Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 BAKÞANKAR KOMDU OG HLUSTAÐU Á LISTAVERK Hinirfrábæru Beovox 3000 og Beovox 5000 hátalarar, sem Bang & Olufsen settu á markað í síöasta mánuði, eru nú þegar komnirtil íslands. Þeir eru þynnstu hátalararnir, sem B&O hafa nokkurntíma framleitt, aðeins 8 cm........................ Við kynnum þá, auk annarra mynd- og hljómtækja á Bang & Olufsen sýningunni 6.-10. febrúar Bang&Olufsen TALSKOLINN taltækni - framsögn - ræðumennska Námskeið hefjast 10. febrúar. Innritun dag- lega kl. 17-19 í síma 74032. ATH. nýtt símanúmer. Gunnar Eyjólfsson. Það var þama 89 Loksins kom ófærð. Almenni- legir, sannir og sterkir byljir, eins og í gamla daga. Maður er fenntur inni. Það hefur hreint ekki gerst síðan snjóaveturinn ógleym- anlega, sjötíu og hva fjö . . . , nei tvö, bíddu var það ekki sjötíu og eitt, i febrúar minnir mig, eða mars, samt er eins og mig minni og finn- ist endilega að það hafi verið í janúar sjötíu og tvö. Það var rétt eftir áramót og ekki vinn- andi vegur að komast í bæinn að skila jólagjöfunum. Það gerði nú ekkert til, miðað við það sem við lentum í núna, að þurfa að fresta þorrablótinu. Eng- inn man eftir að við höfum þurft að fresta þorrablótinu vegna veðurs nokkurn.tima. Það stóð einu sinni tæpt, hálkuveturinn mikia, þá lá við að við yrðum hreinlega að fella það niður. Það var sjötíu og sjö minnfr mig frekar en fimm. Það var nú meiri hálkan. Það var þá sem mjög vandaður maður sem ég þekki lét eftir sér að kaupa eitt par af Iðunnarskóm með nælonsólum. Svo ákvað hann að skella sér i Tónabió og það er bara ekkert með það, maðurinn byijar að skrensa fyrir framan miðasöl- una, nælonsólarnir taka öll völd og þessi vandaði maður rann og rann án þess að fá við neitt ráðið, niður allt Skipholtið á oddaflugi, og stöðvuðust glænýju Iðunnar- skórnir ekki fyrr en í biðröðinni fyrir utan Þórskaffi og það varð náttúrlega harður árekstur þegar hann skellti biðröðinni i eina þvögu, lögreglan á augabragði kom- in á staðinn og ekki að orðlengja það, þessi sérstaklega vandaði maður er tekinn í bóndabeygju og stungið í steininn fyrir óspektir á almannafæri. Spíttskór eru agaleg- ur óþverri í hálku. Þetta var sennilega sextíu og fjögur þegar ég fer að rifja þetta leiðindaatvik upp; þá var útbún- aðaræðið ekki skollið á, fólk var almennt ekki einu sinni farið að nota mannbrodda! Ég er núna að horfa út um gluggann sem snýr að fyrsta almennilega skaflinum á heiðinni sem liggur í beinu fram- haldi af skaflinum. Skaflinn er full- ur af mönnum sem hryllilegt út- búnaðaræði hefur runnið á. Menn- irnir eru að skemmta sér við að spóla og spæna upp þetta skafl- grey, sennilega að athuga hvort nokkuð hafi verið logið að þeim i sambandi við drif og aksturshæfi- leika jeppans. Það er sorglegt að sjá hvað logið hefur verið að mörg- um. Samt er útbúnaðurinn, virðist manni, alveg til fyrirmyndar. Mennirnir eru í sérsmíðuðum ska- flagöllum í skemmtilegum litum með sérstök byljagleraugu, mjög lik skíðagleraugum en miklu betri. Svo eru þeir með þráðlausar talstöðvar svo þeir geta staðið kjaftandi úti i skafíinum, ekki eingöngu hvor við annan um dekk og drif og snjósleða og gæðamuninn á yfirbyggðum snjósleðakerrum eða opnum, þeir geta líka rabbað við strákana sem eru komnir í næsta skafl fyrir ofan og fræðst um aksturseiginleika og ýmislegt smálegt í sambandi við skaflinn. Maður var svona hálfpartinn að vona þarna i glugganum að einhver skaflavinurinn myndi banka upp á og biðja um að fá að fara á klóið eða fá lánaða skóflu, þá ætlaði ég að spyija manninn hvort hann mundi vilja vera svo vænn að skutla mér niðri Kjörval af þvi bíllinn minn er þarna einhvers staðar lengst undir þessum ljóm- andi skafli og ég keypti ekkert inn þvi ég gerði rað fyrir að borða á þorrablótinu. Já, það vantar ekki, það er alltaf ósköp gaman að ófærð ogóveðursk- öflum þvi fólk lendir í svo miklu. Meira að segja fólk sem að öllu jöfnu lendir ekki i neinu, eins og vandaði maðurinn, eins og við sem urðum að fella niður þorrablótið, að ég tali nú ekki um skaflavinafélagið. þeir eru nú allir heima i stofu að segja kellingunum og krökkunum hvað það munaði svakalega litlu að þeir væru ekki til frásagnar nú ef jeppinn hefði ekki staðið sig svona nákvæmlega eins og i aug- lýsingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.