Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 17 Katrín með afganskri vinkonu sinni, Zol Aikha. Þessi mynd var tekin í heimsókn dóttur Katrínar, Bjargar Hauks- dóttur, og dætra hennar, Kristínar Eikar 8 ára og Katrínar Aspar 10 ára til Kabúl. höfn, hlaut heiðurspening fyrir störf í þágu íþróttanna. Raymond er líka það sem Frakkar kalla Chevalier de lórdre National du Metite fyrir störf sín í þágu Frakklands. Og hann hefur verið heiðraður með íslensku Fálkaorðunni. Tók við henni úr hendi Kristjáns Eldjárns. Það þyk- ir honum vænt um. Er ákaflega hrifinn af íslandi og þau hjónin koma þangað a.m.k. einu sinni á ári. Hann segir meira að segja að þar vilji hann búa eða a.m.k. hafa sumarhús þegar hann hætti störf- um. Lærir alls staðar eitthvað Þótt lítið sé talað um þá staði, þar sem þau Raymond og Katrín hafa verið, kemur fram að erfiðast var í Guatemala, enda bylting þar. Þá varð Raymond oft fyrir hótunum, enda segir Katrín að hann geti aldrei látið kyrrt liggja. En hann segir til skýringar: „Eg lít á mig sem hluta mannkynsins. Og taldi mig heppinn ef ég gat hjálpað pfurlítið í mannréttinda- málum. Ég geri það sem ég get í hveiju tilfelli. Og hann bætir við: „Kannski vissi ég að mér var meira óhætt en leit út fyrir. Ég hefí diplómataréttindi og svo er fyrrverandi forsetafrú Guatemala nemandi minn í karate og þeir höfðu veitt mér heiðursmerki fyrir að byggja upp karateskóla í landinu. Það hefur áreiðanlega hjálpað að ég var betur umborinn. Suður-Ameríkuþjóðirnar dá kraft og vald og bera virðingu fyrir þeim sem kunna fyrir sér í karate." Við höfum verið í mörgum lönd- um og alls staðar lærir maður eitt- hvað nýtt segir Raymond Petit. „í Afríku má læra vísdóm, í Japan að vera hæverskur, og í Trinidad og Tobago að vera kátur og njóta lífsins til fulls, en samskipti í við- skiptum gat maður best lært af íbúum Möltu. í Guatemala lærði maður gildi mannréttinda og frels- is og ég vona að á árinu sem er að byija 1989 verði þar bót á í heiminum.“ í Kabúl var lexía í að kunna að lialda þjóðlegri reisn gagnvart öðrum sterkum þjóðum. Við að fara svo víða og vera í utanríkisþjónustunni lærir maður að virða ólíka hegðun og ólíka fílósófíu. Síðast en ekki síst hefi ég lært að dást að íslendingum, sem ganga ótrauðir berhentir svo fámennir að verki í svo erfiðu umhverfi. ísland er eitt af löndun- um mínum þremur, sem eru Víet- Nam, Frakkland og ísland." Og hún svarar: „Það er auðvelt að vera hugrakkur þegar maður á svo góðan mann. Hann er svo uppörvandi. Hjálpar mér meira að segja til að fínnast ég falleg. Hann er aðdáandi fegurðar og lætur mér fínnast ég vera drottning daginn út og daginn inn. Með slíkum manni er gott að vera hvar sem er.“ „Hvar sem við erum þá er Katrín alltaf fallegasta konan í sendiráðunum," segir hann og brosir við henni. Áður en við skiljum segja þau að þau ætli að koma til Islands þegar hann fær að hvíla sig eftir álagið og vera þar í 240 daga. Koma í lok næstu viku. En svq vonast hann til að ástandið skáni nægilega í Afganistan til að hægt verði að fara þangað aftur og reyna að leggja lið. Hve fljótt það verður veit enginn, fer eftir því hvort SÞ tekst að flytja mat þang- að. Ef ekki þá taka skæruliðamir borgina fljótt, annars getur það tekið langan tíma að ná eðlilegu ástandi. Hvemig? Því vill hann ekki svara. Verður Kabúl kannski önnur Teheran eftir að múslimar hafa tekið völdin? Nei, Afganir em allt annað fólk þrátt fyrir trúarbrögðin. Píanótón- leikaröð FYRSTU tónleikar af Qórum í röð píanótónleika á nýja Stein- way-flygilinn í íslensku ópe- runni í Gamla bíói verða haldn- ir mánudagskvöldið 20. febrú- ar. Á þessum tónleikum mun Þor- steinn