Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 33
jnnír.’r a J i \ ' 1 í r l } * r- 1 f > 1<H • ’ 1 - $ ’(VI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 C 33 Atvinnuhljómsveit eflir tónlistarlífið segir Jón Hlöðver Áskelsson um Kammerhljómsveit Akureyrar Kammerhlj ómsveit Akureyrar heldur viðamikla tónleika sunnudaginn 5. febrúar. Tónleikamir eru helgaðir minningu bandaríska tónskáldsins Georgs Gershwins en á síðastliðnu ári voru 90 ár liðin frá fæðingu hans. Kammerhljómsveitin hefiir aldrei verið Qölmennari en nu því 60 manns taka þátt í flutningnum. Þessir tónleikar kammerhyómsveitarinnar marka að ýmsu leyti tímamót því nýlega var stofnað áhugamannafélag um rekstur hennar og binda tónlistarmenn á Akureyri miklar vonir við framtíð hljómsveitarinnar svo hún megi verða til þess að efla tónlistarlíf bæjarins og treysta atvinnugnindvöll akureyrskra tónlistarmanna. Jón Hlöðver Áskelsson, skólasljóri Tónlistarskóla Akureyrar, er einn þeirra sem unnið hafa ötullega að framgangi Kammerhljómsveitarinnar og Morgunblaðið ræddi við hann fyrr í vikunni um tilgang og markmið með slíkum hljómsveitarrekstri á Akureyri. etta er þriðja starfsár Kammer- hljómsveitar Akur- eyrar og á síðast- liðnu ári hélt hljómsveitin þrenna tónleika og sagði Jón Hlöðver að áhugi væri mikill fyrir hljómsveitinni meðal Akureyringa og nefndi sem dæmi að aðsókn á tónleika hljómsveitarinnar á síðasta starfsári hefði tvöfaldast frá hinu fyrra. Sagði Jón að unn- ið væri markvisst að því að efnis- skrá hljómsveitarinnar höfðaði til sem stærsts áheyrendahóps en einnig væri vandað til undirbún- ings eftir föngum hverju sinni. „Fólk hér á Akureyri er að átta sig á því að með þeim kjarna tón- listarmanna sem hér eru starfandi er hægt að halda uppi mjög sóma- samlegu tónlistarlífi,“ sagði Jón Hlöðver. „Til þess að skapa’ þann kjama í tónlistarlífi sem okkur er nauðsynlegur þurfum við að hafa hér það sem kalla mætti „hálf-atvinnumannahljómsveit“, en slík hljómsveit er samsett ann- ars vegar af tónlistarfólki sem er starfandi hér sem kennarar og hins vegar gestaleikurum hveiju sinni. Það skiptir miklu að geta boðið tónlistarmönnum sem hing- að ráða sig til tónlistarkennslu upp á þau kjör að auk kennslu- starfa bjóðist sæti í hljómsveit sem haldi fema, jafnvel fimm tón- leika á ári, er viss trygging fyrir því að okkur haldist á góðum og hæfum kennumum hér á staðn- um. Þetta tvennt styður hvað annað þegar frammí sækir, hljóm- sveitin og skólinn,“ sagði Jón Hlöðver. „Meginhugsunin á bakvið þetta er sú að stuðía að uppgangi tón- listarlífs hér í bænum og fmm- forsendan á bakvið það er að geta greitt tónlistarmönnunum fyrir vinnu þeirra. Við höfum stigið ákveðin skref með þessum tón- leikum núna og greiðum öllum gestum okkar laun fyrir þeirra vinnu en því miður höfum við ekki getað greitt heimamönnum. En engu að síður er þetta áfangi sem við höfum náð núna og rétt að taka fram að við höfum notið stuðnings bæði einstaklinga og fyrirtækja." — Þið hafið einmitt nýlega stofnað Styrktarfélag um Kam- merhljómsveit Akureyrar. „Við vitum það að tónlistar- mennimir einir eru ekki þess megnugir að reka slíkt fyrirtæki sem hljómsveitin er og nú nýiega var stofnað Styrktarfélag Kam- merhljómsveitar Akureyrar og það er verið að ganga frá