Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 17 Könnun á kostnaði við afborgunarviðskipti: Odýrasti kosturinn að fá bankalán og staðgreiða STARFSMENN verslana eru í mjög mörgum tilvikum ófærir um að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um kostnað við afborgunar- viðskipti sem verslanirnar bjóða. I könnun Verðlagsstofhunar á kostnaði neytenda vegna vörukaupa gegn gjaldfresti kom í ljós kostn- aðurinn er mjög breytilegur og að staðgeiðsluafsláttur veldur því að í felstum tilvikum er ódýrasti kosturinn fyrir neytendur að taka lán í viðskiptabönkunum og staðgreiða vöruna sem kaupa á. Dæmi var um að vara sem verðlögð var á 50 þúsund krónur gat kostað kaup- andann 45 þúsund krónur ef hann staðgreiddi hana en allt að 53 þúsund krónur auk vaxta ef keypt var gegn gjaldfresti. Verðlagsstofnun gerði könnun sína í 86 raftækja-, byggingavöru- og teppaverslunum í nóvembermán- uði. Athugað var hversu mikill kostnaður væri við greiðsluformin Euro-kredit, Visa-raðgreiðslur og skuldabréf. Miðað var við að 50 þúsund krónur væru fengnar að láni í sex mánuði og voru verslanir beðnar um að gefa upp kostnað viðskiptavina sinna vegna lánsins, svo sem lántökugjald, stimpilgjald og önnur þau gjöld sem leggjast við lánsupphæð. Einnig var athugað hvaða vextir voru í gildi, hver væri lágmarks útborgun sem hlutfall af vöruverði þegar um afborgunarvið- skipti væri að ræða og hámarks lánstími. Loks var athugað hvaða staðgreiðsluafsláttur væri veittur. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun segir að markmið könnun- arinnar hafi meðal annars verið að athuga hve góðar upplýsingar við- skiptavinum væru veittar í verslun- um um þann kostnað sem þeir bera þegar vörur eru keyptar gegn gjald- fresti. Hér á eftir fara helstu niður- stöður Verðlagsstofnunar: Upplýsingar ófullnægjandi í mörgum tilfellum voru upplýs- ingar starfsmanna um kostnað við afborgunarviðskiptin allsendis ófullnægjandi til þess að viðskipta- vinur gæti á nokkum hátt gert sér grein fyrir því hver kostnaður vegna lánsviðskiptanna væri, annar en vextir. Mjög algengt var einnig að verslanimar gæfu ekki upp vaxta- prósentuna. Starfsfólk Verðlags- stofnunar þurfti í mörgum tilvikum að fara oft í verslanir til þess að fá umbeðnar upplýsingar og þurfti afgreiðslufólk jafnvel að kalla til yfirmenn sína áður en svör vom gefin. í einni verslun þurfti fund um málið áður en unnt var að veita upplýsingar. Af svörum verslana má draga þá ályktun að sá sem kemur í verslun fær í fæstum tilfell- um þau svör sem nauðsynleg eru til þess að hann geti gert sér grein fyrir þeim kostnaði sem hann kem- ur til með að bera vegna væntan- legra lánsviðskipta. Það er því ljóst að það ástand sem nú ríkir á lánamarkaði vegna vörukaupa neytenda skapar glund- roða og óvissu á markaðnum. Virð- ist augljóst að brýn þörf er á reglum um samræmda upplýsingamiðlun og vörukaup gegn gjaldfresti. Kostnaður breytilegur Algengasti staðgreiðsluafsláttur af vöru sem kostar 50 þúsund krón- ur er 5%, þannig að þá þegar er kominn fórnarkostnaður upp á 2.500 krónur þegar vara er keypt gegn gjaldfresti. í nokkrum tilvik- um er afsláttur af 50 þúsund kr. vörukaupum 10%, eða 5.000 kr., en dæmi eru um allt að 15% stað- greiðsluafslátt. Ef aðeins er tekið tillit til kostn- aðarliða, svo sem lántökugjalds og þess háttar, var algengt í könnun Verðlagsstofnunar að þeir næmu 0—3.000 kr., miðað við 50 þúsund kr. lánsviðskipti. Meðalkostnaður var um 1.500 krónur. Nokkrar verslanir gáfu upp að kostnaður væri enginn fyrir utan vexti, þann- ig að verslanimar taka sjálfar á sig þau gjöld sem greiðaþarf af skulda- bréfum eða víxlum. I einu slíku til- viki gaf verslun upp að hún gæfi 8% staðgreiðsluafslátt, þannig að kostnaður var í raun 4.000 fyrir utan vexti, við að fá vöruna á láns- viðskiptum í samanburði við að staðgreiða hana. Meðalkostnaður vegna lántöku- gjalds og þessháttar, samkvæmt svörum 65 verslana er eftirfarandi: A Eurokredit var kostnaðurinn á bilinu 0—3.000 kr. í 36 verslunum, eða 1.318,14 krónur að meðaltali. Á Visaraðgreiðslun var kostnaður- inn á bilinu 600—3.000 kr. í 41 verslun, eða 1.473,17 kr. að meðal- tali. Á skuldabréfum var kostnaður- inn á bilinu 0—2.840 kr. í 57 versl- unum, eða 1.559,35 krónur að með- altali. Að meðaltali er minnsti lán- tökukostnaðurinn á Eurokredit en mestur á skuldabréfum. Vextir hærri en í bönkunum Vextir sem verslanir gáfu upp vegna lána þeirra sem þær veita voru í mörgum tilvikum hærri en skuldabréfavextir viðskiptabank- anna voru á þeim tíma sem könnun- in var gerð. Vextir