Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 5 Innlausn spariskírteina: Minna innleyst en búist var við Gagnrýni á eldvarnir Landspítalans: Hrein ósannindi — skil ekki hvað átt er við - segir Davíð Á. Gunnarsson for- stjóri Ríkisspítala „ÞETTA ERU hrein ósannindi, maður skilur ekki alveg hvað mennimir eiga við,“ sagði Davíð A. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítala, þegar hann var inntur álits á gagnrýni eldvarna- eftirlits og slökkviliðs vegna ónógra eldvarna á Landspítalan- um. Fulltrúar þessara stofnana hafa sagt eldvarnir Landspítala í óiestri þrátt fyrir athugasemdir í 20 ár. Davíð segir að undanfarin ár hafi mikið starf verið unnið við eld- vamir á Landspítalanum og miklu fé til þeirra varið. Árið 1987 hafí 15 milljónum króna verið varið til eldvama og 20 milljónum árið 1988 á Landspítalanum. Á verðlagi nú jafngildi þetta um 40 milljónum króna. „Alþingi og ríkisstjóm ákváðu sérstaka fjárveitingu til Ríkisspítala árin 1987 og 1988 í samræmi við þriggja ára eldvamaáætlun sem gerð hefur verið. Nú þegar er full- komið viðvömnarkerfí í nær allri aðalbyggingu Landspítalans og að auki í geðdeildarbyggingu. í nýrri hlutum spítalans, svo sem í K- byggingu og W-byggingu, em að auki úðunarkerfí," sagði Davíð. Hann tók sérstaklega fram að enn væri margt ógert sem varðar eldvamir í heild, „en framhald þeirra mála fer auðvitað eftir því hversu miklir peningar fást til þeirra mála,“ sagði Davíð Á. Gunn- arsson. Mikið enn óselt síðan í fyrra INNLAUSN spariskírteina ríkissjóðs, sem voru innleysan- leg frá og með 10. þessa mánað- ar, gengur frekar rólega, að sögn forsvarsmanna verðbréfa- markaða, sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Margir eigend- ur skírteina virðast vilja halda sig við spariskírteinin áfram og sækjast þá eftir II. flokki D síðan í fyrra, sem ber betri ávöxtun en nýútgefín bréf. Bankamir eiga enn talsvert óselt af þeim bréfum. Alls staðar þar sem Morgun- blaðið spurðist fyrir hafði verið minna um innlausn en búist var við, nema hjá Fjárfestingarfélag- inu þar sem innlausn var í svipuð- um farvegi og venjulega. Helstu skýringar á hve rólega gengur í innlausn spariskírtein- anna telja forsvarsmenn verð- bréfamarklaðanna vera, að fólk fer sér hægt og ígrundar vel þá kosti sem í boði eru, eða bíða átekta til að sjá hvetju fram vindur i vaxta- málum. „Fólk er einfaldlega svolí- tið ráðvillt í augnablikinu, vill doka við og sjá hvað er að gerast," sagði Haukur Þór Haraldsson hjá Landsbankanum. Friðrik Halldórsson hjá Verð- bréfamarkaði Útvegsbankans sagði að spariskírteini síðan í fyrra seldust, en ekki hin nýju sem bera lægri vexti. Hann sagði að fólk kvartaði undan að ekki væri hægt að fjárfesta í spariskírteinum til skemmri tíma en fímm ára. „Það vantar tilfinnanlega tveggja til þriggja ára bréf," sagði hann. Enn er allmikið óselt af fyrra árs skírteinum, sem bera 7,3% og 7% vexti, en hin nýju bera 7% og 6,8% vexti. Um áramót var um helmingur þeirra skírteina sem bankamir ábyrgðust að selja enn óseldur. Bankamir ábyrgðust að selja spariskírteini fyrir 2.970 milljónir króna fyrir áramót og keyptu því það sem óselt var um áramót, sem var um helmingur þeirrar upphæðar að sögn Hauks Þórs Haraldssonar. Koma þarf á sam- ræmdrí skráningu - segirJónSig- urðsson við- skiptaráðherra „Nauðsynlegt er að framkvæma betur ákvæði laga um