Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 n Mer LÍst eJcki &■ þetta.. Hann hættí aö CjróXa ocjXorob brosci." Vera má að friðarpípan sé skaðleg. Það getur líka ver- ið heilsuspillandi fyrir þig að neita að reykja hana! A FORNUM VEGI Þórir Ingvarsson. Heimavinn- andi húsmæð- ur á launum ÞAÐ heyrist oft talað um að það sé skortur á dagvistunarheimilum i borginni og Iangir biðlistar eftir að koma börnunum að. Foreldrarn- ir vinna báðir úti, af því þeir komast ekki af með ein laun, en það kostar einnig sitt að hafa börnin á dagheimili, ekki aðeins fyrir foreldrana, heldur einnig fyrir borgina. Borgarsljóri kom nýverið fram með þá hugmynd að það fé sem borgin greiðir nú fyrir böm á dagvistunarheimilum mætti eins greiða mæðrunum, eða foreldmnum, beint. Þannig væri þeim sem vildu gert Qárhagslega kleift að vera heima hjá börnunum sínum meðan þau væm ung. Hvort sem þessi hugmynd verður ein- hverntíma að vemleika eða ekki, lék okkur forvitni á að vita hvem- ig nokkmm vegfarendum leist á hana. Drembileg ummæli Til Velvakanda. jög hafa orðið fleyg þau orð Guðrúnar Helgadóttur, að við (þ.e. alþingismenn og ráðherrar) „erum engir venjulegir kontórist- ar“. Og því bæri þeim að fá hærri dagpeninga en öðrum (auk greiðslu hótelkostnaðar hveiju sinni). Flestir munu nefnilega hafa haldið, að slíkur þankagangur væri úr sög- unni. Þessi viðbrögð Guðrúnar minna á það, sem oft hefur sannazt, að ef svonefndir vinstri menn komast til mannvirðinga fer af þeim allur „alþýðu“-gljái. Og eigi eru þeir minna frekir til flárins en aðrir, nema síður sé. Þessi ummæli Guðrúnar Helga- dóttur minna og á frásögn Laxness í Gerplu af orðræðu Núíta og Þor- móðs Kolbrúnarskálds, er hann dvaldist á Grænlandi. En ástkona Þormóðs færði honum meira lost- æti en öðrum mönnum var ætlað. Núítar tóku þessu ekki vel, en Þor- móður kvað slíkt sanngjamt þar sem hann væri maður Olafs kon- ungs í Noregi. Ekki höfðu Núítar heyrt kóngs þessa getið; eða, spurðu þeir: „Hvort ekur Ólafur þessi hundum betur en aðrir rnenn?" Hjá okkur er að vísu ekki um að ræða akstur á ísum, eða leikni í þeirri list, en metnað sinn sýna menn á ýmsa vegu hér ekki síður en á Grænlandi forðum. Um meintar mannvirðingar orti hinn snjalli hagyrðingur Jón S. Bergmann annars ágæta vísu, sem hér er við hæfi að tilfæra í lokin: Auður, dramb og falleg fdt fyrst af öllu þérist. Og menn, sem hafa mör og kjöt, meira en almennt gert. Siguijón Jónsson Sameining Hjördís spyr. ú ætlar Brunabótafélag ís- lands og Samvinnutryggingar að skella sér saman í eina sæng. Væri ekki nær að Brunabótafélag íslands hefði óskað eftir atkvæða- greiðslu um það hvort húseigendur vildu yfírleitt vera í sambland með Samvinnutryggingum, heldur en að efna til nafos á fyrirtæki eftir að það er sameinað. Spyr sá sem ekki veit? Ingibjörg Elín Sigurbjömsdóttir var á hraðri göngu í Aðalstræti, en gaf sér samt tíma til að staldra aðeins við og segja hvað sér fínnd- ist um þá hugmynd að greiða mæð- rum, sem væru heima með bömin sín, laun. „Ég er sammála þeirri hugmynd. Það þyrfti samt að hafa einhveija eftirlitsmenn sem myndu fylgjast með því hvað þær væru að gera og hvað þær væru með mörg böm. Fyrirmyndarmæður, sem kunna gott uppeldi, ættu að fá að vera heima með bömin sín. Konur sem eru heima og þurfa að biðja eiginmanninn um peninga til alls, þær hafa ekkert frelsi. Það er líka alveg ókleift að ætla sér að eignast böm eins og ástandið er.