Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 29
C 29 MORGUNBLAÐIÐ lUIINNIIMGAR SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 Jóni Erni Bragasyni, þau eiga 2 drengi, Ásthildi, gift Gunnari Har- aldssyni, og Stefán Þórð, sem bjó með móður sinni, en er við nám í Bandaríkjunum. Guðný átti dóttur fyrir hjónaband, Ásu, hún er búsett í Danmörku og á einn son. Hún lýkur prófi í læknisfræði á þessu ári. Stefán og Guðný bjuggu fyrst í Reykjavík, en hann fór svo að starfa hjá Pan American-flugfélaginu í Keflavík og fluttu þau þá til Keflavíkur og bjuggu þar um tíma. Þau keyptu svo fallega íbúð í Hvassaleiti og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan eigum við góðar minning- ar. Þau voru bæði höfðingjar heim að sækja. Stefán var mjög tónelsk- ur og settist gjarna við píanóið í góðra vina hópi og þá var sungið og glatt á hjalla. Þeim auðnaðist að ferðast dálítið erlendis vegna starfs Stefáns og átti Guðný ljúfar minningar og myndir frá þeim ferð- um. Þau lögðu svo í að byggja sér raðhús á Seltjarnarnesi, en auðnað- ist ekki að njóta þess. Stefán veikt- ist þegar þau voru að flytja inn og lézt fáum dögum síðar. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Guðný stóð nú ein uppi með 3 ung böm. Ása elsta dóttirin var þá flutt til Danmerkur og giftist þar. Guðný varð að fara að vinna úti. Hún seldi húsið, sem svo miklar vonir höfðu verið bundnar við. Hún keypti íbúð við Rauðalæk og bjó þar æ síðan. Hún vann ýmis störf þar til hún fékk starf á skrifstofu Vita- og hafnamálastofnunar, þar vann hún á meðan henni entust kraftar. Guðný var stórhuga kona og krafðist mikils af sjálfri sér og öðr- um. Til að auka tekjurnar leigði hún oft út herbergi á sumrin fyrir gesti, auk starfs síns. Guðný var glæsileg kona og mik- ill fagurkeri eins og heimili hennar ber vitni um. Hún var mjög hjálp- söm. Hún gaf sér tíma til að fara og gleðja gamla eða sjúka á meðan hún gat. Hún unni mjög tónlist og það var gaman að njóta tónlistar með henni, ýmist hlusta á plötur eða á píanóleik Ásthildar dóttur hennar, sem er píanóleikari. Við eigum margar góðar minningar úr Rauðalæknum og var Guðný alltaf jafn gestrisin. Eftir að hún fékk þennan ban- væna sjúkdóm bauð hún honum birginn með ótrúlegum viljastyrk. Hún breytti algjörlega um fæði og hafði lengi vel mikla trú á að fæðið og meðferð sem hún var í öðru hvoru myndi halda sjúkdómnum niðri. Við sem fylgdumst með henni dáðumst að styrk hennar. Hún sló oft á létta strengi, þótt hún væri orðin helsjúk. Blómin og skre'ytingarnar sem hún fékk á stofuna sína á spítalan- um um jólin sýndu hve hlýjan hug margir báru til hennar. Bömin hennar sýndu henni mikla umhyggju við sjúkrabeðinn og voru yfír henni til skiptis þar til yfir lauk. Ég og Steindór sendum börnun- um og öðrum ástvinum hennar inni- legar samúðarkveðjur. Muna skal þann er máttu ei forlögin buga, manndómur stendur greyptur í okkar huga. Félagi góður er horfinn til annarra heima, hann sem að Ijósinu ræður megi hann geyma. JB Blessuð sé minning hennar. Inga Tíminn líður fljótt, það fínnur maður þegar litið er til baka við fráfall fyrrum samstarfsmanns. Ymsar minningar rifjast upp um ýmis atvik sem tengdust viðkom- andi í daglegum störfum. Sumt fólk verður minnisstæðara en annað vegna eigin persónuleika og vegna þeirra starfa er þeir sinntu á vinnu- stað sínum. Kynni okkar Guðnýjar hófust þegar hún réðst sem símavörður til Vita- og hafnamálaskrifstofunnar haustið 1970. Síðar varð hún ritari og gegndi hún þvi starfi þar til vorið 1986 er hún varð að hætta vegna veikinda. Reyndar hafði hún verið veik eitt ár eftir að hún þurfti að gangast undir aðgerð