skráningu hlutafélaga. Reyndar eru í frum- varpi til nýrra hlutafélagalaga, sem nú eru fyrir Alþingi, ákvæði sem herða á þessum kröfum að sumu leiti og draga úr öðrum þýðingarminni,“ sagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég get almennt tekið undir þau orð umboðsmanns Alþingis um að efla þurfí hlutafélagaskrána, en til þess þarf fé og aukið starfsfólk sem ekki hefur fengist til þessa," sagði Jón. Ráðherra sagðist vera að vinna að því að samræma skráningu á at- vinnurekstri og félögum sem nú færi fram á þremur stöðum hjá þvi opin- bera, það er að segja hjá hlutafélaga- skránni, í fyrirtækjaskrá Hagstof- unnar og hjá fírmaskráningu fógeta- embættanna. „Ég beitti mér fyrir því sem dómsmálaráðherra og þá einnig sem viðskiptaráðherra að tekið yrði upp samstarf um að koma á sam- ræmdri skráningu þama að stofni til. Ég vil sjá niðurstöðu úr því áður en menn fara að ákveða breytingar eða eflingu á hlutafélagaskránni. Verkefnið er vissulega samstarfs- verkefni þeirra ráðherra, sem fara með málefni þessarra stofnanna, það er mín dómsmálaráðherra og forsæt- isráðherra. Við höfum fyrst og fremst verið að athuga hvemig best megi stilla saman starfsemi þessarra skráningaraðila," sagði Jón. Guðrún Helgadóttir: Umboðsmaður á að haía mikil áhrif „UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur einungis ábendingarvald en ekki dómsvald, og þvi getur hann ekki þvingað neinn til neins. Ég tel hins vegar að hlusta beri gaum- gæfílega á það sem hann segir og ábendingar hans á að taka alvar- lega,“ segir Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Samgöngu- ráðuneytið ekki fallist á þá skoðun umboðsmanns Alþingis að reglugerð- arákvæði varðandi hámarksaldur leigubílstjóra eigi sér ekki stoð í lög- um. Guðrún Helgadóttir segir um þessa niðurstöðu að hún sé álitamál, þar sem samgönguraðherra hafi lýst því yfír að hann taki fullt mark á áliti umboðsmannsins, en ákveði samt að taka ekki tillit til þess. Hún segir að það vegi þungt ef umboðs- maður Alþingis telur að ekki hafi verið farið að lögum, og ráðuneytið ætti að kynna sér málið á nýjan leik og athuga hvort fyrri niðurstaða hafi verið rétt. „Umboðsmaðurinn á stöðu sinnar vegna að hafa mikil áhrif, og sem dæmi má nefna að hann sendi Al- þingi fyrir stuttu ítarlegt erindi þar sem hann benti á að mikið vantaði í íslenska löggjöf og jafnvel stjómar- skrána um vernd mannréttinda. Er- indið var að sjálfsögðu sent til ríkis- stjómarinnar, og forsætisráðherra lofaði að kanna þetta og þá að breyta lögum og stjómarskrá í samræmi við það. Umboðsmaðurinn bendir jafn- framt Alþingi á það til umfjöllunar ef hann tekur undir að einstaklingar séu beittir órétti og finnst þörf á lagabreytingu til að bæta úr því. Hann getur einnig ráðlagt einstakl- ingum að sækja rétt sinn til dóm- stóla ef hann er sannfærður um að viðkomandi séu beittir órétti," segir Guðrún Helgadóttir. Spáðu í kúlumar kannski brosir gæfan við þér Láttu vélina velja eða treystu á eigin tölur. Sumir nota afmælis- daga, aðra dreymir tölurnar. Kannski rætist stóri draumurinn þinn á laugardaginn. Þú gætir fengið milljónir. Svo getur bónustalan fært þér hundr- uð þúsunda. Mundu bara að vera með. Sjálfvirkur símsvari með upplýs- ingum um vinningstölur og upp- hæðir: 681511. íþróttamiðstöðinni Laugardal. Sími 91-685111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.