Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Lagastoftmn HÍ: Erindi al- þingismanns endursent „ÞAÐ erindi sem ég sendi Laga- stofinun Háskóla Islands með spurningum um það hvort bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar væru í samræmi við stjórnarskrá landsins var endursent mér með þeirri skýringu að Lagastofnun- in hefði ekki tíma til að svara spumingum mínum tyrr en eftir fjóra mánuði," sagði Kristinn Pétursson alþingismaður í sam- tali við Morgunblaðið. „Þeir hafa sem sagt ekki tíma til þess að svara alþingismanni um grund- vallaratriði í stjórnskipan lands- ins um skyldur þingmanna og réttindi fólksins i landinu." Kristinn Pétursson alþingismað- ur skrifaði fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar bréf 5. janúar sl. með spurningum sem hann ósk- aði að nefndin sendi áfram til Laga- stofnunar Háskóla íslands. Erindið var ekki afgrejtt frá nefndinni fyrir þinghlé og sendi Kristinn þá bréfið sjálfur með fyrrgreindum árangri þann 12. janúar. í svarbréfi var erindið endursent vegna anna Laga- stofnunar. V er slunarbankinn: Vaxtahækk- un um 2-4% BREYTINGAR á vöxtum taka gildi í dag hjá Alþýðubanka, sparisjóðum, Verslunarbanka og Landsbanka. Mest er breytingin hjá Verslunar- banka sem hækkar útláns- vexti sína um 2-4% og inn- lánsvexti um 1-3,5%. Alþýðu- banki hækkar vexti af óverð- tryggðum skuldabréfúm um 1,25% en sparisjóðir hækka útlánsvexti almennt um 1%. Þá hækkaði Landsbankinn Kjörbókarvexti úr 13,5% í 15%. Hjá Verslunarbankanum hækka vextir af óverðtryggðum skuldabréfum um 2% svo og víxilvextir sem hækka úr 18% í 20%. Vextir af yfirdráttarlánum hækka úr 21% í 25%. Hjá spari- sjóðum hækka vextir af víxlum úr 17% í 18%. Verslunarbankinn hækkar vexti af tékkareikninum úr 3% í 4% og vexti af almennri spari- sjóðsbók úr 8% í 9%. Jafnframt hækka vextir af Kaskóreikningi úr 15,9% í 19,4% ef innstæðan liggur óhreyfð í heilt ár. Morgunblaðid/Snorri Snorrason Vélbáturinn Seifúr, sem áður var gerður út frá Garði og hét þá Sigurvin. Seifiir sökk á Bakkafirði: Aflaði fjórðungs hráeftiisins VÉLBÁTURINN Seifúr sökk á Bakkafírði aðfaranótt föstudags- ins. Báturinn lá við legufæri er atburðurinn átti sér stað og var enginn um borð. Slæmt veður var er þetta gerðist. Seifúr lá við svokallaða Nýhöfii innan við nýjan sjóvarnargerð. Hann slitnaði frá, rak upp í fjöru, brotnaði og sökk. Seifúr var 26 tonn að stærð, metinn á 17 milljónir króna. Birgir Ingvarsson eigandi báts- menn. Seifur hafði verið á línu- ins segir að méð þessum skaða missi Bakkafjörður 25% af lönd- uðum afla á staðnum. Því sé þetta tilfinnanlegt tjón fyrir heima- veiðum en átti að fara á netaveið- ar um helgina. Sex menn ætluðu að vera á bátnum á netunum. Að sögn Birgis vantar tilfinnan- lega innri garð í hafnaraðstöðuna til þess að veija bátana þar gegn vestan- og suðvestanátt eins og var nóttina sem Seifur sökk. