Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR ,14. JANÚAR 1989
Lönd sem gætu framleitt efnavopn
Ekki er vitaB me5 vissu hversu mörg ríki hafa yfir efnavopnum aö
ráöa. Pó er vitaö um fimm ríki, sem eiga örugglega slík vopn:
Bandaríkin, Sovétríkin, íran, írak og Víetnam. Taliö er aö 14 ríkí til
viðbótar gætu átt efnavopn.
§13 Talin geta framleitt efnavopn
Eiga efnavopn
Japan
Frakkl.
: Sviss^í
irtand—Sd
Ísrael-LÁ/
N. Kórea
S. Kórea’
Búrmá
Tœland
Argentfna
Heimildir: Bandarfska utanrikisráöunoýtiö öfj ___/
ýmsar skýrslur t?::-
Reuter
Kista með jarðneskum leifum bandarísks flugmanns, sem skotinn var niður yfir Líbýu í loftárás á Libýu
1986, var borin út úr líbýskri flugvél í R6m í gær. Fulltrúar Páfagarðs, sem höfðu milligöngu um af-
hendingu líksins, tóku við kistunni og munum úr eigu flugmannsins.
Efhavopn 1 Líbýu:
Símahleranir sönnuðu
vestur-þýska hlutdeild
BANDARÍSKA leyniþjónustan
fékk sannanir fyrir hlutdeild
vestur-þýskra fyrirtækja í bygg-
ingu meintrar efnavopnaverk-
smiðju í Líbýu með þvi að hlera
símtöl, að sögn bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC. Ger-
hard Stoltenberg, Qármálaráð-
herra Vestur-Þýskalands, er í
heimsókn í Washington og segir
hann vestur-þýsku stjórnina hafa
undir höndum visbendingar um
þátt þýsku fyrirtækjanna en eng-
ar sannanir enn sem komið væri.
Hann sagði þessar vísbendingar
ekki frá Bandaríkjamönnum
komnar.
A®C-stöðin segist hafa komist
að því að bandaríska leyniþjón-
ustan hafi orðið sannfærð um
það fyrir hálfu öðru ári að Líbýu-
menn væru að heija framleiðslu
efnavopna. Komið hefði í ljós að
Líbýumenn hefðu komist yfír
ákveðin efnasambönd er hentuðu
til slíkrar framleiðslu. í águst á
síðasta ári hefðu Libýumenn
hringt til vestur-þýsku fyrirtækj-
anna til að biðja um sérþjálfaðan
hóp manna er gæti þrifíð til eft-
ir óhapp sem varð í verksmiðj-
unni er þar voru gerðar tilraunir
með vopnin. Leyniþjónustumenn-
imir hleruðu símtölin, m.a. milli
Líbýumanna og vestur-þýska
fyrirtækisins Imhausen-Chemie
en ráðgjafar þess og verkfræð-
ingar hönnuðu byggingu verk-
smiðjunnar. Imhausen neitar enn
sem fyrr ásökunum Bandaríkja-
manna.
Talsmenn bandarískra yfir-
valda segja að sérfræðingahópur
á vegum vestur-þýsku stjómar-
innar fái í hendur sönnunargögn
af ýmsu tagi þ.á m. upplýsingar
frá gervihnöttum og skýrslur
fólks sem starfað hefur í líbýsku
verksmiðjunni.
Þríhliða kjara-
viðræður hefjast
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞRÍHLIÐA viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins um kjara-
samninga tíl tveggja ára hófúst í dag. Er hér um að ræða undir-
búningsviðræður, sem fram fara, þegar samningstímabil er hálfn-
að.
lagði Schliiter fram tillögu um 10%
launalækkun gegn því, að ríkis-
stjómin lækkaði skatta sem því
næmi. Tillagan hefur víðast hlotið
mjög dræmar undirtektir, bæði á
pólitískum vettvangi og meðal
vinnuveitenda og launþega.
Vinnuveitendum og verktökum
í málmsmíðaiðnaði hafa borist
launakröfur málmsmiða og iðn-
verkafólks og hljóða þær upp á
10% launahækkun. Vinnuveitend-
ur hafa þegar vísað kröfunum á
bug á þeim forsendum, að þær séu
óraunhæfar.
Skýrsla um launaþróun í sam-
keppnislöndum Dana verður ör-
ugglega þung á metaskálunum í
samningaviðræðunum að þessu
sinni. Skýrsluna gerðu sérfræðing-
ar á vegum danska alþýðusam-
bandsins, vinnuveitendasam-
bandsins og fjármálaráðuneytis-
ins. Samkvæmt niðurstöðum
hennar hækka laun í samkeppni-
slöndunum um 4,8% á þessu ári
og 5,1% á árinu 1990.
Formaður alþýðusambandsins,
Finn Thorgrimson, segir, að þá
hljóti einnig að vera svigrúm til
launahækkana í Danmörku, og
nefnir 3-4% sem lágmarkshækk-
un.
