Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1989 Ríkisstjórn Bush Georgs Bush, sem sver embŒUIseiB torseta Bandariklanna á föstudag, hefur tllnefnt eftlrfarandi ráöhsrra f stjóm sfna. Elnnjg sést meó hvaöa máiaflokka þeirfara. . Landbúnaóarmál Húsnæóismál og sklpulag borga 4sck Ksmp | 0, Yt Jarnes Baker J Vlóskiptamál R. Mosbacher FJármál 1 Samgöngumál S. Skinner Atvlnnumál JohnTower Orkumál James Watklne J Heilbrig&lsmál Louls Sulllvan fHHWíill J Málefnl fyrrum hermanna EDerwinskl □ Menntamál L. F. Cavazos J Innanrfkismál Manuei Lujan FJ'ögurra flokka stjóm mynduð í Færeyium Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝ landstjóm var mynduð í Færeyjum á fimmtudagskvöld. Líklegast er talið að Jogvan Sundstein úr Fólkaflokknum verði lögmaður eða í forsæti fyrir nýju stjórninni, sem mynduð er af þremur borgaralegum flokkum og Þjóðveidisflokknum, sem talinn er vera vinstra megin við Jafnaðarmannaflokkinn, flokk Atla Dams, fráfarandi lögmanns. Eftir næstum tveggja sólarhringa linnulausar viðræður skrifuðu fulltrúar fjórflokkanna, sem stóðu að stjórnarmyndunarviðræðunum, undir Qög- urra ára samstar&samning. Flokkamir fjórir sem að nýju stjóminni standa leggja allir áherslu á aukið sjálfstæði Færeyja. Því er sagt, að svokölluð sjálfstjómar-Iand- stjóm verði við völd í Færeyjum næstu Ijögur árin. Fjórflokkamir — Þjóðveldisflokkurinn, Sjálfstýris- flokkurinn, Fólkaflokkurinn og Kisti- legi fólkaflokkurinn — vilja allir auka stjálfstjóm Færeyja. Þó er ekki ætl- unin að ijúfa sambandið við Dan- mörku á kjörtímabilinu. Eitt af stefnumálum nýju stjómar- innar er að Færeyingar haldi áfram umdeildum veiðum undan strönd Namibíu og ætlar hún að kanna framhald þeirra í samvinnu við Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Dana. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjómarinnar, hefur harðlega gagnrýnt þessar veiðar Færeyinga og sett stöðvun þeirra sem skilyrði fyrir frekari færeysk- grænlenskri samvinnu í fiskveiðimál- um. Jogvan Sundstein segist vilja ræða þessi mál við Motzfeldt og fá botn í þau. „Færeyingar verða nú að gæta ýtrustu sparsemi," sagði Signar Hansen, fulltrúi Þjóðveldisflokksins í samningaviðræðunum. „Við höfum markað efnahagsstefnu, sem fólk á eftir að finna fyrir. Við höfum einnig ákveðið að fylgja strangri stefnu í fískveiðimálum og þess vegna er alls ekki víst, að skipin fái að veiða eins mikið og áður.“ Nýja samsteypustjómin hefur 18 af 32 lögþingsmönnum á bak við sig. Lögþingið velur landstjómina, en gærdagurinn, föstudagurinn 13. jan- - úar, þótti ekki til þess fallinn; stjóm- málamenn em hjátrúarfullir ekki síður en aðrir. Þess vegna þykir líklegt, að stjómarmyndunin hljóti staðfestingu í dag, laugardag. Þegar skrifað hafði verið undir samstarfssamninginn á fimmtudags- kvöldið, var Jafnaðarmannaflokkur- inn með Atla Dam í broddi fylkingar þar með kominn í stjómarandstöðu ásamt Sambandsflokknum. Fransk-þýska herfylkið geng- ur fylktu liði í fyrsta sinn Boeblingen. Reuter. FRANSK-þýska herfylkið, fyrsta sameiginlega hersveit tveggja Vestur-Evrópuríkja, gekk í fyrsta sinn fylktu liði í vestur- þýska bænum