Morgunblaðið - 21.01.1989, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989
/ “ C.T T" , Í ii í ’ V ! "f I ia.i’IA TTM ■ : ' ú J. .IJ "
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1989:
Framkvæmdaþrótturinn #
inikill og stjómunin markviss
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
Fyrri umræða um Qárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar fyrir árið
1989 fór fram í borgarstjórn á
fimmtudag. Davíð Oddsson, borg-
arstjóri, gerði grein fyrir áætlun-
inni og sagði meðal annars, að það
hljóti að vekja athygli, að á sama
tima og ríkisvaldið treystir sér
ekki til að ganga frá Qárlögum
sinum án þess að auka álögur á
borgarana og taka stórfelld lán,
þá leggur Reykjavíkurborg fram
sína íjárhagsáætlun án þess að
hækka sína skatta og án þess að
stefiia í stórkostlegar lántökur.
Hann sagði enn fremur, að fjár-
hagsáætlunin sýndi að meirihluti
borgarstjórnar liti til allra átta
þegar framkvæmdir borgarinnar
væru ákveðnar. „Framkvæmda-
þrótturinn er mikill, stjórnunin er
markviss og árangurinn eftir því,“
sagði borgarstjóri. Sigurjón Pét-
ursson, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, gagnrýndi áherslu
meirihluta borgarstjórnar á
„gæluverkefiii“.
^ Davíð Oddsson borgarstjóri fjallaði
fyrst um tekjuhlið áætíunarinnar.
Heildartekjur eru áætlaðar 8.800
milljónir og er það um 8,6% hækkun
frá væntanlegri útkomu liðins árs.
Útsvörin eru aðaltekjustofninn og er
áætlað að þau verði 4.235 milljónir
króna. Sagði borgarstjóri að reynslan
af staðgreiðslu skatta hefði reynst
sveitarfélögum hagstæð; innheimta
hefði verið betri og útsvörin í meiri
tengslum við verðlagsbreytingar.
Staðgreiðslan hefði á síðasta ári skil-
að borgarsjóði um 430 milljónum
króna umfram áætlun. Hins vegar
innheimtust eftirstöðvar ver en áður
og sagði borgarstjóri að sumpart
mætti vafalaust rekja það til ótíma-
bærrar yfirlýsingar fyrrverandi fl'ár-
málaráðherra um eftirgjöf á dráttar-
vöxtum vegna vangreiddra opiberra
gjalda.
lög að vona, að þjóðin bæri gæfu til
að sneiða hjá kollsteypu í efnahags-
málum og treysta þvi að allir aðilar
vinnumarkaðarins næðu samningum
í tengslum við raunveruleikann. Hann
sagðist ekki vera með þessum orðum
að láta í ljós einhvem stuðningsvott
við ríkisstjómina; hún hefði með
auknum skattaálögum og öðrum ráð-
stöfunum gert kjaramálin stórum
erfíðari viðfangs en ella hefði mátt
vænta. Sagði hann að gert væri ráð
fyrir að launakostnaður borgarsjóðs
í heild hækkaði um 10,9% en talið
er að hann hafí hækkað um 31%
milli áranna 1987 og 1988. Sagði
hann síðan að það væri alvarlegt
íhugunarefni hversu flóknir kjara-
samningar væm yfírleitt orðnir og
erfítt að meta áhrif þeirra.
Viðhald mannvirkja
Hann gagnrýndi borgarfulltrúa
minnihlutans fyrir að hafa þyrlað upp
moldviðri í kringum áformaðar fjár-
veitingar til viðhalds mannvirkja
borgarinnar og benti á, að gert væri
ráð fyrir 11,5% hækkun á fjárveiting-
um til slíkra verka miðað við frjár-
hagsáætlun síðasta árs. í máli
borgarstjóra kom fram, að gert er
ráð fyrir að lægri upphæð verði varið
til gatna- og holræsakerfísins heldur
en raun varð á árið 1988. Aðalverkef-
nið í umferðarmálum verður að ljúka
við Bústaðaveg niður að Miklatorgi.
