Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 22
22 4- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Útgefandi sndiifrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausásölu 70 kr. eintakið. Sjálfstæði seðlabanka egar sumir hérlendir stjórnmálamenn komast í þrot við efnahagsstjómina taka þeir gjarnan til við að skamma seðlabankastjóra. Tala þessir stjórnmálamenn þá á þann veg eins og allt myndi breytast til batnaðar bará ef þeir fengju sjálfir að ráða meiru. Dregið skal í efa, að þetta láti vel í eyrum þorra fólks. Flestir láta yfirlýsingar af þessu tagi líklega sem vind um eyru þjóta eins og svo margt af stóryrðun- um um menn og málefni, sem nú eru látin falla á æðstu stöð- um. Á sama tíma og vinstrimenn við völd á íslandi leggja áherslu á, að þeir verði að handstýra stóru og smáu til að mál snúist til betri vegar, er annað uppi á teningnum annars staðar, meira að segja á Norðurlöndun- um, þar sem trúin á forsjá ríkis- ins og forystu misviturra stjóm- málamanna hefur jafnan þótt mikil. Alls staðar er þróunin í þá átt, að fijálsræði verði meira og ábyrgð einstaklinga og fyrir- tækja þeirra meiri. Jafnvel inn- an stjómkerfisins sjálfs er verið að treysta völd embættismanna í því skyni að takmarka áhrif geðþóttaákvarðana einstakra stjórnmálamanna. Hér á landi hefur þróunin í ýmsum tilvikum verið í gagnstæða átt eða svo mikið hik er við ákvarðanir er miða að einhverju fijálsræði, að þær bera takmarkaðan árangur. Festa er bannorð eins og hringlið með lánskjaravísi- töluna sýnir. Svíar hafa nú ákveðið að styrkja sjálfstæði seðlabanka síns með /því að gera seðla- bankastjórann óháðan stjórn- völdum. Hingað til hefur sænska ríkisstjómin ráðið seðlabankastjóra og þeir hafa horfið úr störfum sínum við stjórnarskipti. Nú hefur verið tekið upp svipað fyrirkomulag og hér á landi, þar sem ekki er skipt um seðlabankastjóra, þótt skipt sé um stjórn. Svíar túlka þessa breytingu á þann veg, að hún styrki völd seðla- bankastjórans og veiti honum meira sjálfstæði svo sem í vaxta- og gengismálum. Ýmsir ráðherrar í ríkisstjórn íslands ættu að glöggva sig á þessari breytingu í Svíþjóð og hvernig menn túlka hana. Um- mæli þeirra um seðlabanka- stjóra, skoðanir þeirra og störf yrðu þá kannski á annan veg. Samkvæmt lögum hefur Seðla- banki íslands meira sjálfstæði en ætla mætti af digurbarka- legum yfirlýsingum ráðherra. Til þess að menn átti sig á því, hvað í þessu sjálfstæði felst, þarf bankinn ef til vill að láta á það reyna með eftirtektar- verðum hætti. Skoðanir eru uppi um það hjá ýmsum að seðlabankar séu almennt óþarfir. Að þær verði að veruleika er ekki á næsta leiti. Hjá málglöðum íslenskum ráðherrum er ekki á dagskrá að leggja niður Seðlabankann heldur tala þeir um að losna við þá menn úr bankanum, sem þeir eru á móti. Tal af þessu tagi sýnir best óvissuna sem skapast fyrir tilstilli ráðherra og er í engu samræmi brýnustu verkefni í stjórn efnahagsmála, enda ekki rökstutt með þeim hætti. Norður- landaráð og Eystra- saltsríkin Fyrir þing Norðurlandaráðs sem hefst í Stokkhólmi í lok mánðarins verður lögð fram til- laga eins af þingmönnum danska Framfaraflokksins, Kristen Poulsgárd, um að Eist- landi, Lettlandi og Litháen, Eystrasaltsríkjunum, verði boð- in aðild að ráðinu. Hér er um athyglisvert mál að ræða. Þjóðirnar sem byggja þessi þijú lönd hafa jafnan litið á íbúa Norðurlanda sem sér tengda með sérstökum hætti. Hið sama má reyndar segja