Morgunblaðið - 21.01.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.01.1989, Qupperneq 26
MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989 Gísli Jónsson, Víði- völlum - Minning Fæddur21. nóvember 1917 Dáinn 11. janúar 1989 í dag kveðja vinir og vandamenn Gísla Jónsson bónda á Víðivöllum. Þessi Qölmenni hópur hefur kynnst þessum ágæta manni á ýmsum tímaskeiðum. Hann ólst upp með duglegri og sómakærri fjölskyldu, sem hafði sterkar þjóðlegar rætur. Heimahag- amir voru ávallt skagfírskir. Þetta umhverfí mannlífs og náttúrufars nægði honum til þess að gera hveija stund mikilvæga. Eins var um hann og marga aðra menn á hans aldri að hann fór á mis við mikla skólamenntun, efni og aðstæður settu mönnum skorð- ur. Staðgóða undirstöðumenntun fékk hann þó á héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal. Hann öðlaðist á þessum tíma góðan skilning á ýmiss konar tæknilegum viðfangs- efnum, svo sem vél- og rafmagns- fræði. Hann var einnig mjög hand- laginn sem kom sér vel fyrir verð- andi bónda. Af bókmenntalegum áhuga ber Islendingasögumar hæst, þar var hann náma fróðleiks og sögusviðið lá skýrt fyrir. Margs konar þjóðlegt lesefni, jafnt úr fortíð sem nútíma, var honum einnig hugleikið. Að námi loknu hóf Gísli að starfa með frændum sínum við búskap á Víðivöllum. Meðfram landbúnaðar- störfum leitaði hann fanga með tímabundinni vinnu utan heimahag- anna, það var gert til þess að drýgja afkomuna og víkka sjóndeildar- hringinn. Þegar frændi hans, Gísli Sig- urðsson, féll frá árið 1948, tók hann við búrekstri á Víðivöllum og hófst með því hið eiginlega ævistarf. Undirritaður kynntist Gísla fyrir tæpum 29 áram en þá kvæntist hann Unni móður minni og flutt- umst við þá búferlum, ásamt Guð- björgu systur minni, norður að Víði- völlum. Þá hafði Gísli unnið ötullega að mikilli uppbyggingu á jörðinni, §árhús og fjós vora fullbúin, stórt og myndarlegt íbúðarhús var vel á veg komið. Mikil og góð tengsl hófust við íjölskyldu og vini móður minnar sem entust honum ævilangt. Sama gilti um hans stóra frændgarð, hann reyndist öllum venslamönnum og vinum hinn traustasti. Böm Gísla og Unnar era þijú, Halldóra, Gísli Sigurður og Hólm- fríður, öll era þau efnisfólk. Gísli var alla tíð mjög félagslynd- ur maður, starfaði m.a. í hrepps- nefnd um árabil og tókst á hendur ýmis fleiri trúnaðarstörf í þágu sinnar sveitar. Söngmaður var hann mikill, kraftur og einlægni ein- kenndu stíl hans. Hann var virkur kórfélagi með karlakórarrt Skag- firðinga um áratuga skeið, auk þess sem hann söng í kirkjukóram allt frá unglingsáram til æviloka. Hann var mjög áhugasamur um ferðalög og þekkti land sitt vel, enda hafði hann víða komið. Hann fór einnig í tvær vel heppnaðar utanlands- ferðir, þá fyrri til Norðurlanda. Seinni ferðin var farin til Kanada á síðastliðnu sumri og var sú ferð honum sérlega ánægjuleg. Þótt oft hleypti hann heimdrag- anum varð aðdráttarafl heimahag- anna öllu öðra sterkara, þegar flar- veran dróst á langinn, því hann var fæddur og ól aldur sinn í umhverfi sem hann var fullkomlega sáttur við. Öllum ættingjum og vinum, sér í lagi eiginkonu hans, votta ég mina dýpstu samúð á þessari stundu. Benedikt Björnsson Bjarman Fyrirdráttur á Víðivöllum hófst með því að sagt var, oft upp úr þurru: „Ætli sé ekki best að slq'ót- ast onað Vötnum." Hestar