Gert er ráð fyrir því að framkvæmd-
ir við holræsi meðfram Ægisíðu verði
hafnar á árinu og lokið verði við
dælustöðina við Ingólfsstræti. Kallaði
Davíð hreinsun á fjörum borgarinnar
„mesta umhverfísátak, sem ráðist
hefur verið í hér á landi“. Vakti hann
síðan athygli á ráðgerðri hækkun á
framlögum til félagsmála. Nemur
hækkunin frá spá um útkomu síðasta
árs um 474,7 milljónum króna, eða
um 22,5 af hundraði. Er þetta lang-
mesta hækkunin á einstökum gjalda-
Morgunblaðið/Sverrir
Davíð Oddsson borgarsfjóri ger-
ir grein fyrir frumvarpi að fjár-
hagsáætlun Reykjavikur fyrir
árið 1989.
flokki, bæði hlutfallslega og að fjár-
hæð.
Skuldir ríkissjóðs við
borgarsjóð
Davíð fjallaði nokkuð um skuldir
ríkissjóðs við Reykjavíkurborg, sem
hann sagði nema um 1.350 milljónum
króna. Munar þar mestu um 578
milljóna skuld vegna þjóðvegagerðar
í þéttbýli, 297 milljónir vegna grunn-
skóia í borginni og 278 milljónir
vegna heilsugæslustöðva og Grensás-
deildar Borgarspítala. Sagði hann að
borgarsjóður mætti allra síst við
þessu nú; borgarbúum hefði fjölgað
um ríflega 12.000 á síðustu 10 árum,
þar af um 2.400 í fyrra, og því væri
framkvæmdaþörf borgarinnar meiri
en svo, að ríkissjóður gæti um ófyrir-
sjáanlega framtíð haldið þessum fjár-
munum.
Borgarleikhúsið tekið í
notkun í haust
í máli borgarstjóra kom fram, að
meðal helstu framkvæmda sem fyrir-
hugaðar eru á árinu eru áframhald-
andi framkvæmdir við Foldaskóla og
Seljaskóla, fullnaðarfrágangur Vest-
urbæjarskóla og stækkun Granda-
skóla auk þess sem að reisa á 610
fermetra viðbyggingu við Hagaskóla.
Hefla á framkvæmdir við húsdýra-
garð í Laugardalnum og á að veija
40 milljónum til þess verkefnis. Taka
á Borgarleikhúsið í notkun þann 21.
október og sagði Davíð að fram-
kvæmdir við það gengju vel. Ganga
á frá þjónustukjama og íbúðum fyrir
aldraða að Vesturgötu 7 og þjónustu-
kjama við Grandavega en alls er
ætlunin að veija 284 milljónum til
framkvæmda í þágu aldraðra á árinu.
Davíð sagði að gert væri ráð fyrir
að veija 265 milljónum til fram-
kvæmda við ráðhúsbygginguna.
Hann sagði að framkvæmdir hefðu
gengið mjög vel og rakalausar full-
yrðingar um hið gagnstæða hefðu
ekki staðist. Gert væri ráð fyrir því
að skrifstofubyggingin verði að fullu
uppsteypt í desember og borgar-
stjómarhúsið í mars á næsta ári.
Fyrirtæki borgarsjóðs
í máli Davíðs kom fram, að tekjur
Hitaveitu Reykjavíkur á árinu eru
áætlaðar 1.810 milljónir króna og
beinn rekstrarkostnaður 491 milljón.
Til framkvæmda er ætlunin að veija
1.400 milljónum; 960 milljónum til
Nesjavallaveitu, 161 milljón til aukn-
ingar dreifíkerfís og framkvæmda við
dælustöðvar og um 279 milljónum til
bygingar vetrargarðs og útsýnishúss
á Oskjuhlíð.
Samkvæmt fjárhagsáætluninni er
gert ráð fyrir að tekjur Rafmagn-
sveitu Reylqavíkur af raforkusölu á
árinu verði 2.156,4 milljónir króna.
Sagði borgarstjóri, að vonast væri
til, að raforkuverð frá Rafmagnsvei-
tunni gæti enn haldið áfram að
lækka, en það hefur lækkað um rösk
40% á undanfömum 5 árum.
