Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 lÆXKLXSTT/Hvert leita íslensku höfundamirfanga? Þrjú ný íslensk leikrít í æfingu væntanlega frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins um miðjan mars- mánuð. Á litla sviðinu æfa þeir Pálmi Gestsson og Egill Ólafsson nýtt leikrit Valgeirs Skagfjörðs, BRESTI; leikstjóri þar er Pétur Einarsson. Valgeir sagði að BRESTIR Qölluðu um samskipti tveggja bræðra og uppgjör þeirra á milli. Annar þeirra er arkitekt sem hefur komið sér vel fyrir en hinn er farmaður og óabyrgari í lífsstíl sínum. „Þama takast á tvær karl- mannsímyndir og hvor um sig vill réttlæta sinn veruleika. Um leið ÞESSAR VIKURNAR er verið að æfa ein þijú ný íslensk verk í leikhúsunum; þ.e.a.s. í Þjóðleikhúsinu er verið að æfa tvö þeirra og á vegum Egg-leikhússins er hið þriðja í æfíngu. Ég sneri mér til höfúnda þessara þriggja verka, þeirra Þórunnar Sigurðardótt- ur, Valgeirs SkagQörð og Árna Ibsen og forvitnaðist um efni verkanna. órunn Sigurðardóttir varð fyrst fyrir svörum enda er á engan hallað þegar sagt er að leikrit henn- ar, HAUSTBRUÐUR, sé viðamest þeirra þriggja sem hér verða nefnd. Þórunn leikstýrir verki sínu sjálf og sagði um það at- riði að sér hefði fundist það liggja beinast við í þessu tilfelli en það væri eftir Hávar sér aIls ekkert Sigurjónsson markmið að leik- stýra ávallt eigin verkum. HAUSTBRÚÐUR sagði Þórunn, byggir á frásögn um ásta- mál Appoloniu Schwarzkopf og Ni- els Fuhrman amtmanns á Bessa- stöðum á öndverðri 18. öld. Saga þeirra er í sem stystu máli sú að eftir að Fuhrman hafði slitið trúlof- un þeirra þá höfðar Appolonia mál á hendur honum og fær hann dæmdan til að giftast sér. Hún elt- ir hann síðan til íslands þar sem hann var skipaður amtmaður og sest upp hjá honum á Bessastöðum og þar deyr hún á dularfullan hátt og fylgja málaferli og rannsókn á dauða hennar í kjölfarið. „Ég byggi leikritið að nokkru á sögulegum heimildum og eyddi miklum tíma í að skrifa verkið og rannsaka allt sem ég kom höndum yfir varðandi mál þeirra tveggja. Þetta er mikið og sérkennilegt persónudrama og þau verða ekki tekin úr sínum samtíma en ég reyni að tengja sam- an 18. öldina og þá 20. eftir því sem föng eru á. Eg fer t.a.m. milli- veg í sambandi við málfar persón- anna og einnig í umgjörð sýningar- innar,“ sagði Þórunn í stuttu spjalli um HAUSTBRÚÐI. Aðalhlutverkin tvö eru í höndum þeirra Jóhanns Sigurðarsonar og Maríu Sigurðar- dóttur en meðal annarra leikenda eru Bríet Héðinsdóttir, Gísli Hall- dórsson, Rúrik Haraldsson , Sigurð- ur Sigutjónsson og Þórarinn Ey- flörð. HAU STBRÚÐUR verður VALGEIR Leikritahöfundarnir Þórunn Sigurðardóttir, Valgeir Skagfjörð og Árni Ibsen - innanhúsmenn sem kunna til verka. ÁRNI sækist yngri bróðirinn ákaft eftir viðurkenningu þess eldri. Þetta eru miklar „kallapælingar" þar sem við- horf þeirra til kvenna og lífsins í kringum þá koma skýrt fram,“ sagði Valgeir. Hann sagðist hafa fylgst með æfingum og það væri alltaf forvitnilegt að sjá hvað aðrir gerðu við verkið, þó leikstjórn á eigin verkum væri engan veginn útilokuð. Frumsýning á BRESTUM er fyrirhuguð í lok febrúarmánaðar. EGG-leikhúsið æfir nú af kappi einþáttung eftir Árna Ibsen sem hann nefnir AFSAKIÐ HLÉ. „Þessi sýning samanstendur af tveimur einþáttungum; annars vegar mínum og hins vegar einþáttungi eftir belgískan höfund, Michel de Ghelderode að nafni, og nefnist sá ESCURIAL. AFSAKIÐ HLÉ gerist föstudaginn 13. janúar 1989 og lýsir lífsleiðanum í höfði mjög valdamikils manns íslensks," sagði Árni Ibsen. Til að enginn velkist í vafa um um eðli þessarar sýningar er rétt að bæta við að undirtitill verksins er GRAFALVARLEGUR GJALDÞROTSFARSI og sagði Árni að eins og nafnið benti til væri efnið dregið beint úr