um Norðurlandaþjóðirnar. Ef þær geta með sameiginlegu átaki auðveldað Eystrasaltsríkjunum að efla sjálfstæði sitt og eigin menningu nú þegar lag gefst fyrir rússnesku herraþjóðinni á að grípa það tækifæri. Fá við- fangsefni eru verðugri fyrir þingmenn á næsta Norður- landaráðsfundi en ræða einmitt um allar hliðar þessa máls. Með einum eða öðrum hætti eiga þingmenn Norðurlanda að sýna á sameiginlegum vettvangi sínum samstöðu með þjóðum Eystrasaltsríkj anna. Morgunblaðið skorar á alla íslenska þingmenn sem sækja þingið í Stokkhólmi að leggja sitt af mörkum fyrir sjálfstæð- isbaráttu þjóðanna í Eystra- saltslöndunum. Um axarsköft og hvali eftir Þorstein Pálsson Um margra vikna skeið hefur ríkisstjórnin verið að magna upp spennu og eftirvæntingu vegna efnahagsráðstafana sem hún hefur þóst hafa á pijónunum. í byijun þessarar viku rann svo stóra stund- in upp. Niðurstaðan var sem fyrr nánast marklaus yfirlýsing, áfram- haldandi hallarekstur atvinnuveg- anna, vaxandi óvissa, hvort heldur sem menn líta á pólitíkina sjálfa, atvinnulífið eða ijármálaheiminn. Þegar ríkisstjómin tók við síðast- liðið haust lýsti hún því yfir að þá þegar hefði hún gert róttækar ráð- stafanir til þess að treysta stöðu undirstöðuatvinnuveganna. Eftir fáeina daga fór hún þó að kalla þær ráðstafanir biðleik. Staðreynd er að ekkert af þeim markmiðum, sem ná átti með biðleiknum, hefur náðst. Stefnt var að því að ná hallalaus- um fjárlögum á þessu ári. Þrátt fyrir skattahækkanir upp á fleiri milljarða króna liggur nú ljóst fyrir að útgjöldin á þessu ári fara vem- lega fram úr áætlun. Stefnt var að því að lækka verðbólgu. Staðreynd er að hún fer vaxandi á nýjan leik, einvörðungu vegna aðgerða ríkis- stjórnarinnar í skatta- og efnahags- málum. Stefnt var að því að ná niður vöxtum, en nafnvextir höfðu lækk- að mjög verulega í tíð fyrri ríkis- stjómar. Sú þróun hélt áfram til að byija með en vextir hafa farið hækkandi að undanfömu og spari- skírteini ríkissjóðs hafa ekki selst á þeim kjömm sem ríkisstjómin hefur ákveðið. Tölulegar staðreyndir liggja nú fyrir um það að erlendar lántökur á þessu ári verða mun meiri en horfur vom á þegar ijárlagafmm- varp ríkisstjómarinnar var lagt fram. Halli er enn á rekstri sjávar- útvegsins og samkeppnisiðnaðar- ins. Engar almennar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að leið- rétta rekstrargmndvöll atvinnuveg- anna. V onleysisráðstafanir Þetta em þær staðreyndir sem við blasa eftir biðleik ríkisstjómar- innar. Nú hefur ríkisstjómin svo tilkynnt hvernig framhaldið á að vera, boðað hina varanlegu efna- hagsstefnu. Þar kemur fram að áfram á að reka sjávarútveg og iðnað með verulegum halla, en fjár- magna atvinnufyrirtækin með nýj- um erlendum lántökum og í gegnum nýtt sjóðakerfi. 'Augljós kollsteypa er því framundan í þeim efnum og allar líkur á að erlend lán verði á þessu ári komin upp í 50% af lands- framleiðslu. Í stað þess að eyða óvissu með nýjum ráðstöfunum hefur óvissan magnast. í stað þess að gefa fólk- inu í landinu nýja von með því að treysta rekstur undirstöðuatvinnu- vega þjóðarinnar standa menn von- lausari en áður. Þrátt fyrir það langa hlé sem ríkisstjórnin gerði á þingstörfum virðist síðasta útspil Þorsteinn Pálsson ríkisstjórnarinnar vera dæmi um enn eitt axarskaftið. „Auðvitað er það svo að áfram- hald þessarar stjórnarstefnu kemur með mestum þunga niður á sjávar- útvegi og iðnaði og því fólki sem við þessar atvinnugreinar starfa. En flestir gera sér grein fyrir því að það líður ekki á löngu þar til stjórnarstefnan kemur með miklum þunga niður á landsmönnum öllum, því við lifum á þeim verðmætum sem framleiðsluatvinnuvegirnir skapa.