Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Meyja og Vatnsberi Meyja (23.ágúst-23.septemb- er) og Vatnsberi (21. janúar- 19. febrúar) eru ólík merki og eiga því ekki sérlega vel saman. Það getur þó breyst er önnur merki eru innbyrðis hagstæð. s.s. merki Tungls, Venusar eða Rísandi. Ein- kennandi fyrir sambandi Meyju og Vatnsbera er þvi viss togstreita og þörf fyrir málamiðlun. Saman mynda 'jsau heldur „kalt“ par. Það er sagt vegna þess að raunsæi og skynsemi er ráðandi. Meyjan Meyjan þarf að fást við hag- nýt og áþreifanleg viðfangs- efni til að viðhalda lífsorku sinni. Það sem hún tekur sér fyrir hendur þarf að skila árangri. Jarðsambandið þarf að vera í lagi og regla á nán- asta umhverfi. Hin dæmi- gerða Meyja er gagnrýnin, hlédræg og hógvær í grunn- eðli sínu, en jafnframt sam- viskusöm og trygglynd í ást og samstarfi. Vatnsberinn Vatnsberinn þarf að fást við félagslega og hugmyndalega lifandi viðfangseftii til að end- umýja lífsorku sína. Æskilegt er að hann taki virkan þátt í félagsstörfum eða vinna þar sem margt fólk er I nánasta umhverfi. Vatnsberinn setur skynsemi og hugmyndaleg sjónarmið ofar öðru og því getur hann stundum virst ópersónulegur og fjarlægur, en einnig yfirvegaður og ró- legur. Hann er fastur fyrir og ftýgglyndur. Hugarflug og jarösamband í sambandi þessara merkja getur þörf fyrir vinnu og áhersla á hið áþreifaniega stangast á við félagslyndi og hugmyndahyggju. Meyjan er jarðbundnari en Vatnsberinn á til að fljúga í heimi hug- myndanna. HiÖ stóra og smáa Þar sem Vatnsberinn hefur fyrst og fremst áhuga á „stóru“ málunum en Meyjan er næm á hið smáa, geta kom- ið upp erfiðleikar hvað varðar umræðu og áhugamál. Meyja talar um t.d. smáatriði sem Vatnsberanum fínnst ekki skipta máli. Köld saman Þar sem bæði merkin eru raunsæ og rökföst, þó á sitt hvom háttinn sé, er hætt við að samband þeirra verði „kalt“ og skorti innileika og hlýju. Hefðir og nýjungar Önnur hugsanleg skuggahlið er sú að Meyjan er í eðli sínu hefðbundin og vill fara troðn- ar slóðir, en Vatnsberinn lað- ast oft að því óvenjulega. Vinna ogfélagslíf Til að vel gangi þurfa merkin að gera málamiðlun og sætta sig við hina ólíku þætti í fari hvors annars. Þau þurfa að finna jafnvægi á milli þarfar fyrir vinnu og jarðbundin árangur annars vegar og þess að leggja stund á félagslíf, menningu og hugmyndasköp- un hins vegar. Það jákvæða er að Meyja og Vatnberi geta bætt hvort annað upp og einn- ig það að bæði merkin eru raunsæ og skynsöm. Þau ættu því að hafa jarðsambandið í lagi og njóta sín í hvers konar viðskipta-, framkvæmda- og námssamvinnu. Saman em þau ekki sérlega rómantísk, en reyndar ræðst slíkt af stöðu Venusar. Það er því ekki loku fyrir það skotið að rómantíkin geti blómstrað ef Venus er vel tengdur. Það á reyndar við um samband allra irferkja. Venus stjómar ást- inni. GARPUR QARPUR, r/\KTO 1 EN Kb/P/yiAtccR KpK/rtAK 06 HAL TU I GERlfZ /ILLT HFK/I/H. p/E> JSE/Pr HAVN GETtM? SJHRG/S r FR&yiUR. / 