Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 44
*fgtmÞlafe!fe Aukin þægindi ofar skýjum ■ír^fV LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1989 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Sorppökkunarstöðin; Kynnisferð til Bretlands ‘afþökkuð STjþRN Framfarafélags Seláss- og Árbæjarhverfis hefur ákveðið að afþakka ferð til Bretlands sem borgaryfirvöld höfðu boðið ftill- trúum félagsins í til að þeir gætu kynnt sér starfsemi sorppökkun- arstöðva þar í landi. Boð þetta var tilkomið vegna deilu sem upp er komin vegna sorppökkunar- stöðvar sem fyrirhugað er að reisa austan Árbæjarhverfis. Davíð Oddsson borgarsfjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi ákvörðun væri óskiljan- _leg og líkti andstöðu stjórnar fé- Iagsins við hópferð bænda til Reykjavíkur í upphafi aldarinnar til að mótmæla því að símastreng- ur yrði lagður hingað til lands. Benedikt Bogason, formaður Framfarafélagsins, sagði að stjórn þess hefði ákveðið að hafna boði þessu á fundi á miðvikudag. Þótti sýnt að ekki yrði unnt að svara öllum þeim spurningum sem vaknað hefðu í tengslum við fyrirhugaða byggingu sorppökkunarstöðvarinnar. Stjórn félagsins teldi slíka kynnisferð til- "^ngslausa þar eð aðstæður væru aðrar i Hull og Leeds auk þess sem fulltrúum íbúanna gæfist tæpast tækifæri til að meta ýmsa þætti svo sem umferð og óloft sem fylgdi slíkri starfsemi. Davíð Oddsson sagði þessa niður- stöðu stjórnarinnar koma sér á óvart og kvað ljóst vera að unnt hefði reynst að svara fleiri spurningum en ella hefði slík kynnisferð verið farin. Bygging sorppökkunarstöðv- arinnar yrði mikið framfaraspor enda hefðu Reykvíkingar orðið að þola opna og illa lyktandi sorphauga allt of lengi. Engu væri líkara en stjórn félagsins óttaðist framfarir og kvaðst borgarstjóri telja að í jfcmtíðinni yrði þessi afstaða Fram- farafélagsins litin svipuðum augum og hópreið bænda til Reykjavíkur árið 1905 til að mótmæla lagningu símastrengs til íslands. I máli þeirra Benedikts Bogasonar og Davíðs Oddssonar kom fram að frekari fundir eru ekki fyrirhugaðir um málið en borgarstjóri hyggst bjóða fulltrúum ijölmiðla í kynnis- ferð til Hull og Leeds síðar í þessum mánuði. Esjan á strandstað við Hornafjarðarós. Morgunblaðið/Ólafur Bragason Höfn, Hornafírði. Esja strandaði við Hornafjarðarós Strandferðaskipið Esja strandaði við Hornafjarðarós á föstu- dagsmorgun er hún var á leið út. Garðey SF-22 og lóðsbáturinn aðstoðuðu hana og losnaði hún um miðjan dag. Þetta er þriðja strandið frá áramótum í innsiglingunni til Hafnar. Fyrir um tveim vikum strandaði Akurey SF og var hún föst í um hálfan sólahring. Skógey SF sat svo föst í smátíma fyrir um það bil viku. Engar skemmdir urðu á bátnum og líklegt er talið að Esjan hafi sloppið án teljandi skemmda. - JGG Sjávarútvegsráðuneytið: Smæsta gámaýsan fæst ekki með löglegum riðli Skipsljórar togveiðibáta í Vestmannaeyjum segjast ekki nota klæddar vörpur „ÞAÐ ER augljóst. að smæsta ýs- an, sem seld er úr gámum í Bret- landi, fæst ekki í löglegan riðil og menn virðast vera með ein- hveijar tilfæringar í trollinu. Það hefúr verið fyigst með þessu í Bretlandi að undanförnu en þetta hefúr ábyggilega verið stundað mjög lengi,“ sagði Jón B. Jónas- son, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. „Ýsan er aðallega veidd af togbátum á svæðinu frá Ingólfshöfða að Skaftárósi. Rann- sóknaskipið Dröfú hefúr farið austur til að skoða þetta svæði og skoðunin getur leitt til þess að einhverjum svæðum verði lok- að,“ sagði Jón. „Menn virðast hafa lagt sig eftir því að veiða smáýsu og skammsýni þeirra kemur okkur á óvart,“ sagði Jón B. Jónasson. Togveiðiskipstjórar á bátum frá Vestmannaeyjum funduðu um þetta mál í gær. „Skipstjóranir mótmæla því að þeir hafi notað klæddar vörp- uði. mjög lengi,“ sagði Jón B. Jónas- að einhverjum svæðum verði lok- því að þeir hafi notí ^kusölufyrirtækin vildu ekki lækka taxta vegna fískvinnslunnar: Ríkið niðurgreiðir raforkuna Niðurgreiðsluaðferðin kemur bara þeim stærstu til góða, segir rafveitustj órinn á Austurlandi NÚ ER á lokastigi endanleg útfærsla afsláttar á raforkuverði til fisk- vinnslu samkvæmt ákvörðun sem núverandi ríkisstjórn tók er hún var mynduð í haust. Er þar gert ráð fyrir því að kostnaður vegna afslátt- arins nemi um 100 milljónum og komi það fé úr ríkissjóði. Um er að ræða afslátt á afltaxta miðað við ákveðna lágmarksnýtingu. Með því móti getur afsláttur fallið í hlut saltfískverkunar, rækjuvinnslu og loðnubræðslu auk frystingarinnar, sem njóta mun afsláttarins mest. Talað er um 25% afslátt að meðaltali, sem minnki útgjöld vinnslunnar um 0,5%. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- ,vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrst í stað hefði iðnaðarráðuneytið lagt fram tillögur um framkvæmd afsláttarins. Við þær hefðu verið gerðar nokkrar at- hugasemdir og nú væri þetta á loka- stigi. Gert hefði verið ráð fyrir því að meðatalslækkun til fiskvinnslunn- ar yrði 25%, en þó breytileg eftir nffingu raforkunnar. „Upphaflega val gert ráð fyrir því, að hægt væri að semja við orkufyrirtækin um lækkun á töxtum þeirra. Það hefur ekki reynzt unnt og því gert ráð fyrir því að féð komi frá ríkissjóði, allt að 100 milljónir króna. Þetta mun væntanlega nægja til að ná þeim markmiðum, sem stefnt er að. Verði lækkun að meðaltali um 25% á raforkuverði í fiskvinnslunni, þýðir það 0,5% í afkomubata," sagði Hall- dór. Nákvæmar upplýsingar um fyrir- komulag náðust ekki í gær, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ekki koma til greiðslu þessa afsláttar fyrr en tilskilinni lágmarks- notkun raforku er náð og nýtingar- .tímanum 2.500 stundum. Afsláttur- inn verður reiknaður sem stigvax- andi hlutfall af nýtingartíma aflsins. Þannig getur hann reiknast frá núlli og upp í 35% við beztu nýtingu. Fyrstu greiðslu hans er tæpast að vænta fyrr en með vorinu. Erling Garðar Jónasson, rafveitu- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Austurlandi, sagðist í samtali við Morgunblaðið algjörlega andvígur þeim aðferðum sem beitt væri við útreikning afsláttarins og í raun andvígur því að gefa þennan af- slátt. Á veitusvæði hans næmu út- gjöld frystihúsa vegna notkunar raf- orku um 1,5% af heildarútgjöldum og fjórðungur af því skipti í raun engu máli. Hefði ætlunin hjá stjórn- völdum verið að bæta hag vinnslunn- ar hefði verið nær að gera það svo um munaði. Erling sagði að útreikn- ingur afsláttarins með þeim hætti, sem ákveðinn hefði verið, væri mjög erfiður og kostnaðarsamur, nær jafnkostnaðarsamur og afslátturinn sjálfur. „Það hefði verið miklu nær að gefa ákveðinn afslátt á afltaxta. Þannig hefði hann komið öllum til góða, ekki bara þeim stærstu eins og raunin verður nú. Fulltrúar RARIK lögðu fram ákveðnar hug- myndir í þessa átt, en á okkur var ekki hlustað. Þetta virðist unnið af einhveijum, sem lítið þekkja til hlut- anna,“ sagði Erling. ur. Þeir viðurkenna hins vegar að hafa flutt út undirmálsfisk, enda eru þeir skyldugir til að koma með allan fisk að landi. Þegar mikill fiskur kemur í trollið geta möskvarnir lok- ast og þá kemst smáfiskurinn ekki út úr því aftur," sagði Hilmar Rós- mundsson, formaður Útvegsbænda- félags Vestmannaeyja. „Árið 1988 seldum við um þijú þúsund tonn af ýsu úr gámum. Þar af var smáýsa 31%, milliýsa 34% og stór ýsa 33%. Sumir bátanna setja hins vegar eingöngu smáýsuna í gáma, þannig að þessi hlutföll gefa ekki rétta mynd af aflasamsetning- unni. Það hefur fengist yfir 100 kr. meðalverð fyrir smáýsuna í Bret- landi eftir áramótin," sagði Helgi Már Reynisson hjá Gámavinum sf. í Vestmannaeyjum. „Við höfum orðið varir við mikið af smáýsu kringum landið á undan- förnum árum en það er ólíklegt að þeir spádómar okkar rætist að ýsu- veiðar geti aukist á næstu árum ef menn eru að flytja út mikið af ýsu sem er svipað að stærð og síld,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „í sumum tilfellum er ýsan í gám- unum næstum því öll smá en í öðrum tilfellum er mjög lítið af smáýsu í þeim. Þessi ýsa gefur hins vegar ef til vill ekki rétta mynd af aflasam- setningunni þar sem fiskurinn er flokkaður áður en hann er settur í gámana. Við teljum ýsuna vera smáa ef hún er undir 45 sentímetrum," sagði Jón B. Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.