“ „Auðvitað er það svo að áframhald þessarar stjórnarstefnu kemur með mestum þunga nið- ur á sjávarútvegi og iðnaði og því fólki sem við þessar atvinnu- greinar starfa. En flest- ir gera sér grein fyrir því að það líður ekki á löngu þar til stjórnar- stefhan kemur með miklum þunga niður á landsmönnum öllum, því við lifiim á þeim verðmætum sem fram- leiðsluatvinnuvegirnir skapa.“ Yfirvofandi misnotkun á hlutaíjársjóði Skýrasta dæmið um ráðþrot stjórnarflokkanna eru hugmyndir þeirra um hlutafjársjóð og notkun hans. Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn fluttu tillögu um stofnun slíks sjóðs, sem starfa átti á fijálsum markaði. Ríkisstjórnin sýnist á hinn bóginn vera með hug- myndir fyrir opinbera sjóði og jafn- vel banka til þess að breyta skulda- kröfum í eignarhlut í þeim atvinnu- vegum sem Stefánssjóður hefur ekki lánað til. Enn virðist vera ágreiningur milli stjórnarflokkanna um þetta atriði. En flest bendir til þess að misnota eigi hugmynd um hlutabréfasjóð í þeim tilgangi að opinberir aðilar nái undirtökum í atvinnulífinu, ekki síst á landsbyggðinni. Þannig á að draga frumkvæði og ábyrgð frá fólkinu sjálfu í miðstýrða sjóði ríkis- valdsins. Hugmyndir af þessu tagi eru í engu samræmi við upphafleg- ar hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og Kvennalistans um hlutverk hlutabréfasjóðs. Óraunhæf leið til vaxtalækkunar Lækkun vaxta er augljóslega eitt af mikilvægustu markmiðum sem keppa þarf að um þessar mundir. Hitt er alveg augljóst að einfaldar pennastriksaðferðir duga ekki í þeim efnum. Það sést best á því að ríkisstjómin hefur þegar lækkað vexti á spariskírteinum ríkissjóðs, en þau seljast tæplega. Og nú hefur hún uppi áform um að lækka þau niður í 5%. Menn hljóta að spyija: Eru einhverjar líkur á að það örvi söluna? Kjarni málsins er sá að ríkis- stjórnin stefnir með rangri gengis- skráningu að áframhaldandi halla- rekstri atvinnuveganna. Það kallar á aukin lán til atvinnufyrirtækja. Jafnframt virðist vera stefnt að hallarekstri ríkisfyrirtækja og aug- ljóst er að ríkissjóður verður, þrátt fyrir miklar skattahækkanir, rekinn með halla á þessu ári. Þessi al- menna efnahagsstefna þrýstir vöxt- unum upp fremur en hitt. Og í reynd verða þeir ekki lækkaðir nema snú- ið verði af þessari braut. Tilraunir til handaflsstýringar eða penna- striksaðferða breyta litlu eða engu þar um, jafnvel þó markmiðið sé gott. Veruleg hætta er því á að pen- ingalegur sparnaður dragist saman vegna þessarar óvissu. Það eykur eyðslu, leiðir til vaxandi viðskipta- halla. Þar af leiðandi mun verðbólga fara vaxandi og fjármagnskostnað- ur aukast. Eftir aðeins fjóra mán- uði er stefna ríkisstjórnarinnar spmngin á öllum sviðum. Áframhaldandi stjórnarkreppa Segja má með nokkrum sanni að við höfum búið yið stjórnar- kreppu frá því í maímánuði á síðast- liðnu ári. Þá byijuðu bæði Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn hin hefðbundnu vinnubrögð vinstri flokka, sem fela í sér stjórn- armyndunarsamninga á þriggja mánaða fresti. Og á haustdögum var útséð um að Sjálfstæðisflokkur- inn gat ekki lengur tekið þátt í samstarfi við þessa flokka og kaus því fremur að fylgja stefnu sinni en að fórna henni fyrir ráðherra- stóla. En