íslenskum samtíma. Aðspurður hvort þama væri beiskt háð á ferðinni sagðist Ámi bara rétt ætla að vona það. „Þetta er vonandi baneitruð pilla,“ bætti hann við. Leikstjóri AFSAK- IÐ HLÉ og ESCURIAL hjá Egg- leikhúsinu er Sveinn Einarsson og leikendur em Þór Tulinius, Viðar Eggertsson, Kristján Franklín Maghús og Ingrid Jónsdóttir. Fmm- sýning er fyrirhuguð í lok febrúar. Að lokum má benda á það að allir höfundarnir eiga það sameigin- legt að vera starfandi leikhúsfólk og verður því tæplega hægt að væna þau um að kunna lítt til verka. Spennandi sýningar sem lofa góðu, allar þrjár. BORG ARMÁL AKYNNIN G í VALHÖLL Borgarstjórnarflokkur Sjálfstædisflokksins í Reykjavík efnir til borgarmálakynningar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, sunnudaginn 5. febrúar, milli kl. 13 og 17. Hér er um að ræða fjölbreytta og yfirgripsmikla sýningu á skipulagstillögum og líkönum. Jafnframt er kynnt starfsemi helstu borgarstofnana, s.s. Hitaveitu, Vatnsveitu, Rafmagnsveitu, Dagvistar barna og starfsemi er lýtur að umhverfis- málum, skólamálum o.fl. Kaffíveitingar. Allir velkomnir. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík. m Góðan daginn! ■—^—11 DfASS/Er hægt að endurvekja Coltrane? Nýjar tónhallir á gömlum grunni »að era meira en tveir áratugir síðan John Coltrane lést. Hann er einn af fjómm áhrifamestu saxa- fónleikumm djasssögunnar — hinir Coleman Hawkins, Lester Young mmmhh og Charlie Parker. Enn eiga ungir menn, sem stunda djassblástur á te- nór- og sópran- saxafón, erfitt með að komast hjá Coltrane-áhrifun- um og suma hefur hann heltekið svo að þeir bíða þess aldrei bætur og verða Coltrane-draugar alla tíð. En einsog Ben Webster tókst að endur- skapa Hawkins-stílinn og Stan Getz Lester-stílinn hefur ýmsum tekist að byggja nýjar tónhallir á.gmnni eftir Vemharð Linnet Coltranes. Einn þeirra er Wajme Shorter sem frægur varð í hljóm- sveit Miles Davis og stofnaði síðan Weather Report ásamt Jóseppi Zawinul hinum austurríska. Þeir em nú skildir að skiptum og leikur Wayne með ýmsum fyrir utan að reka eigin rafsveit. Margir minnast undurfagurs blásturs hans með Michael Petmciani og Jim Hall á Mortreux 1986 og nýkominn er út geisladiskur með tónlist frá djass- hátíð í Japan 1987: Tribute to John Coltrane (Epic/Stenar) og þar blæs Dave Liebman í sópran ásamt Wayne, Richie Beirac slær píanó, en hann kom til íslands með gítar- leikaranum John Abercmmbie, Eddie Gomez er á bassa og Jack DeJohnette á trommum. Á efnis- skránni em fimm Coltraneópusar. Ég var lengi einn helsti aðdáandi John Coltranes á jarðríki og enn fínnst mér hljóðritanir hans, allt frá Giant Steps til A Love Supreme, einhvetjar helstu perlur djassins — aftur- á móti er ég búinn að fá of- næmi fyrir Coltrane-stælumnum sem ekki er þverfótað fýrir í djass- heiminum og jafnvel víðar. Enda- laus tónahlaup upp og niður án þeirrar tilfinningar sem gæti vakið þau til lífsins. Þessvegna var ég dálítið smeykur við þennan disk — jafnvel þó Wayne Shorter væri með (hann var í VSOP-bandinu sem endurspilaði ESP-tímabil Davis og Shorters oft sálarlaust). En það fór sem betur fer ekkert milli mála, frá því að fystu tónamir í blúsnum al- kunna, Mr. P.C., bárast úr hátölur- um þar til Impressionsopusinn þagnaði, að hér var leikgleðin og sköpunargleðin í öndvegi. Wayne naut þess að teygja úr sér og katt- mjúkir flugu sópransólóar hans út í himinhvolfið liðugir, lifandi, glefs- andi og urrandi. Það að fá að heyra hann aftur fijálsan gerir þennan disk einstakan. Auðvitað spilar Dave vel og Richie laumar McCoy Tyner-hljómum inní uppá grín, Eddie og Jack eiga fáa sína líka í ryþmanum, en það er Wayne sem hefur allt á æðra svið — þar gerist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.