Morgunblaðið - 05.02.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.02.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. PEBRÚAR 1989 Mfn írMEÐ llNÝJUM LÍFFÆRUM líffæratöku og það fæst ekki í um þriðjungi tilvika. í Frakklandi eru lögin rýmri fyrir lækna og má taka líffæri úr látnum mönnum svo lengi sem annað er ekki tekið fram í persónuskilríkjum hins látna eða ættingjar hafi samband við lækna með ósk um að slíkt verði ekki gert. Fyrir réttum tveimur árum samþykkti belgíska þingið svipuð lög og var gert ráð fyrir að með því mætti fá 1.000 nýtanleg líffæri árlega í stað 200 áður. í Banda- ríkjunum er öllum gefinn kostur á að skrá sig sem líffæragjafa á öku- skírteini sitt og urðu þau lög meðal annars til þess að fjöldi líffæra til ígræðslu fjórfölduðust á einu ári í Arizona-fylki. Hér á landi er engin formleg lagaleg skilgreining á andláti og kynni það að hamla nýtingu á liffærum ef út í það væri farið. Þetta hefur engin áhrif á brottnám hornhimnu úr augum látins fólks, þar sem hana má nema á brott nokkrum klukkustundum eftir hjartadauða. Páll Ásmundsson telur að ekki myndu falla til nema örfá nýtanleg nýru á ári hér á landi ef íslendingar færu út í það að leggja inn nýru í norræna bankann í stað þess að taka bara út. Svín sem lifandi líffærabankar? Líffæraígræðsla er dýr aðgerð og sem dæmi má nefna að hjartaí- græðsla í bandarískum sjúkrahús- um kostar um 125.000 dollara, eða um 6 milljónir íslenskra króna og skipti á lifur er tvöfalt dýrari. Þar sem eftirspum eftir líffærum er mikil hefur það jafnvel þekkst að fólk hafi selt úr sér annað nýrað og er slíkt til dæmis leyfilegt í Bret- landi þó að það sé kannski ekki vel séð. Slík verslun með líffæri hefur orðið tilefni hrollvekja á borð við kvikmyndina „Coma“ þar sem fólk var viljandi látið deyja heiladauða við minniháttar aðgerðir á sjúkra- húsi til að selja það í líffærabanka. í Suður-Ameríku hefur komist upp um menn sem hafa viljað falbjóða börn til sölu sem „varahluti". Breytt lög og aukin nýting á líffærum úr nýlátnu fólki á Vesturlöndum koma vonandi í veg fyrir að einhverjir freistist tii að gerast kaupendur í slíkum „viðskiptum". Til að bregð- ast við lögmálum framboðs og eftir- spurnar hófu breskir læknar í fyrra tilraunir við að græða líffæri úr svínum í sauðfé með það fyrir aug- um að græða svínslíffæri í fólk síðar. Bresk dýravemdunarsamtök mótmæltu og sögðu að hugmyndin um svín sem lifandi líffærabanka væri líkari hryllingssögu en lækna- vísindum. Heilaflutning'ar? Hver verður framþróunin í líffæraflutningum á næstu ámm? Ásbjörn Sigfússon, læknir á ónæm- isfræðideild Landspítalans, nefnir flutning á brisi, sem framleiðir ins- úlín, til lækningar á sykursýki. Slíkar aðgerðir ém nú á fmmstigi. Ásbjöm nefnir einnig framfarir í ónæmisfræði, sem myndu auðvelda líffæraflutninga enn meira en þær miklu framfarir í lyfjagerð sem orð- ið hafa á þessum áratug. Bylting myndi verða á þessu sviði ef ónæm- isfræðingum tekst að ráða eina helstu gátu vísinda sinna; hvers vegna líkami móður hafnar ekki fóstri. Þá geta menn væntanlega lært af móður náttúm hvemig er hægt að fá. líkama til að sætta sig við „aðskotahlut“ án þess að draga úr virkni ónæmiskerfisins og auka þannig líkurnar á sýkingu. Spum- ingunni_ sem flestir spyija líklega bvarar Ásbjörn neitandi. Heilaflutn- ingar em ekki á næsta leiti. Það er nær ómögulegt að flytja og græða saman taugavef og svo myndi auðvitað