Morgunblaðið - 22.01.1989, Page 2

Morgunblaðið - 22.01.1989, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1989 Átta bjóða í þjónustu við Flugleiðir ÁTTA fyrirtæki gerðu tilboð í hleðslu og ræstingu flugvéla Flugleiða í Keflavík og ræstingu á svæði þess í Flugstöð Leifs Eirikssonar. Fyrirtækin eru á Suðurnesjum og í Reykjavík og voru tilboðin flest á bilinu 580 til 800 milljónir króna. Eitt tilboð var mun hærra, eða að upphæð 1.600.000.000 kr., þannig að munurinn á hæsta og lægsta til- boðinu er um það bil einn millj- arður króna. í verkinu felst meðal annars móttaka flugvéla Flugleiða, afferm- ing þeirra, hleðsla og ræsting um borð. Einnig felst í því ræsting á svæði félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í þjónustubyggingu þess. í útboðsgögnum var gert ráð fyrir því, að samið yrði um verkið til 38 mánaða. Átta fyrirtæki í Reykjavík og á Suðumesjum gerðu tilbqð í verkið. Lægsta tilboðið var upp á 580 millj- ónir króna en það hæsta upp á 1.600 milljónir. Flest voru tilboðin á bilinu 580 til 800 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins átti Lárus Einarsson sf. lægsta tilboðið, 577 milljónir, Secu- ritas hf. bauð 595 milljónir í verkið og Hilmar Sölvason átti þriðja lægsta tilboðið, 630 milljónir. Kammersveit Reykjavíkur: Tónleikar * íOpeninni KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í íslenzku óperunni kl. 16 í dag, sunnudag. Þetta eru aðrir tónleikarnir af fjórum í tilefini af firönsku tónlistar- árí hjá Kammersveitinni. Flutt verða verk efitir Sa- int-Saens, Fauré, Ravel og Franck. Á tónleikunum koma fram þau Signý Sæmundsdóttir söngkona, píanóleikaramir Guðríður S. Sigurðardóttir og Selma Guðmundsdóttir, Rut Ingólfsdóttir og Eva Mjöll Ing- ólfsdóttir fiðluleikarar, Sarah Buckley lágfiðluleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, Richard Dom, sem leikur á kontrabassa, Martial Nardeau flautuleikari og Eiríkur Öm Pálsson trompetleikari. Sjá Sígilda tónlist á bls. 22 C. Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að vepju aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efiii. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spumingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskatt- stjóra. Svör við spumingunum birt- ast síðan í blaðinu. Morgunblaðið/Sverrir Brúarsmíði við Miklatorg Framkvæmdum vegna smíði brúar sunnan Miklatorgs mið- ar vel áfram að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðar- gatnamálastj óra. Nú er unnið við smíði brúarstöplanna, en áætlað er að brúin verði tekin í notkun í haust. Brúin á að tengja Bústaðaveg við Snorrabraut til norðurs, en einnig tengist hún Miklubraut til austurs og Hríngbraut til vesturs. í sumar verður Miklatorg lagt niður í núver- andi mynd, en í stað þess koma ljósastýrð gatnamót. í framtíðinni er ætlunin að flyfja Miklubraut og Hring- braut þannig að þær lendi undir brúnni, og verða þessi fjölförnustu gatnamót borg- arínnar þá komin á tvær hæð- ir. Samið um nýtingu loðnustofiisins: Íslendíngar fá 78%, Norð- menn og Grænlendingar 11% Samninganefhdir íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna hafa náð samkomulagi um nýtingu loðnustofiisins. Á næstu vertíð fá íslendingar 78% kvótans, en Norðmenn og Grænlendingar 11% hvorir. Þá fá norsk og grænlenzk skip veiðiheimildir í íslenzkrí lögsögu með svipuðum hætti og Norðmenn hafa fengið á undan- förnum vertíðum og leyfi til að nota íslenzkar hafiiir og landa þar afla sínum. Samkvæmt samkomulaginu skulu þjóðimar þijár leitast við að ná samkomulagi um heimilaða heildarveiði, en náist það ekki, geta íslendingar ákveðið heildar- veiðina einhliða, eins og áður. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagðist telja sam- komulagið mjög stóran áfanga og ánægjulegt að sjá loks fyrir end- ann á deilum þjóðanna. „Það hefur staðið í miklu stappi um þessi mál í mörg ár og deilan hefur einkum haft áhrif á samskipti okkar við Grænlendinga," sagði Halldór. „Samkomulagið mup greiða veru- lega fyrir frekari samvinnu land- anna.“ Grænlendingar hafa á undan- fömum áram tekið sér um 60.000 tonna loðnukvóta og selt hann Færeyingum. Halldór sagðist þó gera ráð fyrir að eitthvað af kvóta Grænlendinga myndi nýtast íslenzkum skipum. Hvað hugsan- legar löndunarheimildir til Færey- inga varðaði, sagðist Halldór bú- ast við að íslendingar yrðu vin- samlegir í garð Færeyinga að því leyti, enda væra þeir vinaþjóð og byggðu afkomu sína á fískveiðum eins og við. Sækja yrði þó sérstak- lega um slíkar löndunarheimildir til íslenzkra stjórnvalda. Lítill guðfræðilegur ágreiningur í biskupskjöri: Kosið um reynslu og hæfileika Kosningabaráttan fyrir lqör biskups Islands er nú hafin. Fjór- ir prestar „hafa gefið leyfi til að nafh þeirra sé nefiit“, eins og það er stundum orðað. Það er þó enginn æsingur i baráttunni, enda mun .ekki vera grundvallarmunur á guðfræðilegum skoðun- um biskupsefhanna eða stefiiu þeirra í kirkjumálum. Kosningarnar verða fimmtu biskupskosningamar á seinni tímum, en fram á þessa öld var biskup konungsskipaður. 