Húsatryggingar
Reykjavíkur
Útsvar í Reykjavík 6,7%
Hann ræddi síðan um inheimtu-
hlutfall útsvara í staðgreiðslu. Það
'verður 6,94%, sem er 0,24 % hærra
en borgarstjóm hefur ákveðið að það
verði í Reykjavík. Myndast þannig
inneign hjá útsvarsgreiðendum í
borginni, sem á að koma til endur-
greiðslu, verðbætt en án vaxta, eftir
mitt ár 1990. Borgarstjóri sagði, að
tekið væri tillit til fjölgunar útsvars-
greiðenda í Reykjavík, en borgarbú-
um hefði fjölgað um 2.374 á síðasta
ári og hefði þeim ekki fjölgað meira
á einu ári síðan 1947. Hins vegar
væri ekki gert ráð fyrir verulegum
samdrætti í útsvarsstöfni.
Fasteignaskattar em áætlaðir
1.400 milljónir króna og hækka um
25,9% frá síðasta ári. Miðast það við
28% framreikning á fasteignamati
íbúðarhúsnæðis en 20% á mati ann-
arra fasteigna. Hins vegar er miðað
við óbreytt álagningarhlutfall. Tekjur
af aðstöðugjöldum verða væntanlega
1.690 milljónir en reiknað er með að
gatnagerðargjöld muni nema 250
milljónum króna.
Framlag til borgarinnar úr jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga er áætlað 417,5
milljónir króna á þessu ári. Benti
borgarstjóri á, að á ámnum 1974 til
1983 hefði Jöfnunarsjóðsframlagið
numið 10 — 12% af heildartekjum
borgarsjóðs á hvert. Nú væri hins
vegar gert ráð fyrir að þetta hlutfall
yrði 5%.
Samningar í tengslum við
raunveruleikann
Davíð Oddsson vék þá að áætluð-
um rekstrargjöldum borgarinnar á
árinu. Þau verða 6.534,1 milljón
króna og hækka þau um 10,2% frá
áætlaðri útkomu síðasta árs. Hann
benti á, að við gerð fjárhagsáætlunar-
innar væri miðað við áætlað verðlag
um áramótin og hún væri þvf lögð
fram með nauðsynlegum fyrirvara
um breytingar vegna mikillar óvissu
í atvinnu-, verðlags- og launamálum.
Sagði Davíð að hætt væri við þvf að
borgin bæri skarðan hlut frá borði
vegna meiri hækkunar útgjalda en
tekna. Engu að síður yrði í lengstu
Frumvarp að Ijárhagsáætlun 1989
6. janúar 1989. áœtlun Útkomuspá Frumvarp að áætlun Hlut- falls-
1988 1988 1989 hækkun
Telguliðir borgarsjóðs: Útsvar +3.420.000.000 +3.850.000.000 +4.235.000.000 10.0
Fasteignagjöld + 1.120.000.000 + 1.112.000.000 +1.400.000.000 25.9
ByfisrinRarleyfi +11.200.000 +11.200.000 + 12.000.000 7.5
Kvöldsöluleyfi +5.900.000 +6.000.000 +7.300.000 21.7
Torgsöluleyfi +1.000.000 + 1.000.000 + 1.200.000 20.0
Lóðarleiga - íbh. +24.200.000 +24.000.000 +29.500.000 22.9
Lóðarleiga - iðnl. +62.400.000 +58.000.000 +71.300.000 22.9
Leiga af eignum +8.000.000 +8.300.000 + 10.000.000 20.5
Vaxtatekjur +32.000.000 +60.000.000 +53.000.000 + 11.7
Arður af fyrirt +310.641.228 +310.641.228 +372.207.029 19.8
Framl. úr Jöfnsj. +370.000.000 +370.059.862 +417.500.000 12.8
Aðstöðugjöld +1.486.000.000 + 1.544.000.000 +1.690.000.000 9.5
Þjóðvega- og bensínfé +65.000.000 +83.600.000 +85.000.000 1.7
Gatnag.gj. +310.000.000 +370.000.000 +250.000.000 +32.4
Dráttarvextir +250.000.000 +260.000.000 + 130.000.000 -50.0
óvissar tekjur +26.000.000 +26.000.000 +26.000.000 .
