Morgunblaðið - 05.02.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
ar ■ ^
FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989
35
KARLAR
Sitthvað —
karlmenn eða
karlmenn
Við gengum út að aftan. Ekki
veit ég hvers vegna. Alger
mistök. Þvi að móttökunefndin
beið að framan. Ég sá hana
strax. Ég sá líka, að hún sá okk-
ur. Ég sá hana
fórna höndum og
taka á rás. Heil
breiða af flaks-
andi frökkum og
barðastórum
höttum. (Ah,
svona eru þeir
fyrir austan,
hugsaði ég.) Ráð-
herra, kona ráð-
herra, aðstoðarráðherra, skrif-
stofustjóri ráðherra, siðameistari
ráðherra, sendiherrar, túlkar,
fréttamenn, kvikmyndatöku-
menn, hljóðupptökumenn — allir
á harðahlaupum. Vélin úr fókus,
hoppandi á öxl kvikmyndatöku-
mannsins. Hljóðneminn gapandi
upp í vindinn. Það rigndi. Við
vorum að stíga i neðsta þrepið.
Sumarfagur blómvöndur flaug
beint í fangið á mér. Allir fóru
að hlæja. Það hafðist. (Mér
fannst ég hafa komið þarna áð-
ur.)
Að þessu sinni var ég við öllu
búin. Með varalitinn (vopnið) i
vasanum og í skósíðu pilsi —
enda hávetur. Hér voru heldur
engir hermenn. Hér voru aðeins
frakkaklæddir borgarar. Þeir
horfðu djúpt í augu viðmælenda
(kvennanna) undan slútandi
hattbörðum. Með skegg á efri vör
og óræðan svip í andlitinu. (Svei
mér þá — maður fékk í hnén.) —
Og ekki nóg með það. Ég ætlaði
að heilsa með handabandi (eins
og venja er heima í Reykjavík).
Þá gripu þeir fjálglega um hönd
mína, horfðu enn fastar í augu
mér og lutu fram yfir hana. Eg
fann heitan andardráttinn
hrislast upp eftir handleggnum.
Skeggbroddarnir stungust mjúk-
lega inn í hörund mitt. Varirnar
staðnæmdust i kitlandi kossi.
Þeir lyftu hægt höfði og horfðu í
augu mér — með fyrirheit í aug-
unum. (Hver hefði ekki fengið i
hnén?)
Eftir þijátiu og tvo kossa og
þijátíu og tvö „uppörvandi"
augnaráð stóð ég á brauðfótum
og átti enga ósk heitari en að
landar mínir færu að ganga með
hatt.
Og í huganum sagði ég „far-
vel, Ameríka". Jafnvel borða-
lagðir aðmírálar falla algerlega í
skuggann af austur-evrópskum
„sjarmörum" og „gentilhommes".
Já, það er einsog ég segi —
sitthvað er karlmaður og karl-
maður.
Faðir Melkíors þvingar móðurina
til þess að senda hann á betrunar-
hæli. Fanney Sigurðsdóttir og
Bogi Birgisson.
Thalía, leikfélag Menntaskólans
við Sund, er um þessar mundir
að sýna í Hlaðvarpanum leikritið
„Vorið kallar“ eftir þýska rithöf-
undinn Frank Wedekind, í þýð-
ingu Hávars Siguijónssonar.
Saga verksins gerist fyrir síðustu
aldamót og fjallar um ungt fólk,
ástir þeirra og örlög. Tekist er á
við stórar spumingar en er fátt um
svör hjá manneskjum sem eru rétt
að vakna til lífsins og skynja að
holdið hafi eigin sál ... og ekki er
samúðin mikil hjá þeim eldri. í leit
að tilgangi lífsins verða átök feg-
urðar og ljótleika, ljóss og myrkurs
andstæður leiksins, þar sem ógæfan
tekur völd. En vonin lifír, meðan
vorið kallar.
Verk Wedekinds voru ekki flutt
óritskoðuð meðan hann var á lífí.