Boeblingen i gær, hartnær tveimur mánuðum seinna en fyrirhugað var i upp- hafi. Fyrstu göngu herfylkisins var frestað í nóvember vegna hríðar og hlaut það því uppnefnið „blíðuher- fylkið" í vestur-þýskum blöðum. í þetta sinn gengu liðsmenn herfylk- isins fylktu liði í glaða sólskini og Vilia ekki Amín Unkftr. Rpwtrr. Dakar. Reuter. SÁDI-Arabar hafa neitað að taka aftur við Idi Amfn, fyrrum einræð- isherra Úganda, sem vísað var úr landi i Zaire í fyrradag, en þangað kom hann um siðustu helgi frá Sádi-Arabíu á fölsuðu vegabréfi. Útvarpið í Dakar, höfuðborg Senegal, sagði í gær, að Amín hefði komið þangað til lands með flugvél frá Zaire en ekki fengið að fara um borð í flugvél frá Sádi-Arabíu þar sem Sádar hefðu bannað harðstjór- anum fyrrverandi að koma þangað. Að sögn útvarpsins fór Amín aftur með flugvél þeirri, sem hann hafði komið með frá Zaire. Var talið að hún færi með hann aftur þangað. léku lúðrasveitir þjóðsöngva beggja rflqanna. Franskir og vestur-þýskir her- menn starfa saman í herfylkinu og verða þeir alls 4.200 árið 1990. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, og Francois Mitterrand Frakklandsforseti lýstu yfir stofnun herfylkisins fyrir ári þegar minnst var afmælis samnings, sem ríkin gerðu fyrir 25 árum. Samvinna rílq'anna hefur aukist mjög síðan heimsstyijöldinni síðari lauk. Frönsku- og þýskukennsla fer fram í herfylkinu og hafa foringjar þess lagt til að hermennimir tali sín á milli frönsku eina vikuna og þýsku þá næstu. Alexander Wester- mann, talsmaður herfylkisins, sagði að engin samskiptavandamál hefðu komið upp til þessa í fylkinu. Reuter Ein af þremur frönsku konunum í fransk-þýska herfylkinu ásamt vestur-þýskum hermanni meðan hlé var gert á liðskönnunun í gær. Fransk-þýska herfylkið gekk þá í fyrsta skipti fylktu liði í vestur- þýskum bæ. Eftiahagslegt hrun blasir við sósíalismanum í Nicaragua Managua. Reuter. ÞÆR sósíalisku hugsjónir, sem byltingin i Nicaragua á árinu 1979 sótti styrk sinn til, virðast nú eiga í vök að veijast og það eru ekki skæruliðar studdir Bandaríkjamönnum, sem ógna þeim fyrst og fremst, heldur efhahagsástandið i landinu. Á síðastliðnu ári var verðbólgan mánaðarlaun margra eru ekki í Nicaragua 20.700% og segja efna- hagssérfræðingar ríkisstjómarinn- ar, að á sama tíma hafi þjóðarfram- leiðslan minnkað um 10% og engin batamerki sjáanleg. Stjómvöld hafa fallið að mestu frá áætlunum um réttlátari skjptingu þjóðarauðs- ins, bætta menntun og heilsugæslu og hafa í þess stað gripið til harka- legra efnahagsráðstafana, sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn væri full- sæmdur af. Margvíslegar niðurgreiðslur, sem áttu að bæta kjör fátækling- anna, hafa verið afnumdar og launahækkanir eru langtum minni en nemur verðbólguvextinum. Markaðsöflin láta æ meira til sín taka í þessu sósíalfska hagkerfi. Nú í janúarbyijun var strætis- vagnafargjald í Managua, höfuð- borginni, hækkað úr hálfum cordoba í 100 cordoba og þótt það jafngildi nú aðeins tæplega einni ísl. kr. þá er þess að gæta, að nema um 480 ísl. kr. „Þegar Ronald Reagan lætur nú af embætti Bandaríkjaforseta hafa sandinistar