reglu- gerð og lögum-þessa félags. Aðal- hlutverk þess er að stuðla að vexti og viðgangi þessarar hljómsveitar og vekja sem mestan áhuga fyrir starfí hennar og þeirri tónlist sem hún er að flytja. Við bindum einn- ig vonir við stuðning Akureyrar- bæjar og höfum fengið loforð fyr- ir slíku og grundvöllur hljómsveit- arinnar verður ekki endanlega tryggður fyrr en ríki og bær hafa komið til móts við okkur. Við telj- um að fyrsti áfangi sé í höfn þeg- ar við erum komin inn á fjárlög ríkisins og fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar." — Stefnir í það? „Við gerum okkur góðar vonir um að það verði.“ — Á tónleikunum á sunnudag- inn skipa 60 manns hljómsveitina. Er það ekki nokkuð stærri hljóm- sveit en fólk á venjast um kam- merhljómsveit? „Jú, þetta er nokkuð ruglandi og við höfum velt þessu fyrir okk- ur. í margra vitund eru kammer- hljómsveitir mun fámennari og einnig að hún sé miklu bundnari við þrengra verkefnaval en við höfum boðið upp á til þessa. En ef við lítum á erlenda orðið „cham- ber orchestra“ þá kemur í ljós að slíkar hljómsveitir telja oft 60-70 manns.“ — Er þá að spretta upp vísir að sinfóníuhljómsveit á Akureyri? „Ef við gætum notað orðið „sin- fóníetta" þá myndi það eiga mjög vel við því efnisskrá hljómsveitar- innar til þessa hefur spannað bæði sinfóníska tónlist og óperu- tónlist auk hefðbundinnar kam- mertónlistar. Það má alveg geta þess að Kammerhljómsveit Akur- eyrar er á stærð við Sinfóniu- hljómsveit íslands eins og hún var í upphafí." — Hafið þið úr nægilegum fjölda hljóðfæraleikara að spila til að geta mannað sómasamlega hljómsveit af þessari stærð? „Já, það höfum við. Hljómsveit- ina skipa í fyrsta lagi tónlistar- kennarar hér á Akureyri og þeir -eru u.þ.b. 20 talsins. I öðru lagi er um að ræða þá nemendur Tón- listarskólans sem lengst eru komnir og í þriðja lagi er um gesti að ræða og flestir þeirra hafa komið frá Reykjavík. En við höfum einnig reynt að fá hingað tónlistarmenn sem eru starfandi við kennslu á hinum ýmsu stöðum á landinu og hafa þörf og löngun til að spila í hljómsveit sem þess- ari. Sem dæmi um slíkt má nefna að við höfum fengið til liðs við okkur að þessiT sinni stúlku sem er fíðlukennari á ísafirði.“ — Hvert stefnið þið síðan með Kammerhljómsveit Akureyrar? „Okkar stærsta mál er að geta komið hljómsveitinni á þann. grunn að við getum gert áætlanir fram í tímann. Það er alveg útilok- að að taka ákvörðun um tónleika með stuttum fyrirvara. Það þarf að útvega nótur, það þarf að æfa og það þarf að útvega hljóðfæra- leikara en margir eru bundnir langt fram í tímann hveiju sinni. Þá er ég fyrst og fremst að tala um einleikara, einsöngvara og stjómendur sem við viljum fá til liðs við okkur. Frumþáttur í þessu starfi er að treysta rekstrargrund- völl þessarar hljómsveitar. Okkar markmið er síðan það að þessi hljómsveit verði auk tónlistar- kennslu sá þáttur sem laði góða tónlistarmenn til starfa hingað á Akureyri," sagði Jón Hlöðver Áskelsson í lok þessa samtals um Kammerhljómsveit Akureyrar. Viðtal/Hávar Sigurjónsson Gershwintónleikar áAkureyri Kristinn Orn Kristinsson leikur Rhapsody in Blue með Kammerhljómsveit Akureyrar Aefnisskrá tónleik- anna em Rhapsody in Blue ásamt sönglögum og dúettum úr söngleiknum Porgy and Bess. Einnig verða flutt létt