Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 6
I 6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. 'PEBRÚAR 1989 ÞAÐ ER SVO UNDARLEGT MEÐ UNGA • •• Tónlist Rúnars Gunnarssonar lifir enn eftir Svein Guðjónsson Þ AÐ ER svo undarlegt, að sum tónlist lifir lengur en önnur. Þannig virðist tónlist Rúnars heitins Gunnarssonar ætla að standast tímans tönn, en nokkur laga hans hafa nú öðlast vinsældir á ný, rúmum tuttugu árum eftir að þau voru samin og fyrst flutt opinberlega. Bítlakynslóðin man vel eftir Rúnari enda var hann einn eftirminnilegasti poppari þess tima og lögin hans, eins og til dæmis Gvendur á Eyrinni, Það er svo undarlegt með unga menn og Glugginn, eru enn fersk í minningunni. Ný kynslóð, sem ekki var fædd þegar lögin voru samin, virðist einnig ætla að meðtaka þessa tónlist, ef marka má þær undirtektir sem lögin fá á dansleikjum Bítlavinafélagsins, en það var einmitt sú hljómsveit sem endurvakti lög Rúnars, og fleiri íslensk bítlalög á metsöluplötu fyrir síðustu jól. En hver var Rúnar Gunnarsson og úr hvaða jarðvegi var tónlist hans sprottin? Haustið 1963 bárust þær fréttir frá Bretlandi að eitthvað óvenjulegt væri að gerast þar í rokktón- listarlífinu. Unglingar, sem höfðu verið á enskum sumarskólum, höfðu þá heim með sér hljómplötur með lögum, þar sem kvað við nýjan og ferskan tón. Þegar hlustað var á þessar plötur gat engum dulist að breskir rokktónlistarmenn voru að þreifa fyrir sér með nýtt form og þar fóru fremstir í flokki fjórir ná- ungar frá Liverpool, sem kölluðu sig The Beatles. Englandsfaramir full- yrtu að The Beatles væru að gera allt vitlaust í heimalandi sínu, og við hin, sem höfðum eytt sumrinu í sveitinni, fórum að gefa þessu fyrir- brigði nánari gaum. Ekki létu þó allir sannfærast á svipstundu og margir áttu erfitt með að sætta sig við að Cliff og The Shadows væru orðnir hálf hallærislegir í saman- burði við þessar nýju hljómsveitir, sem höfðu á örskömmum tíma sprot- tið upp eins og gorkúlur um gjör- vallt Bretland. Hljómar frá Keflavík riðu á vaðið hér heima og á eftirminnilegum hljómleikum í Háskólabíói hélt bítla- æðið innreið sína á íslandi. Eftir það var fjandinn laus og hljómsveitir, sem flestar byggðu á hinni hefð- bundnu hljóðfæraskipan Bítlanna, það er bassa, trommum, rythmagítar og sólógítar, spruttu upp og bílskúrar urðu einn helsti viðveru- staður stráka, sem áttu sér þann draum heitastan, að verða frægir popparar. Ein þessara hljómsveita var Dátar. Dátar Hugmyndin á bak við Dáta var þaulhugsuð, og líklega er hún fyrsta íslenska popphljómsveitin sem var beinlínis skipulögð frá grunni til að vekja eftirtekt og siá í gegn. Maður- inn á bak við það var Þráinn Krist- jánsson, sem gerðist umboðsmaður hljómsveitarinnar eftir að hafa hjálp- að bróður sínum, Hilmari, við að koma henni á laggimar. í fyrstu vöktu Dátar athygli fyrir frumlegan klæðaburð, en þeir voru allir klædd- ir í sjóliðabúninga. Þetta þótti svo- lítið töff í þá daga og það var ýmis- legt fleira sem vakti athygli í fari þeirra félaga. Má þar meðal annars nefna hina sérkennilegu söngrödd rythmagítarleikarans, Rúnars Gunn- arssonar, og hygg ég að ekki sé á aðra liðsmenn hljómsveitarinnar hallað þótt fullyrt sé, að hann