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir heima- manna um slíkt hafa stjónvöld daufheyrst við þeim óskum. Frá árinu 1984 hefur annar bátur eyðilagst, eins og Seifur vegna þessa, en tveimur öðrum sem slitnuðu upp hefur verið bjargað. Ísland-EB: Evrópunefind alþingis í Genf og Brussel Hitta ekki fiilltrúa úr fiskimáladeild Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni. fréttaritara Morcunblaðsins. NEFND Alþingis um stefnu ís- lendinga gagnvart Evrópu- bandalaginu, undir forystu Kjartans Jóhannssonar, er vænt- anleg í kynnisferð til höfúð- stöðva Evrópubandalagsins í Brussel nk. mánudag. Neftidin kemur frá Genf þar sem hún hefúr átt viðræður við embættis- menn EFTA. í Brussel ræða nefndarmenn við embættismenn frá EB um helstu viðfangsefni bandalagsins. Á þriðjudag hittir nefndin Inge Ger- baulet, sem vakir yfir samskiptum EB við ísland í stjórnardeild sem fer með utanríkisviðskipti. Jafnframt hittir nefndin fulltrúa deilda innan EB sem fara með sam- ræmingu óbeinna skatta, mennta- mál, samskipti EFTA og EB og fjár- málaþjónustu. í hádeginu á þriðjudag snæðir nefndin hádegisverð með Henning Chistophersen, fulltrúa Dana í framkvæmdastjóm EB. Samkvæmt heimildum innan EB höfðu nefndar- menn ekki áhuga á að hitta fulltrúa úr fiskimáladeild EB. Byggingamefiid herðir regl- ur um frágang bygginga Meisturum veittur firestur á lokaúttekt BYGGINGARNEFND hefiir samþykkt að veita byggingarmeisturum frest til 1. apríl, til að óska eftir fúllnaðarúttekt á byggingum með undanþágu. Auk þess hefiir nefndin samþykkt tillögur frá Gunnari Sigurðssyni byggingarfúlltrúa og Rúnari Bjamasyni slökkviliðs- stjóra, um hertar reglur fyrir þær byggingar, þar sem frágangur er háður samþykki slökkviliðsstjóra. „Við höfum samþykkt tillögu, þar hafí ekki verið gert og þess vegna sem byggingarfulltrúa er í samráði við eldvamareftirlitið, falið að senda bréf til allra þeirra, sem bera ábyrgð gagnvart byggingamefnd en það eru meistaramir. Þeim verði gert ljóst að það verður að sækja um fullnaðarúttekt á öllum þeim húsum sem þegar hafa verið tekin í notk- un,“ sagði Hilmar Guðlaugsson formaður byggingamefndar. „Það em því miður brögð að því að það emm við að reyna að koma ein- hveiju skikki á þessi mál hjá okk- ur.“ Byggingamefndin veitir þeim, sem hlut eiga að máli frest til 1. apríl næstkomandi til að óska eftir fullnaðarúttekt. Er byggingarfull- trúa í samráði við eldvamareftirlitið falið að sjá til þess að svo verði gert. Miðaið er við branamálareglu- gerð frá árinu 1978. Þá hafa einnig verið samþykktar tillögur um hvemig fara eigi með þær byggingar, sem samþykktar em í byggingamefnd með fyrirvara um samþykki slökkviliðsstjóra. Lagt er til að eftirfarandi starfs- reglur taki gildi; 1. Öll hús sem falla undir gr. 1.1.5 og 1.1.7 í bmnareglugerð skulu samþykktar með eftirtöldum fyrirvara: Frágangur á bmnavöm- um háður sérstakri úttekt slökkvi- liðsstjóra. Árita skal þennan fyrir- vara á alla aðaluppdrætti viðkom- andi húss. 2. Gera skal kröfur til nákvæm- ari útfærslu á branavömum á aðal- uppdráttum. 3. Sérstakar forúttektir á bmna- vömum skulu fara fram á undan lokaúttekt, sem eldvaranareftirlitið • annast. Skulu húsasmíðameistari og múrarameistari bera sameigin- lega ábyrgð á að tilkynna til eld- vamareftirlitsins, þegar þær eiga að fara fram. 4. Lokaúttekt fari fram áður en húsnæðið er tekið í notkun og áður en það er tekið úr smíðatryggingu í aðaltryggingu. 