Samningaviðræðumar fara
fram í ljósi þess, sem Poul Schliit-
er forsætisráðherra sagði í nýárs-
ræðu sinni — að ekkert svigrúm
yrði til launahækkana eða stytt-
ingar vinnutíma að sinni. Seinna
KHTN
Afganistan-stríðið:
Ovænt ferð Edúard She-
vardnadze til Kabúl
Moskvu. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, ut-
anrfldsráðherra Sovétríkjanna
fór í gær í óvænta heimsókn til
Kabúl, höfúðborgar Afganistans,
að sögn sovésku TASS-frétta-
stofúnnar er ekki lét þess getið
hver ástæðan væri. Eftir mánuð
eiga Sovétmenn að hafa lokið við
brottflutning hetja sinna frá
landinu samkvæmt ákvæðum
friðarsamnings sem gerður var
í Genf.
Aðstoðarráðherra utanríkismála,
Vladímír Petrovskíj, sagði á frétta-
mannafundi í gær að Sovétmenn
myndu standa við öll ákvæði fríðar-
samningsins. Fyrr í vikunni sagði
sendiherra landsins í Kabúl, Júlíj
Vorontsov, að svo gæti farið að
ekki yrði hægt að standa við tíma-
setningu brottflutnings heijanna.
Vorontsov hefur að undanfömu
átt fundi með fulltrúum skæmliða
og Zahir Shah, fyrrum konungi
landsins, í von um að ná samkomu-
Iagi um samsteypustjóm í Afganist-
an. Síðastliðinn mánudag slitu
skæruliðar öllum viðræðum við Sov-
étmenn og sögðu að þær yrðu ekki
teknar upp aftur fyrr en allt sov-
éskt lið væri á brott.
TASS hafði eftir afgönsku frétta-
stofunni Bakhtar að hersveitir Kab-
úlstjómarinnar gerðu nú gagnáras-
ir á skæruliða er sætu fyrir flutn-
ingabflum á leið til höfuðborgarinn-
ar. Fréttastofan sagði að skæruliðar
biðu átekta í þorpum nálægt helstu
flutningaleiðum og íbúar þorpanna
lentu milli tveggja elda er stjómar-
liðar gerðu gagnárásir sínar.
Tékkóslóvakía:
Píslardauða Jans
Palachs minnst
TÉKKNESKI kommúnistaflokkurinn sakaði á fimmtudag andófs-
menn um að standa að baki nafnlausum sjálfsmorðshótunum sem
tveimur forkólfúm mannréttindasamtakanna Charta 77, stofiiand-
anum Vaclev Havel og talsmanni samtakanna, Dönu Nemcova,
hafa borist. í bréfi sem þeim barst á mánudag sagðist námsmað-
ur ætla að kveikja í sér næstkomandi sunnudag til að minnast
þess að þá eru 20 ár liðin frá því að heimspekineminn Jan Palach
kveikti í sér á torgi í Prag til að mótmæla innrás Sovétmanna i
Tékkóslóvakíu 1968.
Havel og Nemcova mæltu bæði
eindregið gegn því að mótmæ-
lendur gripu til sjálfsmorða. Ha-
vel kvaðst taka hótunina alvarlega
og vildi hann ekki útiloka að hún
væri runnin undan rifjum and-
stæðinga mannréttindasamta-
kanna sem vildu með þessum
hætti kasta rýrð á þau.
Stjómvöld hafa bannað sam-
komu andófsmanna á sunnudag
en talsmenn þeirra kveðast engu
að síður ætla að koma saman til
að minnast Palachs.
„Til eru menn, einkum á meðal
hinna svonefndu andófshópa, sem
hóta því að hættulegur atburður
sem átti sér stað fyrir 20 árum
verði endurtekinn. Þeir gera sér
augljóslega ekki grein fyrir
ábyrgðinni sem á þeim hvílir,"
sagði í grein dagblaðs kommúni-
staflokksins, Rude Pravo.
Jan Palach, tvítugur heimspeki-
nemi, vætti föt sín í bensíni og
kveikti í sér á Wenceslas-torgi í
Prag 16. janúar 1969. Hann lést
þremur dögum síðar og í frakka
Danmörk:
hans fundust skilaboð þar sem
hann kvaðst fara fyrir hópi manna
sem hefðu heitið því að brenna
sig lifandi ef ritfrelsi, sem afnum-
ið var í kjölfar innrásar Sovét-
manna í ágúst 1968, yrði ekki
komið á að nýju.
Samtökin Charta 77 hafa
skipulagt göngu að fæðingarstað
Palachs í Vsetaty, um 30 km norð-
an við Prag. Yfirvöld í Vsetaty
höfnuðu beiðni samtakanna um
að koma minnisskildi fyrir á hús-
inu sem Palach fæddist í. Á skild-
inum átti að vera dauðagríma
Palachs en lögreglan gerði hana
upptæka á heimili myndhöggvara
í Prag á miðvikudag.
Jarðneskar leifar Palachs voru
í Olsany kirkjugarðinum í Prag
allt fram til ársins 1972 én þá
voru þær fluttar í kirkjugarðinn
í Vsetaty. Leiði hans varð helgur
staður stjómarandstæðinga sem
andvígir voru harðlínumönnum
sem tóku við völdum þegar Alex-
ander Dubcek var vikið frá í aprfl
1969.
TJöfóar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
nýtt símanúmer
orruniimnniii 680300
STEYPUSTOÐINm heilsteypt fyrirtæki
afgreiösla/verkstjórn 674001
674031
rannsóknarstofa 674065
verkstæði 674135