Gauti Sigurðsson leika ítalska konsertinn eftir J.S. Bach, Waldstein-sónötu Beethovens, Valleé d’Oberman eftir Lizt, fjórðu ballöðu Chopins og Scarbo eftir Ravel. Á öðmm tónleikum koma fram Guðmundur Magnús- Dagur hjóna- bandsins DAGUR hjónabandsins er sunnudaginn 12. febrúar. Lút- herska hjónahreyfingin á ís- landi (LME) hefur í nokkur ár staðið að „hjónahelgum." í fréttatilkynningu frá hjóna- hreyfingunni em öll hjón hvött til að halda upp á dag hjónabandsins og þeim sem tekið hafa þátt í starfí hennar er bent á að gera það frammi fyrir augliti Guðs með því að sækja guðsþjónustu í sókn- arkirkju sinni. Norræna húsið: Fyrirlestur um víkinga og rúnir TVEIR fyrirlestrar verða í Norræna húsinu um helgina í tengslum við víkingasýning- una. í dag klukkan 16.00 flytur Raymond I. Page prófessor í engilsaxnesku fyrirlestur. Fyrirlestur Raymond I. Page heitir „The heroic Vikings, mnes and other sources" og er haldinn á ensku. Ruth Slenczynska, píanóleikari. son 13. mars, Ruth Slenczynska 3. apríl og Selma Guðmundsdóttir 24. apríl. Kona hans, Dr. Elin Page, sem er norsk og bókmenntafræðingur að mennt, heldur fyrirlestur á morgun, sunnudag 12. febrúar klukkan 17.00 og talar um sam- band Gríms Thomsens og Magda- lenu Thoresen. Fjöruferð Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands stendur fyrir kynn- ingu í dag, laugardag, á þvi hvernig undirbúa á Qöruferð, þannig að hún komi að sem bestum notum til náttúruskoð- unar. Kynningin verður klukkan 13.00 í Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi og tekur um eina til eina og hálfa klukkustund. Árni Heimir Jónsson líffræðingur verður leið- beinandi. Frá Valhúsaskóla verður svo farið um klukkan 14.30, ef veður leyfír, á valinn stað í fjöm á Selt- jamarnesi og hugað að flömlíf- vemm undir leiðsögn Áma og fleiri. í þá fjömferð geta þeir einnig komið sem ekki fara á kynning- una í Valhúsaskóla. HáQara 'er um klukkan 16.00. Tónleikar þessir em haldnir á vegum íslandsdeildar Evrópusam- bands píanókennara. Fyrirlestur um börn í DAG klukkan 14 munu For- eldrasamtökin standa fyrir öðr- um fyrirlestri í fyrirlestrarröð- inni sem kynnt er undir sam- heitinu „Þitt barn“ í Fósturskó- lanum við Laugalæk. Fyrirlesari verður Hreinn Páls- son, skólastjóri Heimspekiskólans og doktor í heimspekifræðum. Um klukkan 16 verður haldinn aðal- fundur Foreldrasamtakanna. (Fréttatilkynning) Heimspeki- fyrirlestur í dag FÉLAG áhugamanna um heim- speki heldur sinn fyrsta fund á nýju ári á morgun, sunnudag, 12. febrúar klukkan 14.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari verður Gunnulf Myrbo, heimspekiprófessor við Pacifíc Lutheran háskólann í Tacoma í Washington. Fyrirlestur sinn nefni hann „Perils of Rati- onality". Gunnulf Myrbo er gisti- prófessor í heimspeki við Háskóla Islands á vormisseri 1989. (Fréttatilkynning) Ljósmynda- sýning í Hafti- arborg LJÓSBROT, félag ljósmynda- klúbba í framhaldsskólum, opn- aði (jósmyndasýningu í Hafiiar- borg, Hafharfírði, laugardag- inn 4. febrúar sl. Á sýningunni eru á annað hundrað myndir. Sýningin er opin frá klukkan 14—18 alla daga, nema þriðjiidaga. Henni lýkur 19. febrúar. H MAZDA 6261 Heimsins besti bíli" Segja lesendur „AUTO MOTOR UND SPORT“ fimmta árið í röð. Betri meðmæli fást varia! MAZDA 626 kostarnú frá aðeins 789 þúsund krónum. mazDa L 1 9.2.89) BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI6812 99 Leóursófasett Leóurhornsófar Nýjar sendingar Gott verð Margir litir Oplð laugardag frákl. 10-14 Halldór Svavarsson, umboðs- og heildverslun, Suðurlandsbraut 16,2. hæð, (hús Gunnars Ásgeirssonar), sími 680755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.