5. Setja skal reglur um hvernig tilkynningaskyldu verði háttað, þegar annað fyrirtæki flyst í húsið eftir lokaúttekt. Á það einkum við um stærra iðnaðarhúsnæði. Nýjar upplýsingar úr rannsóknum Hafirannsóknarstofiiunar: Kynþroskaaldur langreyða hækkar LÍFFRÆÐILEGAR rannsóknir Hafrannsóknarstoftiunar á langreyði leiða í ljós, að kynþroskaaldur dýranna er að hækka og vaxtarhraði þeirra að minnka, en kynþroskaaldurinn fiór áður lækkandi. Einnig hefúr komið í Ijós, að þungunartíðni dýranna er mjög misjöfti efltir árum og viðkoma þeirra hugsanlega örari en áður var talið. Beint samband er talið vera á milli hærra kynþroskaaldurs og lélegri vaxt- arskilyrða í sjónum til lengri tíma, og einnig á milli þungunartíðni og átumagns í sjó milli ára. Þetta em niðurstöður rannsókna á sýnum úr vfsindahvalveiðum und- anfarin þijú ár. Jóhann Siguijóns- son sjávarlíffræðingur hjá Hafrann- sóknarstofnun segir að stofnunin hafi náð að fylgjast með ástandinu á langreyðastofninum undanfarin þijú ár, og í Ijós hafí komið mark- tækar breytingar í vaxtarhraða, og þar með á kynþroskaaldri. Jóhann sagði að Japanir og Bret- ar hefðu áður sýnt fram á það, að á ámnum 1950-1970 hefði kyn- þroskaaldur langreyðar lækkað, sem þýddi með öðmm orðum að vaxtarhraði dýranna hefði aukist. Núna hefðu rannsóknir Hafrann- sóknarstofnunar hins vegar leitt í ljós, að árgangamir hefðu vaxið mun hægar, þannig að kynþroska- aldurinn væri aftur á leið upp. Hann sagði það mat flestra, að vaxtarhraðinn hefði aukist vegna aukinnar fæðu í sjónum, og hugsan- lega hefði grisjun stofnsins vegna veiða ráðið einhverju. Nú benti þó ekkert til þess að langreyðastofninn hefði stækkað á undanfömum ámm þannig að skýringin á minnkandi vaxtarhraða væri sennilega al- mennt lakari lífsskilyrði í sjónum á þessu árabili, eða aukin samkeppni hvala við aðrar lífverur í sjónum, hugsanlega aðra hvali, t.d. hnúfu- bak sem hefði fjölgað vemlega. Einnig hefðu komið í ljós miklar sveiflur í þungunartíðni langreyða- kúa milli ára, eða allt frá því að 40-50% kúa væm með kálfi, upp í að 80-90% þeirra væra með kálfi. Áður hafði verið gert ráð fyrir, að langreyðarkýr væri kálffull að jafn- aði annað hvert ár. Einnig hefði komið í ljós að þau ár, sem vom með mjög háa þungunarprósentu, vom þau sömu og þegar dýrin vom mjög vel haldin út frá orkubúskap þeirra, sem benti til þess að fæða dýranna hefði verið góð. Jóhann sagði að þessar upplýs- ingar fengjust ekki nema með veið- um, og þeim yrði að safna frá ári til árs, vildu menn fá áreiðanlega ráðgjöf um hvað hægt væri að veiða úr hvalastofnunum. Upplýsingar, sem fengist hefðu með vísindaveið- unum, vörpuðu ljósi á nýliðun og nú væri hægt að gera ráð fyrir þessari kynþroskaaldurshækkun hjá langreyði ef meta ætti hvaða veiðar stofninn þyldi. Ef hins vegar ætti ekki að veiða úr þessum stofn- um á næstu áratugum, væri krafan um nákvæmni í ráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunar miklu minni, og þá þyrfí þessi gögn ekki nauðsyn- lega. James A. Baker James Baker kemur í dag JAMES A. Baker utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefúr stutta viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli síðdegis í dag og mun Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hitta Baker þar að máli. Koma Bakers hingað til lands er hluti af ferð hans til NATO- ríkja í Evrópu. Sjá einnig miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.