voru sóttir og þrír menn riðu úr hlaði og reiddi einn strigapoka sem í var varpa. Annars höfðu menn ekkert meðferðis utan góðan tíma og ágætt skap. Riðið var yfír eystri kvíslina, vestur Steinsstaðahólma og vestur undir Reykjatungu. Þegar kom að álitlegum stað í vestri kvíslinni var stigið af baki, netið greitt og það þótti boða gott að pissa áður en farið var í dráttinn. Að þessu loknu tók sá sem reið fyrir sinn enda vörpunnar, sté á bak og reið út í strauminn. Landmaður gaf út netið og greip sinn enda þess þegar þar kom sögu. Síðan var listin að fá góðan poka á vörpuna og þessir tveir menn urðu að vera býsna samtaka. Sá stjómaði sem reið fyrir og bar landmanni að fara í einu og öllu að fyrirmælum hans. Ef menn urðu varir snera maður og hestur strax til lands og þess freistað að ná físknum. Það gat oft orðið mikið at{ einkum þó ef lax var í netinu. A þennan hátt vora drættimir famir, einn af öðrum. Þriðji maður var kallaður hesta- maður og skyldi hann teyma hest sinn og landmanns á eftir félögum sínum. Þau umskipti urðu á hlut- verki strigapokans að eftir að búið var að bleyta netið var það bundið aftan á hnakk og strigapokinn hafð- ur undir físk. Iðulega var farið í fyrirdrátt á kvöldin og oft var liðið á nótt þegar heim kom. Þá var eft- ir að gera að afla og koma honum fyrir í geymslu. Að því loknu var sest að kaffídrykkju og stundum vora tinstaupin dregin fram, eink- um ef menn höfðu blotnað. í fyrirdrætti fór Gísli Jónsson fyrir öðram. Gísli bóndi á Víðivöllum hafði gaman af skemmtunum en þó er vafasamt að hann hafi haft af þeim meiri ánægju en fyrirdrætti. Þar var hann allt í senn veiðimaður, félagi og þulur. Þeir sem vora svo heppnir að komast með Gísla í fyrir- drátt nutu þess að fylgjast með veiðimanninum í eðlilegu umhverfí, fundvísum á álitlega veiðistaði og bestu vöðin jafnt á björtum degi sem um niðdimma nótt að haust- lagi. Þeir nutu félagans í léttu skapi, og þeir tóku aldrei eftir því að hann var foringi. Þeir nutu frá- sagna Gísla, lýsingum á fyrirdrátt- um í gamla daga/þularins sem var svo fróður og lífsreyndur að hann nennti ekki að hafa áhyggjur af líðandi stund — ekki í fyrirdrætti. Og þeir nutu þess að sitja að veisl- um Unnar í lok ferðar. Vinátta við Gísla var ein sam- felld hátíð. Borgarbörn í sveit á Víðivöllum eiga honum margt að þakka og munu halda minningu hans lifandi. Unni frænku, bömum og öllum aðstandendum vottum við djúpa samúð. Við sameinumst í minning- unni um góðan dreng. Halldóra Sveinsdóttir, Sigurður Konráðsson Glóðafeykir er á sínum stað, Mælifellshnjúkur, Eyjamar og Eilífs^all, þó finnst mér Skaga- flörður hafa breytt um svip við frá- fall Gísla á Víðivöllum. Það er eins og það hafí molnað úr Skagafjarðarmynd minni. Marg- ar góðar minningar koma fram í hugann, ógleymanlegar minningar, sem ég ætla að safna í minninga- sjóðinn og fella inn í myndina. Það era minningar frá heimsóknum til Unnar og Gísla á Víðivöllum, frá sólbjörtum sumardögum þegar Gísli sýndi mér stóðið niðri við Héraðs- yötn eða uppi í íjalli, lýsti fyrir mér Örlygsstaðabardaga eða fór með gamlar vísur, því hann var fróður um margt. Það era minningar frá ferð yfir Héraðsvötn, úr afmælis- veislum, frá sumarkvöldum við söng og gleði með frændum og vinum þegar „þokubönd blíð sveipuðu vor- gróna hlíð“ og það var „enginn tími og ekkert rúm“. Það hefír stundum verið sagt um Skagfirðinga að þeir væru gleði- menn. Ég vona að Skagfirðingum takist að halda þeim eiginleika, sem mér fannst einkenna Gísla Jónsson, að geta „haldið gleði hátt á loft“ jafnvel þótt á móti blési, því eins og segir í Hávamálum: „Glaður og reifur/skyli gumna hverr/uns sinn bíður bana.