Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEB'RIJÁR ‘l'9,89 C 7 Dátar í viðeigandi klæðnaði, frá vinstrí: ar Kristjánsson, Rúnar Gunnarsson og Stefán Jón Pétur Jónasson, Hilm- Jóhannsson. Svavar Gests var útgefandi á mörgum þeim plötum sem út komu með lögum Rúnars, en auk platna með fyrmefndum hljómsveitum átti Rúnar lag á fyrstu breiðskífu Hljóma, lagið Peningar og einnig átti hann lag á fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar Flowers, lagið Glugg- inn. Eftir að Rúnar féll frá gaf Svav- ar út safnplötu með tólf lögum, sem Rúnar hafði hljóðritað hjá SG-hljóm- plötum, bæði eftir hann sjálfan og aðra. Að sögn Svavars höfðu margir þá verið að spyijast fyrir um eldri plötur Rúnars, en þær voru þá ófáan- legar. Sjálfur kvaðst Svavar alla tíð hafa haft gaman af lögum Rúnars og talið þau verðskulda að vera end- urútgefin á safnplötu. Eftir að Rúnar hætti í hljómsveit Ólafs Gauks lék hann um skeið með " hljómsveitinni Tilveru ásamt Engil- bert Jensen, Axel Einarssyni og fleirum en það stóð stutt enda var þá farið að bera á þeim andlega sjúk- dómi sem dró hann til dauða nokkr- um árum síðar. Síðustu árin dvaldi Rúnar lengst af á Borgarspítalanum og þar lést hann í byijun desember 1972. í minningargrein sem Ólafur Gaukur skrifaði að honum látnum segir meðal annars: „Rúnar Gunnarsson átti inni fyrir ljúft hjarta og hreint. Dulur á yfir- borði, en undir mátti greina tæran hljóm. Einlægur aðdáandi tóna og lita, og ég held, að aldrei hafi í al- vöru hvarflað að honum að fást við annað en músík eða myndlist, en við þá síðarnefndu dundaði hann sér til dægrardvalar, að eigin sögn, og þótti sjálfum lítið til árangurs koma, þótt aðrir sæu, að hér var hlutgeng- ur maður á ferð sem slíkur. Lagasmiður var Rúnar með ágæt- um í anda sinnar kynslóðar, en gerði lítið til að halda á lofti eigin hugverk- um. En menn fundu af lögum hans ferskan keim og þau áttu greiðan aðgang að hinum yngri. Nýlega hafa Sextett árið 1969, frá vinstri: Rúnar Gunnarsson, Andrés Ingólfsson, Svanhildur J akobsdóttir, Ólafur Gaukur, Carl Möller og Páll Valgeirsson. þótti mörgum það einkennilegt þeg ar ég tók þessa ungu menn í hljóm- sveitina. Þetta var auðvitað mikil breyting, bæði fyrir okkur og þá, en þeir þurftu nú að setjast niður og fara að spila útsetningar. En þetta gekk mjög vel og Rúnar var fljótur að komast upp á lag með að spila á bassa. Hann var næmur og músíkalskur og fljótur að læra þetta.“ Á þessum árum var hljómsveit Ólafs Gauks með fastan sjónvarps- þátt og hljómsveitin gaf út nokkrar plötur, en á einni þeirra var einmitt lag Rúnars Það er svo undarlegt með unga menn við texta Ólafs Gauks. „Textinn var auðvitað sam- inn með það fyrir augum að höfða til ungra manna, og líklega gerir hann það enn og á öllum tímum,“ sagði Olafur þegar þetta bar á góma. „Þegar Rúnar kom í hljómsveitina tókum við inn á efnisskrána Gvend á Eyrinni, sem var talsvert þekkt og vinsælt lag og ég hvatti hann til að halda áfram að semja lög. Hann málaði líka og ég hvatti hann einnig á þeirri braut, enda hafði hann mjög gaman af því og sökkti sér oft niður í málverkið." Varðandi það hvers vegna lög Rúnars hefðu orðið svo lífseig sem raun ber vitni sagði Ólafur Gaukur að á því gætu verið margar skýring- ar. „Þetta eru tiltölulega einföld lög og það er í þeim viss „naívismi", það er að segja tær einfaldleiki sem oft hittir í mark, enda kemur þetta yfir- leitt beint frá hjartanu. Þessi „naí- visrni" kemur meðal annars fram í óvenjulegri hljómasamsetningu, sem getur stafað af því að viðkomandi höfundur er lítt menntaður tónlistar- maður eða hefur ekki verið lengi í músíkinni. Hugmyndir slíkra laga- smiða eru þá ekki farnar að taka mið af langri hlustun og úrvinnslu samkvæmt hinum hefðbundna skóla í tónlistinni. Það vottar til dæmis fyrir þessu sama af og til á fyrstu Rúnar og Svanhildur voru oftast í aðalhlutverkum í