stjómarkreppan heldur áfram. Viðræður ríkisstjórnarflokk- anna við hluta Borgaraflokksins um aðild að ríkisstjórninni fóru út um þúfur að sinni. Telja verður þó líklegt að stjórnin verði áfram varin vantrausti og einsýnt að stjórnar- myndunarviðræður og nýjar stefnu- yfírlýsingar verða gefnar út á nokk- urra mánaða millibili ef fram heldur sem horfir. Það breytir auðvitað engu um James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á íslandi: Utsjónarsamur o g þraut- reyndur raunsæismaður JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á í dag, laugar- dag, viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra. Fundur þeirra fer fram síðdegis í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og er gert ráð fyrir að hann standi í um tvær klukkustundir. Baker er nú á átta daga löngu ferðalagi til 14 höfúðborga aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins í Evrópu og mun t.a.m. eiga við- ræður við ráðamenn i Bonn, Ankara, Aþenu og Róm sama daginn. Þegar George Bush var kjörinn Reagan forseta til að draga úr forseti Bandaríkjanna þann 8. nóv- ember síðastliðinn var það eitt fyrsta verk hans að tilnefna Baker til embættis utanríkisráðherra. Baker stjórnaði kosningabaráttu Bush en þeir hafa þekkst í rúm 30 ár og átt náið samstarf. Utanríkis- málanefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að mæla með Baker en hann nýtur óvenju mikill- ar virðingar jafnt meðal repúblík- ana sem demókrata og þykir ein- staklega hæfur stjómmálamaður, þótt ýmsir hafi orðið til að gagn- rýna stjóm hans á kosningabaráttu Bush, sem þótti óvenju harðvítug. Áður hafði Baker stjómað baráttu Bush í forkosningum Repúblíkana- flokksins fýrir kosningamar árið 1980 er Ronald Reagan var valinn frambjóðandi flokksins og fjórum áður hafði hann verið kosninga- stjóri Geralds Fords er hann tapaði fyrir Jimmy Carter. Fjármálaráðherra og skrifstofustjóri Baker, sem er 58 ára gamall, býr yfír mikilli reynslu og þykir marg- sinnis hafa sannað ótvíræða hæfí- leika sína á vettvangi stjómmála. Er Ronald Reagan tók við forseta- embættinu árið 1980 varð Baker skrifstofustjóri forsetans. Banda- rískir íhaldsmenn fóru ekki leynt með þá skoðun sína Baker væri tæpast treystandi er hann hvatti framlögum til vamarmála vegna ijárlagahallans sem sífellt fór vax- andi. Þegar unnið var að gerð fjár- lagafmmvarpsins árið 1983 er haft fyrir satt að Reagan hafi tekið Baker á beinið er hann viðraði þessa skoðun sína. Þegar Reagan var endurkjörinn 1984 tók Baker við embætti fjár- málaráðherra af Donald Regan sem gerðist skrifstofustjóri. Þessi skipti áttu eftir að reynast afdrifarík því Regan, sem kom hingað til lands er leiðtogar risaveldanna funduðu í Reykjavík, þótti engan veginn ráða við nýja starfíð og raunar fór svo að lokum að hann hrökklaðist úr embætti áður en kjörtímabíl Reagans rann út. Baker þótti hins vegar stjóma fj ármálaráðuneytinu af mikilli röggsemi og má sem dæmi nefna að hann var maðurinn á bak við breytingar þær sem Reag- an-stjómin gerði á bandaríska skattakerfínu og þótti framganga hans með ólíkindum. Hann fékk ijölda áhrifamikilla þing- og fjár- málamanna á sitt band og banda- ríska vikuritið Time segir það al- kunna að hann hafi fengið Nancy Reagan til að sannfæra forsetann, eiginmann sinn, um ágæti þeirra breytinga sem fjármálaráðherrann vildi gera. Að auki vann Baker ötul- lega að fríverslunarsamningi Kanada og Bandaríkjanna auk þess sem hann