„Vorið kallar“ var til dæmis bannað
í Bretlandi til ársins 1963. Leikritið
er skrifað árið 1890 er Wedekind
er aðeins 26 ára að aldri. Ástin,
kynlíf, fóstureyðing, fordæming,
sjálfsmorð og dauði eru meðal
áhersluþátta verksins. Sum atrið-
anna þóttu bæði nærgöngul og op-
inská á þeim tíma og þykja jafnvel
enn í dag.
Leikstjóri er Þórdís Amljótsdóttir
leikari og er þetta hennar fyrsta
uppfærsla. Hun var spurð að því
hvemig hafi gengið að æfa þetta
umdeilda verk. „Leitin að verkefni
stóð stutt því ég vissi af þessu leik-
riti og það komst aldrei úr huga
mér. Eg hafði verið með átta vikna
leiklistamámskeið í skólanum og
var því búin að kynnast krökkunum
áður, og átti því auðveldara með
að velja í hlutverk. Það var þrauta-
vinna fyrir þau að ná þessu í byij-
un, þeim fannst þetta erfítt og
skildu ekki allt en þau hafa öll náð
persónulegum árangri. Nemend-
umir sem leika unga fólkið era á
hárréttum aldri, þeir hafa ennþá
æskuna í sér,“ segir Þórdís.
Um fjórtán leikarar taka þátt í
sýningunni og leika sumir fleiri en
eitt hlutverk. Upphafsatriði verks-
í lok leikrits ásakar Melkíor
sjálfan sig fyrir dauða ástmeyjar
sinnar. En vorið kallar ...
ins er spunnið af leikhópnum og
er textinn í sýningunni töluvert
styttur, þar fyrir utan sem aðeins
brot úr tveimur nærgöngulum atrið-
um er leikið. Aðalleikarar era þau
Eiríkur Sigurðsson, í hlutverki Mel-
kíors, sem ástfangið ungmenni,
Halldór Gylfason leikur hinn kúg-
aða og bælda og Jónína Þórólfs-
dóttir leikur Wendlu, fómarlamb
sakleysis. Tónlistin er þýsk og frá
sama tíma og verkið er skrifað.
„Vorið kallar" var sýnt hérlendis
er leikfélag Menntaskólans í Kópa-
vogi setti það á ijalirnar fyrir sex
áram.
SKEMMTIKRAFTUR
OG FATAHÖNNUÐUR
Alltaf
í farar-
broddi
Elsa Lund, búningahönnuður
með meiru, er orðin þjóðfræg
persóna. Um þessar mundir hef-
ur hún mörgum hnöppum að
hneppa og er meðal annars á
leið á sviðið í Þórscafé. Sumir
halda því fram að hún sé að stæla
Ragnhildi Gísladóttur, söngkonu,
aðallega hvað hárgreiðslu varð-
ar, en þá ekki síst sönginn sem
Elsa segist leggja stund á þessa
dagana.
Nei, Guð,“ skrækir Elsa sár-
ff móðguð. „Ég var komin
með þessa greiðslu löngu á undan
Röggu, ég er sko alltaf á undan í
öllu, ég er aðalpæjan. Ég er að
læra að syngja, það er rétt, eða sko
auðvitað kann ég að syngja, þetta
er bara smá raddbeiting, ekkert
stórmál, ég er með það fallega
rödd,“ segir Elsa pæja. En hvað
með hönnunina? „Nú, ég er auðvit-
að að hanna búninga á allt liðið sem
á að skemmta í Þórscafé. Oh, mér
finnst svo gaman þegar mikið er
að gera.“
Elsa Lund í essinu sinu.
Heyrst hefur að Elsa hafí lent í
smáævintýri þama í Færeyjum á
dögunum, og jafnvel orðið fyrir ein-
hveijum vonbrigðum. Vill hún tjá
sig um það? Það koma vöflur á
aðalpæjuna. „Ha, já, það var bara
smárómans. Nei, ég læt ekkert
uppi — þetta var soldið framhlaup
hjá mér. Æ, ég er alltaf svo snögg
til og fljótfær. Ég ætla að vera,’
varkár á næstunni, svona/ í
smátíma." En er hún nokkuð skotin
í Hemma Gunn? „Nei, það er gam-
alt bara — ja, það er kannski eitt-
hvað pínu — en hann er öragglega—
skotinn í mér,“ segir Elsa pempíu-
lega og skrækir með óvenju kven-
legum tilþrifum.
