Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 12
12 C
MORGIJNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989
Svör úr spurningaskrám
þjóðháttadeildar um daglegt líf
Islendinga liggja nú fyrir og
Morgunblaðið birtir í fjórum greinum
sýnishorn úrsvörunum. III. grein
Gestakomur
Kristín Marja Baldursdóttir tók saman/myndir Ragnar Axelsson
Mannagelt eða gestagelt var það nefnt
þegar hundar geltu að gestum sem
nálguðust bæinn. Þá var nú stundum farið
að laga yfir rúmunum og sópa gólfið. Stúlk-
umar sneru svuntunum og toguðu upp um
sig sokkana, og karlmenn struku skeggið.
Svo var snerpt á katlinum."
Þetta eru orð sunnlenskrar konu, og víst
er um það, að löngum hafa íslendingar ver-
ið annálaðir fyrir gestrisni sína, enda frekar
forvitnir að eðlisfari og alla tíð þótt fengur
í að fá einhvern til frásagnar um atburði
líðandi stundar. En menn létu sig ekki
muna um að ganga úr rúmi fyrir gesti sína,
og gera víst ekki enn. Mataráhöld voru
notuð þegar presturinn, sýslumaðurinn eða
fínni menn komu, en menn úr alþýðustétt
notuðu vasahnífana sína. Venjan var að
skila kveðjum strax annars var það kallað
að éta ofan í kveðjumar. Afsökunarbeiðnir
gengu á til skiptis, eins og t.d., „það er
óþarfi að hafa fyrir mér, ég er ekki langt
að rekinn", og húsbændur báðu gestina að
fýrirgefa eða forláta viðurgjöminginn.
Hér er stuttlega rakið hvernig fólk tók á
móti gestum sínum.
Vestfirðir
Ekkert var nógu gott fyrir gestina, alls
staðar tjaldað því besta sem til var í mat
og drykk og öðrum viðurgjömingi. Gesta-
stofur voru oft blámálaðar en nokkuð kald-
ar. Oft gengu heimamenn úr rúmi fyrir
gesti. Bestu áhöld vom notuð, silfurskeið
og hnífapör. Gestirnir fengu hangikjöt og
vindþurrkaðan og reyktan magaál, lunda-
Austurland
Búnaður vr fábrotinn í gestastofum, en
þær vom til á stærri heimilum. Menn gengu
bagga og sauðabringur. Púns var að jafn-
aði boðið næturgestum áður en gengið var
til sængur og jafnan í hófi notað. Ókurteisi
þótti að bera fram barmafullt matarílát,
gestaborð varð að vera (þá var ílátið ekki
alveg fullt). Víða var gestum fært kaffið í
rúmið að morgni og gjaman spurðir: Gastu
nokkuð sofið? Þótt rúmið væri auðvitað það
besta í húsinu. Þegar gestir þökkuðu góð-
gjörðimar, sögðu húsbændur oftast: Fyrir-
gefðu.
Norðurland
Gestastofur vom á betri bæjum, en oft
ekki nema 3x3 álnir að stærð. Heimafólk
gekk úr rúmi fyrir gesti og svaf þá gjaman
í hlöðu ef að sumarlagi var. Helst fengu
þeir hangikjöt, kjötsúpu og feitt sauðakjöt
að snæða og notuð vom sérstök rósótt
bollapör, og um 1890 var farið að nota
hnífapör. Einstaka maður sagði þó með
hógværð: „Ég hef nú hníf“, og brúkaði sinn
eigin sjálfskeiðung. Brennivin var geymt
handa gestum. Börn áttu ekki að blanda sér
í umræður eða góna á gesti. Ókurteisi þótti
ef helltist úr kaffibolla ofan á undirskál og
einnig ef gesturinn hellti kaffinu á undirská-
lina ef það var heitt. Ekki skyldi hella full-
an bolla eða skál sem átti að bera gesti.
Og þegar gestir þökkuðu fyrir sig, sögðu
húsbændur: Forláttu.
úr rúmum fyrir gesti og sváfu hjá öðmm.
Gestir fengu súran mat, svið, lundabagga
og bringukoll. Hnífapör vom til handa gest-
um en oftar notuðu menn vasahnífa sína.
Fátítt var að húsbændur borðuðu með gest-
um og sú stúlka sem gekk um beina fýrir
gesti átti að vera fálát. Annað þótti ekki
hæfa. Eldri menn signdu sig áður en þeir
byijuðu að borða. Piparmeyjar og ekkjur
fóm oft í kynnisferðir til að fá tilbreytingu
inn í lífið, var þá jafnan gist í 3 nætur sem
kallaðar voru „gestanætur“. Húsbændur
sögðu: Taktu það til góða, þegar gestir
þökkuðu fyrir sig.
Suðurland
Menn tóku glaðir og kátir á móti öllum
jafnt ríkum sem fátækum og vom fljótir til
dyra. Gestastofur vom kaldar og settu kon-
ur því oft flöskur eða blikkbrúsa með heitu
vatni í rúmin. Gestir, sérstaklega útlending-
ar, sváfu einnig oft í kirkjum væra þær við
bæi. Þar sem gestanauð var mikil vom
menn látnir sofa í hlöðum á sumrin og haust-
in. Oft voru gestir milli 10 og 20 í einu þar
sem bæir vom í þjóðbraut. Víða vom ekki
til hnífapör, notuðu menn vasahnífa sína.
Betri gestir fengu hangikjöt en aðrir það
sama og heimilisfólkið. Húsbóndinn borðaði
með heldri gestum. Eldra fólk Ias bæn og
signdi sig. Skammtað var ríflega þannig að
menn leifðu,' þó fengu gráðugustu menn
aldrei nóg og sleiktu jafnvel innan ílátin
með fingrum að síðustu. Haltu til góða,
sögðu húsbændur þegar gestir höfðu þakkað
fyrir sig.