Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR'1989 C 5 held að alltaf þurfi tvo til að ala upp börn svo vel fari, það er ekki tilviljun að tvo þarf til að getnaður geti átt sér stað. Að mínu áliti er móðurástin ekki ofmetin, yngsti sonurinn leitar frek- ar til mömmu sinnar ef eitthvað þjátar á en til mín, hún virðist standa honum nær. Faðirinn er frekar sá sem veitir öryggi og þá á ég ekki við íjárhagslegt öryggi heldur miklu fremur félagslegt. Samskipti foreldra og bama verður að byggja upp. Það er ekki nóg að koma heim úr vinnu á kvöldin og kasta kveðju á bömin. Maður verð- ur að gefa sér tíma til að setjast niður með þeim og fara yfir það sem þau hafa verið að gera þann daginn. Fólk afsakar sig alltof mik-- ið með tímaskorti, það má alltaf fínna tíma til þess sem verulega skiptir mann máli. Þegar upp er staðið era bömin það dýrmætasta sem maður á og ekkert getur kom- ið í þeirra stað. Mikilvægasta augnablik lífs míns var þegar sonur minn fæddist, ég vildi ekki skipta á þeirri upplifun og nokkurri ann- arri. Fyrsta árið sem hann lifði vann ég mikið og gerði mér þá grein fyrir því að ég var að missa af þroska hans. Þá ákvað ég að láta hann sitja fyrir hinum verald- legu gæðum, vinna minna og sinna honum meira. Þessi tími sem börn- in era lítil er svo stuttur, en um leið svo dýrmætur að mér finnst það grátlegt þegar foreldrar missa af samskiptum við bömin sín vegna eftirsóknar eftir einhverju sem ekki skiptir svo miklu máli þegar alit kemur til alls. Það er ríkt í karl- mönnum að þeirra hlutverk sé að sjá fjölskyldunni farborða, skaffa sem mest, en ég get ekki betur séð en að peningamir geri sama gagn hvort sem konan eða karlinn aflar þeirra. Ég vildi gjaman geta unnið minna og sinnt fjölskyldunni meira. Það styrkir líka foreldrana sem manneskjur að rækja gott samband við bömin, að hverfa með þeim inní þeirra heim og láta áhyggjur hvers- dagsins lönd og leið.“ Eldri sonur eiginkonu Árna var átta ára þegar þau kynntust og Árni viðurkennir að samskipti þeirra hafi verið erfíð í fýrstu, en nú séu þeir perluvinir. „Það er eðli- legt að börn séu tortryggin þegar móðirin tekur upp samband við annan mann en föðurinn: En ég tók þá ákvörðun strax í upphafi að tak- ast ábyrgðina af uppeldi strákanna á hendur og vinna traust þeirra, án þess að það truflaði samband þeirra við föður sinn. Þeir hitta hann reglulega og era hjá honum um helgi tvisvar í mánuði. Það er mjög nauðsynlegt fyrir þá og spillir í engu samskiptum okkar.“ Ámi Már segist ekki þekkja ann- að en að feðurnir taki virkan þátt í uppeldinu og fínnist það sjálfsagt. Hvort það sé uppreisn gegn hefð- bundinni ímynd föðurins viti hann ekki, um það sé að minnsta kosti ekki að ræða í sínu tilviki. „Ég kynntist raunar ekki föður mínum fyrr en ég var orðinn sex ára gam- all, því fram að þeim tíma var hann sjómaður og kom annað slagið eins og gestur, færandi sælgæti. En eft- ir að hann hætti á sjónum sinnti hann uppeldinu mjög vel. Það er fordæmið sem skiptir máli, að ala börn upp við það að engin lausn er að hlaupa frá vandamálunum það verður að ræða þau og takast á við þau, sá sterkari fer ekki með sigur af hólmi í þeim efnum. Ef ég mætti ráða vildi ég helst eignast tíu böm. Það era þau sem gefa lífinu lit og gildi. Áður bjó ég einn í stórri íbúð og hafði ekki að neinu að hverfa eftir að vinnudegi lauk. Með bömunum er alltaf eitt- hvað nýtt og spennandi að gerast á hveijum degi og þau veita manni í senn gleði og tilfinningalega fyll- ingu sem fer langt fram úr því sem ég hafði ímyndað mér.