Morgunblaðið - 21.01.1989, Síða 12
12
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21.' JANÚAR 1989
Allt að 80% afsláttur
Tískufatnaður • vinnufatnaður • barna- og
unglingafatnaður • sængur, koddar • sæng-
urverasett •fóðraðir og ófóðraðir jogginggall-
ar • barnaúlpur • skíðasamfestingar • metravara • snyrtivörur
• skartgripir • gafavara • garn og prjónavörur • gallabuxur •
skór • og margt margt fleira. Fjöldi góðra fyrirtækja á aðild að
RISAútsölumarkaðnum. Eingöngu vandaðar vörur í boði, á
stórlækkuðu verði. Nú er tækifæri, sem seint bíðst aftur, til að
gera góð kaup. Allt á að seljast! Við höfum
opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12:00 til
18:00 og á laugardögum frá 10:00 til 16:00.
RISAÚTSÖLUMARKADURinini
Bíldshöfða 10 (þessi með stjörnunni)
DVERGSMOFDI
VAGNHÖFOI
TANGARMOFDI
BILDSMOFDI
VESTURLANDSVEGUR
Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands:
Með eigin
augum
Frá vetrarsólstöðum hefur
Náttúruvemdarfélagið verið að
móta starfsemi sína fram á vor
en hún mun beinast að því eins
og áður, að vekja athygli á ýmsu
sem snertir náttúmvemdar- og
umhverfísmál á Suðvesturlandi.
Hluti af þessari starfsemi hefur
þegar litið dagsins ljós í tveim
skoðunarferðum sem félagið fór
sl. laugardag og sunnudagsmorg-
un.
Að fenginni reynslu í og eftir
þær ferðir hefur stjóm félagsins
ákveðið að nefna þennan hluta
starfsemi sinnar: „Með eigin aug-
um.“ Eins og nafinið bendir til er
ætlunin að þátttakendur í því sem
félagið stendur að undir þessu
kjörorði, fái tækifæri til að kynn-
ast á vettvangi málum og málefn-
um sem snerta náttúruna og hið
manngerða umhverfí.
Þá verður bent á hvar nánari
upplýsingar og fróðleik er að fínna
um það, sem fjallað er hveiju sinni.
Stjóm félagsins telur að þátt-
taka einstaklinga og fjölskyldna í
mótun náttúruvemdar og um-
hverfísmála sé nauðsynleg. En til
að hlutlægt mat almennings náist
þarf breyttar kynninga- og
fræðsluaðferðir og aukna aðstoð
við einstaklinginn við að tileinka
sér það fræðsluefni sem í boði er
og vekur athygli hans.
Gufunes
Vettvangsferð í dag.
Náttúruvemdarfélagið fer í dag,
laugardag, vettvangsferð upp í
Gufunes kl. 13.30. Við Gufunes-
bæinn munu fulltrúar frá hreinsun-
ardeild borgarinnar útskýra hvemig
urðun sorps fer fram, hvað það er
sem hennt er á haugana og hvert
magnið er. Farin verður örstutt
gönguferð til að skýra þetta nánar.
Þá verður rætt um hvað er til ráða
til að minnka sorpmagnið sem berst
til urðunar. En á Suðvesturlandi er
verið að endurskipuleggja sorpeyð-
ingarmálin.
Sorpeyðing, skolphreinsun og
lofthreinsun eru ein erfíðustu
vandamál nútímans. Vettvangs-
ferðin tekur um eina og hálfa
klukkustund. Öllum er heimil þátt-
taka. Ekkert þátttökugjald.
Elliðaárdalur
Gönguferð á sunnudagsmorgun.
Á morgun, sunnudag, kl. 10.00
ferð Náttúruvemdarfélagið í stutta
gönguferð um Elliðaárdal og Elliða-
árhólma. Lagt verður af stað í birt-
ingu frá Árbæjarsafni og gengin
hringferð um dalinn og hólmana.
Ferðin tekur um eina og hálfan
tíma. Takið bömin með. Ekkert
þátttökugjald.
Tilgangur ferðarinnar er að
kynna hvað þessi skemmtilega
gönguleið hefur upp á að bjóða.
En auk þess að afla sér fróðleiks
um svæðið, munu þátttakendur
njóta hressandi og ánægjulegrar
útveru og umræðna í hópi sam-
ferðamanna. -
(Frá NVSV)
MYNDAMÓT HF