Morgunblaðið - 05.02.1989, Qupperneq 2
mm
2 FRÉTTIR/INNLENT
c*«t HAúSKEr? .3 siuoAcnjni'ítTs ŒaAjavíuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989
Við munum ljúka
þessu um helgina
- segir Steingrímur Hermannsson
„VIÐ munum Ijúka þessu nú um helgina," sagði Steingrimur Hermanns-
son forsœtisráðherra við blaðamann Morgunblaðsins laust eftir hádegi
í gær, að afloknum löngum fundi sex ráðherra ríkisstjóraarinnar.
Fundurinn hófst kl. 9 í gærmorgun og kl. 11.30 gengu ráðherrar Al-
þýðuflokksins af fundi, tál þess að bera ákveðin ágreiningsefiii undir
þingflokk Alþýðuflokksins, en aðrir ráðherrar funduðu áfram.
eir sem sátu þennan fund voru
Jón Baldvin Hannibalsson og
Jón Sigurðsson, ráðherrar Alþýðu-
flokks, Ólafur Ragnar Grímsson og
Svavar Gestsson, ráðherrar Alþýðu-
bandalags, og Steingrímur Her-
mannsson og Halldór Ásgrímsson,
ráðherrar Framsóknarflokks.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins miðaði vel í samkomulagsátt
á þessum vinnufundi ráðherranna í
gærmorgun, en ráðherrar Alþýðu-
flokksins gátu ekki fallist á ákveðna
þætti og viku af fundi til þess að
bera ágreininginn undir þingflokk
sinn. Fundur sömu ráðherra var að
nýju boðaður kl. 15 i gær, en eins
og áður segir kvaðst forsætisráð-
herra ætla að ljúka þessu nú um
helgina.
Á sama tíma og ráðherramir sex
funduðu í gærmorgun í fundarher-
bergi forsætisráðuneytisins sátu þeir
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, Birgir Ámason, að-
stoðarmaður viðskiptaráðherra, Þor-
steinn Ólafsson, efnahagsráðunautur
forsætisráðherra, og Már Guð-
mundsson, hagfræðingur flármála-
ráðherra, á fuhdi á efri hæð stjómar-
ráðsins. Þeir vildu ekkert segja um
fund sinn eða niðurstöður hans að
honum loknum.
Ljóst er að ekki er fullt samkomu-
lag um það meðal þingmanna stjóm-
arflokkanna að Borgaraflokkurinn
gerist aðili að þessu stjómarsam-
starfi. Þjóðviljinn greinir frá því (
frétt í gær að Hjörleifur Guttorms-
son, þingmaður Alþýðubandalagsins,
hafi lýst sig andvígan viðræðum við
Borgaraflokkinn á þingflokksfundi í
fyrradag.
Borgaraflokkurinn:
Morgunblaðið/Bjami
Að leik ísnjónum
Ákvörðun um Jjátttöku
í ríkisstjóraiimi seinkar
Selfoaai.
„EINS og stendur eru ekki forsendur fyrir þvi að leggja málið fyr-
ir aðalstjórn flokksins til endaniegrar ákvörðunar," sagði Júlíus
Sólnes formaður Borgaraflokksins, við upphaf flokksráðstefiiu og
aðalstjórnarfundar flokksins í gær, um stöðu viðræðna varðandi
þátttöku Borgaraflokksins f ríkisstjóra. Hann sagði að stjómarflokk-
arnir hefðu til skoðunar athugasemdir flokksins við sfðasta svar
Steingríms Hermannssonar.
Júlíus sagði að reiknað hefði ver-
ið með því að unnt væri að taka
ákvörðun á aðalstjómarfundinum
um þátttöku í ríkisstjóm en nú
væri eingöngu unnt að skýra frá
gangi mála og fá fram viðbrögð
aðalstjómarmanna. Það hefði verið
illa farið með tímann í þessu máli
og það væri sök stjómarflokkanna.
Hann sagði að ef jákvæð við-
brögð kæmu frá stjómarflokkunum
á meðan á fundinum stæði þá væri
unnt að hefja alvömviðræður í dag,
sunnudag. Niðurstöður úr þeim við-
ræðum mætti svo leggja fyrir þing-
flokksfund og fund aðalstjómar á
mánudagsmorgun til endanlegrar
ákvörðunar áður en þing kæmi
saman.
„Við höfum náð saman í mörgum
málum," sagði Júlíus. Hann sagði
einnig að þótt borgaraflokksmenn
hefðu ekki verið með í að móta
efnahagsráðstafanimar þá vissi for-
sætisráðherra um þeirra áherslur.