lög útsett fyrir sinfóníska hljómsveit og rafmagnshljóðfæri. Einleikarinn á þessum tónleikum er Kristinn Örn Kristinsson, 31 árs gamall Eyfirðingur sem stundaði sitt tónlistarnám á Akureyri fram til 20 ára aldurs. Kristinn lauk loka- prófi frá Tónlistarskóla Akureyrar og stúdentsprófi frá MA vorið 1977 og nam síðan við Tónlistarskólann í Reykjavík í einn vetur hjá Mar- gréti Eiríksdóttur. Framhaldsnám stundaði Kristinn síðan við Sout- hern Ulinois University í Banda- ríkjunum og lauk þaðan BA prófi 1979 og stundaði síðan frekara framhaldsnám um tveggja ára skeið við St. Louis Conservatory of Music hjá Joseph Kalichstein. Kristinn hefur starfað sem tónlistarkennari á Akureyri frá því 1982 og er nú yfírkennari við Tónlistarskóla Ak- ureyrar. Aðspurður um tónleikahald til þessa sagði Kristinn Örn það hafa verið mestan part fólgið í meðleik með einsöngvurum og einnig hefði hann komið fram í útvarpi með Þuríði Baldursdóttir söngkonu. „Fyrst eftir að ég kom heim fór ég þó nokkuð ásamt öðrum um ná- grannabyggðirnar og hélt tónleika en kennslan hefur tekið drýgstan tíma minn frá þvi ég kom heim frá námi. „Það má alveg segja að þetta sé stærsta einleikaraverkefnið mitt til þessa síðan ég lauk námi. Þegar um aðeins einn konsert er að ræða þarf að hafa hutfallslega meira fyr- ir honum en ella. Það er í rauninni auðveldara að spila marga konserta á ári en aðeins einn. Auðvitað skap- ar maður sér tækifærin sjálfur en það er misjafnt hvað fólk hefur mikinn tíma til slikra hluta. Ég hef t.d. getað dregið aðeins úr kennslu í vetur og þá hefur gefíst meiri tími til æfinga og undirbúnings fyrir þessa tónleika." — En hvemig verk er Rhapsody in Blue? „Þetta er rapsódía fyrir píanó og hljómsveit og tekur 15 mínútur í ilutningi. Þetta er mjög skemmti- legt verk og liggur svolítið á milli jasstónlistar og klassískrar tónlistar — það koma fram sterk áhrif úr hvoru tveggja." — Er þetta erfítt verk fyrir ein- leikara? „Já, það er á köflum tæknilega erfítt og svo er líka í því dálítið H Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. (Morgunbiaðið/RúnarÞðr) erfíður taktur en á hinn bóginn er það kannnski ekki erfítt í saman- burði við stóra píanókonserta í mörgum köflum.“ — Ertujassáhugamaðursjálfur? „Ég get ekki sagt að ég spili jass en mér finnst gaman að honum og tónlist Gershwins finnst mér sérstaklega skemmtilegt að spila,“ sagði Kristinn Örn Kristinsson í lok þessa spjalls. Þess má að lokum geta að stjóm- andinn Erik Tschentscher er dansk- ur og er þekktur jasstónlistarmaður á Norðurlöndum. Hann hefur starf- að sem 1. trompetleikari við jass- hljómsveit og Big band danska út- varpsins um 15 ára skeið og einnig hefur hann gegnt sömu stöðu í ein 18 ár við Tívolíhljómsveitina í Kaup- mannahöfn. Tschentscher lék einn- ig 1. trompet í hinni víðfrægu jass- hljómsveit Thad Jones „Eclipse". Erik Tschentscher hefur stjórnað mörgum stórsveitum og lúðrasveit- um og getið sér gott orð sem stjórn- andi. Kynni Akureyringa af Tschentscher hófust sl. sumar er stórsveit Tónlistarskólans á Akur- eyri tók þátt í námskeiði í Randers í Danmörku, vinabæ Akureyrar, og var Erik leiðbeinandi og stjórnandi þar. Þetta er í fyrsta skipti sem Erik Tschentscher kemur fram á tónleikum á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.