Hl.bsj. af skipul.gj. +5.000.000 +5.000.000 + 10.000.000 100.0
+7.607.341.228 +8.099.801.090 +8.800.007.029 8.6
1) Útsvar. Miðað er við 6.7% útsvar af staðgreiðslustofni.
2) Fasteignagjöld. Miðað er við 28% framreikning á mati íbúðarhús-
næðis en 20% á mati annarra fasteigna og allra lóða, eftir að fr am
er komin 2.5% aukning, vegna endurmats og fjölgunar umfram af-
skriftir. Álagning á íbúðarhúsnæði 0.421%, álagning á annað húsnæði
1.25%
Afsláttur til lífeyrisþega um 6.5% af sköttum af íbúðarhúsnæði.
Yfirlit um gjaldaliði borgarsjóðs.
Fjárhags- Útkomu-
áætlun spá Frumvarp
1988 x) 1988 1989 %
Stjóm borgarinnar 355.229.253 373.063.036 407.201.796 9.2
Bruna- og almannavamir 42.804.467 47.276.877 48.031.912 1.6
Menningarmál 218.159.271 233.876.327 249.372.807 6.6
Skólamál 634.203.600 696.000.000 765.564.800 10.0
Æskulýðs-, tómstunda- og
íþróttamál 258.343.286 252.703.606 279.576.000 10.6
Heilbrigðismál 227.447.807 226.652.178 260.022.425 14.7
Félagsmál og almannatrygg- 2.064.685.957 2.106.611.444 2.581.298.852 22.5
ingar
Fasteignir 43.507.500 37.356.500 21.392.000 +42.7
Önnurgjöld 231.000.000 252.000.000 243.000.000 +3.6
Götur, sameiginlegur kostn. 51.590.000 60.800.000 58.324.000 +4.1
Nýbygging 742.150.000 757.600.000 704.500.000 +7.0
Viðhald 435.900.000 496.000.000 500.200.0O0 1.1
Umferðarmál 12.336.013 13.527.813 13.285.200 + 1.8
Hreinlætismál 213.058.503 232.640.187 257.995.416 10.9
Umhverfísmál 115.516.200 144.354.851 144.330.100 0
6.645.930.857 5.929.462.819 6.534.085.308 10.2
Fært á eignabreytingar 1.861.410.371 2.170.338.271 2.265.921.721 4.4
7.507.341.228 8.099.801.090 8.800.007.029 8.6
x) Að meðtöldum aukaQárveitingum á rekstri, alls kr. 72. 821.275.
Borgarstjóri sagði að bruninn að
Réttarhálsi 2 breyti öllum forsendum
fjárhagsáætlunar Húsatrygginga
Reykjavíkur. Verulegar bótagreiðslur
falla á fyrirtækið, líklega að andvirði
75 til 100 milljónum króna. Borgar-
sjóður stendur ábyrgur fyrir tjónabót-
unum Húsatrygginga og og mun því
líklega myndast skuld við borgarsjóð
á árinu.
Áætlunin miðast við
kyrrstöðu
Siguijón Pétursson borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins tók til máls fyrir
hönd minnihlutans, að lokinni ræðu
borgarstjóra. Hann fjallaði um nokk-
ur atriði, sem hann sagði einkenna
þessa fjárhagsáætlun og nefndi í því
sambandi, að í henni væri ekki gert
ráð fyrir því að nein verðbólga yrði
á árinu, en verðbólga myndi hafa í
för með sér útgjaldaaukningu.
Sigutjón sagði að ekki væri heldur
gert ráð fyrir nýjum stöðugildum hjá
borginni, hækkuðum styrkjum til fé-
lagasamtaka eða samdrætti í at-
vinnustigi. Sagði hann að ef atvinnu-
stig lækkaði um 1% þýddi það milli
55 og 60 milljón króna tekjusam-
drátt hjá borginni. í raun væri gert
ráð fyrir kyrrstöðu í fjárhagsáætlun-
inni.
