Morgunblaðið - 22.01.1989, Page 21

Morgunblaðið - 22.01.1989, Page 21
os 686! flAÚWAl .SS flUOAQUTHVIUS HAðMIMIAIRH (HOAJaVIUOHOM ATVINNU RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLÝSINGAR Starf markaðsstjóra GRÓIÐ og vel þekkt verslunarfyrirtæki, sem selur tölvur og skrifstofuvélar óskar að ráða markaðsstjóra sem fyrst. Óskað er eftir að viðkomandi hafi góða undirstöðumenntun, hafi verulega innsý í og reynslu af tölvuvinnslu, hafi þekk- ingu á íslenskum markaðastæðum og sé metnaðargjarn, duglegur og komi vel fyrir. Staða framkvæmda- stjóra laus Þekkt samtök innan atvinnulífsins auglýsa eftir fram- kvæmdastjóra. Leitað er eftir starfsmanni með háskóla- menntun og starfsreynslu í rekstri fyrirtækja. Fj ár málastj ór i Hagvangur auglýsir stöðu fjármálastjóra fyrir innflutnings- fyrirtæki. Krafíst er viðskiptafræðimenntunar og reynslu af stjórnunarstörfum. RAÐAUGLÝSINGAR Fiskiskip til sölu Nokkrir bátar og skip eru auglýst til sölu. Togskipið. v/s Einir GK 475, 236 tonn, er til sölu og afhendingar strax. V/b Gísli Kristján ÁR 35, 30 tonna bátur er til sölu, skipti óskast á minni bát. V/b Ver, 37 tonna bátur er til sölu og afhendingar strax. Einnig er til sölu 113 tonna stálskip, byggt í Svíþjóð 1984. Á öðrum stað eru auglýstir plast-, tré-, ál- og stálbátar, allt frá 9,9 tonnum upp í 69 tonna báta. Byggingaríðnaður í blaðinu í dag er auglýst til sölu „eitt stærsta fýrirtæki landsins á sínu sviði í byggingariðnaðinum vegna sérstakra aðstæðna eigenda." Tekið er fram að fyrirtækið sé í fullum rekstri og ársvelta þess sé um 30 milljónir krónna. Styrkveitingar Háskóli íslands hefur ákveðið að úthluta 4 styrkjum, að upphæð 100.000 kr. hver, í samræmi við skipulagsskrá Minn- ingarsjóðs Theódórs Johnsons. í skipulagsskrá segir, að styrkja skuli efnilega en efnalitla stúdenta einn eða fleiri til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við HÍ. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. SMÁAUGLÝSINGAR Hátíðarsamkoma Hátíðarsamkoma í tilefni 90 ára afmælis KFUM og KFUK verður í húsi félganna á Amtmannsstíg 2b í kvöld. Hefst samkoman kl. 20. Morgunblaðið/Sverrir Skortur á hjúkrunaríræðingum er ekki neitt séríslenskt fyrirbrigði. í Banda- ríkjunum og Bretlandi a.m.k. hefur þetta verið mikið vandamál undanfarið. Dalvík: Fiskvinnslan að glæðast Dalvík SEGJA má að atvinnuástand á Dalvík sé allgott miðað við árstíma. Hjól fískvinnslunnar eru að byija að snúast á ný eftir ára- mótin. Frá því síðast í desember hefur vinna legið niðri í frystihúsi KEA, þar til nú í byijun vikunnar. Þessi tími var nýttur til að gera skipulags- breytingar í húsinu. Gömlum vinnsl- ulínum var skipt út og ný lína, svo- kölluð flæðilína, sett upp. Á hún að vera þægilegri fyrir starfsfólk og auka spamað. Togaramir eru allir á sjó. Björgvin er búinn að landa einu sinni eftir áramót, allgóðum afla. Fréttaritari Stykkishólmur: Skelkvótinn minnkaður Hjúkrunarfræðingar: Störfum utan sjúkra- húsanna tjölgar VARLA er svo blöðum flett, að ekki sé þar auglýsing frá heilbrigðisstofiiun, sem óskar eftir hjúkrunarfræðingum. Morgun- blaðið aflaði sér upplýsinga hverju þetta sætti og hvort frekari væri skortur á al- mennum hjúkrunarfræðingum en sér- menntuðum. Guðrún Marteinsson hjúkmnar- forstjóri á Landakotsspítala sagði að þau hefðu verið heppinn gegnum árin með starfsfólk. Hins vegar hefði þetta verið langtímavanda- mál. Þá væm fleiri störf í boði nú með tilkomu fleiri heilsugæslu- stöðva og læknastöðva og þar væri um dagvinnu að ræða. Þá væri oft mikið álag á hjúkmnarfræðingum og kröfumar hefðu aukist, m.a. með tilliti til menntunar. Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunar- forstjóri á Landsspítalanum sagði að síðasta ár hefði komið nokkuð vel út, brottfall hefði verið minna undanfarin ár og sér fyndist al- mennt hjúkmnarfólkið ánægðara. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítalanum, sagði að ástandið hefði verið nokk- uð gott sl. haust. En í allri þessari umræðu um skort á hjúkmnar- fræðingum mætti ekki gleyma fjár- hagslegu hliðinni, sem hefði einnig vemleg áhrif á opnun deilda. Hún sagði að álagið væri oft á tíðum gífurlegt, almennt væm spítalarnir með veikari sjúklinga en áður, vegna þess að legutíminn hefði styst og heimahjúkmnin tæki fyrr við en ella. Heimildir fyrir fjölda hjúkr- unarfræðinga væri nánast sá sami á deildum og þegar spítalinn tók til starfa. Inn í þetta kemur einnig náms- leyfi, en eftir 5 ára starf hafa hjúkr- unarfræðingar rétt á 3 mánaða námsleyfí. Um þessar mundir hefur verið mikið um að þeir fari í fram- haldsnám í skurðstofu- og svæfing- arfræðum, sem tekur um 1 og 2 ár, bóklegt og verklegt, og stjórnun- arnám sem er bóklegt 9 mánaða nám. Einnig hefur fæðingarorlof á stómm vinnustöðum eins og spítal- arnir em sitt að segja. Sagði Vigdís Magnúsdóttir að á Landspítalanum hefðu í fyrra verið að meðaltali 18 hjúkrunarfræðingar á dag í barns- burðarleyfi. Sífellt virðast fleiri hjúkranar- fræðingar vera að útskrifast og var hópurinn stærstur í fyrra eða 62. Árið 1971 útskrifuðust aðeins 8, 1972 útskrifaðist 21 hjúkmnar- fræðingur og hefur þeim farið fjölg- andi ár frá ári síðan. í vetur em yfír 100 nemendur á fyrsta ári, en einhver afföll em alltaf af þeim sem halda áfram. Einhveijir hætta við og eins mun ekki vera óalgengt að nemendur fari yfir í sjúkraþjálfun. Ekki virðist frekar vanta sér- menntaða hjúkmnarfræðinga en almenna, hins vegar virðast sumar deildir alltaf óvinsælli en aðrar. Stykkishólmi. FÓLK vantar til vinnu í mörgum fyrirtækjum. Vissulega er staða atvinnufyrirtækja tvísýn hér eins og víðar. Lágt fiskverð og lækkun á skelfiski veldur miklum erfið- leikum, auk þess sem skelkvótinn var minnkaður um 10% um ára- mót. Blikur em á lofti í byggingariðn- aði svo og skipasmíði sem á í vax- andi samkeppni við erlendar skip- asmíðastöðvar. Aukning er í ferða- þjónustu. Hólmarar vonast eftir betri vertíð en í fyrra, en 8-10 bátar búast á net um leið og skel- og línuveiði Jýkur. — Árni Þingeyri: Aflabrögð- in eru léleg Þingeyri., AFLABRÖGÐ hafa verið mjög léleg frá áramótum og veður rysj- ótt svo sjaldan hefiir gefið á sjó. Sléttanesið landaði á miðvikudag- inn 50 tonnum eftir 8 daga útivist. „Við björgum okkur frá degi til dags,“ sagði Magnús Guðjónsson, kaupfélagsstjóri, í samtali við Morg- unblaðið. Stöðugt er unnið að lausn á vandamálum kaupfélagsins á Þing- eyri í gegnum opinbera sjóði, þar á meðal hinn nýja Atvinnutryggingar- sjóð. Togurunum er haldið úti og fólk hefur vinnu. „Ýmsu hefur verið hægt að snúa til betri vegar á síðustu mánuðum en betur má ef duga skal,“ sagði Magnús Guðjónsson. Hann sagði að fólkið ýnni vel og hefði full- an vilja til að sigla heilu fleyi í höfn. Hulda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.