Morgunblaðið - 21.01.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989
Lánasjóður íslenskra námsmanna;
Ráðherra vill afsögn
þriggja stjómarmanna
Menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, hefur farið þess á leit
við formann Lánasjóðs fslenskra
námsmanna, Sigurbjöm Magnús-
son, að hann segi af sér sem sjóðs-
sfjórnarformaður. Auk þess er
það vilji ráðherra að tveir aðrir
fulltrúar f stjórn LÍN segi af sér
sfjóraarstörfiim. Þessir þrír full-
trúar tóku allir sæti í stjóra LÍN
í sfjóminni. Sigurbjöm sagði að svip-
aðar aðstæður væm í fjölda annarra
stofnanna. Stjómir þeirra skömðust
á við líftíma ríkisstjóma. „Ef við
segjum af okkur í stjóm sjóðsins nú
og Svavar Gestsson skipar þrjá al-
þýðubandalagsmenn í staðinn fyrir
okkur, þá höfum við enga tryggingu
fyrir því að þeir hætti í sjóðnum ef
núverandi ríkissfjóm hrökklast frá á
miðju tímabili. Ef ráðherrann vill
breyta þessu, þá verður hann einfald-
lega að flytja um málið lagabreytingu
og þarf þá eitt yfir alla að ganga í
þeim efnum," sagði Sigurbjöm að
lokum.
77,5 millj. kr. tekjuafgangur af LIN:
Eðlilegt að nota óráðstafað
fé til að minnka skuldirnar
- segir Sigurbjörn Magnússon stj órnarformaður
árið 1986 og voru skipaðir f stjóra-
ina f tíð Birgis ísleifs Gunnarsson-
ar, þáverandi menntamálaráð-
herra.
Sigurbjöm Magnússon formaður
stjómar LÍN sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði átt fund
með ráðherra skömmu eftir áramót
þar sem þessi vilji ráðherrans hefði
komið fram. „Ráðherrann fór fram
á þetta þar sem hann taldi að til
árekstra gæti komið með okkur. Ég
sagði hinsvegar hreint nei við þessum
tilmælum ráðherrans. Stjómarmenn
eru einfaldlega skipaðir til ákveðins
tíma, í þessu tilviki til fjögurra ára,
í senn og lýkur ekki okkar tímabili
fyrr en á næsta ári, í október árið
1990. í meginatriðum er ég sam-
mála menntamálaráðherra um að nýr
ráðherra skipaði nýja stjómarmenn,
en þá yrði sú regla að vera algild
og hún að ganga yfir alla. Alþýðu-
bandalagsmaðurinn Ragnar Ámason
lektor hefði til dæmis setið í sjóðs-
stjóminni frá árinu 1983, þá skipað-
ur af ríkisstjóm Gunnars Thorodds-
ens, allt ársins 1986, þá sem fulltrúi
þeirra Alberts Guðmundssonar og
Þorsteins Pálssonar," sagði formað-
urinn.
Sigurbjöm og Sigríður Ambjam-
ardóttir, sem bæði eru sjálfstæðis-
menn, eru fulltrúar menntamálaráð-
herra í stjóm LÍN og Steingrímur
Ari Arason, sem einnig er sjálfstæð-
ismaður, er fulltrúi fjármálaráðherra
LÁNAJÓÐUR íslenskra náms-
manna skilaði um áramót 77,5
milljónum króna tekjuafgangi.
Stjóra LÍN hefúr f bréfi til
menntamálaráðherra og Qár-
málaráðherra farið fram á að
mega nota þetta fé til þess að
greiða niður skuldir sjóðsins og
draga þannig úr Qármagns-
kostnaði hans á næstu árum.
Meginskýring tekjuafgangsins er
sú að óráðstafað fé frá árinu 1987
var flutt á milli ára, það er til árs-
ins 1988, og eins hefur meira inn-
heimst frá þeim tíma en gert var
ráð fyrir í greiðsluáætlun. I bréfun-
um til ráðherranna er bent á að
varhugavert sé að fjármagna útlán
sjóðsins að miklum hluta með dýru
lánsfé eins og raunin hefur verið.
„Þetta rýrir mjög eiginfjárstöðu
sjóðsins þegar fram líða stundir og
getur haft ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar fyrir stöðu hans í framtíð-
inni. Stjóm sjóðsins mundi telja
þetta táknræna aðgerð um það að
stjómvöld viðurkenni þennan vanda
og hyggist fjármagna sjóðinn í
ríkari mæli á næstu ámm með bein-
um framlögum í stað lánsfjár," seg-
ir jafnframt í bréfunum, sem undir-
ritað er að formanni sjóðsstjómar,
Sigurbimi Magnússyni.
Sigurbjöm sagði í samtali við
Morgunblaðið að þessum óráðstöf-
uðu íjármunum hefði verið komið
fyrir í sérstökum sjóði og í fjárlög-
um eru engin ákvæði um hvað beri
að gera við þetta fé. Námsmenn í
stjóm LÍN em frekar á því að féð
sé notað til hækkunar námslána
heldur en til niðurgreiðslu skulda.