Borgarfulltrúinn gagnrýndi ýmsa
þætti áætlunarinnar og sagði að í
mörgum málaflokkum væri naumt
skammtað. Það ætti þó ekki við um
„gæluverkefni" borgarstjóra, svo sem
ráðhúsið. Hins vegar væru margir
liðir eignabreytinga lækkaðir þrátt
fyrir stækkun borgarinnar, ef miðað
væri við áætlun um útkomu síðasta
árs. Það ætti til dæmis við um fram-
lög til skóla, Borgarbókasafns, stofn-
ana aldraðra og íþróttastarfsemi.
Siguijón Pétursson sagði að lokum,
að hann liti ekki á Borgarleikhúsið
sem „gæluverkefni" meirihlutans.
Svo miklir fjármunir væru bundnir í
þeirri byggingu, að óskynsamlegt
væri að klára það ekki. Hins vegar
væri „skopparakringian" á Öskuhlíð
dæmi um slíkt verkefni. Það væri
ekki verkefni Hitaveitunnar að reisa
byggingu af því tagi.
Sigfríð mat-
reiðir á „22“
um helgina
Sigfríð Þórisdóttir mat-
reiðir fyrir gesti á veitinga-
húsinu „22“, á Laugavegi 22
í Reykjavík um helgina. Á
boðsólum verða réttir frá
ýmsum löndum, samkvæmt
frétt frá veitingahúsinu.
Sigfríð er kunn fyrir mat-
reiðslu sína á Krákunni, segir
í fréttatilkynningunni. Réttirnir
verða frá mörgum heimshom-
um, þar á meðal frá Indónesíu,
Kambódíu, Indlandi, Hawaii,
Creole og Kína.
Alþjóðlega
bænavika
SAMKOMA verður í kvöld,
laugardag kl. 20.30. í Filad-
elfíu. Alþjóðlegu bænavi-
kunni lýkur svo á morgun,
sunnudaginn 22. janúar, með
guðsþjónustu í Fella- og
Hólakirkju, kl. 14.00.
Fuglalíf á
Reykjanesi
Fuglaveradarfélagið held-
ur fræðslufiind, mánudaginn,
23. janúar nk. í stofu 101 í
Odda, húsi hugvísindadeildar
Háskólans og hefst hann kl.
20.30.
Aðalefni fundarins verður fyr-
irlestur Ólafs Einarssonar,
líffræðings um fuglalíf á sunn-
anverðum Reykjanesskaga.
Leiðrétting
1 afinæliskveðju til dr. Jak-
obs Jónssonar í Morgunblað-
inu í gær í tilefni afinælis
hans, varð misritun í niðurlagi
greinarinnar. Rétt á máls-
greinin að hljóða á þessa leið:
Farsælt er að lifa þannig fram
á efri ár eins og séra Jakob hef-
ur gert, ætíð trúr sínum grund-
vallarviðhorfum, jákvæðri af-
stöðu til lífsins og einlægu trúar-
trausti.
Þessi orð hef ég ekki skrifað
til að gera nákvæma grein fyrir
æviatriðum og störfum séra Jak-
obs, heldur til að óska honum
hjartanlega til hamingju með
afmælið og þakka honum trygga
vináttu í gegnum árin.
Leiðrétting
MISRITUN varð í grein Eg-
gerts Haukdal í blaðinu sl.
fimmtudag þar sem rætt var
um niðurskurð á framkvæmd-
afé.
Þar átti að standa: „Er hér
um að ræða á 9. hundrað milljón-
ir króna“, en ekki á 9. milljarð
króna.
Leiðrétting
I fréttatilkynningu . frá
sendiráði vestur-þýska sam-
bandslýðveldisins i Morgun-
blaðinu i gær var sagt frá því
að sendiherra sambandslýð-
veldisins, Hans Herman Ha-
ferkamp, og kona hans hafi í
umboði forseta sambandslýð-
veldisins heiðrað tvo íslend-
inga með æðsta heiðursmerki
sambandslýðveldisins, þá dr.
Geir R. Tómasson tannlækni
og Karl Eiríksson forstjóra.
Segir þar að Geir sé formaður
Alexander von Humboldt-
félagsins á íslandi. Svo er ekki,
hann er ritari í stjóm þess.
Frumkvæðið að heimsóknum
þýskra vísindamanna til íslands
hefur stjóm félagsins jafnan
haft.