“ Uppeldið betra Það er minna rætt um það að karlmenn séu heima með bömin sín, enda ekki eins algengt þó sum- ir hafi þann háttinn á. Hann Þórir Yíkverji skrifar að eru orðin nokkur ár síðan höfuðborgarbúar hafa fengið að kenna á jafn miklum snjó og verið hefur að undanfömu. Af þeim sökum hafa þeir ef til vill ekki ver- ið jafn vel undir hann búnir og annars hefði verið. Ýmsum kannski ekki þótt taka því að búa bíla sína undir akstur í snjó. Fæstum finnst nóg að gert hvað snjómokstur varðar, en þó skal Víkveiji fúslega viðurkenna að hann hefur aldrei verið betri að hans mati en einmitt nú — svo fljótt og vel hafa allar aðalakstursleiðir verið raddar og síðan tekið til við götur út frá þeim. Erfíðara hefur á hinn bóginn verið að eiga við snjó- ruðningana, sem hafa myndast. Bæði snjóaði það mikið dag eftir dag og bflar við gangstéttir og upp á þeim verið til hindrunar. xxx Ip n svo eru það blessaðar gang- _J stéttimar. Þær vilja verða út- undan, þegar aðaláherslan er lögð á götumar sjálfar. Lausnin blasir hins vegar við við einstaka hús þar sem afrennslisvatn frá Hitaveitunni er notað til þess að bræða af þeim ís og snjó. Er stórfurðulegt hve lítið er um að það skuli notað á þann hátt í stað þess að vera látið renna ónýtt til sjávar. Sannleikurinn er sá að kostnaður við slíkt er tiltölulega lítill, ef rör tengd afrennslisvatninu era sett undir gangstéttarhellumar. Þetta er ekki aðeins til þæginda fyrir gangandi vegfarendur heldur og þrifnaðarauki í húsum þar sem ekki er lengur vaðið inn með krapaelginn — stundum saltmengaðan — á skón- um. Þá ætti að verða af þessu þó nokkur spamaður fyrir borgina þar sem gangstéttahreinsun yrði óþörf. Hvemig væri að borgin stæði að slíkri framkvæmd í öllum nýjum hverfum — og síðan í gamla bænum smátt og smátt. Margir hafa haft ráðleysi stjórn- málamanna, og þá fyrst og fremst ríkisstjómarinnar, í flimt- ingum, kannski aldrei meira en nú. En þetta er hætt að vera gaman- mál þótt engu sé líkara en ýmsir ráðherrar leggi sig fram um að keppa við fremstu skemmtikrafta landsins um vinsældir. „Verst er að maður veit ekkert hvaðan á mann stendur veðrið," sagði gamall kunningi Víkveija. „Eg hélt að fyrsta skrefið væri að marka stefnu og síðan fylgja henni. Ef slíkt er gert getur auðvitað blás- ið á móti og gefið á bátinn, en þeg- ar á heildina er litið miðar þó venju- Iega eitthvað fram á leið — nema auðvitað þegar kolrangur „kúrs“ er tekinn og siglt beint í strand.“ Viðmælandi Víkveija kvað það óþolandi ástand þegar ráðamenn- imir væra tvístígandi í ráðleysi og komi sér ekki saman um neitt. Einn arkaði í norður þegar annar færi í suður. Hér ríkti í raun algert stjórn- leysi. Því miður nærðist enginn á öllu gasprinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.