var „heilinn" á bak við Plaza-samninginn svonefnda frá árinu 1985 sem leiðtogar helstu iðnríkja gerðu með sér um skipu- lega gengislækkun Bandaríkjadoll- ars. Maður athafiia og ákvarðana James Baker þykir raunsæismað- ur fremur en hugsjónamaður og allir þeir sem til þekkja em sam- mála um að útsjónarsamari stjóm- málamaður sé vandfundinn. Sjálfur kveðst Baker leggja meira upp úr athöfnum en orðum og segist vera „vinnusjúklingur." Raunsæi þykir hafa einkennt allan feril hans; að- stoðarmenn hans segja að honum sé fýrst og fremst umhugað um hvað unnt sé að gera' og að hann taki ekki ákvarðanir á gmndvelli fastmótaðrar hugmyndafræði. Af- staða hans til breytinga þeirra sem Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur reynt að koma á í Sovétríkjunum þykir til marks um þetta. Baker hefur sagt að fullnýta beri alla þá mögu- leika sem gefist til samningavið- ræðna við Sovétmenn en jafnframt lagt áherslu á að Bandaríkin og Sovétríkin eigi ólíkra hagSmuna að gæta. Baker sagði í viðtali við Time nú nýverið að Sovétmenn hefðu hvergi hvikað frá því markmiði sínu að ijúfa samstöðu aðildarríkja At- lantshafsbandalagsins. Hins vegar væri umbótastefna Gorbatsjovs áhugaverð og viturlegt væri að bíða og sjá hvort hún skilaði árangri í Sovétríkjunum. Boðar tæpast breytingar Þeir sem til þekkja segja þá Bush og Baker eiga margt sameig- inlegt. Báðir eru sagðir meta holl- ustu undirmanna sinna ofar öllu og samskipti þeirra tveggja þykja ein- kennast af gagnkvæmu trausti. För Bakers til aðildarríkja Atlantshafs- James Baker svarar spurningum utanríkismálanefhdar öldunga- deildar Bandaríkjaþings í síðasta mánuði en lögum samkvæmt þurfa þingmenn að leggja bless- un sína yfir þá menn sem forseti Bandaríkjanna tilnefnir til hárra embætta. Nendin samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að mæla með því að Baker yrði skip- aður utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. bandalagsins er sögð vera til marks um þetta en Bush hét því er hann var kjörinn forseti að ráðfæra sig við bandamenn Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu áður en viðræður við Sovétmenn yrðu teknar upp að nýju. Ónefndir heimildarmenn Re- uters-fréttastofunnar segja að til- gangurinn með för Bakers sé fyrst og fremst sá að kynnast sjónarmið- um ráðamanna í aðildarríkjunum. Ekki er búist við að Baker kynni nýjar hugmyndir eða breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna enda hafa aðstoðarráðherrar þeir sem fara munu með samskipti við Evrópu og Kanada enn ekki verið skipaðir. Búist er við því að sam- skipti austurs og vesturs verði eitt helsta umræðuefnið auk þess sem aukin framlög NATO-ríkjanna í Vestur-Evrópu til vamarmála mun vafalítið bera á góma en Baker hefur verið talsmaður þess að þau auki hlut sinn í hinum sameiginlegu .vornum bandalagsins. Skipasmíði hjá Stálvík fyrir Dubai: „Stærra verkeftii en sjóðurinn ræður við — segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra VERKEFNIÐ að ganga í ríkisábyrgð vegna hugsanlegrar smíði Stálvíkur hf. á 14 skuttogurum er mun stærra en Tryggingarsjóður útflutningslána ræður við, að sögn Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráð- herra. Hann segir nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins vinna að út- tekt á þessu máli nú. Iðnaðarráðherra sagði að þetta mál væri nú til meðferðar hjá Tryggingarsjóði útflutningslána, sem er deild í Iðnlánasjóði. Það er sjóður