Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 1
44 SIÐUR OG LESBOK 11 STOFNAÐ 1913 35. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Hófeamir skæruliðar og heittrúaðir deila Kawalpindi, Genf. Reuter. Afganskir skæruliðar frestuðu í gær mikilvægri ráðstefiiu eða ráð- gjafarþingi þar sem ganga átti frá skipan bráðabirgðastjórnar. Olli því ágreiningur milli heittrúarmanna og þeirra, sem hófsamari eru. Matvælaflutningar til Kabúl á vegum Sameinuðu þjóðanna hófiist í gær þegar þangað kom flugvél með 26 tonn af hveiti og öðrum varn- ingi. Þetta er í annað sinn, sem skæru- liðar fresta ráðgjafarþinginu og er enn um það deilt hve mörgum þing- sætum skuli úthlutað til átta skæru- liðahópa, sem aðsetur hafa í Iran. Teljast þeir til hófsamra múham- eðstrúarmanna og hafði verið heitið 100 sætum á þinginu og sjö mönnum í 28 manna bráðabirgðastjórn en bandalag heittrúarmanna, sem hafa bækistöðvar í Peshawar í Pakistan, Merkar fom- leifar finnast í Egyptalandi Lúxor í Egyptalandi. Reuter. Fomleifafræðingar sem unnið hafa að uppgreftri I hinni fomu borg Lúxor á bökkum Nílarfljóts í Egypta- landi hafa fiindið fímm styttur í fiillri likamsstærð, sem taldar em vera a.m.k. 3.000 ára gamlar. Menningarmálaráð- herra Egyptalands sagði í við- tali við ifeoters-fréttastofuna í gær að þetta kynnu að reyn- ast merkustu fornminjar sem fimdist hafa frá því í byijun aldarinnar. Stytturnar, sem eru úr svörtu graníti, fundust fyrir blábera til- viljunn en þær eru allar óskemmdar. Fomleifafræðingar, sem unnið hafa að uppgreftrin- um, sögðust líta svo á að fundur þessi gæti talist merkilegri en þúsundir smástyttna sem fund- ust í Karnak-hofinu í Lúxor í byijun aldarinnar. Kváðust þeir vænta þess að fleiri styttur fynd- ust grafnar í sandinum. Stytturnar eru frá dögum Amenhotebs faraós. Hugsanlegt er talið að prestar hafi falið stytt- urnar af ótta við að sonur hans, Akhnaton, léti eyðileggja þær, en hann innleiddi í Egyptaland trúarbrögð þar sem sólin var í hásæti og er af mörgum talinn vera framkvöðull hugmynda um eingyðistrú. snerist gegn samkomulaginu á síðustu stund. Óttuðust þeir augljós- lega að verða í minnihluta. Skæraliðar telja fullvíst, að Kab- úlstjórnin falli fljótt eftir að Sovét- menn era famir en vestrænir stjórn- arerindrekar segja, að ágreiningur- inn meðal þeirra geti haft alvarlegar afléiðingar í för með sér, hert Kabúl- stjómina í þeim ásetningi að veijast og leitt til blóðugra átaka milli skæraliðanna sjálfra. í gær kom Boeing 707-flugvél frá Eþíópíska ríkisflugfélaginu með 26 tonn af hveiti og hjálpargögnum til Kabúl og var hér um að ræða fyrstu sendinguna af mörgum. Verður birgðunum einkum dreift á meðal sjúkra, barna og aldraðra. : Reuter Afganskir skæruliðar hlaða sprengjuvörpu í nágrenni Jalalabad, næst stærstu borgar Afganistans. Skæruliðar hafa hert umsátrið um borgina og kveðast hafa náð fjölmörgum stöðvum stjórnarhersins á sitt vald að undanförnu. Brottflutningi sovéska innrásarliðsins á að vera lokið á miðvikudag og er því sþáð að Jalalabad falli fyrst borga landsins í hendur skæruliða. George Bush Bandaríkjaforseti kynnir lj ár lagafrum varp ríkisstjórnar sinnar: Fjárlagahallinn minnkað- ur um tæp 40% á einu ári Horfið firá tiilögu Ronalds Reagans um aukin fi*amlög til varnarmála Washington, London. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti kynnti á fimmtudagskvöld tillögur ríkisstjórnar sinnar um ríkisútgjöld á næsta Qárlagaári, sem hefst í október. I frum- varpinu er gert ráð fyrir því að framlög til vamarmála verði ekki aukin umfram verðbólgu árið 1990 auk þess sem stefht er að því að minnka fjárlagahall- ann um 72 milljarða dollara (um 3.600 milljarða isl. kr.) en hann er nú talinn vera um 163,3 mil(j- arðar dollara (rúmir 8.000 millj- arðar ísl.). Demókratar, sem hafa meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings, kváðust reiðu- búnir til samstarfs við forsetann um að koma tillögum þessum í framkvæmd en menn sögðust almennt vænta þess að langar og strangar samningaviðræður væru framundan. Bandaríkja- dollar lækkaði í verði á fjármála- mörkuðum i gær og kváðust Qár- málasérfræðingar telja óljóst hvemig unnt yrði að skera flár- IagahaUann niður án þess að gripið yrði til skattahækkana. Tillaga forsetans um að útgjöld til vamarmála yrðu fryst á næsta ári vakti mesta athygli en skömmu Sjónvarpsmynd um seladráp Norðmanna: Yeiðamar sagðar villimennska Ösló. Kaupmannahöfn. Frá Rune Timberlid og N. J. Bruun, fréttariturum Morgunblaðsins. Reuter. Sjónvarpsstöðvar í Danmörku og Bretlandi sýndu á fimmtudags- kvöld kvikmynd sem gerð var um selveiðar Norðmanna. Myndin byggist að miklu leyti á myndsnældum sem selveiðieftirlitsmaður- inn Odd Lindberg tók 1987 og sýnir að veiðimennimir bijóta ýmsar reglur um veiðarnar, m.a. flá þeir seli lifandi og veiða nýfædda kópa, sem ei; bannað. Viðbrögð sjónvarpsáhorfenda voru gífurlega hörð og óttast nbrsk yfirvöld nú að neytendur víða um lönd muni hunsa norskar vömr. í myndinni sjást veiðimenn flá nýfæddan kóp og drepa seli með öxum. Einn veiðimannanna lemur stóran brimil margsinnis í hausinn þar til axarskaftið brotnar. Norska og sænska sjónvarpið sýndu brot úr myndinni og hringdu grátandi áhorfendur í Svíþjóð til stöðvarinn- ar á eftir. Þarlend blöð sögðu veið- amar „villimannlegar". Símar norska sendiráðsins í London voru rauðglóandi eftir sýn- ingu myndarinnar. „Fólk hringir og húðskammar okkur. Sumir segja að það ætti að leggja Noreg í auðn,“ sagði viðskiptafulltrúi sendiráðsins. Margir Bretar hafa þegar hætt við ferðalög til Noregs og stórverslunin Harrods hafði samband við sendiráðið til að lýsa áhyggjum sínum og segja frá við- skiptavinum sem ekki vilja kaupa muni ef þeir eru gerðir úr norsku selskinni. Sjá ennfremur bls. 20: „Veiði- hömlur og útflutningsregl- ur . . .“ áður en Ronald Reagan lét af emb- ætti Bandaríkjaforseta í síðasta mánuði lagði hann til að framlög til varnarmála yrðu aukin um tvö prósent umfram verðbólgu. Bush sagði í ræðu sinni á Bandaríkja- þingi að hann hygðist beita sér fyr- ir því að framlög til þessa mála- flokks yrðu aukin á ný á ári hveiju eftir 1990. Samþykki þingmenn þessa tillögu munu framlög til vam- armála engu að síður aukast um rúma níu milljarða dollara til að vega upp á móti verðbólgu og er gert ráð fyrir því að alls verði 299,3 milljörðum dollara (um 15.000 milljörðum ísl. kr.) varið í þessu skyni. Heildarútgjöld ríkissjóðs verða alls 1.160 milljarðar Bandaríkja- dollara (um 58.000 milljarðar ísl. kr.) verðí framvarp forsetans sam- þykkt óbreytt. Bush boðaði aukin framlög til mennta- og umhverfis- mála auk þess sem hann hvatti þingheim til að samþykkja auknar fjárveitingar til að unnt yrði að herða baráttu stjómvalda gegn eit- urlyfjavandanum. „Við höfum efni á að auka lítillega útgjöld til mikil- vægra málaflokka en jafnframt getum við skorið fjárlagahallann niður um tæp 40 prósent á einu ári,“ sagði forsetinn. Fjármálasérfræðingar sem fréttaritari Heuters-fréttastofunnar ræddi við í Bonn og Lundúnum kváðust hafa orðið fyrir vonbrigð- um með ræðu forsetans. Þeir töldu ástæðu til að fagna þeirri yfirlýs- Fjárlagahallinn {milljöröum dala á fjárhagsárunum 1982-92 1982 '84'86'88 0 iReagan iBush 120 200 $220 ‘Áœtlaö **Skv. frumvörpum HEIMILDIR: ChicagoTribune, bandarlska fjórmálaróöuney tiö. KRTN ingu hans að fjárlagahallinn yrði minnkaður en bentu á að óljóst væri hvernig Bush hygðist ná þessu markmiði án þess að grípa til skattahækkana. Bandaríkjadollar lækkaði í verði á fjármálamörkuð- um í Evrópu í gær og fengust þann- ig fyrir hann 1,84 vestur-þýsk mörk samanborið við 1,8585 mörk á fimmtudag. Sjá nánar um fjárlagafrum- varpið á bls. 20 og 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.