sjónvarpsþáttum hljómsveitar Ólafs Gauks, enda aðalsöngvarar hljómsveitarinnar. Sérstœbur söngvari ogfrumlegurlagasmidur árum Bítlanna. En oft gengur þetta upp þótt það hljómi kannski ein- kennilega í byijun. Til dæmis kemur millikaflinn í Það er svo undarlegt með unga menn eins og skrattinn úr sauðaleggnum, en það gekk upp hjá honum. En þetta slær mann oft á einkennilegan hátt í byijun, eins og málverk „naívista" geta gert. Í annan stað var Rúnar ákaflega sérstakur söngvari og það hefur eflaust haft sitt að segja hvað varð- ar vinsældir þeirra laga sem hann söng inn á plötur, sem voru ekki nærri öll eftir hann sjálfan. Við gerð- um til dæmis plötu með lögum eftir Oddgeir Kristjánsson og mörgþeirra urðu mjög vinsæl og eru enn leikin í útvarpi. En ég man að þeir hlógu mikið, ungu mennirnir í hljómsveit- inni, þegar ég kom með þessi lög fyrst á æfingu. Þeim þótti þetta svo fjarlægt því sem þeir höfðu verið að spila og ætluðu í fyrstu ekki að fást til að flytja lögin eins og ég hafði skrifað þau. Rúnar náði þess- um lögum hins vegar mjög vel, ekki síður en aðrir í hljómsveitinni, og platan fékk góðar undirtektir. Það þríeyki, sem ræður vinsældum laga, er auðvitað lagið sjálft, textinn og svo flutningur söngvarans. Eitt af þessu þrennu getur auðveldlega gert lag vinsælt. Þegar öll þrennan mæt- ist er lagið vitanlega gulltryggt." SG-hljómplötur gefið út tólf lög Rúnars, sungin af honum sjálfum. Um þá hljómplötu, og um Rúnar heitinn sjálfan, farast Hauki Ingi- bergssyni svo orð í hljómplötuþætti í Morgunblaðinu fyrir skömmu: „Það er ótvír.ætt, að á árunum um og fyrir 1970 var Rúnar Gunnarsson einna mest áberandi einstaklingur- inn í dægurlagatónlist hérlendis. Kom þar bæði til sérstæður og skemmtilegur söngstíll auk þess sem Rúnar samdi mörg lög sem vinsæl urðu . . . Þegar hlustað er á lög Rúnars Gunnarssonar kemur í ljós, að hann hefur verið einn af þeim fáu, sem hafa náðargáfuna til tónsmíða . . . Rúnars mun verða minnst sem eins af okkar bestu dægurlagahöfundum og skemmtilegs söngvara." Og við látum orð Ólafs Gauks í áðurnefndri minningargrein verða lokaorð þessarar umfjöllunar um lagasmiðinn Rúnar Gunnarsson og tónsmíðar hans: „Hér er ekki ætlun- in, að draga fram í dagsljósið lífsfer- il Rúnars lið fyrir lið. Ekki heldur spá neinu um það, hvað hefði getað orðið, ef ekki hefði komið til erfiður sjúkdómur, sem að lokum dró hinn unga mann til dauða. Aðeins skal minnt á látinn vin, sem gerðist hand- genginn ungfrú Músík og átti með henni góðar stundir.“ Popptónlístinni lítið fleygt frain síðan þá - segirJón Ólafsson í Bítlavinafélaginu „LOGIN hans Rúnars komu eiginlega sjálfkrafa fyrst á blaðið þegar við ákváðum að gera þessa plötu. Þetta eru svo góð lög að framhjá þeim varð ekki gengið,“ sagði Jón Ólafsson, hljómborðsleikari í Bítla- vinafélaginu, er hann var spurður álits á tónsmiðum Rúnars Gunnars- sonar. Á plötu Bítlavinafélagsins eru þijú lög eftir Rúnar og að auki tvö eftir Þóri Baldursson, sem Rúnar söng á hljómplötu með hljómsveitinni Dátum. Eg hef verið fimm eða sex ára þegar ég heyrði þessi lög fyrst og síðan hef ég ekki gleymt þeim,“ sagði Jón ennfremur. „Lögin hafa auðvit- að. verið spiluð við og við í útvarpinu í gegnum árin og hafa þannig lifað í kollinum á manni. Þegar ég fór svo sjálfur að vinna á Rás 2 hafði ég aðgang að þessum gömlu plötum og fór að kynna mér þessa músík nán- ar. Ég hef alltaf hlustað mikið á tónlist frá bítlatímabilinu af þeirri ein- földu ástæðu að þetta var fijótt tímabil og mér finnst popptónlistinni lítið hafa fleygt fram síðan þá. Þama er að fínna fjölmörg lög, bæði innlend og erlend, sem enn í dag skara fram úr að mínum dómi. Af innlendum lagasmiðum finnst mér Rúnar Gunnarsson í hópi hinna betri á þessum árum og jafnvel sá besti. Þegar ég vann á Rás 2 fór ég einnig að garfa í gömlum lögum, sem fallið höfðu í skuggann af þeim sem vinsælust urðu, eins og til dæmis Kling-Klang og Fáð‘ér sykurmola. Fyrmefnda lagið er reyndar ekki eftir Rúnar heldur Þóri Baldursson, en Rúnar söng það á sinn sérstæða hátt og þannig tengir maður það honum. Þegar við völdum lögin á plötuna höfðum við það einnig til hliðsjónar að taka lög, sem einhverra hluta vegna náðu ekki verðskuldaðri athygli á sínum tíma, að okkar dómi.