í eigu ríkisins, sem starfar með takmarkaðri ábyrgð. „Þetta Akvörðun þarf um helgina ÁKVÖRÐUN um það hvort Stálvík hf. verður veitt ríkis- ábyrgð vegna smíði 14 skuttog- ara fyrir Dubai verður að liggja fyrir eigi síðar en þessa helgi, að sögn Jóns Gauta Jónssonar framkvæmdastjóra Stálvíkur, en þá rennur út sá frestur sem kaupandi skipanna hefúr gefið. Samningarnir sem Stálvík hefur undir höndum um smíði skuttogar- anna hljóða upp á á fimmta milljarð króna, og þarf fyrirtækið að leggja fram bankaábyrgð á móti mikilli útborgun kaupandans, auk fram- leiðsluábyrgðar fyrir 5% af kaup- verðinu í eitt ár eftir að togararnir hafa verið afhentir. „Við fáum bankaábyrgð fyrir hverri einustu krónu af kaupverði skipanna frá fyrsta flokks sviss- neskum, enskum eða þýskum banka. Það eina sem við þurfum að gera til þess að fá þá ábyrgð er að leggja fram yfirlýsingu frá okkar viðskiptabanka um að berist þessar greiðslur sé hann tilbúinn til þess að leggja fram ábyrgðir á móti þeim,“ sagði Jón Gauti. verkefni er náttúrlega stærra en sjóðurinn ræður við, miðað við óbreytt bolmagn hans,“ sagði Jón, „en hins vegar vil ég láta þá meta verkefnið sem slíkt. Ef þeir hafa ekki nægilega sterkan fjárhagsleg- an bakhjarl, þá yrði leitað til ríkis- ins með það.“ Iðnaðarráðherra sagði að þarna væru verkefni sem ekki sneru ein- ungis að Stálvík. Það væri gert ráð fyrir vindubúnaði og spilum frá Vélaverkstæði Sigurbjörns Svein- bjömssonar. „Eins er það óreynt að mínu áliti hvort Stálvík er heppi- legasta-smiðjan hér heirna til að annast svona verkefni. Það er álita- mál hvort t.d. Slippstöðin kynni ekki að vinna þetta verk betur, en um það ætla ég ekkert að segja að svo komnu máli,“ sagði Jón. Jón kvaðst hafa falið þremur mönnum að kanna þetta mál betur, sem væru ráðuneytisstjórar iðnað- ar- og fjármálaráðuneytis, ásamt starfsmanni Iðnlánasjóðs og þeir hefðu ekki skilað áliti. Iðnaðarráðherra sagði að það hefði auðvitað áhrif hvernig fyrir- tæki stæðu og hvort menn héldu vinnunni, þegar hann var spurður út í rekstrarvanda Stálvíkur, en það þyrfti að byggja ákvörðun í þessu máli á því hvort þarna væri um starfsgrundvöll að ræða. „Þeim mönnum sem við þetta fyrirtæki starfa er enginn greiði gerður með því að fara af stað með fyrirtæki sem reynist reist á brauðfótum, þegar á reynir. Það er þá betra að það komi í ljós þegar að er gáð, fremur en þegar á það reynir í verki og þá er ekki víst að kaupið feng- ist borgað,“ sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. '2,5% gengislækkun og 2,25% frávik frá ákveðnu meðalgengi heimilað: j Aðgerðirnar eru ekki nægi-! legar fyrir sjávarútveginn j - segir Halldór Ásgrimsson - Vextir af spariskírteinum verði 5% I stjórnarstefnuna og þá óvissu og það ráðleysi sem seta þessarar vinstri stjórnar veldur, hvort hluti Borgaraflokksins sest í ráðherra- stóla eða styður stjórnina án þess. Vangaveltur um nýja tilraun til þess án þess. Vangaveltur um nýja tilraun til þess að fá hluta Borgara- flokksins inn í ríkisstjómina næst þegar semja þarf um nýja stjórnar- myndunaryfirlýsingu, sem augljóst er að gera þarf innan nokkurra vikna, breyta því engu um ástand- ið. Stjórnarkreppan virðist vera við- varandi. Fæst bendir til þess að við komumst út úr henni án nýrra kosn- inga. Og óskirnar þar um verða brýnni eftir því sem axarsköftum vinstri stjórnarinnar fjölgar. Alþingi taki frumkvæði í hvalamálinu Talsverð umræða hefur orðið upp á síðkastið um