1939 hafði Sigurgeir Sigurðsson, faðir Péturs núverandi biskups, nauman sigur yfir sr. Bjama Jóns- syni dómkirkjupresti. Á eftir Sig- urgeiri komu þeir Ásmundur Guð- mundsson, sem kjörinn var 1954 með miklum meirihluta atkvæða og Sigurbjöm Einarsson, sem var kosinn 1959, en helzti keppinaut- ur hans var sr: Einar Guðnason í Reykholti. í síðustu kosningum, 1981, voru það Ólafur Skúlason, dómprófastur, og Pétur Sigur- geirsson, þáverandi vígslubiskup, sem lokabaráttan stóð á milli og sigraði Pétur með litlum mun. Á kjörskrá era 160 manns. Þar af eru 123 prestar, 12 kennarar við guðfræðideild, 9 leikmenn af Kirkjuþingi og 16 leikmenn, sem era fulltrúar prófastsdæma. Kosningin fer fram bréflega. Tími kosninganna er ekki ná- kvæinlega ákveðinn, hann fer eft- ir því hvenær öllum formsatriðum vegna kjörskrár verður fullnægt, en úrslit fyrri umferðar verða í síðasta lagi ljós í byijun apríl. Fái enginn hreinan meirihluta, verður kosið aftur milli þriggja efstu, og talningu at- kvæða ætti að ljúka eigi síðar en um miðjan maí. Raunar eru allir guðfræðingar kjörgengir í biskupskjöri, svo framarlega sem þeir fullnægja skilyrðum til að vera skipaðir prestar í þjóðkirkjunni. Að beiðni nokkurra presta hefur stjórn Prestafélagsins ákveðið að senda fjórmenningunum, sem sérstak- lega eru nefndir til, Iista með spumingum um afstöðu þeirra til ýmissa guðfræðilegra málefna og stjómunarmála kirkjunnar. Svör- in verða síðan send kjörmönnum. Margir prestar eru hins vegar óánægðir með þetta og telja að verið sé að bijóta gegn þeirri reglu, að allir séu í kjöri. Stungið var upp á því að þremur prestum til viðbótar yrðu sendar spuming- amar, en enginn þeirra mun hafa hugsað sér að svara þeim. Sr. Heimir Steinsson er 52 ára og hefur gegnt virðulegum og krefjandi embættum. Hann var fyrsti skólameistari lýðháskólans í Skálholti og kenndi áður við BAKSVIP eftir Ólaf Þ. Stephensett sambærilegar stofnanir á Norð- urlöndum. Undanfarin ár hefur hann verið Þingvallaprestur og þjóðgarðsvörður, en það starf er lflct og skólameistaraembættið talið útheimta skipulags- og stjómunargáfu. Sr. Heimir er tal- inn eiga stóran hóp stuðnings- manna og hefur verið duglegur að afla sér fylgis undanfarið. Sr. Jón Bjarman er 56 ára. Hann var fangaprestur, prestur í íslend- ingabyggðum vestan hafs, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar og er nú sjúkrahúsprestur. Hann var í starfsháttanefnd þjóðkirkjunnar, sem gerði tillögur um breytta starfshætti hennar. Ýmsir telja að sr. Jón kunni að eiga stuðning þeirra, sem vilja að ýmsum tillög- um nefndarinnar verði hrint í framkvæmd frekar en orðið er. Sr. Ólafur Skúlason, vígslu- biskup og dómprófastur, verður sextugur í árslok. Hann er sóknar- prestur í Bústaðasókn og hefur verið drífandi í safnaðarstarfi. Fyrr á áram var hann formaður Prestafélagsins, og hann hefur verið vígslubiskup um nokkurra ára skeið. Sr. Ólafi þykir hafa farizt stjóm stærsta prófasts- dæmisins vel úr hendi og hann er talinn hafa skipulagsgáfu og fjármálavit, auk góðra tengsla við veraldleg yfírvöld kirkjunnar. Margir telja að hann eigi einna helzt möguleika á sigri í fyrstu umferð. Sr. Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi, er 45 ára. Hann er þekktur sem formað- ur Prestafélagsins, og það er meðal annars talið honum til tekna að hafa náð virðingu sem sóknarprestur í bænum, þar sem hann ólst upp, en einnig er mikill kraftur í safnaðarstarfinu á Sel- fossi. Þá kenndi sr. Sigurður um skeið við Guðfræðideild Háskól- ans, og mun því eiga stuðning ýmissa yngri presta. Gamla skiptingin í fijálslynda guðfræðinga og íhaldssama, sem setti svip á biskupskosningar á áratugunum fyrir og eftir 1950, er ekki talin til staðar lengur. Það eru reynsla og hæfíleikar, sem nú þykja skipta máli. Þá segja margir, að aldur biskups komi við sögu vegna þess að menn vilji ekki hafa biskup of lengi í emb- ætti. Reglan er að biskup situr til sjötugs. Þeir fjórir, sem sérstaklega hafa verið nefndir til, hafa allir átt mjög farsælan feril og hafa aflað sér mikillar reynslu. Þá eru þeir taldir eiga það sameiginlegt að vera góðir ræðumenn — og síðast en ekki sízt þykja þeir allir einstaklega vel kvæntir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.