— Sig. Jóns.
Engar vísindaveiðar í ár
gætu þýtt endalok hvalveiða
Hafrannsóknastofiiun undirbýr nú síðasta hluta Qögurra ára
hvalarannsóknaáætlunar sinnar. í sumar er fyrirhuguð
umfangsmikil hvalatalning með skipum og flugvélum á
Norður-Atlantshafi, í samvinnu við ýmsar þjóðir. Og einnig er
gert ráð fyrir að veiddar verði 80 langreyðar og 10 sandreyðar,
eins og á sí ðasta ári.
Veiðamar eru mikilvægur
hluti vísindaáætlunarinnar,
því hún byggir ekki aðeins á
líffræðilegum rannsóknum á ýms-
um sýnum, heldur er öll rann-
sóknaáætlunin fjármögnuð með
hvalveiðunum. Hvalur hf. greiðir
ákveðna upphæð í rannsóknasjóð
fyrir hvem hval sem veiddur er
og allur umframhagnaður, sem
kemur af sölu hvalaafurða, rennur
í þennan sjóð.
Nú er mikill þrýstingur á stjórn-
völd að gefa ekki út vísindaveiði-
leyfi í sumar vegna áhrifa mót-
mæla grænfriðunga í Evrópu og
Bandaríkjunum á sölu á fískafurð-
um okkar. Ráðherrar hafa raunar
gefið í skyn að þetta komi til
greina.
Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf-
fræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnunar segir að auðvitað séu
fyrirliggjandi gögn frá síðustu
þremur árum, en verði vísinda-
veiðunum hætt núna þýði það ein-
faldlega að stofnunin muni ekki
ljúka þeirri áætl-
un sem hún ætl-
aði að fram-
kvæma. Slíkt
muni auðvitað
skaða rann-
sóknaáætlunina,
auk þess sem hætta væri á, að
ekki fáist fjármagn til að ljúka
öðrum rannsóknum, svo sem
hvalatalningunni, sem íslendingar
hafa haft frumkvæði að.
Vorið 1990 mun Alþjóðahval-
veiðiráðið meta á grundvelli fyrir-
liggjandi rannsóknagagna, hvort
hvalastofnamir þoli að banni við
hvalveiðum í atvinnuskyni, sem
staðið hefur frá árinu 1985, verði
aflétt.
íslensk stjómvöld Iíta svo á, að
hvalir séu nýtanleg auðlind og
stefna að því að sannfæra Al-
þjóðahvalveiðiráðið um að aflétta
hvalveiðibanninu. Og rannsóknir
Hafrannsóknastofnunar miða að
því að varpa ljósi á veiðiþol hvala-
stofnanna í framtíðinni.
Japan og Noregur hafa einnig
gert sérstakt átak við rannsóknir
á hvölum, sem hvort tveggja gera
ráð fyrir vísindaveiðum. Þannig
veiddu Norðmenn 30 hrefnur sl.
sumar og ætla að veiða hrefnu
aftur í sumar, en þeirra rannsókn-
ir eru þó fyrst og fremst aðferða-
fræðilegar. Jap-
anir veiddu í
fyrra rúmlega
~ 300 hrefnur í
eftir Gu&mund Sv. Hermannsson Suður-íshafí og
em nú að veiða
svipaðan fjölda
BAKSVID
Niðurstöður í hvalatalningu ís-
lendinga, Norðmanna, Færey-
inga, Dana og Spánveija á Norð-
ur-Atlantshafí 1987 benda til
þess, að sögn Jóhanns Siguijóns-
sonar, að langreyðastofninn telji
milli 6.000 og 7.000 dýr, og
hrefnustofninn um 20.000 dýr,
sem þýði að þeir þoli vel ein-
hveija veiði.
Niðurstöður um sandreyði vom
ekki marktækar þá, vegna þess
að talningin fór fram á tíma þeg-
ar sandreyðurin er ekki komin á
miðin, og því verður lögð áhersla
á sandreyði í leiðangrinum í sum-
ar.
Vísindnefnd hvalveiðiráðsins
reynir sífellt að leggja heildarmat
á hvalastofnana, þótt lítið sé um
ný rannsóknargögn frá öðram
þjóðum en íslendingum.