„Ef það er jafnframt vilji ráðherra,
þá ætti hann að gefa þau fyrir-
mæli. Það er að minnsta kosti
ákvörðun af hans hálfu. Ráðherr-
ann virðist ekkert svara mínum
bréfum þrátt fyrir ítrekaða fyrir-
spum um þetta mál.“ Sigurbjöm
sagði meginregluna vera þá að þeg-
ar fjárveiting væri ekki nýtt, félli
hún niður nema hún væri ætluð til
sérstakra nota.
Heildarráðstöfunarfé LÍN var á
síðasta ári um tveir milljarðar kr.
Á yfirstandandi ári fær LÍN um
1.617 milljónir kr. auk lánsfjár-
heimildar upp á 915 milljónir kr.
og gert er ráð fyrir endurgreiðslum
upp á 250 milljónir kr. Samtals fær
sjóðurinn því til ráðstöfunar á árinu
tæpa 2,8 milljarða. Gert er ráð fyr-
ir að tveimur milljörðum verði út-
hlutað „Samkvæmt fjárveitingunni
fyrir þetta ár, hefur sjóðurinn nægj-
anlegt fé ef ekki koma til nein
óvænt útgjöld. Hinsvegar er þessi
lánsfjármögnun, sem tíðkast hefur
í sjóðnum, mjög alvarleg og þurfum
við á yfirstandandi ári að greiða
727 milljónir bara í vexti og af-
borganir af lánum. Lánin em hjá
veðdeildinni, lífeyrissjóðum auk er-
lendra lána,“ sagði Sigurbjöm.
Helmingur útlána
-flPTTCL-
GARÐURINN
Aðalstræti 9 - Kringlunni
LIN er flármagn-
aður með lántökum
Námslán hafa hækkað um 10% á
launafrystingartímabilinu
NAMSLAN hafa hækkað um 10%
frá því að Iaunastöðvun tók gildl
í júní síðastliðnum, en við af-
greiðslu námslána er miðað við
framfærsluvísitölu. Stjórn sjóðs-
ins hefiir í bréfi til menntamála-
ráðherra lýst áhyggjum sínum
yfir því að stór hluti útlána LÍN
er fjármagnaður með lántökum
eða um það bil hehningur útlán-
anna.
Á liðnu ári vann stjóm sjóðsins
að því að endurskoða framfærslu
námsmanna og reyna að leggja mat
á eðlilega framfærslu. Niðurstaða
stjómarinnar var að ákjósanlegast
væri að leggja mat á eðlilega fram-
færslu út frá gögnum Hagstofu
íslands um almennan framfærslu-
kostnað og hafnað var hugmyndum
um sérstaka framfærslukönnun
meðal námsmanna. Stjómin varð
ekki sammála um niðurstöðu. Pull-
trúar ríkisstjómarinnar vom sam-
mála um að núverandi framfærslu-
viðmiðanir sjóðsins þjónuðu al-
mennt vel hlutverki sínu sem lág-
marksviðmiðanir en fulltrúar náms-
manna lögðu til að lágmarksgrunn-
færsla yrði þegar í stað hækkuð.
Stjóm sjóðsins skrifaði mennta-
málaráðherra bréf þar sem þessum
niðurstöðum er lýst og gerði grein
fyrir því hvað það muni kosta í
auknum útgjöldum ef tillögur
námsmanna ættu að ná fram að
ganga. Til þess að hækka mætti
grunnframfærslu samkvæmt kröfu
námsmanna yrði að auka útgjöldin
frá því sem nú er að raungildi um
500 millj. kr. á ári.
Á yfirstandandi ári mun Lána-
sjóðurinn veita tæplega tvo millj-
arða kr. í lán og styrki til íslenskra
námsmanna. Lánasjóðurinn þarf að
greiða á árinu um 727 milljónir í
vexti og afborganir af lánum sem
sjóðnum hefur verið gert að taka á
undanfömum árum. Rekstrarkostn-
aður sjóðsins er um 60 milljónir kr.
Samtals er fjárþörf sjóðsins um
2.800 millj. kr. á árinu. Á fjárlögum
er fyrirhugað að fjármagna sjóðinn
með þeim hætti að beint framlag
rikissjóðs er 1.617 milljónir kr.
Heimild sjóðsins til að taka lán,
annað hvort innlend eða erlend, er
915 millj. kr. Endurgreiðslur náms-
lána nema um 250 millj. kr. Það
sem er áhyggjuefni varðandi þessar
tölur, segir í frétt frá lánasjóðnum,
er að um það bil helmingur útlána
LÍN er flármagnaður með lántök-
um. Hlutfall lána í fjármögnun
sjóðsins er aukið á næsta ári úr 29%
í 33% af heildarráðstöfunarfé sjóðs-
ins. Aðeins lántökugjöld á þessu ári
af þessum 915 millj. kr. eru 24
millj. kr. og afborganir og vextir
strax á næsta ári af þessum 915
milljónum eru 130 millj. kr. sem
bætast við þær 727 millj. sem þarf
að greiða í afborganir og vexti á
þessu ári. Á næsta ári fer tæplega
helmingur ríkisframlagsins, um 800
þúsund kr., í að greiða afborganir
og vexti af lánum sem LÍN hefur
verið gert að taka á undanfömum
árum. Slík fjármögnun sjóðsins get-
ur ekki gengið til lengdar, segir í
frétt frá LÍN.