðst hann sem verkstjóri til Þor- bjamar hf. en þar var ég einn af eigendum og framkvæmdastjóri. Á þessum ámm var oft mikið að gera, því vel aflaðist á vetrarvertíð- um og oft var langur vinnudagur. Var því oft margt fólk í vinnu hjá okkur Jóni, þetta 35-70 manns. Einkanlega var margmennt við síldarverkun á haustin. Þá var það svo, að sömu menn komu á vertíð ár eftir ár og unnu hjá okkur. Þess vom mörg dæmi, að þeir sömu kæmu 12-19 vertíðir og var oft góðra vina fundur er þeir komu eftir áramótin. Ég og fjölskylda mín eigum margar góðar minningar frá þessum ámm, tengdar Jóni og Lillu konu hans (en það er hún kölluð af kunningjum) og voru öll þau samskipti góð enda Jón mikið lipurmenni. Þótt mikið væri unnið á þessum ámm, þá kom það nú fyrir, að fólk lyfti sér upp, einkanlega að sumrinu til. Sumarið 1958 fóram við Jón og konur okkar í eftirminnilega ferð norður í land til Siglufjarðar, Akur- eyrar, Mývatns, Húsavíkur og víðar. Var þessarar ferðar oft minnst, enda þá öll ung og í blóma lífsins. En tíminn líður og árið 1975 um vorið skipti Jón um vinnu, eðlilega orðinn þreyttur á hinu umfangs- mikla og erilsama starfi. Hér í Grindavík var hann ætíð kallaður Jón verkstjóri og bar hann það með sóma. Jón hóf þá vinnu hjá olíufé- laginu Skeljungi, hér í Grindavík, en ekki var samskiptum okkar lok- ið, því nú afgreiddi hann olíu á skipin okkar og gerði það fram til hins síðasta dags. Nú að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Jóni fyrir góð kynni og trúmennsku í starfí og biðjum þess, að sá sem öllu ræður blessi og styrki þig Lilla mín og fjölskyldu þína í ykkar sorg. Tómas Þorvaldsson, Gnúpi, Grindavík. t Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES HAFSTEIN AGNARSSON, Álfheimum 72, verður jarðsunginn fró Fossvogskirkju mánudaginn 16. janúar kl 10.30. Þeim sem vildu minnast hins lótna er bent á Hjartavernd. Gunnar Hannesson, Slgurjóna Símonardóttir, Edda Hannesdóttlr, Garðar Sölvason, Guðrún Hannesdóttir, Hrafn Sigurðsson, Agnar Hannesson, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.