“ Jón kvaðst ekki minnast þess að hafa séð Rúnar á sviði, en taldi það þó ekki ólíklegt því hann hefði verið árlegur gestur á jólaböllum hjá hljóm sveit Ólafs Gauks. „Ég man bara eftir Svanhildi," segir hann og hlær. „Rabbi (trommu- leikari Bitlavinafé- lagsins) man hins vegar vel eftir Rúna ri þegar hann var að koma vestur á firði að spila. Við vomm einmitt að ræða þetta um dag- inn og Rabbi sagði að sér hafi verið það sérstaklega minnis- stætt að Rúnar hélt öðmvísi á gítamum en almennt gerðist á þessum ámm. Og það er greinilegt, þegar menn tala um hann, að hann hefur verið í miklu áliti og meiriháttar popp- stjama í þá daga. Ég fór hins vegar ekki að gefa tónsmíðum Rúnars gaum fyrr en eftir að ég var orðinn eldri og þegar maður fer að kynna sér lögin nánar kemur í ljós að það er talsvert mikið í þeim. Lögin hans em mjög sérstæð og frumleg eða „orginal“ eins og sagt er á fagmálinu. Þau em oft með mjög sérkennilegum hljómagangi og þegar maður fer að pæla í lögum eins og Gvendur á Eyrinni og Það er svo undarlegt með unga menn, þá kemst maður að raun um að þetta em lög, sem menn með sæmilegt tón- eyra pikka ekki upp í fyrstu atrennu. En eins og ég sagði þá komu lög Rúnars einna fyrst upp í hugann þegar við ákváðum að gera þessa plötu með íslenskum bítlalögum. Það kom meira að segja til tals að gera plötu bara með lögum eftir hann. Við ræddum þetta talsvert og persónulega finnst mér Rúnar alltaf hafa verið of mikið í skugganum af Gunna Þórðar. Lögin hans Gunna hafa verið mikið í sviðsljósinu og ýmsir tekið þau fyrir, en það er eins og enginn hafi lagt í að taka lögin hans Rúnars. Hann flutti þau svo vel sjálfur og Eyjólfur var því ekkert öfundsverður af því að þurfa að feta í fótspor hans að þessu leyti. En þetta gekk vonum framar og við emm ánægðir með undirtektirnar. Þessi lög, bæði lög Rúnars og annarra sem þama koma við sögu, eiga það fyllilega skilið að rykið sé dustað af þeim, þótt sumt á þessari plötu hafi nú fengið að fljóta með til gamans. En flest þessara laga virka mjög vel á böllum í dag, og ekki síður hjá ungum krökkum en hinum eldri sem muna eftir þessu tímabili. Ég get til dæmis nefnt að það er algengt að ungir menn biðji sérstaklega um lagið Það er svo undarlegt með unga menn, og þar spilar textinn auðvitað inn í. Við vomm til dæmis að spila í Stapa um daginn og þar var enginn eldri en 20 ára og það varð allt vitlaust þegar við tókum þessi lög. Ég held því að við höfum náð tilgangi okkar með útgáfu þessarar plötu, það er að vekja athygli á þessum lögum og sparka svolítið um leið í þessa ofnotkun á trommuheilum og tölvumúsík, sem hefur tröllriðið poppinu að undanf- örnu. Og það sýnir bara að það er eitthvað mikið að i popptónlistinni í dag þegar plata með tuttugu ára gömlum lögum er söluhæst. Menn hafa verið með alls konar dylgjur og getgátur um annarlegar hvat- ir okkar í sambandi við þessa plötu og ég á til dæmis að vera að byggja mér einbýlishús fyrir allan gróðann. Sannleikurinn er hins vegar sá að okkur finnst öllum mjög gaman að spila lög frá þessum tíma og höfðum fyrir löngu ákveðið að koma svona plötu frá okkur, fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Undirtektimar sýna hins vegar að við erum ekki ein- ir um að meta að verðleikum þetta merka tímabil í popptónlistinni,“ sagði bítlavinurinn Jón Ólafsson. Bítlavinafélaglð, sem endurvakti nokkur laga Rúnars og fleiri íslensk bítlalög á plötu fyrir síðustu jól, frá vinstri: Rafn Jónsson, Haraldur Þorsteins- son, Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.