hafi fljótlega orðið eins konar andlit hljómsveitarinnar og sá þeirra sem mestrar athygli naut. Auk Rúnars og Hilmars Kristjánssonar gítarleik- ara, skipuðu Dáta Jón Pétur Jónsson bassaleikari og Stefán Jóhannsson sem lék á trommur. Síðar komu einn- ig við sögu Magnús Magnússon gítarleikari og Karl Sighvatsson org- anisti. Þrír þessara pilta, þeir Rúnar, Hilmar og Magnús létust allir með sviplegum hætti 'langt fyrir aldur fram. Rúnar Gunnarsson fæddist 1. mars 1947. Snemma varð vart list- rænna hæfileika í fari hans, bæði á sviði tónlistar og myndlistar. Eins og flestir aðrir unglingar á sjöunda áratugnum varð Rúnar fyrir sterk- um áhrifum frá bresku poppbylgj- unni sem skall yfir heiminn á þessum árum og tónlistin náði því yfirhönd- inni. Vorið 1965 voru Dátar stofnað- ir og nokkrum mánuðum síðar höfðu þeir leikið inn á sína fyrstu hljóm- plötu. Á plötunni voru fjögur lög, þijú eftir Þóri Baldursson, Leyndar- mál, Kling-Klang og Alveg ær, og voru textar eftir Ólaf Gauk og Þor- stein Eggertsson. Fjórða lagið var erlent, með enskum texta, Cadillac. Það voru SG-hljómplötur sem gáfu út þessa hljómplötu og á bakhlið plötuumslags skrifaði Svavar Gests meðal annars: „Það eru ekki nema átta mánuðir síðan hljómsveitin Dát- ar var stofnuð. En á þessum átta mánuðum hefur hljómsveitin aflað Rúnar Gunnarsson ypríeykib sem rcebur vinsceldum er lagib sjálft, textinn og flutningur söngvarans « sér slíkra vinsælda hjá unga fólkinu að fátítt má telja. Nú má ef til vill segja, að hljómsveit, sem ekki á lengri starfsaldur að baki en átta mánuði eigi ekkert erindi inn á hljómplötu. Þetta afsanna Dátar, því með þessari fyrstu plötu sinni skipa þeir sér í fremstu röð hljómsveita á Islandi." Á seinni plötu Dáta, sem var tek- in upp árið 1967, voru öll lögin eftir Rúnar og mönnum varð þá ljóst að íslensk dægurtónlist hafði eignast nýjan og bráðefnilegan lagasmið. Lögin á plötunni voru: Fyrir þig, Hvers vegna, Gvendur á Eyrinni og Konur og voru allir textar eftir Þor- stein Eggertsson. Hljómsveitin var leyst upp nokkru eftir að platan kom út, að sögn kunnugra vegna ósam- komulags, en þama voru saman komnir „miklir skapmenn“, eins og það var orðað. Um Rúnar sjálfan sagði einn af Dátunum .meðal ann- ars: „Manni varð ljóst við fyrstu kynni af honum að hann var í eðli sínu listamaður og hafði mikla hæfi- leika, ekki síður sem myndlistarmað- ur en tónlistarmaður. Hann var til- finninganæmur og gat verið erfiður í skapinu ef því var að skipta, eins og ekki er óalgengt með listamenn." í hljómsveit Ólafs Gauks Eftir að Dátar hættu fór Rúnar í hljómsveit Ólafs Gauks og um það segir Ólafur Gaukur meðal annars: „Eg hafði ákveðið að gera breytingu á hljómsveitinni og var að leita að bassaleikara og trommuleikara. Þrá- inn Kristjánsson, sem þá var yfir- þjónn í Lídó, þar sem hljómsveitin lék, benti mér á þennan unga mann og bvatti mig til að prófa hann á bassa. Á trommumar kom einnig ungur maður úr annarri unglinga- hljómsveit, Páll Valgeirsson, sem var í hljómsveitinni Tempo. Á þessum árum var mikill munur á þessum unglingahljómsveitum og atvinnu- hljómsveitum sem léku dansmúsík á vínveitingahúsunum. Þess vegna ,4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.