stefnu íslendinga í hvalveiðimálum. Við höfum orðið fyrir miklum áföllum á mörkuðum, einkanlega í Þýskalandi. Þau grafa undan rekstri mikilvægra fyrir- tækja í lagmetisiðnaði og ógna at- vinnuöryggi fólks. Efasemdir um hvalveiðistefnuna eru eðlilegar í þessu ljósi. Á hinn bóginn er mikilvægt að við getum lokið þeirri vísindaáætlun sem hafíst var handa um á sínum tíma. En rétt er að hafa í huga að því var jafnan lýst yfír að taka þyrfti tillit til markaðsaðstæðna. Og reyndin hefur orðið sú að við höfum endurskoðað þessa áætlun á hveiju vori með tilliti til mikilvægra viðskiptahagsmuna. En nú þegar komið er að lokaáfanga þessarar rannsóknaráætlunar er staðan á 1 mörkuðum okkar aivarlegri en nokkru sinni fyrr. Brýnt er að skapa sem víðtæk- asta samstöðu íslendinga í þessu efni. Ástæðulaust er að láta mál af þessu tagi leiða til alvarlegra pólitískra flokkadrátta. Við þessar aðstæður sýnist því vera skynsam- legt að Alþingi taki málið í sínar hendur. Það væri unnt að gera með því að þingið kysi nefnd sem hefði það verkefni að gera tillögur um stefnumörkun að því er varðar lok vísindarannsóknanna, nýtingu hvalastofnanna í framtíðinni í sam- ræmi við niðurstöður vísindanefnd- ar hvalveiðiráðsins á hveijum tíma og um leið samstarf okkar við þá erlendu aðila sem vilja taka höndum saman með íslendingum um vernd- un hafsins gegn mengun. Með þessu móti á að vera unnt að skapa vettvang fyrir stefnu- mörkun í þessu alvarlega máli, þar sem almenn samstaða gæti tekist. Höfimdur er formaður Sjálfstæð- isflokksias. Lars Áke Engblom, forstöðumaður Norræna hússins.MorBunblaölð/RAX Norræna húsið: Hef áhuga á að tengja börn og unglinga bet- ur norrænu samstarfi segir nýr forstjóri, Lars Áke Engblom NÝR FORSTÖÐUMAÐUR tók við Norræna húsinu af Norðmanninum Knut Odegaard um síðustu mánaðamót. Hann er Svíi og heitir Lars Áke Engblom, 45 ára, doktor í sögu, fjölmiðlafræðingur og fyrrver- andi blaðamaður, en síðustu átta árin hefúr hann verið sjónvarps- stjóri TV 2, annarrar rásar sænska ríkissjónvarpsins. Hann fékk §ög- urra ára leyfi frá sjónvarpinu til að gegna starfi forstöðumanns Norræna hússms í Reykjavík. í samtali við Morgunblaðið sagði Engblom, að eitt af því fyrsta sem hann yrði að takast á við og sigra, væri íslensk tunga, því ekki þýddi annað fyrir sig en að tala boðlega íslensku. „Ég er ánægður með að vera kominn til íslands og ég hlakka til að takast á við krefjandi starf,“ sagði Engblom. Hann kvaðst hafa ýmsar hugmyndir úr starfi sínu við fjölmiðla, sérstaklega sjónvarpið, sem hann hefði áhuga á að hrinda í framkvæmd sem forstöðumaður Norræna hússins. „Það er eiginlega ótímabært að reifa þær í blöðum, því ég ætla að bera þær undir hér- lenda kunnáttumenn áður en ég fer lengra með það,“ sagði Engblom. „Ég get þó sagt, að ég hef geysileg- an áhuga á því að tengja böm og unglinga betur norrænu samstarfi og reynsla mín úr sjónvarpi getur hjálpað mér við það.“ Fjölskylda Engbloms kemur hingað til lands í vor. Eiginkona hans er kennari að mennt og hefur m.a. numið forníslensku. Er það langþráður draumur hennar að koma hingað. Börnin eru tveir drengir, 17 og 15 ára, og stúlka, 12 ára. Engblom sagði að drengim- ir hefðu verið mjög jákvæðir og helst reynt að átta sig á íslending- um með því að fletta upp popp- vinsældalistum í Morgunbíaðinu, sem ávallt kemur á bókasafnið í' Váxjö, þar sem Engblom-fjölskyld- an býr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.