vegna bijóskloss í baki 1977. Þegar Guðný hóf störf hjá skrif- stofunni var hún fyrir nokkru orðin ekkja með þrjú böm á framfæri sínu. Hún hafði þurft að selja rað- húsið sem hún og maður hennar, Stefán Guðjohnsen, voru nýbúin að eignast, og hafði keypt íbúð við Rauðalæk þar sem hún bjó síðan. Óhætt er að segja að lífsbaráttan hafí sett mark sitt' á Guðnýju. Hlut- verk einstæðs foreldris með þijú böm er erfítt og laun ritara hjá ríkisstofnun lág. Guðný þurfti því að hafa til að bera hagsýni „hinnar hagsýnu húsmóður" til að komast af og til að .reka heimili sitt með þeirri reisn sem var henni eiginleg. Á vinnustað þar sem em 25 starfsmenn kynnast allir símaverð- inum og ritaranum. Símavörðurinn verður milliliður þeirra sem hringja í stofnunina og þeirra starfsmanna sem þeir þurfa að ná í. Ritarinn þarf að vera til staðar til að skrifa bréf og oft em bréf sett til ritara á síðustu stundu og þurfa að af- greiðast fljótt. í þessum störfum reyndi á skap- gerð Guðnýjar. Hún var skapmikil og ófeimin við að segja skoðanir sínar ef henni fannst sér sýnd ósanngimi eða óeðlileg tilætlunar- semi. Alltaf vom slík orðaskipti í góðu og erfði hvorki hún né aðrir slíkt. Við sem vomm hennar nán- ustu samstarfsmenn kunnum vel að meta röggsemi hennar þegar á þurfti að halda og fengum oft góð ráð hjá henni í amstri hversdagsins. Ég veit að samstarfsfólk Guðnýj- ar hjá Vita- og hafnamálaskrifstof- unni minnist hennar sem samstarfs- manns sem setti svip á vinnustaðinn og við sendum dætmm hennar og syni innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Ingi Kristinsson Toyota Celica Supra '87 Ekinn 22 þús. km. svartur að lit með öllum hugsanlegum aukahlutum sem hægt er að fá í bíl. Bíllinn er innflutturfrá Danmörku og er búin að vera hér í 6 mán. Kjör eða skipti ath. Upplýsingar í síma 92-14442 og 92-11388. Betri sportbíl er erfit að fá. Dýr bíll. Vaxtarbroddurinn í þekkingu og framförum í landbúnaði Ráóunautafundurinn 1989 6.- 10. febrúar á Hótel Sögu kl. 9-17. Tæplega 50 fyrirlesarar og höíundar. Ráðunautafúndurinn er einn mikilvægasti atburður hvers árs á sviði landbúnaðar og vettvangur fyrir nýjar hugmyndir, kenningar, niðurstöður, áætlanir og stefnumótun. Dagskrá: Mánudaginn 6. febrúar. Beit og landnýting, 9 fyrirlesarar m. a. frá Utah, Bandaríkjunum, og Wales, Bretlandi. Þridjudagur 7. febrúar: Landnýtingar- og landverndarrannsóknir, 12 fyrirlesarar. Midvikudagur 8. febrúar: Fagfúndur landsráðunauta og héraðsráðunauta, 5 viðfangsefni. Fimmtudagur 9. febrúar: Umhverfismál og eftirlit með fóðri og matvælum, 13 fyrirlesarar. Föstudagur 10. febrúar: Atvinnumöguleikar kvenna í dreifbýli, kanínurækt, hrossarækt, 6 fyrirlesarar. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 9.00 að morgni mánudagsins 6. febrúar á 2. hæð Hótel Sögu. Fundargögn cru afhent frá kl. 8.15. Ráðstefhugjald er kr. 3.000,- og er innifalið í því verði hressing, fund- argögn og bók með iýrirlestmm Ráðunautafúndarins. Búnaöarfélag íslands. Rannsóknastofnun landbúnabarins. MÓTTÖKUDISKAR íyrir sjónvarpsefni trá gervShnSttum Nú er réttí tímínn ! Tilboö 1: Diskur 1,5 m, ESR-324 mono móttökutæki, SPC LNB 1,3 dB nemi, Polarotor umpólari, disk- og veggfesting á aðeins 129.985,- eöa Tilboö 2: Diskur 1,5 m, Uniden UST- 7007 stereo móttökutæki, SPC LNB 1,3 dB nemi, Polarotor umpólari, disk- og veggfesting á aðeins 163.522,- eða 1 23.486,-sgr 155.346,-sgr Við útvegum leyfi frá Samgönguráðuneytinu og sjáum um uppsetningu búnaðarins A ASTRA 16 SJÓNVARPSSTÖÐVAR greiðslukjör til altt aö 11 mán. eöa 3 ára kaupleigukjör EUTELSAT 1 F4 10 SJÓNVARPSST ÖÐ VAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.