77/. j£> *N/Vli'Nj X þé/Z... RUNNADFLOR þARFFASr] H/EF/L E/KA BESGJR./ KAMNSKJ ER þETTA Bérr. V/BF/GUA/ BAd/R /HAR6T ÓL /FRT... EF E/NHUER OKICARSLEPPVR UFAND/ ÚR E1/B//HÖRR/NNI' GRETTIR L VELKOMlH l ] \ 7 /MORGUNLEIK- 1 V F/MlNA ! .7 / TIL3ÚIM? \ s / EINM ! I OG TVEI)?.' J /hA.'HAÍ þlÐER.Ue> ) \ \ AÐ MAÞvi'/ ( | jggfa [ JW 4 AUÐVECTAÐ l VeRA MORGUNHRBSS í. pEGAK EKKJ ee BElN ÚT- OtSENDm 3 7 • © 1986 United Feature Syndicate, Inc. BRENDA STARR /TANN S /TT FA6 ? F/TJNST þpR ÞA£> FAGMENNSKA þe/FAR. BlabafulltrO/ 'A ASFAF — /E.U/NTÚR/ /HE& FRAM&7ÓB- ANDANUM T LJOSKA AH, EN NÚ tRTU KOM- IN 1A ÞANN AL.DUP4 A / pESAR þö þARFN/\sr/4 ■ALLRAR þEIRRARpijFÍD-ri HJAlPAR SEMPO/ GETUR FENGIB, FERDINAND SMAFOLK I 5EE (jJE’rE 60IN& IN THE 5AME PIRECTI0N..D0 VOU MINP IF I UUALK WITH YOU ? Ég sé að við erum á sömu leið . . . Nema þér þyki ég auðvitað of gam er þér sama þótt ég gangi með þér? all fyrir þig, haha . . . Ertu of tungumjúkur fyrir mig? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Áhugasamir keppnisspiiarar eyða oft miklum tíma í að fínpússa sagnkerfi sitt, hvaða nafni sem það nefnist. Oftast fer mesta púðrið í sagnir þar sem andstæðingamir koma hvergi nærri. Vita menn þá upp á hár hvað sögn makkers í fímmta hring merkir og geta jafnvel teiknað upp skiptingu og styrk af mikilli nákvæmni. En standa svo á gati í algengum baráttu- stöðum. Einhverra hluta vegna em þær minna ræddar. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 1094 ♦ K9654 ♦ 6 Vestur ♦ D953 Austur ♦ ÁD32 ♦ 865 ¥D102 II ♦ 7 ♦ G93 ♦ K108542 ♦ KG2 Suður ♦ KG7 ♦ ÁG83 ♦ ÁD7 ♦ Á64 ♦ 1087 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulþristur. Þetta er dæmi um stöðu sem menn gleyma iðulega að ræða. Hvað merkja tvö grönd suðurs í vemdarstöðunni? Hvert verður framhaldið upp úr þeim? Þessir tveir vissu hvað þeir vom að gera. Tvö grönd lofuðu 18—20 punktum og þrír tíglar vom yfirfærela í hjarta. Suður var svo ánægður með þær upp- lýsingar að hann fór sjálfur í geimið. Sagnhafí tók fyrstu tvo slag- ina á tígul og henti spaða úr borðinu. Stakk svo þriðja tígul- inn og spilaði þrisvar trompi. Austur henti tígli og smáum spaða, sem var frávísun. Nú verður vestur að vanda sig til að hnekkja samningnum. Hann verður að spila laufkóng eða gosa og treysta á að makk- er eigi tíuna. Fylgja því svo eft- ir með því að henda hinu háspil- inu í þegar laufi er næst spilað. Annars lendir hann aftur_ inni og verður að spila frá AD í spaða. SKÁK Guðm. Sv. Hermannsson Þessi staða kom upp í skák Andrejevs og Kimeknitskíj, í meistaramóti sovéskra skákfélaga á síðasta ári. Síðasti leikur hvíts, sá 16., var dxe6, og í fljótu bragði virðist hvíta staðan vera mjög góð. Svarta drottningin og biskup- inn á f5 em í uppnámi og ef svart- ur leikur Dxe6 getur hvítur leikið Rd4 og gafflað drottninguna og biskupinn. En svartur hafði annað í huga. 16. - Rb3+i; 17. axb3 - Ral+; 18. Rbl - Hxbl mát!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.