Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 39
Mit SkiUSSM a jrnnAamíMTpflll/Flíftpn^ £k|# íeAiaV'UDwm MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 C 39 SÍMTALID... ER VIÐ GRÍM SÆMUNDSEN LÆKNI Þeirfásitt tóbak 688067 — Hjá Grími Sæmundsen, góð- an dag. — Já, góðan daginn, þetta er Kristín Marja Baldursdóttir á Morgunblaðinu, er Grímur viðlát- inn? — Ætlaðirðu að panta tíma? — Ha, nei nei, bara að spjalla við hann. — Augnablik. — Grímur. — Já blessaður, Kristín Marja á Morgunblaðinu hér. Grímur, þú ert fyrirtækjalæknir ekki satt? — Rétt er það. — Nú hef ég heyrt að mikil herferð sé hafin á vinnustöðum gegn reykingum, hvenær má ætla að búið verði að útrýma þeim fyr- ir fullt og allt? — Eg held þeim verði nú aldrei útrýmt, því alltaf eru einhveijir sem ánetjast þessari nautn. Og þótt tóbaksnotkun hafi farið minnkandi á Vesturlöndum þá fer hún ört vaxandi í þriðja heiminum, þannig að enn er langt í land að henni verði útrýmt á heimsvísu. En auðvitað stefnum við að reyk- lausu landi árið 2000, og það finnst mér göfugt markmið. — Nú eru margir hér á blaðinu örvæntingarfullir og uggandi um sinn hag, hafa jafnvel rætt þann tæknilega möguleika að smygla inn hreinu tóbaki og reykja í salat- blöðum? — Bíddu - við, ertu nú að grínast? — Nei þetta er fúlasta alvara. — Þú átt kannski við að sett verði inn- fiutningshöft á tóbak? Ég á nú ekki von á því, enda er ég þeirr- ar skoðunar að öll bönn leiði bara til hliðaraðgerða eða ráðstafana þeirra sem vilja nálgast viðkom- andi efni. — Menn fá sem sagt sitt tóbak, það er þá bara að fá að reykja það einhvers staðar? — Jú það er nú lóðið. En kjami málsins er sá, að réttur viðkom- andi til að reykja er ótvíræður en réttur hans til að hafa áhrif á aðra einstaklinga með sínum reykingum er enginn. — Já, það er víst rétt. En nú ert þú einn af eigendum Heilsugarðs- ins, segðu mér, heldurðu að fólk verði ekki þreytt á þessu heilsu- púli í framtíðinni, fari bara að hugsa aftur Drik og vær glad“? — Nei. Þeir sem áneljast íþrótt- um og finna hvað starfsþrekið eykst með þjálfun, og bæði útlit og andleg heilsa verður betri, munu bara nýta sér valkostina, fara að skokka eða ganga þegar þeir eru orðnir leiðir á sundinu, og bregða sér kannski í heilsu- ræktina á vetuma þegar veðrið er vont. — Menn rækta líkamann, en gleyma þeir ekki oft að rækta sálina? — Það er nokkuð til í því, én Iíkamsþjálfun er streitulosandi og er nú notuð sem meðferð gegn ákveðnum geð- rænum kvillum. En erlendis era komnar svokall- aðar vellíðunar- stöðvar" þar sem bæði er boðið upp á líkams- þjálfun og innri íhugun. Þá er horft á heilsuna frá öllum sjónar- hornum. — Það líst mér vel á. En þakka þér fyrir spjallið Grímur, og vertu sæll. Grímur Sæmundsen HVAD VARD UM... HASSHUNDA LÖGREGLUNNAR? Vinnuþjarkur- inn einn eftir Fíkniefnasalar folnuðu og kettirnir hvæstu þegar þeir félag- arnir Skuggi og Carlo, hasshundar lögreglunnar, komu vígreifir á vettvang. Næstum vikulega mátti lesa um afrek þeirra i blöðun- um þegar þeir fiindu hass á hinum ólíklegustu stöðum, en hljóð- ara hefur verið um þá undanfarið og menn jafiivel spurt sig: Eru þeir hættir með hasshundana? Leiðir þeirra félaga hafa nú skilið, því Skuggi, sem var af Labradorkyni, er farinn til feðra sinna en Sheffer-hundurinn Carlo er enn í fullu starfi hjá fíkni- efnalögi-eglunni, og að sögn manna, aldrei verið vinnuglaðari. Hann er þjálfaður til að finna hass, kókaín og amfetamín, og að rekja spor manna og bregðast við áreitni. Þorsteinn Hraundal, lögreglumaður og þjálfari hund- anna, sagði að umfjöllun í blöðum um þá félaga færi að mestu leyti eftir áhuga blaðamanna. Carlo fyndi ekki minni fíkniefni en áð- ur, þótt hann ynni störf sín í kyrr- þey nú. Skuggi Skuggi fór á eftirlaun fyrir tveimur áram og dó ári síðar, tólf ára gamall, en Þorsteinn segir hann hafa verið mikinn persónu- leika. Hann var kapítalisti og eig- inhagsmunaseggur, en afar skyn- samur og næstum óhunganlega mannlegur. Sjálfstæði hans var mikið, sem sannaðist þegar hús- bóndi hans gleymdi honum eitt sinn úti á flugvelli. Kappanum var hjartanlega sama, kom sér bara fyrir á kaffistofunni, át. nesti starfsmannanna og var í fasta- svefni þegar húsbóndi hans kom til baka. Hann var lítt gefinn fyr- ir börn og hafði ímugust á kött- um, sem hann drap umsvifalaust kæmu þeir of nálægt honum. Sér- viska hans óx með áranum og þá var hann oft tregur til að leita á þeim stöðum sem honum fannst vera leiðinlegir eða „fúlir“. Undir lokin var hann orðinn ósköp latur og rófan rétt hreyfðist ef Þor- steinn spurði: Á ekki að fara í vinnuna í dag? Þó átti hann það Carlo „Hann er ákveðinn og ákafur og sjálfstraustið ódrepandi." til að rífa sig upp ef honum sjálf- um hentaði. Carlo og Púki Carlo er nú eini hundur fíkni- efnalögreglunnar en vinnur á við tvo. Hann er gífurlega ákveðinn og ákafur, og sjálfstraustið ódrep- andi, enda bregst hann aldrei. „Hvers konar villidýr er þetta?“ hreytti fíkniefnasali út úr sér þeg- ar Carlo hafði á örskömmum tíma fundið hvern einasta felustað í húsinu. En það er ekki rétt lýsing á Carlo, því hann er mikil barna- gæla og er hinn ljúfasti heimilis- hundur að vinnudegi loknum. En Carlo er mikill vinnuþjarkur, étur mikið, hreyfir sig mikið og lætur sig ekki muna um að stökkva yfir tveggja og hálfs metra háan vegg. Nú er Þorsteinn að þjálfa Sheff- er-hvolp sem heitir Púki, en svo eru vestfirskir strákormar og grallarar títt nefndir, og segist ekki vita hvernig sambúðin hjá honum og Carlo kemur til með að ganga, því sá síðamefndi er nefnilega afbrýðisamur að eðlis- fari og líður engum að taka sitt sæti. En sjálfsagt nær Þorsteinn samkomulagi því hann er þeirra verkalýðsfélag eins og hann segir, og sér um allar þeirra óskir og sérþarfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.