sem verslanimar gáfu upp voru 17—21% þegar vext- ir viðskiptabankanna voru 17—19%. Nokkurt rót var á fjármagnsmark- aðnum þegar könnunin var gerð og fóru vextir þá ört lækkandi sem að einhverju leyti kann að skýra ofan- greindan mismun. í fyrsta tölublaði þessa árs af Verðkönnun Verðlagsstofnunar er gerð nánari grein fyrir könnun stofnunarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Bólusett við flensunni á Borgarspítalanum i gær. 5000 bólueftiis- skammtar á leiðinm MIKIÐ var um að fólk pantaði bólusetningu gegn inflúensu í gær, og á Borgarspítalanum urðu menn uppiskroppa með bóluefni. Von er á 5.000 skömmtum af bóluefni til landsins eftir helgina, og að sögn Skúla G. Johnsen borgar- læknis er þeim tilmælum beint til lækna að þeim verði varið til að bólusetja þá, sein af ein- hveijum sökum eru veikari fyrir en aðrir, til dæmis aldr- aða. 32.000 skammtar voru gefnir fyrir jól við inflúensunni. Það þykir heldur seint að láta bólu- setja sig núna við flensunni, sem er á ferðinni. Fólki, sem þess óskar er þó gefinn kostur á þvi. Borgarlæknir sagði ýmsa ann- marka á því að bólusetja mikið af fólki þegar faraldur væri haf- inn, meðal annars vegna þess að öll skipulagning væri mjög erfið. Steingrímur Hermannsson um hagræðingu í heilbrigðiskerfínu: Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík einn mögiileikinn Seðlabankanum á að gefa tvímælalausa heimild til að ákveða hámarks- vexti, sagði forsætisráðherra á fimdi um atvinnu- og efhahagsmál „EINN möguleiki á sparnaði í heilbrigðiskerfinu er að sameina sjúkrahúsin þrjú i Reykjavík, til að ná sem mestri hagræðingu. Ég held líka að við verðum að hverfa frá því að byggja mjög dýra sjúkraaðstöðu, í hverju ein- asta sveitarfélagi, sem oft nýtist fyrst og fremst fyrir langlegu- sjúklinga," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks- ins, á fiindi sem hann hélt í Reykjavík á fimmtudag um at- vinnu- og efiiahagsmál. Fundur- inn var sá fyrsti af átta, sem hann hyggst halda í kjördæmum landsins á næstunni. Á fundinum fjallaði Steingrímur um erfíðleika í efnahag þjóðarinn- ar. Hann sagði femt hafa farið úrskeiðis. Ríkissjóður hefði verið rekinn með halla á þenslutímum, mikil verðbólga hefði brennt upp verðmæti, fjárfestingar verið allt of miklar og loks hefði verið fylgt rangri stefnu í peningamálum. Um fyrsta atriðið, hallann á ríkis- sjóði, sagði Steingrímur, að þessi rikisstjóm hefði sett sér það mark- mið að hafa hallalausan ríkisbú- skap. „Hækkun skatta var nauð- synleg til að svo mætti verða. Vilj- um við skera svo niður velferðar- kerfíð að þar megi spara verulegt fjármagn?“ spurði hann. „Ég held Hluti gesta á fundi Steingríms Hermannssonar um atvinnu- og efnahagsmál. Morgunblaðið/Ámi Sæberg að við getum verið ánægð með okk- ar velferðarkerfí, sem stuðlar að minnsta kosti að því að tryggja nokkum jöfnuð í þjóðfélaginu. Það þarf að vísu að gera verulegar til- færslur í okkar velferðarkerfi. Það á að draga úr aðstoð við ýmsa og auka hana við aðra. Og ef á að ná spamaði í sjúkrahúsarekstri þarf að gjörbreyta því kerfi sem við höf- um byggt á. Ég er sjálfur sannfærð- ur um að sameina eigi sjúkrahúsin í Reykjavík og ég held að við verð- um að hverfa frá því að byggja mjög dýra sjúkraaðstöðu í hvetju einasta sveitarfélagi, sem oft nýtist fyrst og fremst fyrir langlegusjúkl- inga, sem alls ekki þurfa á mjög dýrum skurðstofum að halda." Steingrímur ræddi um Atvinnu- tryggingasjóð og sagði að miklu moldviðri hefði verið þyrlað upp um hann. Deilt hefði verið um ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. „í fmm- varpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að Byggðastofnun taki við þessari starfsemi og Byggðastofnun er með mjög tvímælalausa ríkisábyrgð. Ríkis- stjómin mun engu að síður skoða þetta mál á þriðjudaginn og ég geri ráð fyrir að einhver breyting verði gerð sem hreinsar þetta og að það komi yfirlýsing sem vonandi eyðir allri tortryggni," sagði forsæt- isráðherra. Steingrímur sagði að enginn árangur myndi nást í baráttunni við efnahagsvandann nema tekið yrði á fjármagnskostnaði. „Það á að gefa Seðlabankanum tvímæla- lausa heimild til að ákveða hám- arksvexti, eins og hann hafði,“ sagði hann. Steingrímur bætti því við að endurvekja þyrfti okurlögin, enda væri krafa um 18% ávöxtun á fjármagn, eins og hann þekkti dæmi um að banki hefði gert, ekk- ert annað en okur. „Ég er líka þeirr- ar skoðunar að það eigi að þvinga fram hagræðingu í bankakerfinu." A GJAFAVORUM HIW ENGJATEIGI 9 - SÍMI 689155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.