“ Ég vil þakka Gísla ógleymanleg- ar stundir. Ég og ijölskylda mín vottum Unni, börnunum og skyld- fólki hans innilega samúð. Skúlí Br. Steinþórsson Nú á dögum berast okkur flestar fréttir af vinum og vandamönnum í gegnum síma. Miðvikudagsmorg- uninn 11. þ.m. barst mér þannig óvænt andlát úr Skagafírði. Gísli frændi á Víðivöllum hafði látist um morguninn. Mér varð fyrst hugsað til Unnar konu hans og bama þeirra. Gísli fallinn frá, þessi glaði, trausti og knái heimilisfaðir. Bóndinn á Víði- völlum, söngmaðurinn og gleðimað- urinn. Hinn dæmigerði Skagfírðing- ur, gestrisinn, raungóður og höfð- ingjadjarfur. Gísli á Víðivöllum var tengdur mér á marga vegu. Móðir hans var Amalía Sigurðardóttir, dóttir kunnra sæmdarhjóna á Víðivöllum. Næsti bær við Víðivelli er Mikli- bær. Þar ólst móðir mín upp og Víðivallafólk var mesta vinafólk Miklabæjarfólks og mikill sam- gangur á milli bæjanna. Í fyllingu tímans kom ungur, fríður og annálaður söngmaður handan yfír Vötnin og bað einnar heimasætunnar á Víðivöllum. Þetta var Jón Amason, föðurbróðir minn, og var brúðkaup hans og Amalíu lengi rómað. Seinna kom faðir minn, Sveinn, yfír þessi sömu vötn og fékk einnar heimasætunnar á Miklabæ. Amalía og Jón bjuggu fyrst á Vatni á Höfðaströnd og þar fædd- ust böm þeirra fjögur og var Gísli þeirra yngstur. Seinna fluttu þau í Víðivelli. Þar veiktist Jón af botn- langabólgu á besta aldri og lá bana- legu lengi vetrar á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki hjá vini sínum, Jónasi lækni Kristjánssyni. Engin tök voru á því að skera hann upp því að þá þekktust hvorki sulfalyf né pen- isilin. Ung heyrði ég sögur af því hversu hetjulega hann bar sig í þessum veikindum, því að vel vissi hann að hveiju dró, þar eð hann hafði iðulega aðstoðað Jónas við aðgerðir. Eftir að Jón dó var Amalía áfram rneð bömin á Víðivöllum og þar ílentist Gísli þegar móðir hans gift- ist aftur og flutti að Víðimýri. Gísli var með móðursystkinum sínum, Gísla og Lilju á Víðivöllum og Helgu, konu Gísla Sigurðssonar, eftir að þau giftust. Víðivellir hafa langa hríð verið rausnargarður. Raunar varð þar stórbrani snemma á þessari öld og brann þar mestallur gamli bærinn utan stór, gömul baðstofa. Bærinn var byggður upp aftur og húsa- kynni hin glæsilegustu. Skagfírð- ingar tóku þar gjama á móti fyrir- mönnum, til dæmis einu sinni sjálf- um kónginum. Þótti okkur, krökk- unum, það mikil stórmerki og dáð- umst að stofunum þar sem myndir af konungsheimsókn prýddu veggi. Það þótti mér sjálfgefíð að Gísli Jónsson tæki við búskap á Víðivöll- um þegar gamla fólkið féll frá. í huga mér vora Víðivellir og Gísli svo nátengdir og ég held að hann hefði hvergi unað annars staðar. Gaman var að eiga þennan frænda á Víðivöllum þegar maður var bam og unglingur sumarparta í Skagafirði. Allir þekktu þennan góða dreng, hann Gísla yngri, og allir glöddust þegar þeir töluðu um hann. í þá daga sá ég hann iðulega við heyskap á Víðivöllum, velríðandi um sveitina á