vakna sú spurning hvort verið væri að flytja nýjan heila í líkama eða nýtt hulstur utan um heilann og hugsunina. Nýrað gengur vel eftír 18 ár Morgunblaðið/Sverrir Eg var ósköp róleg og ekkert smeyk við að fara í aðgerðina, enda búið að rannsaka bróður minn til að ganga úr skugga um að hann væri góður gjafi,“ sagði Salóme G. Guðmundsdóttir, fyrsti íslenski nýrnaþeginn. Nýra úr bróður hennar var grætt í hana í Hammersmith-sjúkrahúsinu í London árið 1970, þegar hún var 26 áragömul. Salóme var einnig fyrsti sjúklingurinn sem fór í nýmavélina, sem átti 20 ára afmæli síðastliðið sumar, en áður fór hún í svokallaða lífhimnuskolun. I rúm tvö ár fór Salóme tvisvar í viku, 7 klukkustundir í hvort sinn, í vélina. Hún sagði aðspurð að ígræðslan hefði verið gífurleg breyting til batnaðar, það væri ekkert líf að vera stöðugt bundin við vél. Aðspurð um hvort ígrætt nýra hefði einhver áhrif á daglegt líf hennar sagði Salóme svo ekki vera. ígræðslan hefði gengið það vel að hún þyrfti ekki lengur að taka lyfið Predni- són, sem notað er gegn höfnun, en það hefur ýmsar aukaverkanir. Hún fer enn í eftirlit á þriggja mán- aða fresti, en nýrað hefur staðið vel fyrir sínu í rúm 18 ár. Mprgunblaðið/Sverrir Get nú ferðast og borðað allan mat Baldur Waage fékk grætt í sig nýra úr bróður sínum í Kaupmannahöfn þann 6. október síðast- liðinn. Nýrað passaði eins og best varð á kosið, en bróðirinn var kosinn nýmagjafi úr hópi fimm systk- ina Baldurs. Þó að ekki séu liðnir nema um fjórir mánuðir frá aðgerðinni er þegar farið að draga úr lyfjagjöfum. “Þetta gekk allt mjög vel, ég var varla vaknaður þegar þetta byijaði allt að starfa. Ég var bara þijár vikur úti, en var sagt að ég þyrfti líklega að vera 5-6 vikur þar,“ sagði Baldur. Hann var Tijá mánuði í gervinýra Landsspítalans áður en hann fór í aðgerðina, 3-4 klukkustundir í senn, þrisv- ar í viku. “Líðanin er miklu betri nú, maður var alltaf þreyttur og blóðlaus í gervinýranu. Nú er hægt að ferðast og ég má borða allan mat. Áður mátti ég ekki borða mikið prótein og það er mikill munur að mega borða fisk og kjöt.“ Stói ótsab Dæmi um verð Dömudeild Straufrí sængurverasett ....................975,- Straufrílök.... .........450,- Teygjulök................650,- Handklæði................150,- Diskaþurrkur..............80,- Þvottastykki..............75,- Kjólaefni metravara Ótrúlega lágt verð Herradeild Hlírabolir................250,- Buxur....... .............250,- Hálfermabolir.... ........290,- Síðarbuxur..... ..........390,- Sokkar.............90,- parið Peysur....................800,- Vatteraðirfrakkar... ....5.800 Vatteraðar blússur..frá 2.900 Buxur ull og terelyne ...2.000 Notið tækifærið og gerið hagstæð innkaup. Egill Sacobsen Austurstræti 9 NAMSKEIÐ ENDURMENNTUNARNEFNDA STÁL- OG VÉLSMIÐA Fromundan eru eftirtalin námskeið: Málmsuða.....................10.-13. mars 1989 Efnisfræði 1...............21 -25. febrúar 1989 Efnisfræði II...................4.-9. mars 1989 Vökvakerfi 1...............17.-20. febrúar 1989 Vökvakerfi II................17.-20. mars 1989 Loftkerfi I...................19.-29. apríl 1989 Loftkerfi II...................í byrjun júní 1989 Enska (102)............. Byrjar 16. febrúar 1989 Enska II (202)...............Byrjar 6. mars 1989 Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Fræðsiu- ráðinu í síma 621755 og hjá MSÍ í síma 83011.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.