Morgunblaðið/Bjami
„Komdu með nokkrar vorrósir næst þegar þú kemur.“ Jónína Þór-
ólfsdóttir í hlutverki Wendlu biður systur sína ínu (Ingibjörg Stefáns-
dóttir) þessarar bónar.
Ljósmyndastofa Gunnars Irigimarssonar
BRÚÐHJÓN VIKUNNAR
Andleg’ verðmæti
eru mikilvægust
Brúðhjón vikunnar að þessu sinni
eru Garðár Jóhannsson og Fríður
Sólveig Hannesdóttir, búsett í
Hafnarfirði. Þau vora gefín sam-
an í Bessastaðakirkju þann 7. jan-
úar síðastliðinn. Séra Bragi Frið-
riksson gaf saman.
*
Eg sá hana fyrst í dansskóla
fyrir mörgum árum. Hún dró
að sér athygli mína strax þá, það
var eitthvað öðruvísi við hana,“
segir sá nýgifti. „Mér fannst hann
svo traustvekjandi og myndarleg-
ur,“ segir Fríður um sama atburð.
Leið síðan langur tími fram að
því að þau fóra að hittast reglu-
lega.
„Hjónabandið tengir okkur
saman. Það má ekki gleyma því
að presturinn blessaði okkur og
heimilið og þeim orðum gleymir
maður aldrei," segir Garðar. „Það
virðist vera voða mikið feimnismál
að vera trúaður í dag. Ég hef
orðið vör við að fólk haldi að eitt-
hvað sé að — sem þarf alls ekki
að vera — ef maður er leitandi í
trú sinni. Ég les stundum hluta í
Nýja testamentinu, kristin trú er
okkar trú. En við föram sjaldan
Brúðhjón vikunnar
Garðar Jóhannsson og
Fríður Sólveig Hannesdóttir. -
Þau giffcu sig
Garðar Jóhannsson og Fríður
Sólveig Hannesdóttir
Hér með er óskað eftir
nöfhum þeirra sem gengið
hafa í hjónaband nýverið.
Vinsamlegast hringið í
sima 691162 á skrifstofu-
tíma eða sendið upplýsing-
ar um nöfa brúðhjóna og
brúðkaupsdag, ásamt
símanúmeri. Umslagið
skal merkt: Morgunblaðið
„Fólk í fréttum" Pósthólf
1551, 121 Reykjavík.
í kirlqu og eram alls ekki neitt
ofstækisfólk," segir Fríður.
Það hefur sem sagt atvikast
þannig að við eram komin yfír í
hreinar trúaramræður og því er
rétt að spyija um trúarlegt gildi
kirkjubrúðkaups. „Við vildum
gera þetta með pompi og prakt,
það er reyndar svolítið tískufyrir-
brigði núna. En af hveiju er fólk
að gifta sig í kirkju ef það kveðst
ekki vera trúað? Það finnst mér
vera rangt. Maður er að staðfesta
heit sitt, hjónaband í kristinni trú.
Sumt við kirkjubrúðkaup okkar á
svo sem ekkert skylt við kristna
trú, til dæmis sá siður að henda
gijónum yfir brúðhjónin. Það er
strangheiðið fyrirbæri og eru
gijónin fijósemistákn," segir
Fríður.
„Trúin boðar meðal annars
samheldni, hún skiptir miklu máli.
Fólk þarf að gefa sér tíma fyrir
hvort annað. Fólk ætlar sér allt
of mikið af veraldlegum gæðum
og týnir kannski sjálfu sér og
hæfileikanum til þess að tala sam-
an á þeim áram sem það baslar
fyrir húskofa og tækjum. Oft vill
maður falla í þá gry§u að hugsa
um veraldleg gæði — en andleg
verðmæti era mikilvægust," sagði
Fríður og ekki skal efast um þau
lokaorð.
eftír Bryndísi
Schram
LEIKLIST
Færðu mér
vorrósir næst...