sunnudögum, við fyr- irdrátt í Héraðsvötnum á kvöldin, syngjandi með karlakómum á hér- aðsmótum og dansandi manna mest á böllunum. Það vantaði ekkert nema konuna sem tæki við búinu með honum á Víðivöllum. Um Gísla mátti svo sannarlega segja „að allar vildu meyjamar eiga hann“. En þá bregð- ur svo við að Gísli kvongast fyrrver- andi mágkonu minni, Unni Gröndal úr Reykjavík. Unnur hafði búið með okkur á Akureyri og hún var meira en mágkona, hún varð eins og ein af systranum á heimilinu. Allt í einu var Gísli frændi minn líka orðinn hálfgerður mágur minn. Gísli Jónsson var lánsmaður í hjónabandi sínu og hann og Unnur héldu uppi fomri rausn á Víðivöll- um. Reykjavíkurmærin varð ein af mestu sómakonum sinnar sveitar. Skömmu áður en Gísli og Unnur fóra að búa saman á Víðivöllum varð þar annar stórbrani. Enn brann allt nema gamla, stóra bað- stofan. í fyrsta skipti er ég heim- sótti Gísla og Unni bjuggu þau í baðstofunni ásamt Dóra, elsta bami sínu, og Benedikt og Guðbjörgu, bömum Unnar og bróður míns. Það var ótrúlegt að sjá hve Unn- ur hafði komið sér vel og fallega fyrir í þessari gömlu baðstofu sem sviðnað hafði af tveim stórbranum. Þau hjón vora þá að byggja stórt og glæsilegt hús sem þau fluttu fljótlega í og þar átti margur gest- urinn eftir að þiggja góðan beina og njóta glaðværðar og gestrisni húsráðenda. Unnur og Gísli áttu fjögur böm saman, en misstu eitt fárra vikna gamalt. Auk þeirra ólust upp hjá þeim böm Unnar frá fyrra hjóna- bandi. Ég hefí aldrei þurft að inna þau eftir því hvort Gísli frændi þeirra hafi ekki verið þeim notaleg- ur. Ég veit að þó að þau séu löngu orðin fullorðin og flutt að heiman og eigi heimili fjarri Víðivöllum, fara þau alltaf með skyldulið sitt þangað heim hvenær sem færi gefst. Það segir mér meira en nokk- ur orð um tengsl þeirra við þann stað. Við hjónin höfum átt gleðistundir með Unni og Gísla bæði á Víðivöll- um, hér á Reykjavíkursvæðinu og á erlendri grand. Þær stundir vora kannski ekki eins margar og maður hefði gjama viljað, en allar lifa þær jafnskýrt í endurminningunni. í haust komu þau hjón hingað til Reykjavíkur til að fylgja til graf- ar vini og sveitunga, Gunnari Bjömssyni frá Sólheimum. Þá heimsóttu þau okkur og áttu með okkur eina kvöldstund. Kvöldið var gott og notalegt, þó að söknuður yfír fráfalli þessa sameiginlega vin- ar skyggði á gleði okkar. Er við kvöddumst var haft á orði að hitt- ast næst á Víðivöllum og taka þar gleði okkar á ný og við hlökkuðum til þess fundar. Af þeim fundi getur aldrei orðið, en mikið voram -við lánsöm að hafa þau hjá okkur þetta kvöld. Víðivellir era enn á sinum stað og Unnur er þar ekki ein. Dóttir þeirra Gísla og maður hennar höfðu fyrir nokkra tekið þar við miklum hlutabúsins. Enn situr Víðivallafólk staðinn og á vonandi eftir að gera garðinn frægan langa hríð. Unnur mín, mér verður tíðhugsað til þín þessa daga og hefði fegin viljað vera hjá þér í dag ef ég hefði átt heimangengt. Við hér á Smiðju- veginum sendum ykkur samúðar- kveðjur og móðir mín biður Guð að blessa þig. Ég veit að þú ert ekki ein þó að enginn komi í Gísla stað. Bömin þín, tengdaböm og bama- böm standa um þig vörð, svo og ættingjar, sveitungar og vinir. Minningin um góða, glaða manninn, sem virtist í blóma lífsins, hlýtur alla tíð að ylja þér um hjartarætur. Við hin munum ávallt