enn völdin örugglega í sínum höndum en samt má segja, að hann hafi sigrað þá,“ sagði stjómarerindreki frá einu Suður- Ameríkuríkjanna. „Þeir em búnir að kasta fyrir róða mörgum af sínum vinstrisinnuðu stefnumálum, að minnsta kosti um næstu framtíð." Ortega kennir Bandaríkjamönnum um Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, kennir Bandarflqamönnum og skæmliðum um ófarimar, við- skiptabanni Bandarflqanna og felli- bylnum Joan í október sl. A þeim átta ámm, sem stríðið stóð, féllu um 40.000 manns en í mars í fyrra var loks samið vopnahlé. Þótt nú hafi verið að mestu friður í landinu Daniel Ortega í tæpt ár hefur engin breyting orð- ið til batnaðar í efnahagsmálunum og segja skæmliðar og stjómar- andstaðan í landinu, að það sýni ljóslega, að ófremdarástandið stafi fyrst og fremst af stefnu stjóm- valda sjálfra. „Efnahagshmnið stafar ekki af átökunum í landinu, heldur af stjómmálalegu og stjómunarlegu getuleysi sandinista," sagði Roger Guevara, framkvæmdastjóri Lýð- ræðisbandalagsins, sem er samtök ýmissa stjómarandstöðuhópa. Gue- vara, sem var í fangelsi í nokkra mánuði í fyrra ásamt 37 stjómar- andstæðingum öðmm, spáði því, að sandinistar fyndu upp „nýja drauga á þessu ári til að afsaka ástandið" og takmarka enn frekar athafnafrelsi stjómarandstöðunn- ar. Ekki hefur orðið vart mikillar ókyrrðar í landinu þrátt fyrir kreppuna, sem hefur valdið því, að þjóðartekjur á mann em nú komn- ar niður í það, sem þær vom á §órða og fimmta áratug þessarar aldar. Talið er hins vegar, að af 3,5 milljónum íbúa I Nicaragua hafí 500.000 flúið land frá árinu 1979. í nýársávarpi sínu kvaðst Ortega ábyrgjast áframhaldandi niður- greiðslur á ýmsum nauðsynjum, t.d. á baunum, hrísgijónum og sykri, og þá aðeins fyrir ríkisstarfs- menn en sagði, að þær yrðu hins vegar afnumdar af mörgum öðmm vömtegundum. Þá tilkynnti hann einnig aðgerðir til að laga þá furðu- legu verðbrenglun, sem átt hefur sér stað í landinu og lýsir sér best í því, að vatnsmelónusneið kostar meira en bensíngallonið, 4,5 lftrar. Þá verður gengi cordobans lagfært og verður verðgildi hans gagnvart dollara ekki nema 0,003% af því, sem það var fyrir aðeins einu ári. Verðbólga 250.000% miðað við desember Stjómvöld segjast ekki ætla að mæta fjárlagahallanum með auk- inni seðlaprentun og ríkisfyrirtæki eiga að draga saman seglin og herinn mest en framlög til hans verða skorin niður um 29%. Samtök hagfræðinga f Nic- aragua, sem er félagsskapur hlynntur stjómvöldum, segja, að á síðasta ári hafi verðbólgan rýrt kaupmátt meðallauna um 85%. í febrúar í fyrra var verðbólgan mið- að við heilt ár um 2.000% en ef verðbólgan í desember sl. er höfð til viðmiðunar og ekkert verður að gert, þá mun hún verða 250.000% á einu ári. Erlendar skuldir sandinista- stjómarinnar nema nú sex milljörð- um dollara og efnahagslífið hefur í raun lengi gengið fyrir lánum og gjöfum, aðallega frá Sovétríkjun- um og öðrum kommúnistaríkjum. Á síðasta ári nam verðmæti helstu útflutningsvaranna, kaffis, bað- mullar og sykur, 233 milljónum dollara en flutt var inn fyrir 850 milljónir dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.