Hafrannsóknastofnun stefnir
að því að næsta vor liggi fyrir
allar niðurstöður úr rannsóknum
stofnunarinnar undanfarin Ijögur
ár. Það er auðvitað augljóst, að
þeim mun meiri upplýsingar sem
íslenskir vísindamenn geta lagt á
borð hvalveiðiráðsins, þeim mun
meiri möguleikar em á að hval-
veiðibanninu verði aflétt, og í því
tilliti em hvalarannsóknirnar, og
þar með veiðamar í sumar, mikil-
vægar.
En þótt þeir telji sig geta sýnt
fram á að hvalastofnar þoli veið-
ar, munu sjálfsagt aðrir líta svo
á að heildarmati á stofnstærð
hvalategunda sé ekki lokið, og
leggja til að veiðibannið verði
framlengt. Um það gæti orðið
erfíð barátta, ef Islendingar telja
sér á annað borð fært að stunda
hvalveiðar í atvinnuskyni.
Áróður grænfriðunga og al-
menningsálit víða verður sjálfsagt
áfram gegn hvalveiðum þótt sann-
að sé að nóg sé af hvölum í sjón-
um. Því má leiða líkur að því, að
ef stjórnvöld ákveða að gefa ekki
út leyfí fyrir veiðum í sumar, sé
það ákveðin vísbending um, að
hvalveiðar í atvinnuskyni verði
ekki hafnar aftur hér við land.
Sjávarafurðakynn-
ing í Tókýó:
Linda
átti hug
og hjörtu
Japana
Tókýó. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni
Morgunblaðsins.
LINDA Péturs-
dóttir, ungfrú
heimur, dró á eft-
irminnilegan hátt
athyglina að ís-
landi og islenzk-
um sjávarafurð-
um á mikilli mat-
vælasýningu f
Tókýó f gær.
Linda átti hug og hjörtu flestra
þátttakenda, sem voru hátt á ann-
að þúsund. Þeir þyrptust f kring
um hana til þess að fá eigin-
handaráritanir, myndir og til að
fá teknar myndir af sjálfiun sér
með henni. Ingólfur Skúlason,
framkvæmdastjóri Icelandic Fre-
ezing Plants, dótturfyrirtækis SH
f Grimsby, lýsti mikilli ánægju
sinni með frammistððu Lindu og
þá athygli, sem hún dró að fiskin-
um frá fyrirtækinu.
Matvælakynning þessi var á veg-
um risafyrirtækisins Nidshirei, en
það er stærst á sínu sviði í Japan
og selur hundruð tegunda af matvæl-
um, einkum frystum. Fyrirtækið
kynnti í gær nýjungar í vöruúrvali
sínu á þessu ári. Bar þar mikið á
íslenzku afurðunum.
Ingólfur Skúlason sagði að hér
væri um að ræða afar áhugaverðan
markað, sem gæti skilað fyrirtækinu
mikilli sölu, gengi dæmið upp.
Fulltrúar Nidshirei lýstu í samtali
við Morgunblaðið mikilli ánægju með
afurðimar frá íslandi og töldu mögu-
leika þeirra hér á þessum stærsta
fiskmarkaði heims verulega.
Menn og minkar:
Bílarnir
fastir í
Álftafirði
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
MENNIRNIR sem eru að flytja
799 minka frá Borgarfirði vestur
f ÖnundarQörð, og lentu f hrakn-
ingum á SteingrímsQarðarheiði
aðfaranótt fimmtudagsins, sátu
fastir f Álftafirði f gærmorgun.
Þeir bændumir Birkir Guðmunds-
son á Hrauni í Önundarfírði og Bjöm
Bjömsson á Þómstöðum á Ingjalds-
sandi höfðu minkana á tveimur
bflum. Þeir fylgdu bflalest yfir
SteingrímsQarðarheiði á eftir snjó-
ruðningstækjum frá Hólmavík eftir
hádegið á föstudaginn.
Snjóruðningstækin fylgdu bflalest-
inni í Mjóafjörð, en snem þá við til
Hólmavíkur. Bflalestin lenti síðan í
erfíðleikum vegna ófærðar í Skötu-
firði, og þegar komið var að mynni
Álftaíjarðar snemma ( gærmorgun
festust bflamir alveg. Snjómðnings-
tæki héldu til móts við bílalestina frá
ísafirði fyrir hádegi í gær.
SHÞ
Biluní
prentvél
VEGNA bilunar sem varð í
prentvél Morgunblaðsins að-
faranótt laugardags kom fylgi-
blaðið Menning/Listir ekki út
með blaðinu. Þessi bilun á hins i ,
vegar ekki að hafa áhrif á dreif-
ingu Morgunblaðsins.