“ súra frá bömunum, en þó er ætlast til að þau séu alltaf til staðar. Sag- an af týnda syninum er gott dæmi um þetta. Sonurinn fer að heiman, sólundar öllu, lifir í sukki og drabbi þar til aurinn er búinn, þá kemur strax hugsunin: ég fer heim til pabba. Það hefur ekki orðið nein hugarfarsbreyting hjá honum, hann iðrast einskis. Eini tilgangurinn með heimförinni er að koma sér í skjólið hjá pabba. En kannski þessi hlið á þessari gömlu sögu sé sú sem minnstu máli skiptir. Það er alveg sama hversu þungbær er mér tilver- an, alltaf geta synir mínir komið mér til að gleðjast aftur, bara með því að segja „Halló pabbi“.“ STEFÁN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON eins bams fadir í sambúd Lagðist skáhallt í mig STEFÁN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON er 18 ára starfemaður í Netagerð VestQarða, í sambúð og faðir tveggja ára dóttur. Hann var því ekki nema 15 ára þegar hann frétti að föðurhlutverkið væri í sjónmáli. etta lagðist skáhallt í mig í fyrstu," segir Stefán „ég gat ómögulega áttað mig á því að ég væri orðinn pabbi. Sumir félaganna hvöttu mig til að slíta sambandi við móðurina og halda áfram að vera frjáls, en ég leit alltaf á þetta sem mína ábyrgð jafnt og hennar. Við byijuðum að búa saman þegar stelpan var þriggja mánaða, ég hætti í skóla eftir skylduna og gerð- ist heimilisfaðir. Nei þetta hefur ekkert stoppað mig af í því sem mig langar til að gera. Ég hef megnustu andstyggð á skóla og hefði ekki haldið áfram námi hvort eð var. Ég reyni að sinna stelpunni eins og ég framast get, en ég vinn frá 8 á morgnana til 7 á kvöldin og hef þvi lítinn tíma með henni nema um helgar. Þá er ég miklu meira með henni en mamma hennar og bleyju- skipti, böðun og annað slíkt hefur alltaf verið mitt verk ekkert síður en konunnar. Hún vinnur úti hálfan daginn og það er aðallega vegna þess hve ég fæ mikjð hærra kaup að ég vinn meira. Ég var á sjó í fjóra mánuði þegar stelpan var eins árs, kom heim fjóram sinnum á tímabilinu og stoppaði í fjóra daga í senn. Það er ekki eftirsóknarvert hlutskipti þegar maður á lítil böm. Pabbi minn var bormaður hjá Orku- stofnun, kom heim á um það bil tveggja mánaða fresti og ég vildi ekki að dóttir mín ælist upp við slíkar heimilisaðstæður. Ég held ekki að tengsl móður og barns séu neitt sterkari en föður og bams, það er fyrst og fremst spuming um að sinna baminu og nálgast það tilfinningalega. Við dóttir mín eram mjög náin þrátt fyrir minni samskipti en ég hefði viljað og hún leitar frekar til mín en mömmu sinnar ef eitthvað bjátar á. Ég býst við að ég láti meira eft- ir henni en ég er líka strangari að sumu leyti. Ég hef ekki mikið orðið var við að fólk hneykslist á því að ég skuli vera orðinn pabbi. í fyrstu áttu vin- imir dálítið erfitt með að skilja það að ég gæti ekki hlaupið út þegar mér sýndist, en núorðið virða það allir að ég ber jafn mikla ábyrgð á dóttur minni og móðir hennar." Stefðn Björgvin með dótturina, Söndra Börgu. Morgunbiaðið/úifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.