minnast hans sem mannsins sem allir glöddust yfír þegar hans var getið. Steinunn Bjarman Við rismál 11. janúar sl. hringdi síminn á heimili okkar hjóna. Unnur Gröndal mágkona á Víðivöllum var í símanum til að láta okkur vita, að þá um morguninn hefði eigin- maður hennar, Gísli Jónsson, orðið bráðkvaddur. An þess að gera boð á undan sér hafði maðurinn með ljáinn, óvænt og snöggt, bundið enda á hamingju- ríkan lífsferil Gísla bónda og þar með ástúðlegt hjónaband þeirra Unnar. Stilling og jafnvægi Unnar, þegar hún flutti þessi sorgartíðindi, báru vott um sálarstyrk sem sumum er gefínn en öðram ekki, þegar mest á reynir. Sagt er að vegir Guðs séu órann- sakanlegir og lítt tjáir, þegar svona er komið, að velta vöngum yfír rétt- læti eða ranglæti tilverannar. Engu að síður staldrar hugurinn við þessi sorgartíðindi í fjölskyldu okkar við þá tilhugsun, að nú þegar Dóra dóttir þeirra Unnar og Gísla og hennar maður, Sigurður Kristjáns- son, höfðu að mestu leyti tekið við búrekstrinum á Víðivöllum, mættu þau Víðivallahjónin njóta saman margra góðra og hamingjusamra lífdaga með eril og áhyggjur bú- skaparins að baki. Ævikvöldið virt- ist enn fjarlægt. Nú var kominn tími til að njóta uppskerannar af farsælu ævistarfi, njóta samvista við afkomendur og fjölskyldu og halda áfram að skoða heiminn. En þannig átti þetta ekki að verða. Gísli var 71 árs er hann lést. Þau Unnur giftust 19. apríl 1960 og bjuggu alla sína búskapartíð á Víðivöllum. Ævisaga Gísla verður ekki rakin hér. En með sanni má segja að honum og Unni lánaðist að skila þeirri fomfrægu kostajörð, Víðivöll- um, vel byggðri til næstu kynslóðar. Þau hjón vora einkar félagslynd og gegndu margvíslegum trúnaðar- störfum. Pullyrða má, að Gísla verði sárt saknað af ættingjum og vinum heima í héraði, ekki síður en af fjöl- skyldu okkar sunnan heiða. Mörg af systkinabömum Unnar og rejmdar fleiri böm áttu því láni að fagna að fá að dveljast sumar- langt á Víðivöllum á yngri áram. Allur þessi hópur á ljúfar og ánægjulegar minningar um Víði- vallahjónin og dvölina þar. Gísli var vel greindur, athugull og minnugur. í allri framkomu var hann ljúfmannlegur og hýr, en ákveðinn í skoðunum, þegar því var að skipta. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar, söng- maður góður og léttur í lund. Minn- umst við hjónin nú margra gleði- stunda á Víðivöllum með þeim Gísla og Unni, þar sem við ásamt fleiram úr Qölskyldunni fengum notið 'gest- risni og félagsskapar þeirra hjóna. Auk Dóra, sem eins og áður var greint frá hefur tekið við búrekstri á Víðivöllum ásamt eiginmanni sínum, Sigurði, eignuðust þau Unn- ur og Gísli þijú böm, þau era Gísli Sigurður, kvæntur Karólínu Gunn- arsdóttur, Hólmfríður Amalía, hennar maður er Matthías Þorleifs- son. Er þá ótalið bam, sem þau misstu í frambemsku. Frá fyrra hjónabandi á Unnur tvö böm, Bene- dikt og Guðbjörgu. Bamaböm þeirra era 7, en eitt er látið. Sár harmur er nú kveðinn að þessum hópi öllum. Kæra Unnur, því miður mun ég verða fjarverandi, þegar útför Gisla fer fram þann 21. janúar nk. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru til þess ætluð að flytja þér og þínum hlut- tekningu mína og um leið til að minnast Gisía okkar, þessa heiðar- lega og góða drengs. Guð veri með honum. Sveinn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.